Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 15
Örlygur Sigurðsson Framh. af bls. 13 maninsmynd. Þar garir Orlyg- ur í fáum orðum úttekt á þess ari listgrein, og segir svo: „Stundum finnst mér starfi minn vera einna líkastur út- fararstjóraceremónium Ósvalds likkistusmiðs, og meira en það, fáist við að undirrita sjálft dán arvottorðið með sumum þessana lífvana „plástra" minna. Er að furða þegar módelim koma til meðferðar sextug, sjötuig, átt- ræð og jafnvel hálfníræð. Það er stundum edns og ma-nni finin- ist lífsstarfi gamallia athafna- manna ljúki í stólnium hjá mér. En þá er líka greipt fróðlegri saga í andlitin. Þó eru þeir flest ir ekki dauðari en svo, að alU- flestum finnst þeir mun glaesi- legri en myndin gefur til kynina Þessari sjálfsblekkingu erum við öll haildin, á ölkon aldri og á öllum sviðum, annars vaeri lífið óbærilegt, ef allir sæu eigin galla jaifníSkýrt og í fari ná- unigaras, þar aam menm eru oft ratvísastir, óafvitandi, á eigim ©alla og blása þá út með hneykslun á alla kanta,. Lái svo nokkur mér, þótt ég „flatteri" o.g fegri fólk af og til. Það skemmtilegasta við starfið hefur verið að kynmiast öllu þessu miairgbreyti- llega fóllki, l'ífi þess og reynslu með því að vera langniefjaður og spurull. Enda er starfið mjög persóniuJagt. Engiinm hefur hrokk ið uppaf í stóimum annþá eims og Roosvelt Baindarikjiaforseti, sem fékk slag í fyrirsetu hjá portretanálara. Mínir kúnmiar hafa lifað af aðgerðiina og orð ið langlífir í landinu eftir op- erationina, sem mörgum firunst í byrjun eins og heilauppstourð- ur án deyfingar eða svæfingar sem menn komast fljótt að raum um, að er fjarri sanmí. Ég þaktoa þleissu þolimmóða fólki fyrir á- nægj'ulega samvimniu og góð kynni“. SMÁSAGAN Fnamfa. af his. 5 svo: „Heyrðu lagsi, þetta getur verið fyndið einu sinni, en ... „Má ég biðja um eitt vatns- glas, endurtók ég. Ég er viss um, að hann hefði lamið mig í höfuðið, ef ekki stór og mikill rumur, sem sat við hlið mér, hefði komið til hjólpar: „Lát- ið manninn hafa vatnsglas, ef hanin er svo vitlaus að biðja um það. „Þetta var drengilega mælt, sagði ég. Nautið bakvið barinn var bersýnilega á báðum átt- nm: Átti hann að fylgja rödd skynseminnar og láta mig fá bansett vatnið, eða eðlisávísun sinni, og slá mig í hausinn. Rödd skynsemirnnar sigraði. Nú sneri björgunarmaður minn sér að mér og svo færð- ist allt í einu ljósgúlt bros yfir ásjóniu hans: „Þú ert John Palmer, er ekki svo, hrópaði hann? „Já, svaraði ég. „Gleður mig að kynnast þér, isagði hann, „nafn mitt er Henir- ini Palermó. „Gleður mig að kynnast þér Henrini Palermó, sagði ég án j>ess að finna til gleði. „Ég er frá vesturströndinni, San Fransiskó. „Nújá, svaraði ég kurteis- lega, að mér fannst, og horfði út yfir salinn. Þetta líkt- ist grímudansleik á geðsjúkra- húsi. „Eg hef sett á svið flest leik- rit þín í San Fransiskó, fræddi Henrini Pálermó mig um. „Hefurðu nokkru sinni verið á grímudanisleik á geðsjúkra- húsi?