Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 4
Fornar dyggðir daemdur og af mestum fjölda samborgara sinna, því að íslend ingum er svo hlálega farið ,að í aifsitöðu sinni gagwvart jafnt „hægri“ sem „vinstri villu“ í stjórmmiálum stendur áreiðanl. meginþorri þeirra ærið nærri stjórnendum einræðisríkjanna, þótt skoðanaskipti séu bein og eðlileg afleiðing frjálsrar hugs unar — og að skylda hvers ein asta manns gagnvart sjálfum sér og þjóð sinni til að fylgja sann færingu sinni, jafnt við kjör- borðið sem annars staðar, sé grundvöllur lýðræðisins og alls persónulegs og þjóðfélagslegs öryggis. Eins og ég drap á lauslega í upphafi þessa máis átti Guð mundur á Sandi ekki aðeins við að stríða árásir frá hinum fjarlægu miðstöðvum bókmennta legra og þjóðfélagslegra forustu manna, Ufvarðar þeirra og skæruliða, heldur var honuim lífca sitthvað andstætt heima í héraði. Alkunna er það, að á sein- asta fjórðungi 19. aldar og að minnsta kosti fyrstu áratugum þessarar var ríkjandi meiri á- hugi á bókmenntum og þjóðfé- lagsmálum í Suður-Þingeyjar- sýslu eín í öðrum héruðum lands ins. Benedikt Sveinsson var þar sýslumaður í rúma tvo tugi ára eða frá 1876—‘97 hinn glæsi- legi og gáfaði foringi og al- þingismaður Þingeyinga Jón á Grutlöndum var á lífi og í fullu fjöri öll unglingsár Guðmund- ar á Sandi, — og hinn vitri og heilsteypti þingskörungur Jón í Múla bjó búi sínu í sýsl- unni, unz Guðmundur var mað- ur þrítugur. Þar lifði og fram til ársins 1919 forgöinjgiumaðurinn að stofnun fyrsta samvinnufé- lags á íslandi, Jakob Hálfdán- arson, og var í aldarfjórðung framkvæimdastjóri þesis með bú setu á Húsavík, og í Yztafelli í Köldukiinn bjó Sigurður Jóns son, sem lengi var ritstjóri tíma rits um samvinnumál, í fimm ár viðförull fyrirlesari til kynn- ingar á þeim málum og varð loks landskjörinn þingmaður, fyrst og fremst með atkvæðum samvinnumanna og árið eftir ráðherra hins nýstofnaða Fram sóknarflokks og fyrsti bóndinn á ráðherrastóli hér á landi. Á föðuirleifð sinni Gautlöndum bjó Pétur Jónsson, sem varð rúm- lega há'lfþrítugur yfirforingi hins fræga Þjóðliðs og sem slíkur aðalhvatamáð'ur ÞinigvaMafund- ar árið eftir. Hann var einn af ötuiiustu og farsælustu forystu mönnum samvinnuhreyfingarinn ar, enda formaður Sambands ís lenzkra Samvinnufélaga frá 1910 —‘20, þegar hann varð atvinnu málaráðherra, en þá hafði hann verið alþingismaður Suður-Þing eyjarsýslu í 26 ár og einn mest virti maður Heimstjórnarflokks ins allt frá stofnun hans... En ennþá er sá maður ótálinn, sem mun hafa verið á víðtækustu sviði forystumaður í héraðinu um áratugi og drjúgastur til áhrifa um viðhorf manna í þjóð málum, trúmálum og bókmennt- um, þótt ekki sækti hann. eftir vegtyllum og væri meira að segja enginn ræðuskörungur á mannfundum eða í fljótu bragði mikill fyrir mann að sjá. Þar á ég við Benedlkt Jónsson á Auðnum. Hann var maður vit- ur og víðlesinn, stefnufastuir og markviss, en nokkuð einsýnn, ágætlega ritfær og starfsmaður með ólíkindum. Hann var einn helzti hvatamaðurinn að stofn un og skipulagningu samvinnu félaganna, og vafasamt tel ég, hvort nokkur maður á ÍSlandi hefúr fyrr og síðar gert sér jafnglögga grein fyrir menn- ingargildi og þá ekki síður á- hrifavaldi vel og markvisst starfræktra almenningisbóka- safna og þessi sjálfmenntaði þingeyski