Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 12
Cullfossferö Framh. af bls. 7 Nú dró að lokum ævintýris- íns og það fækkaði skíðaland- inu, ríki mannanna á fjöllum. Sporin hvíldu í snjónum og arfur átakanna var útitek- ið fólk að snúa sér aftur að verkefnum hverdagslífsins. Gullfoss kvaddi ísafjörð í glampandi sólskini með hressa og reifa farþega sem voru á- nægðir eftir skemmtilega inni- og útiveru. Ferðin þótti ein- róma hafa tekizt með miklum ágætum og ferðalangarnir ræddu um það sín á milli að vonandi heilsaði fsafjarð- arkaupstaður með glampandi sól, þegar Gullfoss leggðist að bryggju um næstu páska, og ný spor yrðu stigin til fjalla og ný spor heillandi minninga grópuðust í hugann. Það var ekki kagað fram í kalda röst þetta kvöld. Gull- foss sigldi knálega út dalina fulla af sjó og undiraldan vagg aði skipi og fólki mjúklega. Lagið var tekið af fullum krafti og gítarar slegnir. Fólkið rugg- aði sér í takt við þýðan dans öldunar fram á rauða nótt. Degi var heilsað í Reykja- vík með árbít um borð og síð- an kvaddist fólk og hugsaði til næstu páska. Við kvöddum Reykjavík í rigningu og heils- uðum henni aftur í úðaslæðu morgunsins þar sem smáir rign- ingardropar dönsuðu í pollum á bryggjunni, en það var nýr glampi í augum ferðalanganna. Glampi útiveru til fjalla og á sjó, glampi góðra minninga um veí heppnaða ferð með náung- anum, glampi ævintýra frá fjöru til fjalls. Fornar dyggÖir Framh. atf bls. 4 Og ókind þessa efa reyndist honum svo fylgisvök meinvætt, að þrátt fyrir marga og mikla sigra hans á löngum starfsdegi, bjó hún ævinlega með honum undir niðri og settist ávallt að honum og glápti á hann ógn- þrungnium glámsau’gum, þegar bækur hans sættu hörðum og meinlegum dómum. Á skólaárum sínum á Möðru völlum skrifaði hann Benedikt frá Auðnum bréf, þar sem hann í fyllsta trúnaði fjallar um ó- kind efans og um vangetu sína til skáldskapar, og er þetta ljóst vitni um traust hans á Bene- dikt sem vini og ráðunaut, — og ári síðar segir hann svo, þá er hann skrifar þessum mikla áhrifamanni: „Ekkert er mér nú ríkara í huga en viðskipti og úrslit viðskipta Guðjohnsens" og hefur sem sé fyl'lstu sam- stöðu méð loringjum hinnar fé- lagslegu og bókmenntalegu sókn ar í heimahögunum. Áhrif henn ar og áróðursbókmennta í anda raunsæisstefnunnar eru og auð sæ á sumum hinum fyrstu grein um hans, einkum hinum óvægi- legu ádeilum á kirkju og aft- urhaldklerka, og sögurnar í Eini eru skrifaðar í sama anda Þá hygg ég, að djarfmælgin og hvatvísin, sem kom fram í sum um hinum fyrstu ritgerðum hans og greinum, hafi að nokkru ver ið ávöxtur áhrifa þessarar stefnu og fylgjenda hennar á öra lund hans og ærinn skaphita. En brátt hefur hann tekið að lesa eitthvað af þeim bókmenntum á Norðurlandamálum, sem tóku við, þegar mörg hinna eldri skálda höfðu fengið leiða á þjóðtfélagslegum áróðurs- bókmenntum og svo til öll hin yngri höiluðust að persónulegu etfnisvali og meira og minna táknrænni eða allt að því rómantízkri túlk un efnisins. Um áhrif frá slík- um bókmenntum vitnar sitthvað af þeim skáldskap í óbundnu máli, sem Guðmundur birti í blöðum og tímaritum á árunum frá 1895—1900. Lestur þessara bókmennta hefur orðið honum til varanlegra heilla, því að hann hefur örvað hann til að leggja rækt við glófagurt mál og myndauðgi í stíl, sem hvort tveggja hefur verið honum eðlis lægt. í Ólöfu í Asi gætir á- hrifa raunsæisstefnunnar um efnisval og að nokkru í með- ferð efnisins og niðurstöðum, en það líkingamál, sem Guð- mundur lætur