“ spurði ég. „Ha? „Grímudansleik á geðsjúkra- húsi, endurtók ég. „Ég var að tala um leikrit- in, sagði hann. ,,J a. „Þú getur reitt þig á, að ég virði þig mikið sem leikritahöf und, hélt hann áfram. „Takk fyrir, sagði ég, þó án þess að finna til þakklætis. „Þetta nýja leikrit hefur feng- ið frábærar viðtökur. „Jú, takk, bærilegar. Ég var að deyja úr leiðind- um. „Blaðadómarnir eru stórkost legir, hélt mannkertið áfram. ,,JÚ, takk. Ég sá fram á miklar og lang- varandi kválir í líki svipaðra samtala. „Barþjónn, kallaði ég, látið mig hafa þessa satans blöndu, sem þécr buðuð mér áðan. Hann brosti ógeðfelldu brosi, og hélt sig hafa unnið mikinn siðferðilegan sigur á mér. Verði honum að góðu. Hann hellti ó- lyfjaninni saman, hristi, og rétti mér. ,,Stollt mitt, lýsti hann yfir. Ég tók glasið og tæmdi í ein- um teyg. Henrini Palermó. „Hreint eitur, sagði ég. „Blandaðu annan handa mér, sagði ég við barþjóninn. Hann brosti sælubrosi. „Ertu með eitthvað nýtt í smíðum, spurði Henrini Pal- ermó? „Nei, ég skrifa ekki framar fyrir leikara, þeir eru heimsk- ir og leikhúsin eru rottuhæli. „Kannski skáldsögu, sagði Henríni Palermó? Áður en ég gæti svarað, var gripið um augu mér. „Gettu hver ég er, var draf- að í eyra mér? Ég vissi hver þar var, en sagði: „Sá sem sannaði með ein faldri algebru, að draugur Hamlets er Shakespeare. Hann sleppti hinu ógeðfellda taki um höfuð mitt, hann virt- ist emgjast sundiur og saman af einhverri magakvöl. Svo æpti hamn: Sama dá- samlega hugmyndaflugið, sama gamla rassgatið. Ekki nógu vel lesinn til að vita hvaðan ég stal hugmynd- inni. Ég renndi mér niðraf stóln- um og hvarf í fólksmergðina. Ég reyndi að láta sem minnst fyrir mér fara, en samt vakti ég óvelkomna eftirtekt. Bæði vegna þeirrar stað- reyndar, að ég var nú einu- sinmi gestgjafinn, og eins af hreinni kátínu, er því var veitt eftirtekt, að ég var klæddur moldskinnsbuxum og stórrós- óttri skyrtiu. Allir aðrir mörgæsir. Fólk sló á axlirnar á mér, klappaði á bakið á mér, lamdi mig í herðarnar, og sumir slógu eins og þeir ætluðu sér að brjóta hvert bein í mínum aiuima skrokki. „Góðan dag kunningi. „Sæll vertu gamli vinur. „Mikið að þú lætur sjá þig. „Þarna er gamla séníið. Ég var tolleraður af öskr- andi andlitum, næstum limlest- ur. Þetta var meiri vitfirringin. Loks, nær dauða en lífi, féll ég niður í stól út við glugga. Að visu sá ekki útum hann, vegna gufu sem sat á rúðunum. Það gerði svosem ekkert. Mig langaði ekkert til að horfa út. Mig langaði að komast út. Komast út og hlaupa. Hlaupa þar til ég fyndi grænt hávax- ið gras, bláan himinn eða lít- inn læk. Þar sem ég gæti farið úr skónum, síðan sokkunum, og látið fæturna dingla í vatns- skorpunni. Þar sem blómin yxu óhrædd. Þar sem fuglarnir þyrðu að syngja. Skyndilega kom Anna. Hún virtist annars í góðu skapi. Hræðsluherferð, ef til vill? „Þarna ertu elsku karlinn, sagði hún. Næstum ástúðlega. „Já, hér er ég. „Og þú kannt auðvitað ekk- ert