Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 2
Mikiö aö snúast í fangelsisgaröinum í Ravensbruck, enda næsta óvenjulegur atburöur, aö föngunum væri gefin heit súpa. Hitt voru algengari daglegir viöburöir, að hrottaskapur, aöskilnaöur og dauði ættu sér staö. Trúin hjálpaöi Corrie ten Boom til pess aö lifa pessa skelfilegu vist af. STRÍÐSMINJAR I BRAGGA NR.28 „Farðu úr peysunni!" sagði ég æst. „Úr peysunni manneskja!" Betsie flýtti sér úr henni og fékk mér. Eg þreif biblíuna upp úr pússi minum, vafði peysunní utan um hana og vítamínglasið og tróð þessum dýrmæta böggli bak við bekk. Tíu mínútum síðar kom að okkur og við vorum reknar inn í baðklefann. En við vorum ekki allslausar, eins og til var ætlazt. Við áttum nokkuð, sem enginn gat frá okkur tekið. Enn einu sinni höfðum við fengið sönnum fyrir forsjón Guðs. Hann réði ríkj- um alls staðar — jafnvel í Ravens- bruck. Þegar við vorum búnar að skola af okkur og mýkja auma húðina ofurlítið gengum við I fatahaug- inn og reyndum að finna á okkur mátulega kjóla og skó. Ég fann síðerma kjól og tók hann handa Betsie; hún gat verið í peysunni innan undir honum. En hún gat ekki farið í hana núna. Ég tróð mér sjálfri í kjól, teygði mig eftir bögglinum okkaf og tróð honum niður um hálsmálið. Ég reyndi að vefja peysuna um mittið og gera sem minnst úr öllu, en það var engin leið að leyna því undir þunnum baðmullarkjólnum. En það var furðulegt, að ég hafði öðrum þræði engar áhyggjur af þessu! Einhverra hluta vegna fannst mér ég ekki þurfa þess; Guð mundi sjá svo um, að ekkert færi úrskeiðis. Ég þyrfti ekki ann- að en ganga rakleitt áfram og líta hvorki til hægri né vinstri. Röðin fór nú að mjakast út um dyrnar á baðhúsinu og framhjá SS- mönnunum. Þeir þukluðu hverja konu hátt og lágt, í bak og fyrir og til hliðanna. Það var þuklað á konunni á undan mér; það var þuklað á Betsie, sem var næst á eftir mér. En það var ekki snert við mér. Og þegar við Betsie kom- um inn í skála nr. 8 þarna í morg- unsárið þennan dag höfðum við ekki einungis biblluna meðferðis: við höfðum fengið nýja, enn eina sönnun fyrir mætti drottins. Og það var sú eign, sem mest var um vert. Tvenns konar líf... Skáli nr. 8 var á sóttkvíarsvæð- inu. Næstur honum var „refsinga- skálinn" svokallaður. Þar fóru fram pyntingar bæði daga og næt- ur. Þaðan heyrðust sífellt högg og spörk, stunur og vein í takti. Okkur Betsie varð brátt ljóst, hvers vegna við vorum komnar í þennan stað. Við vissum ekki, hvers vegna hinar þurftu að þjást. En það var augljóst, að við höfð- um verið sendar í þennan kvala- stað — sendar til þess að verða til hjálpar. Biblían okkar var lífs- lind, sem æ fleiri sóttu þrek í; við lásum úr henni fyrir þjáningar- systur okkar öllum stundum, þeg- ar við komumst höndum undir. Og þvi dimmari sem nóttin varð umhverfis þeim mun skærar lýsti orð guðs. Einhverju sinni, þegar Betsie var að lesa úr ritningunni við ljóstýru varð mér litið upp og ég fór að virða fyrir mér andlitin í kring. Ljósið flökti og hvikulum glömpum brá á andlit kvennanna. Þá sló því allt i einu niður í mig, að við værum að visu snauðar, smáðar, kaldar og hungraðar — en við værum samt sem áður sig- urvegararnir, ekki þær sigruðu. Og á samri stundu varð þetta mér að fullkominni sannfæringu. Við lifðum tvenns konar lífi í Ravens- bruck. Annars vegar var hið ytra lif, sem allir fengu