Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 7
 Það var mikið sungið á kvöld- vökunum um borð. I‘rír félag- ar syngja Loft Malakoff. Ljósm. Á. J. Þaff er vissara fyrir skíffamenn aff geta farið í plóg eins og iltla stúlkan. dansinum um borð og gít- arar voru slegnir þindarlaust. Margir útlendingar voru með Gullfossi í páskaferðinni og létu þeir mjög vel af öllum að- búnaði og möguileikuim á hinni ýmsu skemmtan baeði um borð og { landi. — Sérstok hópbifreið var með skipinu og flutti hún fólkið frá skipi til fjalls og einmitt þar sem ég lá í snjónum eftir fyrsta skíðako'llhnísdnn minn sá ég hópbifreiðina drattast upp veg- iran að skíðaskálanum. Tók ég nú á mig rögg, reis upp og hratt mér út í brattann, en víða varð snjórusk á leið minni niður fjallið. Slóst ég i hóp fólksins sem komið hafði með bifreiðimni og var á leið til skíðakennarans. Um sinn var frestað frekari sjálfstæðum að- gerðum í skiðaiðkun og leitað tilsagnar hjá Gunnlaugi kenn- ara. Meginþorri Gullfossfólks- ins strekkti markvisst vöðva og gekk á fjall og fjörur, því þótt dvöl um borð í Gullfossi sé vissulega ævintýraiheimiur út af fyrir sig eru samskipti við landið sjálft ekfei sáðri ævin- týrL „Þó að í heimsbongunum bílum stýri og í borgum náttk'lúbbum sinni. Enn gerast huggulegri ævintýri eflaust í Þónsmönkinni,“ segir í kvæðabálk eftir dr. Sigurð Þórarinsson þar sem hann ger- ir góðlátlega grín að þeim fs- lendingum sem fara öll sín ferða lög til útlanda án þess að hafa séð sitt eigið land. Og mikið rétt. Ma'lljorka sólin er ekki fyrir öllu, þó góð sé. ísland er æ'viratýrailandið. Það var svo sem ekki árennilegt veðrið fyrstu dagana á skíðavikiunni á ísafirði, en það var þó glæta af og til á degi hverjum. Síð- ustu dagana var veðurblíðan með eindæmum, sem á vordegi, og sólin baðaði fjall og fjörð í lognblíðu. Fyrsta daginn á fjöllum var hríð og illfært að vera á skið- um. Ti'lraunir voru þó gerðar attl djarflega í þá átt, en um siðir var snúið aftur til bíl- anna. Nokkrir létu bifreiðina fara lönd og leið, en héldu af stað niður fjallshlíðina, ýmist gangandi, á brokki eða steypt- ust köilhnísum. Á leið okkar niður hlíðina var svellað hjam með steirtmön nuim upp úr á víð og dreif. Undir hjaminu beið vorið í gras- inu, en eitt strá sáum við sem blakti þó í gjóluimú og teygði sig óbrotið upp úr snjóbreið- unini. Við settumst niður hjá stráinu og spjö'lluðum saman um baráttu lífsins í landinu, baráttu hjá einu strái á vetr- ar fjölluim og seiglu þess. Þá sáium við þá staðreynd að hríð- arkófið fyrir okkur var aðeins til þess að gera fegurri sól- skinsdagana á fjöllum. Nokkru neðar í fjallinu voru mosa- skófir á steini. Fagurgrænn mosi með ótál grænum litbrigð- um eins og málverk Kjarvals. Ef til vill býr í svana steini samband Kjarvals við náttúru landsins og hulda vætti? Göngufólkið nálgaðiist fjöru og yfir höfðum sveimuðu hrafn ar sem krunkuðu eins laglaust og allir hrafnar krunka, en samt er hirafninn líklega eini laglausi fuglinn, sem syngur fallega. Sumir gengu fjörur og tíndu skeljar á leið til skips, aðrir þrömmuðu hið snarasta áfram til þess að komast í sturtu fyr- ir kvöldmat. Gullfosshópurinn var fljótuir að kynnast. Kvöldlífið var með breyti- legu sniði, en til dæmis fór ein kvöldvakan fram einhvernveg- inn á eftirfarandi hátt: Allir komu sér þægilega fyrir í rúm- góðum og vistlegum reyksal skipsirus. Fjöldasöngur upp- hófst af miklum móð með und- irleik gitara. Söng hver sem betur gat og kepptist við að skemmta sér í hressum leik. Þá var farið í ýmsa leiki og keppn ir en þess á milili var sumgið hátt og hlegið dátt. Ekki létu litlu krakkamir uim borð sitt eftir liggja þar sem kóir ungra stúlkna söng undirbúningslaust með