Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 5
ÞJÓÐFRÆÐI í Beinabrekku á Kili, bar sem Reynisstaðarbræður urðu úti meö fjársafn sitt og til skamms tíma hefur mátt sjá Þar veðruð bein af fénu. Björn Egilsson frö Sveinsstööum BEIN Varla hefði Gísli komist svo að orði í Ijóöi sínu ef beinin hefðu fundist í hraungjótu. Séra Halldór Jónsson jarðsöng beinin og flutti ræðu, sem prentuð er meö Staðarmannaþætti í Skagfirskum fræðum 6. b. Yfirskrift ræöunnar er þessi: „Ræða frumflutt aö Reynistaö 11. nóvember 1846 af síra Halldóri Jónssyni presti í Glaumbæ yfir beinum þeim, er meint var, aö væru af þeim svonefndu Staðarbræörum." í ræðunni er þessi setning: „Já , þeir eru heim komnir, Bjarni og Einar, — vér vitum ekki betur en það séu þeirra bein, sem þessi kista geymir." Samkvæmt framanskrifuðu var það ekki efalaust, aö beinin í kistunni væru af Staðarbræörum. Fyrir nokkrum árum voru mikil blaða- skrif um afdrif Reynistaðabræðra. í þeim blaðaskrifum komu fram hinar furðuleg- ustu ályktanir, svo sem, að Reynistaða- REYNISTAÐABRÆÐRA Á fyrri öldum var fjölfarin leið um Kjalveg milli Norður og Suðurlands, aö taliö er. Frá upphafi ferða um Kjalveg er sagt í Landnámabók. Þegar Eiríkur í Goödölum frétti um landaleit Hrosskells er nam írafells lönd öll og Vékells ins hamramma á Mælifelli, vildi hann kanna landiö lengra suður. Um þetta segir orörétt í Landnámu: „En er þetta spuröi Eiríkur í Goðdölum, sendi hann þræl sinn suðr á fjöll, er hét Rönguðr. Fór hann enn í landaleitan. Hann kom suör til Blöndukvísla ok fór þá upp með þeiri á, er fellr fyrir vestan Húnverjadal ok vestr á hraunit milli Reykjavalla og Kjalar ok kom þar á mannsspor ok skildi, at þau lágu sunnan at. Hann hlóö þar vöröu þá, er nú heitir Rangaöarvarða. Þaöan fór hann aftr, ok gaf Elríkr honum frelsi fyrir ferð sína, ok þaöan af tókust feröir um fjallit milli Sunnlendinga- fjóröungs ok Norölendinga." Mörg örnefni á Kjalvegi, sem nefnd eru í fornum skjölum eru nú týnd, svo sem: Rangaðarvarða, Reykjavellir, Húnverja- dalur, Grúfufell, Grúfumelar eða Grúfu- fellsmelar. í árbók Feröafélags íslands 1971 um Kjalveg hinn forna kemst Hallgrímur Jónasson svo aö orði. „Að vísu veit nú enginn, hvar Grúfumel- ar eru, en flestir kunnugir telja þá einhversstaðar á melunum milli Rjúpna- fells og Dúfunefsfells." Fróðir menn telja, að feröir um Kjalveg hafi lagst niöur að mestu, eftir aö Reynistaðarmenn urðu úti í Kjalhrauni áriö 1780, um hundrað ára skeiö. Það er engin furða þó örnefni týnist á hundrað ára tímabili og eða önnur komi í staðinn. Maður er nefndur Jóhann Magnússon. Hann á nú heima á Varmalæk í Lýtings- staðahreþþi, kominn til aldurs, fæddur 1892. Jóhann er vel ern og minnugur, þó aldur sé orðinn hár. Hann er fæddur og alinn upp í Gilhaga í sömu sveit, hjá foreldrum sínum, Magnúsi Jónssyni og Helgu Indriðadóttur. Þar var líka móðurafi Jóhanns Indriði Árnason fæddur 1831, bóndi í Ölduhrygg, írafelli og síðast í Gilhaga. Indriði var maður skrumlaus, trúr yfir öllu, sem honum var trúað fyrir og átti traust samtíðarmanna. Hann var hrepp- stjóri 1870 til 1874 og síðar oddviti oftar en einu sinni. Magnús í Gilhaga var vanur fjallaferðum og víöa kunnugur. Það er taliö að hann hafi veriö í síöustu skreiðarferð, sem farin var úr Skagafirði, vestan yfir Stórasand 