smábóndi. Með vand Jega skipulögðum kaupum bóka á Norðurlandamálum og loks stofnun og vörzlu bókasafns Þingeyinga á Húsavík efndi hann til nærfellt ótrúlega ár- angursríkrar fræðölu um þjóð- félagsmál og bókmenntir, stefn ur og strauma, sem átök höfðu um orðið og unnið sívaxandi fylgi á Norðurlöndum, Bretl. og raunar í flestum löndum Vest ur- og Mið-Evrópu. Hin allt að því furðulegu bókakaup sjálfmenntaðra þing- eyskra bænda höfðu víðtæk á- hrif, fyrst innan héraðs og síð- an um land allt, einkum í við- skiptamálum og öðrum þjóðmál um. Þótt aðeins fáir þingeysk- ir bændur muni í fyrstu hafa verið læsir á Norðurlandamál, leið ekki á löngu, unz þeir urðu allmargir, sem af eigin ramm- leik lærðu að minnsta kosti dönsku og ríkismálið norska til þeirrar hlítar, að þeir hefðu nokkurn veginn fullt gagn af lestri bæði fagurra bókmeranta og rita um félagsmál og stjórn- mál. Svo var þá fjaflað um efni bókanna í sveitablöðum og á manrafuradum, einnig í samtöl- um manns við mann, og á til- tölulega skömmum tíma var þarna feomin upp bókmenntaleg og þjóðfélagsleg vakning, sem náði til þorra heimila í sýsl- unni allri. Vísnagerð mun hafa verið állalgeng á þessum slóð- um, áður en þessi vakningar- alda reis, en ekki veit ég, hve ritleikni hefur verið þar al- menn. Hitt er staðreynd, að upp úr hinum nú plægða, herfaða og sáða jarðvegi uxu ritleiknir og rökvísir bændur, sem reyndust drjúgir til áhrifa um félagsmál og jafnvel almenn þjóðmál, — og einnig í bændastétt nokk- ur skáld, sem voru samtíma- menn Guðm. Friðjónssonar og urðu meira og mirana þjóð- kunn, og nefni ég þau hér í aldursröð: Jón Steifánsson á Litlu-strönd (Þorgiíls igjallandi), Jón Þorsteinsson á Arnarvatni, Sigurjón Friðjónsson frá Sandi, Indriði Þorkelsson á Fjalli og Sigurður Jónsson á Arnarvatni, sem var háifbróðir Jóns í Múla og sonur Jóns bónda Hinriks- sonar á Helluvaði, sem orti margt vel, eins og sjá má í Ijóðabók hans, er út kom 1909. En auk þessara skálda var — og er raunar enn — í héraðirau mik- ill fjöldi hagyrðinga, sem fyrir bein og óbein áhrif hinnar bók- menntálegu vakningar vörpuðu fyrir borð keraningum og svo- kölluðu skáldaleyfi, voru smekk vísir um orðaval og kveðandi og kvá'ðu svo liprar og oft hnyttraar tækifærisvísur, að sumar þeirra flugiu um land allt. Benedikt á Auðnum hrelfst snemma af kenningum jafnaðar manna og forkólfa samvinnu- stefnunnar og vel var hann kunraugur keraniragium Henrys George um sfcöttum lóða Og lerada. Ekki mun hann haifia verið mikill trúmað- ur á kirkjulegan boðskap eða borið djúpa virðinigu fyrir klerkum og hlutverki þeirra sem embættismanna, en hins vegar metið þá eftir mann gildi og að nokkru stuðningi við mál, sem honum voru hjart fólgin. Hann mun og hafa hald ið því allfast fram, að fagrar bókmenntir ættu að fjalla sem mest um vandamál samtíðarinnar og skáld jafnvel meta meira lífs-ein listgildi, þótt æskileg- ast vaari, að þetta færi saman í skáldskap þeirra, ekki sízt sakir þess, að það væri væn- legast til áhrifa. Guðmundur Friðjónsson var alinn upp á bókelsku heimlli. Þiar voru lesnar upphátt á kvöld vökum Sögur Noregskonunga, Njál'a og Laxdæla — og þar voru kveðnar rímur og kenning amar og heitin skýrð fyrir Guð mundi og systkinum hans, og sjálfur Tas Guðmun<iur íslend- ingasögurnar, Vídalínspostillu, Snorra-Eddu og Þjóðsögur