Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 9
Sigurður í vinnustofu sinni. Sigurður Sigurðsson: „Þcað er eins mis- jafnt og menn- irmr eru murgir ÆÆ — Ég ætlaði altírei að mála portret, þegar ég var í skóla, og æfði mig ekki sérlega í því, sagði Sigurður Sigurðsson. Svo kom ég heim, og fékk þá strax það verkefni að mála Ólaf Lár- usson, lagaprófessor. — Þú hefur ekki lært sér- stiaklega að mála portret? — Nei, ég efast um að það sé nokkurs staðar kennt sér- staklega, nema þá í einkatím- um. Að mála portret er álveg Sigurður Sigurðsson, sjálfsmynd. — Hvaða poi'tretmálara hef- ur þú mestar mætur á? — Ég hef mestar mætur á Rembra.ndt. Að sjá myndirnar hans í National Gallery, það er ógleymanliegt. Manni finnist að þessir menn, sem Rem- braindt hefur miáíað, séu þarna ljóslifandi, sálarlífið skín ein- hvern veginn í gegnum mynd- irnar. Holbein yngri var líka góður, sérsfcaklega í teikningu. Og ekki megum við gleyma Goya; hann málaði s’tórkostleg pontret. kóngafólkið til dæmis. — Þið eruð alltaf í leit að séreinkennum viðfangsefnisins, er ekki svo? — Það er erfitt að segja hvað maður leggur mesta á- herzlu á. Jú, maður reynir að ná séreinkennuinum, rétt er það. Ekki þó á þann hátt, að um einskonar karikatúr sé að ræða, og raunar get ég sagt það, að ég hef ekki mjög gam- an af karikafcúr, nema slík verk séu unnin í örfáum strikum. — Ertu afkasbamikill portret málari? — Nei, þetta eru örfá por- tret, sem ég hef málað, örfá á ári. Og það er mest fullorðið fólk, eldri menn. Oftast eru það einhverskonar fé’lagssam- tök, sem biðja um slíkar mynd- ir. — Ertu lengi að mála venju- legt porfcret? — Tíminn sem til þess þarf er mjög misjafn, og það fer að sjálfsögðu eftir því, hvort mað- ur hittir naglann á höfuðið þeg- ar í byrjiun. Ef til vill hefur maður ekki látið fyrirsætuna sitja rétt, og þá kann að fara svo, að maðuir verði að byrja á verkinu að nýju. Það er líka nauðsynlegt að tala við menn undir þessum kringumstæðum, kynnast þeim og fá þá til að tala, segja þeim sögur, og fá þá til að segja sögur. — Og eru menn þakklátir og fullir aðdáunar eftir á? — Ég hef ekki orðið var við að erfitt sé að gera fólki til hæfis, en vissulega eru mötrg dæmi þess, að fyrirsætan eða aðrir aðstandendur hafa verið harla óánægðir. í Kaupmanna- höfn fór maður í mál við por- tretmálara, sem hafði málað mynd af dóttur mannsins. Þeg- ar til kom vildi hann ekki myndina en málarinn hélt því fram að viðskiptavinurinn væri skyldur til að ta'ka við mynd- inni og þetta fór sem sagt í málaferli. Dómarinn komst að þeirri niðursfcöðu, að myndin gæti ekki talizt lík dótturnni og maðuriinn var leystur undan þeirr.i skyldu að þurfa að ta-ka við portretinu. Það samia gerðist hjá Edward Munch. Hann var að méla portret af frú einihveris for- stjóra og að verkiniu loiknu. kvartaði forstjórinn yfir því, að frúin væri eklki lik myndinni. Munoh svaraði: „Þá ætti hún áð reyna að líkj'ast myndinni.“ — Mér sýnist að íslenzkir portretmálarar noti undantekn- ingarlítið olíuliti. — Já, það er alltaf farið fram á að olíulitir séu notaðir, eða þá að því er tekið sem sjálfsögðum hlut. Sú skoðun hefur einhvern veginn síazt hér inn í fólk, að allt annað efni en ólíulitir sé ekki fram- bærilegt. — Eru menn nokkuð taugaó- styrkir í stólnum hjá þér? — Að vísu er misjafnt hvern ig menn taka þessu, sumir segja: Skeiltu nú bara einhverjum lit- um í þetta, svo það sé búið. Að mála portret, það er eins misjafnt og mennirniir eru margir og ólíkir. Og erfitt við- fangsefni getur það verið að ná hinum auigljósu persónutöfr- um, sem surnir óifríðir menn hafa. Stundum heifur því ver- ið haldið fram, að auðveldara sé að mála portret af stórskorn um manni, en mín reynsla er sú að það eir ekki endilega víst. En þegar maður er seztur í stólinin hjá mér þá spjalla ég við hann í rólegheitum og ég hef ekki orðið var við að neinn væri taugaóstyrkur. Tvö portrett eftir Sigurð: Að ofan Guðmundur Hannesson, bæjarfógeti á Siglufirði. Að neðan: Konumynd. 4. maí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.