Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 14
'■'•''/'/vV/VÍZ'í II Nú þegar hinn amsríski Mus- tang hefur verið á boðstólurn í ýmsum breyttum myndum í fimm ár og valdið miklum breytingum á útlitibíla aimennt þá þykir ensku Fordverksmiðj unum tími til kominn að fara að uppskera eitthvað álíka. Ný lega er kominn á markaðinn Ford Capri 1600, hin evrópsk,a útgáfa af Mustang, eins og það er látið heita í auglýsingum. Með sanni má segja, að þarna hefur Bretum tskizt að teikna, eða að hanna, ættum við k;annski öllu fremur að segja, sérlega smekklegan sportbíl, sem vissulega minnir á Must- ang, en er þó allur talsvert minni. Það sem fyrst og fremst leiðir hugann að Mustang eru hlutföllin í lengd framhlutans á móti afturhlutanum, og svo brotið á hliðinni. Ford Capri hefur verið mjög lofsamlsga tekið í Evrópu og enda þótt h.ann sé stundum nefndur sportbíll vegna útlits- ins, er það raunar ofmælt. Capri er líkt og venjulegur Must- ang miklu fremur sportlegur bíll, en vantar að sjálfsögðu alla þá orku og getu til að standa undir sportbílsnafni. Líkt og Mustang er Capri nokk urs konar málamiðlun fyrir sportlega sinnaðan ökumann, sem verður að geta tekið fjöl- skylduna með sér og hefur ekki efni á tveggja sæta bíl. Ford Capri 1600 GT er 4.26 m á lengd og 1.64 á breidd. Því miður eru aðeins 11 cm undir hann sem er í það lægsta fyrir okkar aðstæður, þó er það ekki minna en á Fiat 1100 til dæmis. Þyngdin er 920 kg. svo það leiðir að líkum, að liann er sæmilega vel búinn með 4 strokka, 93 hestafla vél, sem komið er fyrir á venjulegan hátt að framan, en drif á aftur- hjólum. Viðbragðið úr kyrr- stöðu í 100 km liraða tekur að- eins 12.9 sek, sem er svipað og í fremur kraftmiklum, amerísk- um bíl og hámarkshraðinn er 160 km/klst. Líkt og Mustang er Capri fáanlegur með sex gerðum mismunandi sterkra véla Skarpasta útgáfan, Ford Capri 2000 GT er með 115 hestafla vél, viðbragðið er 11.7 sek í 100 km hraða og hámarkshrað- inn 171 km/klst. Allar gerðirnar eru fáanleg- ar hvort sem er með gólfskipt- ingu og þá með fjögurra gíra kassa, eða sjálfskiptingu. Raf- kerfi er 12 volta, disk,abrems- ur að framan, borðabremsur að aftan. Að framan er svonefnd McPhersons-upphenging, en stífur baköxull. Ford Capri fær hvarvetna lofsamlega dóma fyrir góða akstursleiginleika. Framsætin eru vel formuð, en aftursæti nánast aðeins fyrir börn. Verð ið er merkilega hagstætt mið- að við verð á bílum almennt, eða frá 330 þúsund krónum. BMW 2500 BMW 2500 Jafnframt aukinni v-slmegun í Evrópu, leggj.a bílaverksmiðj urnar aukna álicrzlu á vandaða og tæknilega vel búna bíla og sífellt stærri hópur mjög vand- fýsinna kaupenda setur ekki fyr ir sig, þó þeir séu dýrir. Samt er það verð í flestum löndum nánast hlægilegt miðað við nú- verandi bílverð á ísl.andi, sem í rauninni jafngildir innflutn- ingsbanni. Þær gerðir venju- legra fólksbíla sem hinir vand fýsnu kaupendur i Evrópu taka framyfir eru einkum Mercedes Benz, hinar dýrari gerðir af Citroén, Alfa Romo, Rover, Jagúar og Rolls fyrir fáeina útvalda, en uppá síðkastið hef ur BMW komið eins og raketta upp á þennan stjörnuhiminn. Með nýju gerðunum, 2500 og 2800 sl haust, má segja, að BMW hafi tekið sér örugga stöðu í úrvalsflokki. A heimamarkaði er hann í beinni samkeppni við Merced- es Benz, en höfðar þó meira til yngri manna, þar sem hann er léttari og snarpari og hefur sportlegri eiginleika. Allur frá gangur er hinsvegar á þann v-eg, sem