séð. Það varð æ ömurlegra með degi hverjum. En hins vegar var lífið með guði. Og það varð æ dýrlegra með degi hverjum. Það kom fyrir, að hendur mínar skulfu, er ég tók biblíuna upp úr pokanum, sem við geymdum hana í. Svo dýrmæt og undursamleg var hún orðin mér. Viðhorf mitt til hennar var gerbreytt. Ég hafði lagt trúnað á hana alla tið. En nú fannst mér ég vera að lesa hana í fyrsta sinni. Þetta voru alveg ný tíðindi, nýjustu fréttir! bílin var nýsamin! Og skilningur minn á efni hennar var einnig gerbreytt- ur. Ég þurfti í raun og veru engu að trúa framar. Lýsingar Bibli- unnar voru einungis raunsæjar lýsingar lifsins eins og það var, lýsingar á himnariki og helviti, á gjörðum manna og vegum Guðs. „Gjörið þakkir...” Sólin kom æ seinna upp á morgnana. Það var orðið kalt fram eftir öllum morgnum. Við reyndum að hugga okkur við þá von, að betra tæki við, er við kæmum í nýju braggana. Þar fengi hver sitt teppi, hver sitt rúm. Við lýstum þessu hver fyrir annarri og bætti hver okkar því við lýsinguna, sem hana langaði mest í sjálfa. Sjálf var ég að von- ast eftir lyfjakassa, og helzt hjúkrunarkonu. Betsie varð að fá aðhlynningu. Hún hóstaði í si- fellu. Ég hafði sagt henni svo oft, að hjúkrunarkona yrði í nýja bragganum, að ég var víst farin að trúa því sjálf. A hverjum morgni gaf ég Betsie vítamíndropa á brauðbitann hennar. En vitamin- ið hlaut að fara að þrjóta — „eink- um ef þú gefur það öllum, sem verður það á að hnerra", sagði ég við Betsie. I annrri viku októbermánaðar vorum við fluttar í nýja bragg- ann. Hann var nr. 28. Okkur setti hljóðar, er við sáum hann. Helftin af gluggarúðunum var brotin og hafði tuskum verið troðið í stað- inn. Við gengum inn um stórar dyr. Inni í stórum sal sátu einar tvö hundruð konur að prjónum. Uppi á borðum voru haugar af sauðgráum sokkaleistum. Dyr voru til beggja handa í salnum og þar inn af.tveir salir stórir. Við Betsie fórum inn í sal- inn til hægri. Þar var hálfrokkið. En það leyndi sér ekki á lyktinni, að þarna var mjög skítugt. Ein- hvers staðar var rör stíflað, og rúmfletin voru rök og ógeðsleg. Þegar við vöndumst rökkrinu sá- um við, að þarna voru engin stök rúm — heldur stórir pallar á þremur hæðum og þröngir gang- vegir hér og hvar á milli þeirra. Og þar var krökkt af flóm. Ég æpti upp yfir mig. „Flær! Betsie — við getum ekki verið hérna! Það er ólíft! “ Betsie svaraði mér ekki. „Sýndist okkur það“, heyrði ég, að hún sagði: „Sýndu okkur hvernig við megum haldast hér við“. Ég leit á hana og það rann upp fyrir mér að hún var að biðja til guðs. Bænalíf hennar var orðið svo rikt, að það var næstum orðið hennar eina líf. I tvo daga og tvær nætur enn bárumst við æ lengra inn í þetta land, sem við óttuðumst svo mjög. Svolitið brauð var til i lestarvagn- inum okkar og endrum og eins voru hleifarnir látnir ganga. En þarna vantaði allt, sem til þrifnað- ar þurfti, og loftið i vagninum var orðið svo fúlt, að fáar höfðu mat- arlyst lengur. Slæm voru þrengslin og slæmur var skíturinn og ólyktin. Þó varð þorstinn verri, þegar til lengdar lét. Tvisvar eða þrisvar nam lest- in staðar, dyrnar lukust upp um fet eða svo og vatnsfata var rétt inn um þær. En þegar hér var komið sögu vorum við svo djúpt sokknar, að við höfðum ekki leng- ur rænu á skipulagi eða samtök- um. Við vorum orðnar að dýrum; ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.