Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 10
Áramótin 1924—25 íiðueinsog önnur tímamót. Veðráttan var yfirleitt mjög góð. Þó hafði kom ið stórhríðarkafli fyrir jólin og nýárið, en eftir áramótin lagð ist hann í froststillur. Það mun hafa verið á mið- þorra að Sigurður bóndi á Egg var á ferð úti á Sauðárkróki. Hitti hann pabba sem bauð hon um heim til að fá kaffi. Ég var að koma úr skólanum í þann mund er þeir komu. Hann heils aði okkur sem gömlum og góð- um vinum, eins og venja hans var, því að hann var að eðlis- fari mjög glaðlegur maður og framúrskarandi barngóður. Við okkur bræðurna var hann mjög hlýlegur, frá fyrri kynnum á Söndum. Á meðan setið var yf- ir kaffinu var talað um daginn og veginn og helztu atburði sem gerzt höfðu í héraði-nu og spurt frétta af kunningjum sem báðir aðilar þekktu. Allt í einu spyr Sigurður mig hvort ég vilji vera hjá sér létta strákur næsta sumar. Ég man ekki hvort ég svaraði því nokk uð, en hvað um það. Pabbi og Sigurður bundu það fastmæl- um að ég yrði hjá honum frá vori til gangna næsta sumar. Svo líður veturinn fram til mánaðamóta marz og apríl. Þá var háð á Sauðárkróki hin ár- lega sæluvika, og kom þanigað fólk viðsvegar að úr Skagafirði og jafnvel lengra að. Eitt kvöldið, meðan sæluvik- an stóð yfir, kemur Þórður son ur Sigurðar á Egg heim til okk ar og spyr eftir mér. Erindi hans var að bjóða mér með sér í bíó. í þá daga var slíkt svo mikill viðburður í lífi fátæks drenigs, og alþýðufólks yfirleitt. að það orkaði á ímyndunarafl- ið þannig, að manni fannst mað ur jafnvel vera eitthvað meira en „sauðsvartur almúginn". Heim ilið á Egg var í þá daga talið vera með betri stöðum í Skaga- firði hvað snerti efni, og þá auð vitað alla menningu. Þórður var þegar hér var komið eitthvað skólagenginn og hafði það auð- vitað sitt að segja. Hann var allmiklu eldri en ég en mjög ræðinn og mér fannst hann vita miklu meira en allir aðrir sem ég hafði kynnzt á hans aldri. Þegar foreldrar mínir bjuggu á Borgareyjunni, hafði Sigurð- ur á Egg þann sið að reka allt fé sitt snemma á vorin, helzt rétt eftir sumarmál, fram á eyj una til okkar, þar eð heima- land jarðarinnar Egg var mjög lítið en á eyjunni var nálega ótæmandi landrými. Öll þau ár sem við áttuim þarna hekna hélzt þessi sigur. Ærnar, sem voru nálega 300 að tölu, þurftu manninn með sér, og kom það í hlut Þór'ðar að annast um þær á meðan á sauðburði stóð. Þegar þessi tími fcyrjaði varð mikiil breyting á hjá akkur sem vorum búin að vera fjögur á heimilinu allan veturinn, og höfð um varia séð afbæjarmann frá því á haustnóttum. Fannst okk ur það mikil tilbreyting að fá nú mann, sem fylgzt hafði með helztu viðburðum í sveitinni og jafnvel lengra til, því að frétt- ir bárust seint á þeim tímum, og var harla lít- iil samgangur á milli baeja, nema þar sem þéttbýlast var. En nú byrjaði mjög skemmti- legur annatími á Borgareyjum. Sauðburður hófst laust fyrir miðjan maí-mánuð. Til fjárins varð að ganga tvisvar á dag, og helzt að vita alltaf hvað þar væri að gerast, því að eins og fyrr getur voru þarna miklar tjarnir og kílar, og þegar ísa fór að leysa voru hætturnar mikl ar, því að enginn ís er eins viðsjáll