Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR Guðmundur Gíslason Hagalín Tilefni greinarinnar er lífil bók, en mikilvœgt mál. Bóndinn, skáldið og bardagamaðurinn á Sandi, afrek hans, samtíð og heimili — Fyrsti hluti Ég hef hér á borðiniu litla bók, sem hefur rifjað upp fyrir mér minningar um sérstæðan mann og mikilllar gerðar, hjarta hlýjan og þó gunnreifan. Ég minniist bókmenntalegra afreka hans og harðrar og hartnær þrotlausrar baráttu á grund- veili íslenzkra menningar- og manndómserfða, mats hans í ljóði og lausu máli á sörmiu mann- gildi, hvort sem hann sá ávexti þess í kotbænum á Knútsstöð- um við Laxá í Aðaldal eða á hinum víðáttumiklu nýræktar- lendum á Korpúlfsstöðum í Mos fellssveit, — og þá einnig trún- aðar hans við amsturssama og frumstæða búsýslu í þágu ó- venju barnmargs heimilis, þar sem alls þurfti að gæta, ef hið vanviða öryggi skyldi verndað gegn viðsjálum þjóðhagslegum breytingum og duttlungum harð 'hentrar náttúru er emguim kunni að hlifa, sem ekki haifði á allan varnáð, en einnig var gjöfuil á unað, ámóta og heimi'lið með börn á palli í kjöltu móður, — og svo var það þá ein teg- und af sérvizku skáldbóndans á Sandi, að friðhelgur var lóm- ur á lóni og rjúpa í runna, — og eins og Þorgils gjallandi greip hann til pennans til vernd ar hinum ómálgu vinum sínium og sinna . . Og allt þetta vanzt þessum manni, þótt í nærfel'lt háifa öld stæðu oftast á honum einhver járn og stundum mörg í einu, — óvildar og tortryggni heima í héraði, og illkvitni, spotts og menntahroka úr Reykjavík, verðandi borg — og setri mennta og stjórnarvalda. Það mun hafa verið árið 1893 sem birtast tólsu í ísdenzkum blöðum og tímaritum greinar og ritgerðir eftir Guðmund nokk- urn Friðjónsson, sem vöktu þeg ar athygli um land allt sakir sérkennilegs og kjarkmikils mál fars, hniyttinna djarfmæ'la og að því er virtist státinnar baráttu gleði, og einnig auðsærra ná- Guðmundur Friðjónsson inna tengsla við ísienzkar forn bókmenntir, oft hlífðarlaiuss harðfylgis, hver sem í hlut átti af höfðingjum, langskóla manna og stofnana, vestan hafs og aust an, — samfana heitri samúð með hart leiknum mönnum og mál- leysingjum. Brátt tóku einnig að birtast eftir þennan mann smásögur allsérlegar um málfar og líka að gerð, — ýmsar í anda hins rammasta og nötur- legasta raunsæis, aðrar tákn- rænar og einstaka svo Ijóð- rænar, að frekast mætti kalla þær órímuð ljóð. Árið 1897 kom út fyrsta bók þessa rithöfund- ar, Búkolla og skák, sérprent- uð erindi, ærið bitur árás á afturhald kirkju og klierka, sam in af frábærri orðkynngi, og ár ið eftir smásagnasafnið Einir, frekar tötralegt að ytra bún- ingi. En Guðmundur þessi hafði einnig birt Ijóð, og fyrir alda- mót átti hann myndarlegt ljóða safn í handriti, en fékk það ekki gefið út, fyrr en Bjöm ritstjóri gerði það loks allmynd arlega árið 1902. Fram að því hafði Guðmundur skrifað um 30 ritgerðir í blöð og tímarit, — og auk þess bæði sögur og ljóð, sem síðan voru ekki birt fyrr em í Ritsafni hanis, að hon- um látnum. Fæstir kunniu í fyrstu skil á hinum orðhaga, orðhvata, sér- lega og grunnreifa rithöfundi, en ekki leið á