Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 2
Jrað er talað um stóra hluti, það er talað um veröld. Og himinninn hefur verið kort- lagður. Uppi yfir eru implósíf- ar stjörnur: myrkir hyljir í geiminn með aðdráttarafl sír- enunnar, Og stjörnur, sem slá eins og hjörtu. Ofursólir. Betle hemstjörnur, sem þeyta ytri lög um sínium út í tómið. Ljós, sem lýsir inn í framtíðina. Veröld, sem hleypur Ijósið af hælum gér. Draugefni, sem breytir efni í tóm. En strangt tekið er ekki einu sinni hægt að staðhæfa að mannlaust herbergi sé til í raun og veru. Að minnsta kosti ekki meðan enginn skynjarþað. Að staðhæfa slíkt er að halda frarn, að hlutur sé eitthvað meir en samtaldar verkanir hans. En niðurröðun og kerfisbind- ng skynhrif er eiginleiki mannshugans sjálfs, hann finn- itr við endurtekningu samnefni margra fyrirbæra, samkynja að fenginni reynslu vegna hinna auknu afkomumöguleika og ör- 3'ggis, sem skipulagning reynslu gefur, og samtalin skyn hrif verða fyrir mátt venju að hlut, sjálfstæðum að veruleik cg kunnuglegum. „Hann verð- ur þarna áfram, þegar ég fer,“ verður að sjálfsögðum sannind- um. Síðan beitir hugurinn sömu aðferðum við „hlutina", skipar þeim í kerfi og finnur sam- kenni þeirra. Og herbergi er orðið til. Maðurinn finnur strúktúr úr flæði vegna gengdaleysis þessa flæðis. Þannig aflar leikmaðurinn sér þekkingar á umhverfinu, og honum er ekki nema að litlu leiti meðvitaðar þær samræmdu aðfehðir, sem hann beitir. Vísindamaðurinn hefur þetta viðhorf að nokkru, en að nokkru hefur hann sjálfur mót- að í huga sér grind röksemd- ar, sem mengar skynjun hans. Hvort tveggja blandast inn- birðis: hann gerir ráð fyrir veruleik eins og hann lifir hann hversdagslega og veruleik rannsóknarniðurstaða sinna. Til dæmis þegar hann talar um neind atoms, þá gerir hann ráð fyrir annars vegar tilveru hennar, hins vegar verk un hennar. Þar sem innan ó- vissumarka eru líkindi á að mæld áhrif komi fram, er sagt, að um neind sé að ræða, sem hefur til að bera þá eiginleika, sem mælitækin nema. Orsaka- valdur er settur að baki áhrif- anna. Það er sagt, að neind færist úr einum hjúp í annan, þegar mælanleg áhrif hætta að koma fram á einum stað, en litlu síðar koma svipuð áhrif fram á öðrum stað. ímyndunar- afl byggir upp atomið með or- sakasamband og einingar að forsendum. Óvissan er hlutlægð og síðan kastað yfir í hana stafnljám. Það er gamla sagan. Vísindi álykta um eðli, ekki um veru. Vísindamaðurinn set- ur forsendur sínar og gengur út frá veru þeirra. Vísindaleg afstaða til „hins óþekkta" (það eða hráefnisins) er hvorki iá- kvæð né neikvæð, heldur sikil- yrðislaus og kannandi. í þessu tilviki verður því að gera ráð fyrir tilveru tilveruleysis, við- horf vísindamannsins er opið. Hleypidómar eru honum, eins og öðrum, fjötur. Með óskáldlegum hætti verð- NÚBLÓMIÐ 5. hluti EFTIR Þorstein Antonsson ir A KROSS- GÖTUM ur aðeins sett fram ein stað- hæfing um vitund manns: Hún er frumlæg staðreynd. Þar sem víddir og atburðir eru ófrá- víkjanleg meðvituð reynsla. Hún verður ekki útskýrð, þar eð hún