og vorísinn. En með- fram tjarnarbökkunum og í svo nefndum lágmýrum komu fyrstu gróðursprotarnir í Ijós og auð- vitað sótti sauðkindin þangað, og á meðan ísinn var að leysa þurfti að hýsa féð á nóttunni. Fjárhúsin voru gömul og mjög stór. Það voru svonefnd sam- stæðuhús, einn geimur með þremur görðum og sex króm. Á meðan ærnar voru ekki farn ar að bera var öllu fénu troð- ið þar inn. Trúlega hefir Þórður boðið mér með sér í bíóferðina minnis stæðu vegna þessara fyrri kynn og einnig vegna þess að ég ætl- aði að vera heimilismáður á Egg næsta sumar. En hvað um það! HJÁ SIGURDI ÍEGG Sérðu það sem ég sé? Minningar Hafsteins Björnssonar, miðils. Við skemmtum okkur mjög vel og ég man ennþá eftir öll þessi ár, hvað myndin hét. Það var konungur konunganna. Mér féll alltaf mjög vel við Þórð. Hann var mjög geðþekk- ur maður, alltaf fræðandi og framkoma hans einkenndist af góðleik og samúð með þeim sem minnimáttar voru. Veturinn leið og nú var kom- ið vor. Laust fyrir miðjan maí kom Sigurður á Egg út á Sauð- árkrók og hafði hann með sér lausan hest handa mér. Undir kvöld lögðum við af stað laus- ríðandi fram að Egg. Ég man inú ekki Ijóslega einstök atriði ferðarinnar að öðru leyti en því, að mér er minnisstætt hve veðrið var unaðsflega gott. Það var eitt af þessum lognkyrru skaigfirzkiu vorkvöldrum, þegar jörðin er að klæðast sínum feg ursta skrúða, fuglamir fljúga um í leit að maka eða hæli fyrir böm og bú, og kyrrðin er svo mikil að fjöllin standa á höfði í vötnunum, en undir vakir urr iði eða bleikja. Við riðum sem leið liggur austur Borgarsand að Vestur- vatnabrú, en hún tengir Hegra- nesið við vesturhluta héraðsins. Þegaæ yfir i Hegranes er kom- ið liggur vegurinn austur hjá Keflavík, síðan beygir hann suð- ur fyrir vestan Ás, en austan bæjarins Vatnskots. Þegar kem ur fram fyrir Ás sem er á vinstri hönd, tekur við í sömu bæjaröð kirkjustaðurinn Ríp, en þar fram af Beingarð- ar og Keta. En á hægri hönd er Vatnskot og vestar Hróars- dalur og Keldudalur, en þar fyrir framan er Egg og stend- ur bærinn vestan á Hegranes- inu. Landslagi er þanndg hátt- að, að þar skiftast á allháar klettaborgir með aflíðandi grasigrónum brekkum og sutns staðar mólendi fyrir neðan, en annarsstaðar fúamýrum. Það þykir yfirleitt mjög fagurt í Nesinu, eins og það er nefnt, sérstaklega á Egg og Kárastöð- um sem er næsti bær fyrir ut- an Hróarsdal, en þar fyrir ut- an er höfuðbólið Helluland, sem stendur mér nú fyrir hugskots- sjónum uppljómað huigljúfum endurminningum. Á leiðinni fram Hegranesið létum við hestana rölta hæga- gang. Sigurður talaði við mig um eitt og annað, sem fyrir augu okkar bar á leiðinni. f kyrrð þessa fagra vorkvölds voru menn á ferð milli bæja, en aðrir unnu við ávinnslu á túnum og búsmalinn dreifði sér í kringum bæina. En þarna voru líka aðrir í- búar sveitarinnar á ferð, tvær litlar telpur voru að reka tvær kýr og lítinm káJf. Þær iitiu tii mín og kinkuðu kolli. Ég heils- aði þeim í huganum, einhvern- veginn fannst mér sú kveðja myndi duga. En undarlegir voru þessir hamrar fyrir vest- an Vatnskot, þar var hver bæj arburstin við aðra, sumsstaðar stóð fólk og hestar á hlaðinu, en annairsstaðar