Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 6
Ævlntýraspor frá fjöru til fjatls Arni Johnsen skrifar um Gullfossferð til ísafjarðar Það er fagurt til fjalla við Skutlsfjörð í glampandi kvöldsól. Ljóamynd. Mbl. Árni Jdhnsem. Rigningarpollarnir á bryggj- unni voru á stöðugu iði. Mann- mergð öslaði um pollana. Sum- ir voru í stígvélum, aðrir voru í fjal'lgönguskóm og venjuleg- um borgaragötuskóm og nokkr- ar konur voru í pinniaskónum sem þykir viðeigandi að bera með næfurþunnum nælonsokk- um. Hvað var þetta fólk að vaða pollana á bryggjunni? Það var að koma farangri sín- um sér og líflegum ferðavon- um um borð í Gullfoss, sem togaði af og til léttilega í landfestar til þess að minna á að nú væri páskaferð Gullfoss til ísafjarðar að renna upp. Á þriðja hundrað manns úr heimi borgarinnar voru að ganga út úr iðandi mannlífi hverdags þéttbý’lisins, leita á vit náttúrunnar og landsins þar sem menn gætu eignast spor sín á öðru, en malbiki. Sverir kaðlar tengdu þessa tvo heima, heim borgarinnar og heim skipsins oig brátt myndu festar losaðar og heimur skips- ins og ferðalanganna sigla sinn veg, viku ferðalag til ísafjarð- ar. Það voru hróp og köll á brygigjunni. Atlir voru hressir í bragði. Ef til vill var fólkið eilítið að skipta um ham. Kristján skipstjóri stóð á brúarvængnum og Gúllfoss seig frá bryggjunni. Riignimgar- droparnir dönsuðu í poilluinuim á bryggjunni og sumir drop- arnir Tiiðu hljóðlega niður and- lit þeirra sem veifuðu á bryggj un/ni og létu sig dreyma um biá fjöll fjarlægðarinnar í hvítum mötli. Þeir ætluðu að eiga sitt frí í borginni, hleypa hug- myndafluginu á sprett og fara á fjöll í innlöndum hugans, en dans regndropanna var ihlaupinn í ferðalianigana, sem tifuðu fjörlega um þiljur Gull- foss. A'llir útiþilfarsigangar í Gull- fossi voru hlaðinir skáðum, og snjórinn átti að vera á sínum stað til fjalla. Nóttin 'leið á hafinu. Ólg- andi hafi, foráttu sjó. Suðaust- an stormur. Sannkallað Stór- höfðaveður. En hvernig gæti maður skilið landið sitt, ef ekki væri hægt að þola einstöku sinnum fangbrögð Ægi kon- ungs. Að morgni dags lá fljótandi skíðahótelið, Gullfoss, bundinn við kengi í ísaf jarðarhötfn. Snær lá yfir landinu og það brakaði undir fótum manna á sprangi um bryggjurnar og barna að leik. Á stöku stað í fjöllunum umhverfis ísafjarðar kaupstað horfði bergið fast yf ir ból og brattar hlíðar í hríð- arkófinu. Lík'lega festi ekki snjó þar vegna volgru frá hý- býlum álfa og huldufólks. í gær buðu rigningardropar okkur í dans, en í dag var það öndurgyðjan Skaði sem seiddi ferðalangana til sín, gyðjan Skaði sem dæmd var til eilífrar göngu frá fjöru til fjalls. Eftir árbít í Gullfossi tóku menn fram skíði sín og héldu í heim ævintýra fannhvítra fjalla. Þarna var ekki um að ræða samansafn íþróttamanna, he'ldur fóŒk sem ætílaði sér með átökum að kynnast betur sjálfu sér í samskiptum við landið. Átökum, því það voru ekki margar hetjur í Gullfoss- hópnum sem gátu í örskoti klifið hæstu tinda og rennt sér eins og fuglinn fljúgandi niður mjúkar breiður ískristalla. Börðust flestir eftir fyrstu lotuna af alefli við harðsperr- ur, sem voru þungar eins og björgin undiir mjöilinni. En til þess að sigra þarf að berjast og stundum örvæntu augu fólks ins hvort 'landið eða viljinn myndi sigra. En við hvert fót- mál upp