Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 11
fara að telja þau, en það gekk ekki stríðlaust, því að bæði var að titringurinn í Dóru sótti á mig og svo byrjaði Sigurður húslesturinn, og rétt þegar hann hafði lokið við að 'lesa textann fyrir hugleiðingu Pét- urs biskups upphófst í fremri baðstofiunni annar söngur, sem mér fainmst ekki óskemmtilegri en hinn fyrri. Svo hafði viljað til að vegna undirbúnings veizl- unnar höfðu humdarnir gleymzt en þeir voru inni í bæjardyr- um. Hurðin hafði verið í hálfa gátt og þeir notað tækifærið og smogið inn í fremri bað- stofuna. Eniginn hafði tekið eft- ir þeim fyrir guðlegum ákafa og nú hófu þeir sinn sálma- söng, og varð það til þess að húsbóndinn leit upp úr lestr- inum, kallaði til mín og bað mig um að koma þeim út. Ég greip tækifærið feginshendi, og kom ekki inn aftur fyrr en að húslestri 'loknum. Ég gekk aust ur á búnið og út að kálgarði, settist þar og naut veður blíð- unnar, hins fagra umhverfis og útsýnisiinis vestur yfir héraðið. Sólin nálgaðist nú vesturloftið og stráði ilifgeislum sínum yfir þetta fagra hérað, enda sást það á því að hvert sem augað leit ríkti gróður og líf. Bú- smalinn breiddi úr sér og menn voru á ferð, ýmist einn eða fleiri saman. Vorið, þetta fagra norðlenzka vor var að nálgast alveldi sitt. Ekkert vor er eins bjart á jarðarkringlunni og vor í Skagafirði, þegar ekki sést skýhnoðri á 'lofti frá aft- ureldimgiu til sóiariags, — þetta er víst ekki rétt, því að í Skagafirði er ekkert sólarlag lum Jónsmessuna, þá flýtur sól- in með haffletinum, kemur hægt fram undan Tinidiastóli,- flýtur sólin með haffletinum, kemur hægt fram undan Tinda- stóli, flýtur ofan á hafinu fram hjá Drangey og Þórðarhöfða og hækkar svo aðeins unz hún stráir geislum sínum yfir láð og 'lög á móti ríkandi degi, og hin „nóttlausa voraldarveröld rík- ir, þar sem víðsýnið skín.“ Ég mun hafa komið heim með hundama í þann mund að lestr- imum var að ljúka, því að þeg- ar ég kom inn í bæjardyra- göngin ilmaði á móti mér kaffi — og súkkuliaðilykt úr eldhús- imu, oig ég sé, að mikið var um að vera hjá kverafólkinu við að setja dúk og bollapör á borð. Þar var allskonar góðgæti boir- ið á borð, miklu eytt og mik- ils neytt. Að loknu þessu um- stangi var komið undir kvöld og var ég nú sendur eftir hest- unum, því að nú skyldi fara fram í Borgareyju til fjárins. Sigurður hafði rekið þangað fé sitt eins og venjulega áður em sauðburður hófst, og voru ærn- ar byrjaðar að bera fyrir viku en þær voru liðleiga 300 að tölu. Þegar fé er svona langt frá bæjum þarf að fylgja því eftir, og kom nú í minn hlut að annast það starf. Ég átti m.ö.o. að fara fram í Borgareyju og vera þar í hálfan mánuð einn á daginn en Sigurður ætlaði að koma á kvöldin og sofa hjá mér á nóttunni. Við lögðum nú af stað ein- hverntíma eftir kl. 8 um kvöld- ið, riðum fram Hegranesið, yfir kvíslima hjá Eyhildarholti og fram Borgareyjuna að austan- verðu. Þegar við komum fyrir girðinguna, huguðum við að ó- bornum ám á milli bakkanna og tjarnanna alilt fram á móts við Grundarnes. Síðan fórum við fyrir norðan fjárhúisin út bakk ana að vestanverðu út undir girðinguna