stóð fólk í dyrum. Sumir voru klæddir að sið alþýðumanna, en aðrir að höfðingjasið. Ég veit ekki hve miklu ég tók eftir af því sem Sigurður var að tala um við mig ,ég var með hugann bund- inn við það sem ég sá. Allt í einu hrökk ég upp úr hugledð- ingum mínum við það að hest- urinn hnaut, svo ég var nálega hrokkinn af bakL Þegar við komum heim að Egg, var fólkið i fjósinu við mjaltir. Við sprettum af hest- unum fyrir utan og neðan túndð og bárum reiðverin heim. Þegar þangað kom tók Þórður á móti okkur, og heilsaði hann okkur mjög glaðlega. Heimilis- fólkið á Egg voru hjónin, Sig- urður Þórðarson og Pálína Jónsdóttir. Þau voru þegar hér var komið, bæði orðin nokkuð fullorðin og höfðu búið að Egg allan sinn búskap. Böm þeirra voru fjöguir: Þórður sem fyrr getur og var elztur, og þrjár dætur, Sigríður Halldóra og Jónína. Tvær þær síðast nefndu höfðu verið fermdar þá um vorið, en Sigríðiur var elzt þeirra systra. HaiHdóra var öðruvísi en annað fólk, hafði hún veikzt 5 æskiu og bar merki þess sjúkleika. Sigiurður hafði kynnzt trú- arskoðunum Arthurs Cooks á Akuireyri og orðið mjög snortinn af trú hans, og til- einkaði hann sér og heimili sínu skoðanir þessa svonefnda Sjónarhæðasafnaðar. Ég minn- ist þess ennþá, eftir öll þessi ár, að fyrsta sunnudaginm sem ég var á Egg, var haldin veizla í tilefni af fermingu dætranna. Ég man samt ekki hvort þetta var aðalveizlan eða einhverjair eftirhreytur. Þennan dag var eins gott veð- ur og bezt gat verið. Um morg- uninn var farið á fætur kl. 6 og hófust þá mjaltir. Ég þurfti einindg að fara snemma á fætur, því að mitt starf var að koma kúnum í haga. Mér dvaldist nokkuð í þeirri ferð, því að bæði var veðrið mjög gott og mér hetfir Mklega fundizt að mér lægi ekkert á. Þarna var reykurinn áð koma upp á bæjunum í kring, og þarna komu kýrnar frá Rein ösflandi yfir mýrarsund- ið, sem var á milli jarðanna, en kýrruar á þessum tveimur bæjum gengu saman á daginn, en skildu sig að á kvöldin. „Ég má vist ekki vera að slæpast“, hugsaði ég. „Ég verð að koma mér heim til þess að moka fjósið. Það er bezt að ég hlaupi heim klappirnar, þá verð ég fljótari." Eg legg af stað, en þegar ég kom að göt- unni sem lá í sneiðing upp á klappirnar, þá nam ég undr- andi staðar og hlustaði. Hvað var þetta? Hver var að syngja? Þetta hljóta að vera margir menn! Ég Mjóp upp kflappirn- ar og 'leit vestur af þeim, en sá ekkert óvenjuilegt, en ómur af fjarlægum söng hljómaði í eyrum mér. Ég held til baka og þá skírist söngurinn til muna. Ég geng á hljóðið, nið- ur fyrir klettana og meðfram þeim, að glufu sem klauf þiljur bergsins og myndaði fljótt á litið einskonar skáp. Nú ómaði söngurin.n á móti mér með sterk um hireim og voru það eintóm- ar karlaraddir. Ég hafði á til- finningunni að þarna færi fram einhverskonar guðsþjónusta. Ég hlustaði um stund, en þeg- ar ég mundi hvað tímanum leið, hraðaði ég mér í átt ti'l bæjar. En í dag ætflaði að verða taf- samt að komast heim og huldu- heimar sveitarinnar voru ó- venjulega opnir, því að þegar ég kem heim undir túnihliðið, sé ég tvo litla krakka vera að hlaupa í götuskorningum sem lágu út frá hliðinu og upp á brekkuna. Þar lögðust þau fyr- ir