sögukonuna tala, á rætur sínar að rekja til þeirra stefna og strauma í bókmennt- um Norðurlanda, sem við tóku á níunda tug 19. aldar, — og einmitt þessi tvískinnungur mun hafa verið orsök þess, að sag- an varð ekki eins heilsteypt og áhrifarík og efni stóðu til. En Guðmundi hatfði þó tekizt fyrir aldamót — einmitt í beztu kvæðunum í Úr heimahögum — að móta þann sérstæða og hon um sanneðlilega samruna fyllsta raunsæis og þjóðlegrar róman- tíkur, sem einkenndi allt það veigamesta og varanlegasta sem hann samdi og orkti um ævina, og féllust í faðma til þessarar mótunar kynni hans atf erlend- um bókmenntum og hin djúpa innlifun hans allt frá bemsku í anda íslenzkra fornbókmennta og orðfæri þeirra og meistara Jóns. Og honum hafði og lán- azt annað. Það var að ná því marki, sem hafði einkum verið honum ríkt í huga, að loknum lestri bókar, sem ólafía Jó- hannsdóttir seindi honum, Listin og siðgæðið, eftir nonska rit- höfundinn Christen Collin, pró- fessor í evrópskum bókmennt- um í Osló, — að sameina í skáldskap sínum ærið oft lítt sátta þrenningu: Maningildi, lífs gildi og liistgildi; í skritfum og fyrirlestrum hafði hann fært að því rök, að þetta þrennt ein- kenndi allt það veigamesta ís- lenzkra fornbókmennta óræk- ur vitnisburður þessa ham- ingjusamlega árangurs hans í leit að formi og viðhorfum, sem væru í sem fyllstu samræmi við eðli hans, skapgerð og mótun og íslenzkar menningar- og mann- dómserfðir, hæfileika hans og hugstæðust viðfangsefni, kom fyrst þannig í Ijós, að ekki þurfti um að efast í Tólf sögum, sem út komu 1915, þegar höf- undurinn var rúmlega hálf- fimmtugur, og hafði þá hand- ritið beðið útgefanda í fimm ár! ... Skáldbóndim á Sandi hafði átt sér marga góða vini og forsvarsmenn, svo sem skáldin Þorsteinn Erlingsson, Matthías Jochumsson, Þorstein Gíslason, Stephan G. Stephans son og Hannes Hafstein — og af öðrum má ekki sízt nefna þá dr. Valtý Guðmondsson og dr. Guðmund Finnbogason, sem reyndist Guðmundi Friðjóns- synii einhver hinn tryggasti og öruggasti dáandi og vinur — á hverju sem gekk um skrif hans og vinsældir, — en nú var það hinn hálfþrítugi Sigurður Nor- dal, sem sló fyrstur manna til hljóðs fyrir hinni nýju bók Guðmundar Friðjónssonar og sýndi æ síðan, að hanin kunni manna bezt að meta ritsnilli hans og skáldskap. En þegar hér var komið hafði dregið mjög til sundur- þykkis með Guðmundi og Bene- dikt á Auðnum og öðrum þeim forkólfum þingeyskrar sóknar í félagsmálum og bókmenntum, sem Benedikt öðrum fremur mótaði stefnu og sóknarhætti og allur þorri manira í hérað- inu léði lið sitt. Meðan Guð- mundur fylgdi enn hinni gömlu kempu, Benedikt Sveinssyni, hafði Benedikt á Auðnum kom izt á þá skoðun, að undir for- ustu nafna hans mundi allt hjakka í sama farinu í sjálf- stæðismólinu, og hann taldi, að nauðsynlegt væri að marka fasta og samræmda sókn í inn- anlandsmálum í anda samvinnu stefnunnar, og þá er Guðmund- ur gerðist Valtýingur, þótti Benedikt skörin færast upp í bekkinn, taldi valtýskuna und ansláttairpólitík og dr. Valtý þjóðernis'lausastan allra íslend inga og undansláttarmann einn- ig í innanlandsmálum. Þeim Guðmundi kom heldur ekki á- samt um það heiltæka gildi samvinnustefnunnar, sem Bene dikt og aðrir fremstu menn hennar héldu fram. Og þó að Guðmundur kæmist á þá skoð- un, að skáld og rithöfundar ættu að taka tillit til lífsgild- is í skáldskap, leit hann svo á, að samt yrði list- gildið að skipa þar æðstan sess, og hjá íslenzkum skáld- um ættu þjóðlegar erfðir máls og menningar að