þeim megin. Við smöluðum bakkana fram undir suðurodda eyjunnar, og síðan fór ég til baka yfir í Grund- armes og sótti þær ær sem þangað höfðu farið og eins það fé sem við komum með að aust- an. Síðan sameimuðum við allt féð og rákum það að húsunum. Það rann á undan okkur hægt og rólega og við létum það inn. Þegar þessiu var lokið sleppt- um við hestunum í haga o g tókum að búa okkur undir nóttina. Það tók ekki langan tíma því að við sváfum í ein- um garðanum og bjuggum þamnig um okkur, að við höfð- um gamalt hey undir í garð- ann og breiddum strigapoka yf ir, en fyrir kodda höfðum við poka með heyi í. Ofan á okk- ur höfðum við heimaofið brek- án. Það vair engin hætta á að okkur yrði kalt, bæði var kom- ið hávor og svo hitaði féð upp húsin, því að þarna inni voru um eða yfir 200 ær. Sigurður sofnaði fljótt, en ég lá og vakti og hugsaði um líð- andi stund og ég veit ekki hvað. Ærnar jórtruðu, hristu sig, ropuðu eða ráku saman hornin, og loks festi ég svefn- inn. Ekki veit ég hve lengi ég hef verið búinn að sofa þegar ég vakna við það að mér finnst leggja að vitum mér hlýjan andblæ. Ég hef víst verið nokkra stund að átta mig á þvi hvað um væri að vera. Var einhver að blása framan í mig? Ég vaknaði mú og hálfreis upp og var ekki alveg viss um hvar ég væri. Og þó! Hugsunin skírist eldsnöggt og allt í einu man ég að ég er í fjárhúsinu á Söndum. En hvaða haus var þetta? Ég rýndi út í rökkrið og sá nú að fast við garðann, beint fyrir framan mig var ær, og horfði hún til mín, laut síð- an niður og kumraði ánægju- lega, vair nokkra stund eins og hún væri eitthvað að gera, leit síðan til rruin aiftur ag þá heyrði ég skerandi jarm beint fyrir neðan mig. Þá vissi ég að hún hafði verið að bera. Nú var for- vitni mín vakin. Ég reis upp við dogg og hallaði mér fram yfir garðann, til þess að sjá ný- fædda lambið. Ég virti fyrir mér þeninan ferfætta, hrokkinhærða ein- stakling, sem var að skreppa inn í veröldima. Mikið var þetta fallegt, svona hvítt og hrokkið, og svo móðirin, — hví- lík uimlhyggja! Hún var sífellt að rieka í þáð smoppuna og kumra, en það var að reyna að brötóa á fætur, hrista dindilinn og jarma, og færa sig aftur undir mömimiu sínia unz það náði því að komast á spenann. Ær- in hreyfði sig ekki úr stað, en stóð þolinmóð og þjónaði því eðli sem mæður allra álda hafa gert og munu ávallt gera. Ég veit ekki hve lengi ég fylgdist með þessum barnsburði. Ég sofnaði aftur og vaknaði við það, að Sigurður ýtti við mér, og mun klukkan þá hafa verið rúmllega 7 að morgni. Við sett- um skó á fætur okkar, gengum til dyranma, opnuðum þær og létum ærnar renna hægt og ró- lega út. Síðan litum við inn í húsin og kom þá í ljós að 5 ær höfðu borið um nóttina. Þær stóðu yf- ir lömbum sínum og hreyfðu sig ekki úr stað fyrr en við nálg- uðumst, þá stöppuðu þær nið- ur fótunum og færðu sig ör- lítið tfl, en komu fljótlega aft- ur. Við komum þeim út úr hús- umuim einmi á eftir anmarri, en gættum þess áður að lömbin væru komin á spena, síðan lét- um við þær sjálfráðar. Þær héldu sig heima við húsin fram- an af degi, en færðu sig lengra til er á daginn leið. Þegar við vorum búnir