í mót og hverja stunu fallsims óx geta og vilji til að samþýðast landinu og sættast við það í leik. ómenguð ís- lenzk fjalianáttúra hrökk inm í kroppinn á fólkinu og blóðið rann hraðar. Við skíða/lyftuna í Seljalands dal í Eyrairfjalli voru daglega hundruð manna og hver á sinu getustigi motfærði sér snjóinn og stkáðin. Skáðalyftan er 1200 metra löng og getur flutt 600 manns á klukkutíma. Gullfoss- hópurinn naut skíðakennslu skipskennarans, Gunnlaugs Sig urðssonar, sem með elju fjalla- garpsins fékk hvern og eimm til þess að reyna sig til hins ýtrasta, en margar voru velt- urnar hjá byrjendunum og ó- víst að nokkur geimifari bafi velt sér annað eins. En með þrautsegjunni urðu menn stöð- ugri og ekki 'leið á lönigu þar tifl. mýliðarnir í skíðaíþróttinni voru farniir að renna sér kunn áttuisamlega, bey-gja og fara í plóg með öllu tiliheyrandi. í fyrstu fer’ð minni í skíða- lyftunni steinlá ég á miðri leið. Það var víst bannað að reyna akropatik í lyftunni. Þá var að reka upp öskur, bíta á jaxlinn og ösla það sem eftir var á sem kriistiileigastam hátt. Það var undanleg tillhugs- un að standa hátt uppi í bröttuim hlíðum, ætla sér að fara á skíðum niður, en kunna ekki að stanza. Það hafa ugglaust margir l'ent í svipuðu og ég þegar ég var bú- inn að taka mér stöðu, leit snar lega yfir fjörðinn, Gullfoss í höfninni og fólkið í hlíðunum, og renndi mér síðan knálega af stað. En adam vair ekki lengi í Paradís, „Jörðin snerist og lenti undir mér,“ hugsaði ég mér að sá segði sem ekki vildi viður- kenna fall sitt í slíku tiMe'lli. Skíðaferðin var líklega aðeins 30 metra í áttina að Gullfossi. Laglegur kiolllhnás það! — Um borð í Gullfossi hafði skapast heimur samtaka fólks, sem hélt hópinin lipurt, þótt hver og einn hefði sín tilþrif. Það þarf ekki að fjölyrða um aðbúnað um borð í Gullfossi, svo ve'l kynntur er hann á okk- ar l’andi og þjónustufólk með eindæmum elskulegt og lipurt. Föstu siðirnir voru árbíturinn, hádegisverður, kaffi og kvöld- verður og að vanda var kalda borðið í hádeginu með öllum sínum óteljandi réttum og marg réttað var einnig að kvöldi dags. Þess utan gátu menn geng- ið í ölkjallara skipsins, ef þorsti ásótti um of, enda sá möguleiki batfðuir fyrir hendi ef útgufunin í skíðaiðkuninni var um of. Hið daglega líf um borð í skipinu var á ýmsan hátt eftir því hvað fó’lki datt í hug. Flest- ir fóiru dagdega til fjalls með skíðin sín og dvöldu þar dag- langt í misjöfnu veðri, en ekki voru menn síður hressir þótt blési á stundum, enda varð roðinn í kinnum í réttu hlut- falli við það. Aðrir tóku lífinu rólega og voru spakir um borð daglangt með einhverjum frá- vikum þó. Það var enginn sími sem truflaði, enginn var að missa af strætó og enginn kvart- aði um magasár. Allt sem til þurfti þægilegs 'lifs var um borð. Hvert kvöld 'þegar menn voru búnir að snæða var eitt- hvað um að vera. Spilað á spil, hljóðfæri, dansað og sungið, sýndar kvikmyndir, rætt um jarðlífið, haldnar kvöldvökur og sitthvað fleira. Sérstakur danssalur var fyrir unga fólk- ið á skipinu og var þar allt skreytt í táninga stíl og hljóm- list eiftir iþvi. Píanóleikari skipsirus lék hressilega fyrir Nokkrir farþegar á skemm tisiglingu um SkutulsfjörS. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. maá 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.