verður ekki skýrð út frá reynslu sjálfrar sín, og það er mótsögn að útskýra án samanburðar. ímynd mannsins um eigindir sínar, hverja fyrir sig og sjálf- an sig sem heild, er líkt og útfall steinefna á hverbarmi, háð hægari breytingum en vit- undin. Ef hann ætlar eitthvað æðra sér og ályktar um það á einn e'ða annan veg, leiðir það til afneitunar vitundar á sjálfri sér og þar með afsali hans á sjálfsstjórn sinni. Slík mennsk- un guðshugmyndar safnar um hríð kröftum einstaklinga að ákveðnu viðfangsefni og þeir leggja sinn skerf til þess menn- ingararfs, sem næsta kynslóð nýtir. En misvægi milli meðvit- aðs og ómeðvitaðs hugarstarfs vex, unz orka hvort tveggja brýst fram og maðurinn fer hamförum — sagnlega frá bemsku trúlííi síðmiðalda, til efnishyggju nítjándu aldar, til fyrri heimstyrjaldar. Vegna meðvitundar og mið- að við hana er tilveran ekki deterministisk. Þess vegna er með árangri hægt að segja til um, hvemig hlutirnir ættu að vera. Hins vegar er mótsögn að ætla að sýna fram á það með rökum. Hið óræða i veru og háttemi er ekki rætt á ein- hvern annan hátt, það er órætt með öllu. Staðhæfingar um eðli guðs, um vitneskju um tilveru guðs til dæmis, eru undirorpn- ar vísindalegri gagnrýni, en um veru eða veruleysi „guðs“ fjalla visindin ekki. Tilurð og framvinda vísinda hafa valdið byltingu á sviði trúmála. Þau hafa lagt grundvöll að gagn- rýni á iðkun og boðun trúar. Starfræn vísindi eru andsnúin hverskyns tvískinm'Ungshætti. Boðorð þeirrs^eru: einn hefur ekki rétt fyrir sér, fyrr en komið er til vitundar og úr- skurðar margra, -og: meðalið helga tilganginn. Þau setja þeim manni, sem helgar sighug sjón, að viðhorf hans til þeirr- ar hugsjðnar sé skilyrðislaust, hugsjón, sem setur skilmála, er framkvæmdaáætlun, sem slík er hún vísindalegt viðfangsefni.. Þau hreinsa og slípa burt gjall- ið úr trúarlegum viðhorfum, ujnz kjarninn, skilyrðisleysið, er eitt eftir. Vísindamaðurinn á, eins og trúmaðurinn, á hættu að takmarkast af dýrkun lífsviðhorfa sinna: trúmað- urinn tekur myndastyttu og skilyrði fram yfir samfellda iðk un skilyrðislausra viðhorfa og opinn hug, vísindamaðurinn set ur röksemd að skilyrði tilveru og brýtur vaxtabrodd af við- leitni sinni. Það eru tabú og ósamræmdar skilgreiningar á orðum, sem aðskilja þessar tvær manngerðir. f rauninni eru þær báðar undirorpnar eðl- islægri hneigð til dýrkunar og alræðis, sem með íhugun leiðir til kjarnans: skilyrðisleysis og opnunar. Engin manneskja get- ur komist hjá þvi að segja bæði „hvað er“ og „hvað á að vera.“ Vísindamaðurinn hefur valið að starfa með tæki, þróunar- lega staðfestu hæfu til lífsaf- komu: röksemdinni. Trúmaður- inn starfar að því að vekja aðra til sjálfsvitundar sem boð- andi sinnar trúar. Og þar sem vitund er óræð, vinnur hann að því á lyriskan hátt. Það er ekkert óyfirstíganlegt bil milli þessara tveggja manngerða. Á- rekstrar milli þeirra stafa af ó- heiðarleik, það eða dugleysi annars hvors aðilans. í raun- inni réttlætir hvor fyrir sig með starfi sínu starf hins, og mark þeirra, sem ekki er fram- undan, heldur í