að ganga frá þess um nýbornu ám og vísa hinum suður á eyjuna og austur í Grundiarnesið, fór Sigurður að hugsa til heimferðar, því að annir kölluðu að heima, búið var stórt og hann þurfti miklu að stjórna. G. K. Chesterton: Rómantík og húshald: — „Þegar við stofnum hcimili, ástin mín . . . Ég held að þú verðir að annast innkaupin“. (Úr bréfi til Frances Blogg, 1898). Dylan Thomas: Sjálfsásakanir hins þjáða skálds: „Hin geypilega ást mín til þín hefur ver- ið alin í brjósti til einskis . . . “ (Til Pamelu Hansford Johnson, 1934). ÁSTARBRÉFIN Framh. af bls. 1 „Ég reif nistið með hárlokkn um hennar (sem ég ávallt bar á brjósti mér sem dýrmætt tákn um ljúfan hug hennar) af háisimum og braut það mélinu smærra ... Ég æpti formæling- ar yfir nafni henmar og ó- tryggð, og hljóðið sem ég gaf frá mér (svo sárt og nístandi var það að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds) kall- aði óðara allt húsið á vettvang, föður minn og móður og leigj- endurna. Þau héldu að ég væri að fyrirfara henni og sjálfum mér. ...“ Þetta var í byrjun hinnar Rómantísku þjóningar, sem náði hámarki að minnsta kosti hvað ástarbréf snerti, í bréfum John Keats til Fanny Brawne. Famny var fullhraust stúlka, Keats var þá þegar aðframkominn af tær ingu. Hann skrifaði til hennar 1. júlí 1819: „Blskulega umg- frú. Morguninn er eini tímimn sem ég get sikrifað stúlikumni fögru, sem ég eQska svo heitt, því á kvöldin, þegar einmana- 'legur dagurinn er á enda og þögult, eimmanalegt og hljóm- laust herbergið bíður þess að taka við mér eins og gröf, bera tilfinningarnar mig í sannleika ofurliði, þá viMi ég ekki að þú sæir þá lofgerð, sem ég hélt áður óhugsandi að ég ætti til en hef oftlega hlegið að hjá öðrum, af ótta við að þú álitir mig þá of harmþrunginn eða jafnvel eitthvað sturlaðan." Síðar í október sama ár skrif ar hann: „Elsku'lega stúlkan mín. I dag lifi ég á gærdeginum, ég var gersamlega töfraður allan daginn. Ég fimn að ég er á þínu valdi. Skrifaðu mér örfóar l'ínur og segðu mér, að þú ætlir aldrei, nokkurntíma, að vera mér minna ástúðleg en í gær. Þú heillaðir mig. Ekkert í heim inum er jafn bjart og fíngert“. Þó er það ekki aðeins ástin og tilfinmingahitinn, sem vekja athygli nútímailesandans í þess- um bréfum, ekki eingöngu hið hæga blómaskeið ástamálanna, héldur hvað elskendurnir tóku sér fyrir hendur meðan á bréfa skriftunum stóð. Þeir sögðu hver öðrum frá öllu sem á daga þeirra dreif. Nelson skrifar Emmu daginn fyrir orrustunia við Trafalgar — bréfið sem hún fékk að honum látnum — og segir henni hvað í vændum sé, Horace Walpole skrifar fyndin og finleg ástarbréf til Berry- systranna á meðan hann er að byggja Strawberry Hill, hið fræga „gotraeska“ hús sitt í Twickenham. Charles Lamb hef ur orðið ástfanginn af leikkon- unni Frances Kelly, og skrifar henni bónorðsbréf með sam- þykki systur sinnar Mary, þann 20. júlí 1819: „... Ég er ekki svo heimskur að ég viti ekki að ég er al'ls óverðugur slíkr- ar konu sem þú ert em þú hef ur verið mér efst í huga órum samian. Ég hef lært að elska þig í líki margrar yndislegrar persónu og þó enga þeirra eins mikið og þegar þú ert blátt áfram F.M. Kelly.