1888. Indriði Árnason var kunnugur á Kjalvegi. Hann var einn af þeim, sem sóttu hunda suður á land og fóru Kjalveg, veturinn 1856. Þeir Magnús og Indriöi voru ráðnir til þess meö Daníel Bruun, laust fyrir síðustu aldamót,. að merkja fyrir vöröum á Kjalvegi suöur að Kjalfelli. Indriði vann við þaö með öörum manni, aö bera saman grjótiö í vörðurnar og var þá kominn hátt á sjötugsaldur. Fyrir skömmu ræddi ég viö Jóhann Magnússon á Varmalæk. Hann sagöi svo frá að hann hefði oft heyrt föður sinn og afa ræða um, að þaö hefðu ekki veriö bein Reynistaðarbræðra, sem jörðuð voru á Reynistað 1846. Indriði Árnason var þá 15 ára gamall og Jóhann man vel afa sinn, því hann var 18 ára gamall þegar Indriöi dó árið 1910. Um beinamáliö haföi veriö mikið rætt í sveitinni og það dró enginn í efa aö lík þeirra bræöra hefðu verið í tjaldinu þegar þaö fannst, en síðar verið flutt þaðan. í vestur frá Húnavöllum í norðvestur- jaðri Kjalhrauns er dálítið fell eða mel- bunga er Stélbrattur heitir. Suður frá Stélbratt eru sléttir melar meö vestur jaörinum á hrauninu og þaö sagöi Indriði Árnason aö væru Grúfumelar og þar hefðu meint bein Staöarbræðra fundist. Það munu vera 15 km. frá Hveravöllum suður aö Kjalfelli og frá Beinahól norðvestur yfir Kjalhraun er sennilega alt að 10 km. Þaö er óhugsandi með öllu, að lík Reynistaðarbræöra hafi verið flutt svo langa leiö, enda nógar sprungur og gjótur í hrauninu umhverfis Beinahól til þess að hylja tvö lík og þó fleiri væru og þess vegna gætu bein Staöarbræöra verið ófundin. í Staöarmannaþætti Gísla Konráðsson- ar er frásögn á þessa leið: Þaö spurðist að sunnan, að grasakonur hefðu fundið bein Staðarbræðra og leiö svo tíminn, hve lengi er ekki vitaö. En á meðan tíminn leiö, var þaö að Brynjólfur Brynjólfsson í Bjarnastaöahlíð fann beinin í grasaleit á grjótmel einum ei allskammt frá tjaldstað Staðarmanna; því sagt er að aurmál sjáist hans enn, bæði grjótvaröi og bein. Hellur og grjót nokkurt var ofar á beinunum, þó sum væri uppblásin; setti Brynjólfur þar merki upp og gat þessa. Þá bjó að Sveinsstöðum í Tungusveit Jóhannes bóndi Jónsson frá Balaskarði. Hann lét þau Einar umboösmann og Ragnheiöi konu hans vita um beinafund- inn er þá voru farin að búa á Reynistað og bauðst að sækja þau. Þau tóku því vel; en sagt er þau bæðu hann fyrst hljótt meö fara. Jóhannes reið síðan á fjöllin og fann beinin að tilvísun Brynjólfs. Flutti hann þau í skinnbelgjum norður til Staðar; vantaði sumt af þeim smærstu. Þau Einar sendu síðan eftir Jósep lækni Skaptasyni OFUNDIN? vestur til Hnausa. Kom hann til aö skoða beinin, og taldi þau af manni um tvítugsaldur og unglingi. Þóttust menn þá víst vita, að vera mundu bein Staðar- bræðra. Til er önnur heimild um álit Jóseps læknis. Það er dagbók Nikulásar Magnús- sonar hreppstjóra á Halldórsstöðum. Hann var systursonur Reynistaöabræöra. Þar er skrifað, að læknirinn hafi álitið beinin vera af 14 ára og 11 ára unglingi og barni. Hannes Pétursson skáld og fræðimaður hefur rannsakað þaö aö Bjarni Halldórs- son var ekki innritaður í Hólaskóla eins og sagt er í þætti Staöarmanna og af því mætti draga þá ályktun, aö hann hafi verið einhverjum árum yngri, en hann var sagður. Það er athyglisvert, að það voru grasakonur að sunnan er fundu beinin fyrst og svo Brynjólfur er