hverju augna- bliki, í þeim sjálfum, er sam- eiginlegt. Til samans mynda þeir, þegar bezt lætur, jafn- vægisástand, þar sem hverful- leiki tiifinninga og staðfesta röksemdar hfa óbundið hvort öðru. Vitund er forsenda vís- indalegrar viðleitni. Sú staðhæf ing, að vitund sé dauðleg, en lögmál eilíf, er vísindum betur ósögð, þar eð hún er mótsegj- andi starfsaðfeirðum þeirra og lýrísk. Hvort varanleiki lög- mála sé meiri en vitundar mið- að við tíma, verður heldur ekki sagt um út frá sömu sjónarmið- um, af sömu ástæðum. í þess- um tilvikum væri um að ræða óhei'ðarlega víxlverkun lyrikur og röksemdar, þess vegna: Hverfleiki vitundar; hún er alltaf vitund um eitthvað, veg- ur upp á móti varanleik ótil- kvæmi heninar. Varanleiki lög- mála vegur upp á móti hverf- leik þeirra, þau eru ævinlega út frá vitund. Jafnvægisástand einlægra trúarlegra og vísinda- legra viðhorfa staðfestir varan leik hvors fyrir sig. 2. Vitund er blá glóð milli tveggja skauta. Vitund er það, sem útskýrir með því, sem hún hefur skinjað. Vitund er glóð, sem brennur viS samleik mynd- lausra orkuþátta í heilaþykkni, orkuþátta, sem valda efna- myndun þess eðlis, að vitund nær að brenna aftur í þeim synþesiskt eftir leiðum tilfinn- ingamagna: synþesiskt sem vax sem rennur yfir vax, sem vatn. Vitund manns er hið frumlæg- asta. öll reynsla af tíma og rúmi er reynsla hennar og út frá henni. Af þeirri reynslu verð- ur ekki ályktað um hana ann- að en, að það, sem reynir, og reynslan sé ekfci hið sama. Þess vegna er það sjálfsfjötrun að ætla að útskýra það, sem út- skýrir burt úr því, sem út- skýrt er. Það er eðlilegt að setja, að endurnýjunarhæfi sú, sem állstaðar birtist í nátt- úrunni sé virkust sem mannleg vitund sjálf. Að formfesta og tímaþrenning sé fjarlægari henni en tóm og varanleg nú- tíð. Vitund færist um heilann eins og ljóskeila um myrkt bóka safn og tvinnar saman hugs- unum, einingum, sem áhrif um- hverfis og rfkjandi viðhorf hafa á stund reynslunnar fellt inn í minnisfrumur heilans. Ljóskeilan færist hurt, en starf semi heldur áfram um hríð í myrkri uindirvituindar. Fortíð er rafsvið fyrst, síðan minnisefni í frumum heilans, sem samrennur við íhugun, blandan streymir saman við nútíð. Þannig verð- ur maðurinn að því, sem hann iðkar. Fjarlægðarskin út á við verður sjálfsskin inn á við, og lína frá fortíð gegnum nútíð varður framtíð. Við iðkun myndast mismun- andi bylgjusvið innan hugans. Með langvarandi einbeitni að afmörkuðu efni, kemst skipun á hugann, Slík að hugrenning- ar geta verið samlægar án þess að þær renni saman eða þeim slái saman: þannig verður mögu legt „hlutlægt mat hugmynda". Árásarhvöt og þátttökuhneigð eru eðlishvatir, það eða sívirk- ar eigindir í mannlegu atferli. Bylgjusviðunum er haldið að- greindum með göfgun árásar- hvatar, þátttökuhneigð, sem er öndverða þessarar hvatar, veld ur varanlegri hneigð til sam- runa sviðanna. (Vegn þessa stífnin í atferli hins menntaða). f göfguðum hug veldur tilkoma sérstaks þáttar, hver hann er fer eftir því hvað iðkað hefur verið, hverju hefur verið treyst, að