of vél við þig? „Nei, sannast bezt að segja, þá líður mér mjög illa. Og þú veizt mér liður illa í f jölmenni. Hún tók um háls mér og kyssti mig laust á varirnar. „Anna, hvernig hef ég getað orðfð gráhærður á einni nóttu? Hún virti fyrir sér hárið, sagði svo: „Þetta er mjög dul- arfullt, mjög dularfullt. Hún hló og kyssti augu min, hún veit hve vel mér fellur það. „En Anna, á einni nóttu. „Vertu ekki að brjóta heil- ann um það elskan. Hún kærði sig víst kollótta. Svo stóð hún á fætur: „Ég verð að tala við gestina, ekki gerir þú það. Ég leit hana þakklátum aug- um. Vildi raunar segja henni, að ég elskaði hana. En það fórst fyrir. Ég hugsaði um hve oft ég hafði ætlað að segja Önnu, að ég elskaði hana. Alltaf farizt fyrir. Ég gekk útá svalirnar, og setti mig niður í garðstól. Kaillaði á þjón. Báð urn wiský og Sóda. Skyndilega hrökk ég við. Djöfullinn í heitasta helvíti. Það var hann. Ekki um að vill- ast. Hann hrópaði: „Elsku gamli vinur. Sveiattan. „Elsku gamla séní. „Sveiattan, hrópaði ég. „Þarna felur þú þig, sagði hann, ég reyndi að loka augum og eyrum. „Lætur okkur standa á önd- inni tímunum saman, hélt hann áfram, „bíða I ofvæni eft- ir snillingnum. Laumast svo hingað út. Þennan mann hata ég, hugs- aði ég. Annað hvort er hann blindur eða rotta. Ein rotta af þúsund. Sýklaberar. Nagandi, nagandi. Kjöt og safa þeirra, sem eitthvað hafa til brunns að bera. „Þú hefur aldrei litið betur út, gamli snillingur, ertu enn að punda niður spekinni? Þessari rottu tókst að ná í frumsýningarréttinn á leikrit- um mínum. Tíu ár æfi minniar að helvíti, jafnmörg verk að rústum. Samnefnari hins versta í rottupollum: nagdýnsháttur, sér plægni, hæfileikaleysis, og ó- endanlegrar óskammfeilni. Hve ég hugsa rökrétt. Það var Anna. Jú, það var hún. Asni var ég að segjahenni það ekki. Kannski seinna. Anna bjargaði mér. Annars hefðu götusópararnir fundið beinin úr mér í göturæsinu. Ég opnaði augun, og skymdi- lega sá ég stóra stríhærða rottu standa með langan s'lím- ugan hala fyrir traman mig. Hún var dálítið kindarleg og sagði: „Jæja gamli vinur, gam- an að sjá þig. Mér flaug í hug: Hvernig hef ur hún komizt inn. Ekki boðin. „Jæja, mér skilst á öllu, að lánið leiki við þig, saigði hún. „Þú ert rotta? saigði ég dá- lítið undrandi. Ég hafði skyndilega misst stjórn á tungu minni: „Þar að auki er ég alls ekki gamall, þrátt fyrir þau ár sem þér tókst að naga burtu, og gráu hárin. Ég uppgötvaði mér til skelf- ingar, að ég öskraði að honum. Ég stóð við hlið sjálfs mín, reyndi að bæla niður sjóðandi reiðina, sem ég sá í afmynd- uðu andliti míniu. „Fjandi ertu reiður, sagði ég við sjálfan mig, „að reiðast er ekki samkvæmt meginreglun- um. Ég reyndi að þatgiga niðrí reiða helmingi mínum, en hann öskraði: „Hlæðu fífl, hlæðu rotta: þó ég sé gráhærður, þá tókst þér aldrei að ræna mig anda mínum. Ég stóð og hlustaði á orðin streyma af vörum mér. Rottan horfði á hár mitt og skellihló. „Gamli spaugfugl. Nú