löngu, unz mennta- og blaðamenn um land allt og flestir þeirra, er létu sig að marki varða sikáldskap, menningarmál og þjóðmál, höfðu fengið um hann þá vitneskju, að 'þetta væri búlaus bóndasion ur á þrítugsaldri — norður á Sandi við Skjálfandaflóa. — og það fylgdi sögunni, að hann hefði löngum verið heilsuveill. Furðulegt, að slíkur maður skyldi vera sá orðhákur og jafnhöfðingjadjarfur sem raun bar vitni — og koma svo víða við. En síðan kom það upp úr dúrnium, að maðurinn væri það, sem þá var kállað ýmist „real- stúdent“ eða Möðruvellingur, en hvort tveggja þetta þýddi í þenn an tíma einkum hjá þeim, sem þóttu hafa einkarétt á heitiniu „menntamaður“, sama og hrafl- fróður ofláti — og lét í eyrum ýmissa annarra svipað og orð- ið „búfræðinigur" síðar í hliust- um margra túnþýfiselskandi bænda. Og þá er þetta var orð ið vitað um Guðmund Friðjóns- son, þótti mörgum menntamann inum gátan ráðin um það, sem þeir kölluðu framhleypni, sér- vizku og mont í málfari og mál flutningi Guðmundar á Sandi. Svo segir í Árna sögu bisk- ups, að herra Loðinn Leppur, sendimaður Eiríks konunga Magnússonar, hafi orðið „mjög heitur" þegar „búkarlar gerðu sig svo digra, að þeir hugðu að skipa lögum í landi, þeim sem konungur einn saman átti að ráða.“ Og ýmsum ungum og sprenglærðum menntamönnum, sem töldu sig hálfgildings hirð menn Georgs Brandesar, er um skeið var allt að því einvalds- kóinjgur í bókmenntum Norðiur- landa, þótt nú væri há- sæti hans mjög tekið að riða, þotti skörin færast upp í bekk inn, þegar út kom eiftir „real- stúdentinn“ Guðmund Friðjóns- son, nú smábónda norður við Dumshaf, heiilt ljóðasafn, Úr heimalhögium, í sénlega vandaðri útgáfu, kostaðri af hinum stór- ráða og af mörgum mikilsvirta ritstjóra ísafoldar, Birni Jóns- syni. Svo geystist þá fram á rit völlinn einn hinn vopnfimasti úr þeirra hópi og gekk svo hreint til verks, að hann þyrmdi ekki einu sinni slíkum ljóðum sem Ekkjunni við ána og Bréfi til vinar míns, — og aðrir sliíkir skilmingamenn úr skóla hins danska herkonungs vógu að Guð mundi í háðkviðlingum og gerðu honum 'þar upp orðin. Og þá er 'Sivo út koim Ólöf í Ásifimm árum síðar, hlupu margir til og sögðu: „hér skal ég að vega“, — þar á meðál ýmsar konur, sem þótti kvenþjóðinni misboð- ið með framhjáhaldi ólafar, svo sem þeim, mörgum hverjum, þótti isúrt í broti, þá er út kom hin áhrifamikla og sárbeitta saga Þorgils gjal'landa, Upp við Fossa, en sú sifðamefnda er hvösis ádeila á það mansal, sem tíðkaðist hér á landi í alda raðir með nærfellt hverri gift- ingu kvenna — annarra en þeirra, sem enigu máli þótti skipta, hverjium giift- ust, — og á klerka og kh-kjur og hræsni og skinhelgi í trúar- oig ástamálum. En Þor- gi'ls gjallandi, þ.e. hinn skarp- vitri, gagnmenntaði skapríki, en yfirleitt hægláti og hlédrægi smiábóndi og dýravinur JónStef fánsson á Litlu-Strönd við Mý vatn, lætur hjá líða að verja Gróu og hennar framhjáhald, þó áð hún geri sér ekki grein fyr- ir mansalinu, þá er hún, að vilja snauðra foreldra, játast Brandi, — framhjáhald hennar er aðeins ósköp blátt áfram af- leiðing af rótgróinná, en sví- virðilegri þjóðfélagsvenju, en