þátttökuhneigð verður alls ráðandi, svið samrenna með al- hæfingu og upplifun nýjungar að afleiðinigu. Síðan veldur tregða venjuformaðra rása svið anna því, að sundur slitnar á ný. Samruninn er fæðing hug- myndar. Milli spennu og af- slöppunar fæðast hugmyndir. Þá gliðnar vitund úr brenni- depll og speglhr sig í framtíð sinni. Dæmi: Með hugann við eitthvað, inn á skinsviðið utan við brenni- punktinn kemur eitthvað um skilningarvitin (ef til vill) og vekur bergmál kunnugleika innan heilans utan vitundar, ýf ir rafhrif í minnisefnafrumum, keðjuvertoun, streymi til nýs jafnvægis og nýskipan. Ef til vill ekki að það nái til vit- undar, heldur að slík hreyf- ing sé skilyrði vitundar: að þessi ákveðna reynsla þurfi að komast í gegn til manns. Hvern ig hún komist í gegn fari eftir skipun hugans. A kemur í hug stúlka með andlitsgrímu úr leikriti, sem hann hefur séð fyrir nokkru, griman hefur gert persónuna, að því er honum fannst þá, ó- geðfellda. Þetta minnisatriði kemur í nokkrum tilbrigðum (úr leikritinu) fram í huga hans. SíSan greiðist það sund- ur, og hann minnist stúlku, sem hann eitt sinn hafði lítilleg af skipti af og hefur ekki hugsað til árum saman. Á sömu stundu verður ógeðfelldleiki stúlkunn- ar með grímuna ítrari og öðlast sérstaka veru. Það rennur einn ig upp fyrir honum, að ógeð- felldleiki hafi verið ráðandi í viðhorfum hans til hinnar gömlu vinkonu hans, þótt hann hafi alls ekki viðurkennt það fyrir sjálfum sér þá, ástæða hans hafi verið tvískinungur í fari vinkonunnar. Að þessum hugrenningartengslum orðnum, (ef miðað er við tíma), kemur fram í huga hans lögun vara með mjög sterku aðdráttarafli en dálítið fráhrindandi líka, þær eru ónáttúrlega málaðar, og síðan allt andlit afgreiðslu- stúlku í verélun, sem hann var að koma út úr. Nú sér hann gömlu vinkonu sína fyrir sér og man að einmitt svona varir hafði hún. Og hann ályktar af því jafnvægi, sem hugur hans hefur þessa stundina: hann „veit“, að það var munnsvipur afgreiðslustúlkunnar — hann hafði ekki gefið honum neinn sérstakan gaum þó — sem kom þessum hugrenningartengslum fram í vitund hans. Nú er kom- inn samgangur milli minnisatr- iða í huga þessa manns. Maður getur slegið um þau ímynduð- um hring og sagt: hér er kom- inn hlekkur í nýja keðju hug- renninga, sem ella hefði verið óhugsandi. — Þessi reynsla er reynsla af samruna þess, sem reynir. Það, sem upplifði hin ýmsu reynslubrot, (á hinum ýmsu tímum, ef miðað er við tíma), U'pplifir (nú) samriuina þessara brota og úrskurðar, að þessi samruni eigi sér stað síð- ar og sé önnur tegund reynslu, nefnilega hugrenningartengsl í huga hans sjá'lfs aðgreint frá veruleikanum. Það er um að ræða hæfi hans til aðgreining- ar í huglægi og hlutlægi og til niðurröðunar á tíma. Tímaþátt- urinn, það eða frá stund ýf- ingar til hugdettunnar, er sett- ur. Spurt er: hvað skeði? Meint, hvernig get ég samræmt, það sem skeði, tíma, huglægi og hlutlægi. Stungið er upp á svar inu með spurningunni. Spurt er: er þetta paradísarmissir? 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.