hafði safnazt múgur og margmenni umhverfis okkur. Rottan opniaði langan skolt- inn og hrópaði: „Nú hefur John Palmer grátt hár. Fólkið hló. Mér flaug í hug: Fólk í fjöl- leikahúsi. Trúðarnir komaskeilf ingu lostnir inná sviðið. Hrópa: Eldur. Eldur. Og fólkið hlær. Hátt. Innilega. óstöðvandi. Og enn hrópa trúðarnir: Hús- ið brennur, bjargi sér hver sem getur. En hróp þeirra drukkna í hlátrum fóltosins: húsið brenn- ur með mús og manni. Ég horfi á sjálfan mig, á afskræmt and- 'lit sjálfs mín. Ég var orðinn trúður: ég hrópaði: „Ég ætlaði að bjarga öllum út, út. Ég hafði meðaumkvun með orðum minurn, sem druibknuðu í hlátrinum. Hefur það ekki ávallt verið þannig? Hæ, trúðar og kolakálfar. Ávallt beðið ósigur. Hvers- vegna stendur hjólið ekki. Þú átt að geta staðið. Blómin? Nei, ég vissi á þessu augnabliki að allt var til einsk- is. ^ Ég mundi farast í hafi hlát- urs, útsævum 'læstra sálna. í rottupolli. Ég sneri mér að rottunni, sem var orðin ennþá feitari: einsog svínið hans Orwells. Ég heyrði sjálfan mig segja: „Ég hata þig. Ekkert getur bjarg- að þér, þú munt brenna inni. Og rottan stökk upp og hróp aði: „Heyrðuð þig. Snillingurinn talaði. Takið eftir orðum hans. „Nei, nei, hrópaði ég, og reyndi árangurslaust að yfir gnæfa hláturinn. „Ég ætlaði að bjarga ykk- ur, því ég vildi ekki að _þið brynnuð inni, hrópaði ég. Ólg- andi hlátur fór um fjölleika- húsið. Ég horfði á sjálfan mig setja annan fótinn út fyrir handriðið. Ég var undrandi. Ég heyrði mig segja: „Fugl- arnir, blómin, vatnið hjálpi ykkur, ef þið eigið það skil- ið. Síðan lét ég mig detta. — ERLENDAR BÆKUR ________________________/ F. O. Matthiesen: American Rena- issance. Art and Expression in the Age of Emerson and Whit- man. Oxford University Press Paperback, 1968. Bók þesi kom fyrst út árið 1941, en höfundur hennar, sem nú er lát- inn, var prófesor í sögu og bók- menntum viö Harvard háskóla í Bandarikjunum. Þetta er yfirgrips- mikið rit um verk fimm amerískra stórskálda síðustu aldar, Emer- sons, Thoreaus, Hawthornes, Mel- villes og Whitmans, um skoðanir þeirra á eðli og hlutverki bók- mennta og könnun á því hvemig þeim sjálfum tókst að færa þessar skoðanir sínar í tistrænt form. Áherzla er lögð á þau verk, sem til urðu á fimm ára tímabili, árun- um 1850—55, en á þessum tíma skrifaði hver þessara höfunda stór- verk, sem gerir timabilið einstætt í sögu amerískra bókmennta, Matthiessen telur að með ræki- leari listrænni könnun þessara verka, sé hægt að varpa Ijósi á sögulegar forsendur slíks endur- reisnartímabils og áhrif þess á seinni tima bókmenntir. Útgefandi: Hrf. Ár\*akur, He>itjavik. FrRn-.kv.stj.: Harakiur Sveinsson. Ritstjórar: Sigurður Bjamascn frá Vigur. Matthías Johannessen. Fyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj.fltr.: Clsli Sigurtti'ion. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Bítstjórn: Aðalstræti 6. Simi 1D1C3. 4. maí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.