“ Bónorðinu hafnaði omgfrú Kelly á mjög elskulegan hátt í öðru bréfi. Svo er það Conrad Russell, sem elskaði lafði Diönu Cooper og skrifaði henni um búgarð- inn sinn í Mells, ostagerðina og að hann sé að lesa St. Ágúst ín. Það er eins og ástin verði ekki skilin frá því sem elsk- andinn hefur fyrir stafni en þetta tvennt nærist hvort af öðru. Andlegt atgervi mianns er ef til vill ekki upp á sitt bezta þegar hann skrifar ástmey sinni, en hann setur að minnsta kosti upp sparisvipinn og ef hann minnist á galla sína er það eingöngu til þess að þeir megi verða hon- um fyrirgefnir. Rousseau segir að til að s'kxifa gott ástarbréf verðum við að byrja án þess að vita hvað við ætlum að segja og ljúka því án þess að vita hvað við höfum skrifað. Þetta var ekki allskostar rétt hjá hon um því á flestum ástarbréfum er augljóst að mennirnir og kon urnar, sem skrifuðu þau vissu nákvæmlega hvað þau ætluðu að segja. Eftir því sem við nálgumst nútímann meir fara hversdags- leg smáatriði að verða algerng- ari í ástarbréfunuim. Charles Darwin skrifar Emmu Wedg- wood 29. desember 1838: „Ég er þreyttur eftir að hafa verið við viðskiptastörf allan daginn en ég get ekki látið póstferð- ina ónotaða til að skrifa og segja þér að við eigum nú Bow er Street húsið með gulum gluggatjöildum og öllu saman“. Eða G.K. Chesterton, sem skrif ar unnustu sinni, Frances Blogg þetta bréf skörmmu fyrir síðustu aldamót: „Þegar við förum að búa, elskan (með vafningsvið á garðsvöilumum, liimgerði, bý- flugnabú, ljóðalestur og átta skildinga á viku) þá held ég að þú verðir að annast inn- kaupin. Eimu sinni var mikill og merkilagur maður sem sagði: „Veitið okkur unaðssiemdir lífs ins og þá getum við verið án nauðsynjanna“. Þetta héld ég að yrðu ágæt einkunnarorð (með gyliltiu letri) yfir dyrumum á draumaheimilinu okkar“. Áður en rómantíkin gaf al- veg upp öndina, varð síðasta ástarbréfahrotan til þess að út komu nokkrar bækur af tilbún um ástarbréfum, eins og „Ástar bréf enskrar konu“, sem senni lega er skrifuð af Laurence Housman en gefin út af John Murray árið 1901. Hún kom út. sex sinnum fyrsta árið. „Ást ó- þekkta hermamnsins“ var önn- ur, bréfin voru sögð fundin í skotgröf á vígvellinum og gef- in út af John Lane 1919. En þetta var endirinn — nema hvað skáldunum viðkom. Framfarirnar höfðu orðið ástríð unum banabiti. Kúlupenni og ritvél eru hvorugt till þess fall- in að túlka heitar tilfinningar, annað er of subbulegt, hitt of vélrænt og tilfinningalaust. Ást arbréf eru úrelt, og gömul „ljúf 'lingsyrði“ óskiljanleg nútíma- fólki. Enn einu sinni er ljóðskáld- unum eftirlótið að varðveita í ódauðleika þá hluti sem obbinn af elskendum nútímans hefur enigan skilning á og kærir sig ekkert um. Að örfáum undanskildum — svo sem bréfum Horace Wal- pole og Richard Steele — voru engin þessara bréfa ætluð okk- ar augum. En það er okkar hagur að við skulum hafa feng ið að sjá þau, því eins og Dr. Johnson sagði við Boswell dag nokkurn þegar hann var að opna sendibréf: „Það er ein- kenni'legt að hugsa til þess, við fáum engin bréf í gröfina". 4. maí 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.