mikil'li prýði lög sem allir kunmu. í miðjum k'líðum var farþegum boðið upp á pylsur sem kokkar skipsins báru fram í reyksal. Var það vel þegið og hljómuðu þarna saman spak mælin tvö „Maður er manns giaiman“, og „Matur er manns- inis megim,“ en hvort tveggja var í hávegum haft um borð. Var kvöldvökunni síðan haldið áfram með miklu trukki, alveg geggjuðu, eins og unga fólkið sagði. Farþegar sýmdu þjóðdansa sem þeir kunnu og margir lögðu í púkkið til kvöld vökunnar. Á milli 'leikja var stöðugt sungið og meðail ann- ars lék forstjóri Eimskips á hljómlistarsög eins þjónsins við mikinn fögnuð áheyrenda. Þótti undarlegt að heyra leikið Bí bí og blaka á venjulega sög og einmúg lék eigandinn við fögn- uð ferðalanga. Að lokinni vel heppnaðri þriggja tíma kvöld- Allir tilbúnir í brautim. Oftast sátu einhverjir í reyksal Gullfoss og ræddu spaklega upi jarfflífiff, tefldu effa spiluðu á spil. vöku var dansað fram eftir nóttu, en yngsta fólkið dansaði í draumheimum. Þannig liðu kvö'ldin og allt- af var eitthvað um að vera fyr- ir þá sem það vildu, en hver og einn gat einnig haft það ró- legt í sdnum kleifa, hvilzt á þann hátt sem honum þótti bezt. í landi var einnig sitthvað um að vera í sambandi við skíða- vikuna og landsmót skíða- manna. Skemmtanir voru í mörgum samkomuhúsum og bruigðu suimir sér í Ieikmn, aðr ir heiimisót'tiu vini og kunninigja í bænu/m, en flestiir héddiu sig á siíðtovölduim í heimi Gulflfcnss. Á föstudaginn langa og páskadiag tóku menn lífiniu ró- legar, sóttu guðsþjónustur og tónleika hjá Sunnukórnum sem hé'lt tónledka í ísafjarðarkirkju að kvöldi föstudagsins lainga. Var þar fjölþætt söngskrá söngfólksins sem á listilegan hátt söng undir stjórn Ragn- ars H. Ragnars og einnig lék ungur ísfirskur píanóleikari Hjálmar Helgi Ragnarssonn nökikur verk á píanó. Meðal píamóverbanna voru Kirkjan á hafsbotni eftir Debussy og Kór all eftir Bach-Hess. Allan föstudagiinn langa var storm- veður á Isafirði og um kvöld- ið á háflæði gengu sjóar yfir götuna sem liggur með sjónum. Við þessa götu stendur kirkj- an og fiæddi að kirkjudyrun- um. Það var sérkennilegt að hlustia á tónverkið Kirkjan á hafsbotni leikið í kirkjunni þar sem öldugjálfur sönglaði á meðan við dyrastafinn. Þannig var ávallt eitthvað um að vera frá fjöru til fjalls, frá þiljum Gullfoss til hæstu tinda Eyr- arfja'lls. Tvo daga var algjört logn í sjónum og þá notuðu nokkrir fariþegar tækifærið og sigldu um fjörðinn í hraðbát sem var með í ferðinni. Út úr einni sjó- ferðinni hafðist meðal aminars slatti af spriklandi rækju og ein þjóðsaga varð til á þá leið: „í fjallinu Ernir er dæld ein mikil eins og set eftir tröll. Enda var svo, því tröllskessa ein mikil sem var á leið frá Grænlandi ti)] Noregs og óð höfin, settist niður á fjallið Emir til þess að hvíla sig og heitir síðan Skessuset þar sem hún settst og dældin er.“ Þótti öllum sagan trúleg og góð, enda mikið um huldufólk og tröll á Vestfjörðum, svo ekki sé nefnt ýmislegt er lítur að galdrakyn'gi. Við síðari altfhuguin kom í Ijós að þarna heitir Naustahviliú. Raekj’Uirnar vom síðan so5nar um borð í Gull- fossi og höfðu ferðalangar gaman af og brahðaðist aflinn sem trillusjómenn gáfu hrað- bátasjómönnum mjög vel. Páskaleyfið var fljótt að Iíða og veðurguðimir urðu stiRtairi með degi hverjum svo að síð- ustu tvo dagana var lognkyrrt vorveður í lofti vfir hvíthjúp- uðu landi. Álfaborairnar ífjöll unum stækkuðu og ferðalang- arnir notuðu síða^ta tækifær- ið til þess að renna sér. Þeir sem hólöu sig um borð gengu um útibilför Gullfoss og virtu fyrir sér fjallahringinn: Erni, Kistufe1! Miðfe.11 Kubbinn og Eyrarfell. Frarnh. á bls. 12 4. maií 1069 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.