vera í heiðri hafðar, en Benedikt lagði að- aláherzlu á samtíðarlegt áróð- ursgildi í þágu nýrra viðhorfa. Um þessi mál deildi Guðmund- ur hart á fuinöum og öðnum mannamótum heima í hér- aði, og í brýnur sló með þeim Benedikt um verzlunarmál og stjórnmá'l í Bjarka og Stefni, blöðum sem þá voru gefin út á Seyðisfirði og Akureyri. Síð- ar lentu þeir — að valtýsk- unni dauðri — sinn í hvorum flokki, unz uppkastið kom til sögunnar, og loks skildu leið- ir þeirra í stjórnmálum, þá er Guðmundur tók ekki sömu af- stöðu og flestir Þingeyingar, þegar hin nýja flokkaskipting kom til sögunnar 1916. Andstaða Guðmundar við stefnu Benedikts á Auðnum og annarra mikilsvirtra foringja Suður-Þingeyinga tók sem sé, þegar fram í sótti, til flestra þeirra má'la, sem þeir hylltu, og olli það honum vanþokka mikils meirihluta héraðsbúa, enda var hann harðskeyttur og óvæginn ó fundum og öðrum mannamótum, þar sem þessi mál bar á góma. Bitnaði þessi van- þokki einnig á skáldskap hans, en órækast vitni um það er sú staðreynd, að jafnvel þótt sýslunefnd fyrir forgöngu Steingríms sýslumanns, sem hafði nokkra sérstöðu um við- horfið til skáldskapar Guð- mundar og persónuleika, væri kosinn í stjórn sýslubóka- safnsins á Húsavík, fékk hinn stórráði og markvissi bóka- vörður því ráðið, að bækur Guðmundar voru ekki keypt- ar handa safninu! Hins vegar er auðsætt á skrifum Guðmund ar um þingeysk skáld og hag- yrðinga, að hann lét þá ekki gjalda þess mismunar, sem var á skoðunum hans og þeirra í fé lagsmálum og stjórnmálum . .. En þegar hann skrifaði sama haustið og hann var sjötugur greinina Fallnir frumherjar, lét hann þar orð falla, sem sýna furðuvel, svo fá sem þau eru, kjarna sundurþykkis hans í bókmenntum og félagsmálum við þorra héraðsbúa. Hann get- ur mjög lofsamlega Benedikts á Auðnum, en segir þó: „Bók- hneigð Benedikts snerist mest öl'l að útlendum efnum, félags- málafræði og skáldsagnagerð. En hann var ekki fróður um íslenzkar bækur að sama skapi“. Og ennfremur í lok þessa kafla greinarinnar: „Benedikt blótaði engin goð —- nema Henry George og Karl Marx, var róttækur jafnaðar- maður eða kommúnisti langa hríð, en varð að lokum and- vígur þeim eða vopnaburði þeirra, þegar hann sá, hvaða mann þeir höfðu að geyma.“ Guðmuindur getur þarna mjög lofsamlega Jóns í Múla, sem hann kveður hafa mest manna örvað sig ungan til skáldskap- ariðkana, og þar segir svo: „Jón í Mú'la var kaupfélags- maður, en eigi þó á þann hátt, að gera vildi þann félagsskap að trúarbrögðum . . . “ Ekki mundi neinn þurfa að undrast þann biturleik, sem felst í þess- um þrennum stuttorðu ummæl um, því að skrýtinn maður væri það, sem gæti ekki getið sér nærri um, hve þungbært þa'ð hetfur verið Guðmundi, að svo rík væri óvildin í hans garð í ættbyggð hans og heima- högum, að ekki væru einu siruni bækur hans þess virtar, að hið þjóðkunna bókasafn á Húsavík eignaðist þær. Og mjög varð ég hissa, þegar ég varð þess vís, þá búsettur á Seyðisfirði, að Guðmundi Frið- jónssyni hafði komið mjög á óvart, á ferð sinni um Austur- land, að margt bænda kom og þakkaði honum hjartanlega fyrir lýsingar hans á lífi og lífsbaráttiu íslenzkrar bænda- stéttar. Margt flaug mér þá í hug, sem í mér festist og skaut oftar en einu sinni upp hjó mér, þegar ég var að skrifa um hina rússnesku mýlingu ritihöf- unda og þær refsinigar, sem þeir áttu yfir höfði sér — jafn vel fyrir að vera h'lutlausir í bókum sínum eða láta alls ekki til sín heyra, — og þá einnig, þegar ég varð óvægilegast að gjalda baráttu