Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Side 8
• »»V . . I-, ..:V; sra® i Reykjavík SEINNI HLUTI Ljósm. Kr. Ben. Háskólabíó er að ýmsu leyti betur útfært en margar aðrar opinberar eða hálfopinberar byggingar frá síðustu árum. Arkitektarnir, sem þarna áttu hlut að máli, fengu veglegt tækifæri og árangurinn er þokka- legur, en hefði ekki sómt Háskólanum og happdrætt- inu að veita myndlistarmönnum tækifæri til stór- kostlegrar myndskreytingar, sem hefði sett svip á borgina? Hótel Saga sést langt að og nýtur sín vel. Þar fer þó Iítið fyrir frumlegri hugsun; húsið er byggt sam- kvæmt formúlu, sem er eins um allan heim. Utan á þessu húsi er engin listræn skreyting og hringtorg- ið framan við hótelið er einhver eyðilegasti staður í allri borginni. Á kreppuárunum og fyrstu áratugum aldarinnar, virðist svo sem landsmenn hafi fremur tímt að leggja í listaverk og utanhússskreytingar. Lágmyndin yfir inngangi Landspítalans er að visu full hátt uppi til þess að tekið sé eftir henni, en hún sýnir vel þá áherzlu, sem Guðjón heitinn Samúelsson, húsameist- ari, lagði á listrænt útiit opinberra bygginga. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.