Jóns Ámasonar. Hann var snemma hneigður til að yrkja og setja saman sögur, en hafði á til- finningunni getuleysi sitt, fann sér mikils vant til að koma nokkru saman, sem veigur væri í. Auðvitað hafði hin þjóðifjlrags og bókmenntalega vakning í héraðinu áhrif á hann sem ungl ing og jók á löngun hans til að fást við skáldskap. Hann var heilsuveill sem barn og ungl- ingur og raunar lengi fram eft ir síður en svo hraustur, og oft syrti honum fyrir augum af þess um sökum og af vonleysi um að geta aflað sér meiri og stað betri fræðslu en fengin varð heima tilsagnarlaust og í hjá- verkum. Loks kom þar, að hann komst í Möðruvallaskóla, og nám ið og skólalífið örvaði hann og jók trú bans á sjálfán sig, enda reyndist hann þar kræfur í kappræðuim og birti sitthvað í skólablaðinu, er vakti athygli, auk þess sem hann flutti Hjalta Mn sfcolasitjóra afmæliisfevæði, sem þótti vel ort. yorið 1893 lauk hann prófi og hélt til föðurhúsanna, — hóf þar störf á búi föður síns og tók að lesa af kappi í tómstundum bækur á dönsku og norksu ríkismáli. Fram af þessu fór hann að senda blöðum og tímaritum grein ar — og síðan ritgerðir, ljóð og sögur, en þó að hann skrif aði oftast eins og sá, sem vald- ið hefði, þjáðist hann af efa um rithöfundarhæfileika sína og skáldgáfu, — og þennan efa, sem mun hafa átt rætur sínar að rekja til kvíða og vanmáttar tilfinnimgar, sem settist að hon um á unglingsárum sakir veill ar heilsu og vonleysis um öfl- un viðhlítandi merantunar og þeirra starfsskilyrða í framtíð- inni, að bann gæti þjáitfað svo gáfur sínar og listræna snilli, að hann faragi náð eins langt sem riíihöfundiur og skáld og horaum væri frarraast áskapað. FRramíi. á bls. 12 I. F ötin lím'dust við sveittan 'líkama minn. Samt olli það mér engra óþæginda, þvert á móti Það fór um mig sæluhrollur og ég fann hvernig hjartað hamað ist í brjóstinu, líkt og það vildi rífa sig laust. Ég var í prýði- legu skapi. Ég hló og trallaði, og ákvað með sjálfum mér, að hjóla álíka spotta, dag hvern, héðan í frá. Ég reyndi að láta hjólið starada upp við vegiginn, en það igekk illa. Samt hafði veggurinn hrjúf an flöt, hjólið átti að geta stað ið upp við vegginn. Samt féll það alltaf með ó- þolandi skarkala. En í dag mundi það takast, í dag hjólfjandi. Raunar vildi ég aldrei viður- kenna, að það skipti máli, að hjólið stæði kyrrt, ó nei. En það skipti máli, hafði úr- slitaþýðingu, alllt stóð og féll með því. Ekki fyrir þig nei, ekki fyrir þig, ekki fyrir heiminn, nei. En fyrir mig skipti það máli, heyrið þér það. Fyrirgetfið að ég öskraði á ýður. Eg sagði upphátt, til að blekkja skiljið þér: „Þú átt ekki annað betra skilið hjólfjandi, en að ligigja á jörðinni: Innan um maðka, rotnandi fiðrildi, líf vana sumarblóm, og hver veit hvað“. En ég viðurkanradi það opin skátt, það skipti máli, heyrið þér, það skipti máli að hjólið stæði. Ég vandaði mig. Gætti ýtrustu varkárni. Hugsaði um blóm. Ég reisti hjóUð uppvið hrjúf an og gráan vegginn með yfir- drifinni varfærni. Ég bað til guðs. Ég bað til fuglanna. Ég bað til blómanna. Ég sagði hálfhátt: „Dettu ekki guð. Dettu ekki fugl. Dettu ekki blóm. Dettu ekki hjól“. Þarna var ég líka að blekkja. Reyna að lauma hjóli inní bæn ina. Ég hafði óbeit á sjáltfum mér, á brögðum mínum, á öllu. En óbeint hvarf, það gerir hún alltaf. Ég fann jafnvægispúnkt