framan þúfu og litu glettn- islega til mín. Forvitni mín var vakin og ég hljóp til þeirra, en þegar ég nálgaðist færðu þau sig ofuriítið upp í brekk- una, brostu til mín og gáfu mér til kynna að ég skyldi skoða þúfuna. Ég lagðist niður hjá þúfunnd og fann op a einum stað, er gras var breitt fyrir. Sá ég þá að þetta var þúfutitl- ingshreiður með 6 eggjum. Þetta voaru þau að sýna mér! Ég setti stein á þúfuna til þess að ég týndi henni ekki, því að ég hugsaði með mér að gaman væri að sjá þegar ungarnir kæmu úr eggjunum. Síðan flýtti ég mér heim. Mikið væri nú gott að fá eitthvað að drekka. Þegar ég nálgaðist bæinn tók ég eftir því að allt virtist vera á ferð og flugi. Systurnar Dóra og Jónína voru þar á harða- hlaupum og eins var með þá feðgana Þórð og Sigurð. Þegar ég kom heim á hlaðið gekk Sig urður til mín og var gustmik- ill, spurði hann mig hvað ég hefði verið að hangsa, hvort ég hefði ekki vitað að ég átti að flýta mér, ég ætti eftir að moka fjósið og snúast sitthvað fleira. Mér varð svarafátt og fór rak- leitt út í fjós til þess að moka flórinn. Bn þegar það var bú- ið var liðið fast að hádegi, og fann ég nú að ég var orðinn mjög hungraður. Ég fór inn í bæ og þvoði mér um hendum- ar. Síðan var setzt að borðium og að máltíð lokinni gengu kon ur frá eldhúsverkum og síðan var tekið til við húslestur. Um þetta leyti, þ.e.a.s. árið 1928, munu húslestrar hafa verið farnir að leggjast allmik- ið niður. Þó var þessum gamla sið haldið á einstöku heimil- um. Eins og fyrr var getið hafði Sigurðuir á Egg komizt í kynni við söfnuð þann, er Arthur Cook stjórnaði á Akureyri og af því að Sigurður var ekki há'lfur í neiinu sem hann tók sér fyrir hendur, þá var heldur engin hálfvelgja í honum við trú sína. Hann gekk að því með oddi og egg að hafa guðs- orð um hönd, og vitnaði í Bibl- íuna í tíma og ótíma. En ekki vissi ég þá og veit raunar ekki enn í dag hvort hann „galt keis- aranum það sem keisaranc var og guði það sem honum bar“. Hvað sem því leið þá upphófst nú þennan sólfagra sunnudag feiknmikill sálmasömgur með allskonar látbragði og tilburð- um. Hjónin stóðu við orgelið með hinar nýfermdu dætur sín- ar á milli sín og verð ég að segja etas og eir, að aumingja Dóra fór í h'láturtaugar mínar, þar sem hún stóð þarna við hlið föður síns og söng. Hún hefir lík'lega ekki farið að öllu leyti rétt með lag eða Ijóð. því að allt í einu hnipti Sigurður í hana og fataðist henni þá ad- veg sönglistin, en eldroðnaði upp í hársrætur, eða réttara sagt blánaði, því að hörunds- litur hennar var óeðlilega rauð ur, en þegar hún varð fyrir snöggri geðshræringu blánaði hún og jafnvel hendur hennar þrútnuðu og svo var í þetta skipti. Vandræðakippir fóru um herðar hennar og færðu sig niður eftir bakinu og niður í hnjáinðina. Við alla þessa ká- tínu varð þessi atburður svo broslegur í mínum augum, að engu munaði að ég skelti upp úr. En einhvem veginn gat ég snúið mér við þannig að ég fór að glápa út um gluggann, og nú vildi það mér til happs að hinu megin við Héria'ðtsvötnin véir allstór hópur af stóðhross- um. Reyndi ég nú að beina at- hyglinni að þeim með því að 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.