minnar fyrir viðurkenoingu þess, að sízt sæti á ritíhöfunndum að fylkja sér undir merki þeirra böðla, sem létu það sæta margra ára eða jafnvel ævilangri þrælk- unarvinnu, — já meira að segja lífláti, að skáld og rithöfund- ar segðu það, sem þeim byggi í brjósti og ekki væri hinum alls ráðandi böðlum þóknanlegt:... Annars átti Guðmundur ýmsa hollvini í héraðinu, sem mátu bæði mannkosti hans og skáld- skap að verðleikum, og einnig á Akureyri, þar sem hann kom alloft, og má þar nefna fyrst og fremst Stefán skótameistara, sem tók trygigð við Guðmiund þegar á Möðruvöllum, og þjóð- skáldið Matthías Jochumsson. Meira en furðulegt má það virðast, ekkl slzt þegar mlnnzt er þeirrar ókindar, sem Guð- mundur sjálfur kallaði „djöful efans“, og hinna ærið erfiðu skilyrða hans til að leggja stund á ritstörf og skáldskap, að hinar óvægilegu áráisir frá utanhéraðsmönnum fyrr og síð- ar — og í ofanálag hinn ó- hugnanlegi andblástur og hundsun í heimahögum skyldu hvorki megna að drepa í dróma áhuga hans á menningamálum, þjóðmálum og framvindunni í umheiminum né stýfa vængi hans sem skálds. Út af undr- un minni yfir ’því datt mér í hug, að ég hafði í einni af rit- gerðum hans séð skírskotun til frásagnar í Fóstbræðrasögu, sem ég hef góðar heimildir fyr- ir, að Guðmundur dóði mjög — að minnsta kosti á unglings- árum sínum. f ritgerðinni seg- ir svo: „Oss rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar vér lesum söguna af Þormóði Kol- brúmarskáldi, þegar hann lá í flæðiskeri undir þarabrúki og húskarlar Þórdísar á Löngu mýri stömguðu hann spjótsodd um, en skip hans sneri upp kili á fi.rðinum." Kynni ekki þessari frásögn stundum að hafa skotið upp í huga skáldsins á Sandi, þegar harðast og óvægilegast var að honum sótt — honum fund- izt hann stangaður spjótsodd- um og skáldskaparfley hans snúa upp kili? En svo sem honum mundi hafa verið í brjóst borin sízt minni við- kvæmni en hinu stunduim sveim huga Kolbrúnarskáldi, kynni honum að hafa verið í lund lagið eitthvað þeirrar miklu vígreifni Þorgeirs Hávars- sionar, sem hon.uim 'hefir lönguim verið lögð ti'l lasts, en hjá Guð- mundi kynni að hafa dugað betur til að draga úr sviða sáranna en flestir mundu gera sér í hugarlund, sem sjaldan eða aldrei hafa staðið í svip- uðum sporum og hann marg- oft á ævinni. En þrátt fyriir öll hans ör og sár og þrátt fyrir það, þótt honum hafi ef til vill stund- um virzt skeið skáldgáfu sinn- ar og orðkjmngi reka á hvolfi fyrir bylvindum úlfúðar og brotsjóum meinfýsi, eru í Rit- safni hans hálft ainnað hundr- að ræður, fyrirlestrar, ritgerð- ir og greinar, margt af þessu mjög skemmti'legt og forvitni- legt og mun þykja því merki- legri menningarsöguleg heim- ild sem lengur líður. Einnig um 500 kvæði mörg kjörgrip- ir að orðfæri, líkingaauði og skáldlegu flugi — og sum að skaphita og jafnvol eldlegum móði. Þá eir þar og hin sér- stæða og umdeilda skáldsaga, Ólöf í Asi og 86 ævintýri, dæmisögur, skáld'lega formað- ar frásagnir og smásögur, sem ýmsar þóttu raunar ekki sett- lega formaðar, en eiga það all- ar sammerkt, að þær eru ein- stæðar að orðfæri og orðsnilli og lýsa betur en flestar sögiux annarra höfunda þreki og þrautum íslenzkra einyrkja og húsfreyja þeirra, — og mótun þessa fólks af þrotlausri bar- áttu, án vonar um úrbætur og við ævilangt öryggisleysi. Sum ar af sögunum eru og hin hag- legasta listasmíð, og þar er mörg sönn og eftirminnileg per sóna, sumt ærið kynlegir kvist ir ... 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.