inn, afar varlega, afar varlega. Ég snéri méir löturhægt. Til hægri. Til hægri. Gantgur sólar ínnar. Gætti þess, að koma ekki áf stað hreyfingu loftsins um- hverfis hjólið. Fullur varúðar, nærgætni, blíðu, þoliramæði, full ur ósigurs þegar hjólið féll með skarkala til jarðar. En að venju greip ég til blekkingarinnar, hélt í hana dauðahaldi drukknandi manns. Ég sagði: „Ligg þú bara, ligg þú bara. Átt hrvort eð er ekki betra skilið“. Þetta sagði ég. n ég fann til ósigursins. En það gerir ekkert, hefur enga þýðiragu. Það er máske einnig blekking að gefa þess- um atbuirði þýðingu. Þá var hrópað: „Síminn til yðar Herra Palmer.“ Ég hló svolítið, en svaraði ekki. Ég svana afar sjaldan. Það er einskonar sjálfsvörn, skiljið þér. Aftur var hrópað, og þarsem mér leiðast hróp, á- kvað ég að svara. En ekki strax. Ekki strax. Aftur var hrópað. „Ég kem, ég kem“, kallaði ég hátt, og veitti því um leið eftirtekt hve fallega rödd ég hafði. Ég kallaði aftur: „Ég kem, ég kem“, aðeins tilað heyra mína eigin rödd, skiljið þér. Ég tók á sprett upp tröppurnar, sem eiru 42. Ég var vanur að hlaupa þær í 21 skrefi, en nú tók ég þær í 19. Tók tvisvar þrjár í skrefi. Vel gert fanrnst mér sj'állfuim, og hugsaði um, að þessir hjól- reiðatúrar væru heilsusamleg- ir líkaimanum. Ég greip símtólið, sem var hvítt og alsett firagratföruim. Svo sagði ég: „Hér er ég, John Palmer“. „John“, heyrðist í símanum, og röddin var mjög ásakandi. Mjög ásakandi. „Hver þremillinn gengur nú á“, flaug í gegnum huga minn. „John“, sagði röddin aftur, dáiitið óþóiinmóð, fólk er svo óþoilinmótt, „heyrir þú til mín?“ „Hvort ég heyri. Ég heyri, ég heyri“. „John, hvernig gaztu gert mér þennan óleik“, Anna næstum kjökraði. Ég hafði enga hugmynd um hvaða óleik ég hafði gert. Ég ákvað að setja undir alla hugsanlega leka Ég sagði: „Elsku Anna min, mér þykir mjög fyrir þessu“. Enn að blekkja. Mér þótti auðvitað ekkert fyrir því, sem er skiljanlegt: ég hafði enga hugmynd um hvað ég hafði gert af mér. En í stað þess að segja eitt- hvað af viti, og gefa mér nán ari skýringar, þá fór hún að skæla. Fjandans ástand. í hreinskilni sagt. „Hvemig gaztu gert mér þetta Johm, ég sem ekki hef gert annað í heila viku en ...“, og svo kjökur. Þá raran upp fyrir mér sól skilnings. Þetta skollans boð, það var nú líka alveg rétt. Fyr ir þetta snargeðveika leikhús- pakk. Óþolandi fólk. Ég var raunar dauðfeginn að ég hafði gleymt því. Dauðfeg- inn. En aftur á móti Önniu vegna. Hún var kjökrandi, og það gerði mig afar leiðan að heyra hana kjökra. Hún hafði séð um allan und irbúninginn. Lagt í hann mikla vinnu, hafði borið sligandi byrð ir af áhyggjum á veikum herð- um. Eins og hún sagði sjálí: Staðið á haus. En ég sagði aðeins aftur og einusimii enn, á minn fíflska hátt: „Mér þykir mjög fyrir þessu, þú verður að trúa mér elskulega Anna“. Ég ætlaði að segja eitthvað meira, en Anna greip framí: „Þú gleymir. Og þú gleymir. Þú gleymir hreint ö>Iilu. Þú gleym- ir máltíðum, en látum það vera það bitnar fyrst og fremst á þér sjálfum. Og þú gleymir bíln um þínum, hattinum þínum, cock tailboðum, frumsýningum, öllu. Og alltaf verð ég að taka af- leiðingunum, sem ritari, og barn fóstma fyrir Johra Palmer". 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. mai 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.