mun hafa vérið fararstjóri grasafólks, þá þrítugur að aldri. Fjallagrös sem vaxa í Kjalhrauni sjálfu eru ekki fyrsta flokks. Það eru smágerð grös, sem kölluð er Kræða. Kræða var að vísu tínd, en reynt aö passa að hún blandaöist ekki saman við grös sem stærri voru. í Tjarnardölum er hins vegar afbragös gott grasaland og þar voru grösin svo stór aö þau voru kölluö Skæðagrös og þangaö var farið til grasa um langa vegu að norðan og sunnan. Tjarnardalir eru skammt frá norövestur- jaðri Kjalhrauns, þar sem meint bein Staðarbræðra fundust. Jóhannes Jóns- son sótti beinin að tilvísun Brynjólfs og hefur fundið þau eftir örnefnum, sem þá voru þekkt og notuð. í sambandi við þetta má benda á, að þeir Jóhannes og Brynjólfur áttu báðir heima í sömu kirkjusókn og Indriöi Árnason og Brynjólf- ur bóndi í Bjarnastaðahlið og Fremri-Svartárdal fram yfir 1870. Beinin fundust „á grjótmel einum, ei allskammt frá tjaldstað Staðarmanna". Þetta er næsta óljós staðarákvörðun. Gísli Konráðsson kvað eftir Reynistað- arbræður og flutti við jarðarförina. Eitt erindiö í kvæði Gísla er þannig: „Eftir sextíu ár og sex yfir þeim jaröar haddur vex. Dárlegt var þeirra að dylja hel, dysjaðir fyrri á eyöi-mel.“ bræður hafi drukknað í Hvítá, aö þeir bræöur hafi aö vísu verið í tjaldinu, en dáið fyrr og þeir, sem lengur lifðu hafi flutt lík þeirra burt og í þriðja lagi, að ekki sé hægt að taka mark á réttarhöldum á 18. öld. í þinghöldum í líkamáli -Staðarmanna var það sannað, að lík Bjarna var í tjaldinu þegar það fannst fyrst, en ekki taliö örugglega sannaö, aö lík Einars litla hafi verið þar líka. Þeir voru fjórir saman er fyrst fundu tjald Staðarmanna: Tómas Jónsson á Flugumýri, Þórður Jakobsson og Dagur Grímsson frá Hólastað. Eftir þingbókum Hegranesþings eru eftirfarandi vitnaleiðslur: „Sjöunda vitni Tómás Jónsson innkall- að: 1. Hvar funduð þér lík manna klausturhaldara Vídalíns? Svar: í Kjal- hrauni sunnan undir einni stórri borg fyrir vestan veginn. 2. Hvaö mörg lík sáuð þér þá undir tjaldinu? Svar: Þrjú. 3. Voru þar lík beggja sona klausturhaldarans, Bjarna og Einars? Svar: Bjarna var þar til vissu, en um Einar veit hann ekki annað en að lítil hönd hafi staðið uþþ við lík Bjarna, sem hann meinar veriö hafa Einars. 6. Vantaði ekkert undan tjaldinu eöur út frá því, þegar þér kæmuð aftur að sækja líkin? Svar: Lík Bjarna og þá litlu hönd, sem hann áður á þreifaöi.“ „Ellefta vitnið Dagur Grímsson innkall- að. Svarar til Nr. 1: í Kjalhrauni. Til Nr. 2: Þrjú. Til Nr. 3: Annað var þar, nefnil. Bjarna, en um hitt vissi hann ekki annað en að Tómás sagði að breiöa ofan á höndina." Þaö er ekki undarlegt þó Runólfur Jakobsson og Þóröur Símonarson sæu ekki hina litlu hönd, þegar Tómás var búinn að láta Dag Grímsson breiða ofan á hana. Og það var ekki aðeins aö Tómás sæi höndina, heldur þreifaði hann á henni. Ég tel vitnaleiðslur og svardaga fyrir rétti, miklu óábyggilegri í gær og fyrradag, en á 18. öld, vegna þess að samkvæmt kenningu þeirrar tíðar, gein opið helvíti við þeim sem unnu ranga eiöa, en nú á tímum trúir varla nokkur maður á eilífa útskúfun, því ef sú kenning væri rétt, hlyti Guð aö vera vondur og það er miklu notalegri tilfinning að hugsa sér hann góðan. 12. mars 1978 Björn Egilsson ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.