verður, þegar Þjóð- verjar Ieggja sig alla fram. Að undanförnu hefur mátt sjá BMW 2500 hér á göt- unum og sver hann sig óneit- anlega í ættina, en hefur þó verið breytt talsvert frá hinum venjulegu gerðum, 1800 og 2000 Hvort sú breyting er til bóta verður að teljast smekksatriði. Að aka BMW 2500 er hrein unun og nefna margir gagnrýn endur sem að staðaldri skrifa um bíla í fagrit, að þeir minn- ist þess vart, að hafa ekið öllu skemmtilegri bíl. Margt veldur því. Innréttingin er svo frábær- lega vönduð og falleg, að öku- maðurinn kemst strax í sér- staka stemningu, bara við að setjast undir stýri. 1 öðru lagi kemur í ljós, þegar bíllinn er tekinn af stað, að þ.arna er hreinræktaður gæðingur á ferð. f þessum gerðum innleiðir BMW 6 strokka vél með knast- ásnum ofaná. 2500 er með 170 hestafla vél, viðbragðið úr kyrr stöðu er 10.4 sek og hámarks- hraðinn 190 km/klst. 1 dýr- ustu útgáfunni, 2800 er 190 hest afla vél. Viðbragðið liðlega 9 sek og hámarkshraðinn 200 km klst. BMW 2500 er af hóflegri stærð, lengd 470, breidd 175 cm hæð 145. Hæðin undir hann er 15 cm, sem er að vísu ekki mjög mikið, en þó ekki minna en á f jölda mörgum bílum. Eins og nálega alltaf í vönduðum bílum, eru framsætin aðskildir stólar, sem stillanlegir eru á marga vegu, en aftursætið er rúmgott fyrir þrjá f.arþega. HAGALAGÐAR Ráðin glíma. Áður en Páll (lögmaður Vída lín) fór að heiman, ritaði hann hjartnæmt bréf og fagurt vin- um sínum öllum í einu lagi. En heldur mun honum hafa verið þumgit innabrjósts, er hann fór og er sem á horuum hafi verið glímuskjálfti og hafi hann í engu ætlað sér að vægja til við óvini sína í ferð þessari. Þegar hann sté á skip, orti hann þessa alkunnu vísu: Eins er leiks að bíða, börn, befö’lum drottni tíma. Þegar ég kemst yfir þessa tjörn þá er mér ráðin glíma. (Saga íslendinga). Fráfall Jóns og Bjarna. Níels Fúhrmann amtmaður hafði skipað Jón Pálsson Vída- lín fyrir Vaðlasýslu um sum- arið. Hann reið um haustið með Steini biskupi norður til Munkaþverár og aug’lýsti bréf sitt að Grund í Eyjafirði. Síð- an reið hann til Möðruvalla og ætlaði þaðan vestur til Hóla. Var með honum Jón sonur Þor- láks prests í Miklagarði ... ungur maður vel tvítugur og mannvænlegur og annar sveinn einn, er í skóla gekk ungur, Þorlákur Londe- mann . . . Þeir riðu 12. okt. frá Möðruvöllum til Myrkár. Þar kvað Jón vísiu þessa, er þó er eignuð páli lögmanni föður hans: Ó, hvað timinn er að sjá undarlega skaptur hvað mun dagiur heita sá, er hingað kem ég aftur. Gamall spádómur. Kunnað hef ég lengi erind- ið, sem á eftir fer, og minnir miig siú saga fylgidi, að hún- vetnskur eða skagfirskur bóndi endursendi Þjóðólf með þeim kviðlingi. Hannes Þorsteinsson, sem er svo stálminnugur, kveð- ur eigi hafa komið fyrir í sinni tíð, væri þá eldra, og eigi man hann að prentað sé. Hafa má það yfir eigi síður en margt annað og segi þeir gerr um, er betur vita: Sjón'líti‘11 á sjötugsaldri sinnir lítið blaðaskvaldri oft sem veldur úlfúð kaldri og atar tíðum sannleikan(n) Innlend stjórn mun öld Sturlunga endurvekja mörgum þunga, illræmd mjög sú uppástunga annan dóm þá hljóta kann. Það var í svipuðum anda, þegar einhver góður höldur í Skaftafellssýslu sagði við dr. Þorvald Thoroddsen: „Skýldi koniungurinn ekki gera það fyrir okkur, ef maður bæði hann ve'l, að aftaka þetta ... alþing“. (N. Kvl. 1910). 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. mai 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.