þó að Ólöfu í Ási sé ljósit, hve við- urstyggil'egt það er að láta leið ast til að giftast Sveini og hver viðbjóður verði samifarir þeirra, sem og reynast slíkar, að hún verður framhjáhaldi bónda síns beinlínis fegin, ver Guðmundur af heilum hug rétt hennar, — rétt konunnar til ,að njóta þess, sem hverri konu er áskapað að þrá, af öllu sínu kvenlega eðli, þar og þá, sem hún er svo lánsöm, — eða ef þið kynn- uð einhver að vi'lja segja: ó- lánsöm að eiga þess kost. . . Og hvernig mundi svo hafa verið ástatt um ýmsar þær blessaðár konur, sem reiddust skáldinu, — eða af hverju reiddust þær málsvara kvenþjóðarinnar, manni, sem þá þegar hafði að- hy'llzt þá skoðun, að skáld og listamenn hefðu að jöfnu skyld ur við siðgæði og list? Hins veg ar er svo það, að þá er ég hafði nú af nýju lesið Ólöfu í Ási og komizt að raun um, að þar er meira aif orðsnilli og s'önnuim skáldskap en ég minnt ist að hafa fundið þar áður, sá ég og gjörla, að þar eru mjög auðsæjar vei'Iur og einkum í því, sem skáildið hefur fundið, að betur hæfðu líkingar en blátt áfram bersögli, en einmitt þetta hentaði þeim bezt, sem munu hafa lesið söguna af meira og minna fyrir fram tilreiddri meinfýsi. Og þáð var svo sem ekki ein- ungis að Guðmundur skáld á Sandi ætti í vök að verjast út af skáldskap sínum. Viðhorf hans í menningarmálum, bókmennta- legum og siðrænum, urðu tilefni harðra árása og ekki sízt á efri árum hans, þeigar hann vó stundum hart að þeirri kyn- slóð skálda, er fram kom eftir heimsstyrjöldina fyrri. Og ekki varð hann síður beint og óbeint að gjalda dýru verði viðhorf sín í sjálfstæðismá'linu, sam- vinnumálum og þjóðmálum al- mennt. Hann hafði aldrei skap til háttbundinnar samreiðar á skáldafáknum, og hann reynd- ist ekki til þess fallinn að taka ævarandi trú á hartnær sálu- hjálpleg úrræði í viðsikiptamál um eða þjóðmáilum yfirleitt. Hainn var íheldinn á þjóðlegar mennimgarerfðir og 'hiinar ,fornu dyggðir“, og afstaða hams til sjálfstæðismálsins, fjármála og opinberrar fjársýslu var í ætt við viðhorf Brands til „gamla heysins", — var sem sé mótuð af aldalangri þrautreynslu hins ábyrga bónda, — svo að hann hlaut að vera tortrygginn á blessun dýrra og hraðfara breyt ingar á atvinnuvegum, þjóðfé- lagsháttum og búsetu fó'lksins í landinu, — hvað þá gerbylt- ingu þjóðskipulagsins, — og gild rök hafa verið færð fyrir því, fyrr og síðar, að ekki hafi ver- ið óeðlilegt, að mörgum þjóðholl um gáfumönnum 'hafi þótt vair- hugavert að hafna „uppkast- inu“ margumrædda frá 1908, — og sú afstaða virðist mér í fyllsta samræmi við eðli og mót un Guðmundar Friðjónssonar, — en fyrir skoðanasikipti sin í þjóðmálum var hann harðast Siglaugur Brynleifsson: Strengurinn er slaknaður Úr Ijóðaflokknum Vötn Strengurinn er slaknaður angurværðin strýkur barma kersins og senn er hún horfin út í nóttina Og bíða þess sem á að gerast ganga um í sandinum og virða fyrir okkur sandg'árana eftir síðasta flóð og skýin sem sigla hægt um víðernin við skulum horfa í annarlegar áttir látum kjalsogið að baki þessa leiks okkar undir fjörrum mána. 4. maií 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.