Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 11
t---------------------------\ BILAR Til hægri: Framúrskarandi vel iormud sæti og aftursætiö ekki síöra. Hægt er aö leggja bökin niöur og sofa í bílnum. Aö neöan: Stýri c j mælaborð i Peugeot 604. PEUGEOT 604 SL Flaggskip Peugeotverksmiöjanna er meö 6 strokka vél og er fröbœr ö malarvegi Þegar Peugeot hleypti gerð- inni 604 af stokkunum, var látiö í Það skína, aö hér væri franski Benzinn fæddur. Þetta dýrasta tæki Peugeot-verksmiðjanna átti aö pví er taliö var aö skora Benzinn á hólm á Evrópu- markaðnum. En pegar til kast- anna kemur er augljóst, að Peugeot hlýtur öllu fremur aö keppa viö ýmsa aöra Evrópu- bíla, svo sem Volvo 264, Audi 100 GL Avant, BMW 528, Rover 3500 og jafnvel Citroen Pallas, sem nú er framleiddur undir verndarvæng Peugeot. Hér er um aö ræöa efri milliflokk Evrópu bíla, sem kosta flestir minna en ódýrasti Bensinn. Geröin, sem hér var reynd og um veröur rætt: Peugeot 604 SL. beinskiptur, kostar 6 milljónir sléttar og 300 Þúsund- um betur meö sjálfskiptingu. Á bílasýníngunni í apríl síðastliönum vakti Þessi bíll töluverða athygli og var Þess pá getið hér í Lesbók, að hann heföi við lauslega athugun fengið bezta meðalútkomu við athugun á hurðum og sætum. Það dylst ekki, aö hér hafa Fransmenn lagt sig fram. Útlitió er gersamlega laust viö „stæla“. Segja má, að bíllinn sé mjög yfirlætislaus, en harla venjulegur og gæti maður óskaö svo góöum bíl ögn frumlegri hönnunar. Þaö gagn- stæöa var hér á dögunum sagt um Rover 3500: Maöur gat óskað svo frábærlega vel teikn- uðum bíl að vera dálítið skemmtilegri. En Oað veröur hver að fljúga eins og hann er fiðraður, — líka í bílaiönaðin- um. Sætin í Peugeot 604 eru svo góð, að í lúxusbílaflokki er ekki völ á Þeim vandaðri. Aftursætið — og fótarými aftur í — er ámóta í Cítroen og gerist ekki betra, en sjálft aftursætið er Þar að auki í sérflokki hvað hönnun snertir. Mælaborðið er hvorki meira né íburðarmeira en gengur og gerist í miölungsbílum nú orðiö; snúningshraðamælir, hraðamælir og klukka sem auðvelt er aö átta sig á. Auðvelt er að láta fara vel um sig undir stýri í öðrum eins sætum og stýriö er alveg frábært, mátu- lega létt — eða pungt — nákvæmt og bíllinn mjög traustur í rásinni og fer ekki aö slaga, Þótt skyndilega Þurfi aö sveigja fyrir eitthvað óvænt. Svo ónæmur er hann fyrir vindi og jafnvel roki að til fyrirmynd- ar hlýtur aö teljast. Vélin er mjög hljóðgeng, jafnvel á mikl- um hraða svo maður gæti af Þeim sökum gleymt að skipta í fjórða, — vélin gefur einfald- lega ekki til kynna, aö tími sé kominn til að skipta. Hún er frekar hraðgeng og skiptingar fara yf irleítt fram á 5000 snúningum, sé rösklega ekið. í framúrakstri er hægt að slá í á augabragði með pví að skipta í priöja og lítil áreynslumerki Þótt komið sé í 130 í Þriðja. Hámarkshraðínn er 182 km á klst og viðbragðið er 10 sek. sléttar í hundraðið miðað viö beinskiptingu. Þessi sama vél er einnig notuö í dýrustu gerðina af Volvo, sem auðkennd er með 264 og Fransmenn nota hana Þar að auki í stóra Renaultinn. Þetta er léttbyggð V-6, 136 Din-hestöfl og 144 samsvarandi hestöfl í Tl-gerðinni, Þar sem brúkuð er bein innspýting af K-jetronic gerö frá Bosch. Þetta virðist vera afbragðs vél í bíl af Þessu tagi og óskiljan- legt aö Þeir hjá Peugeot skuli ekki einnig snara henni í Citroen, sem Þeir ráöa yfir. Því hefur raunar verið haldið fram, að Peugeot leggi áherzlu á aö bíil frá Þeim, en ekki Citroen, sé útbúinn sem flaggskip sam- steypunnar. Akstur á malarvegi verðskuldar sérstaka umgetningu. Venjulega er maður Því fegnastur, pegar malarvegum sleppir, en Peugeot 604 er svo Ijúfur og Þægílegur á malarvegum, hvort heldur Þeir eru harðir eða holóttir, aö Það er harla óvenju- leg upplifun nú orðið. Sá maður, sem hefur Peugeot 604 undir höndum, er í bráðri hættu að leggjast í ferðalög og gæti honum orðið á að aka hringveginn bara uppá grín. Helzt er um samanburð að ræða viö Citroen, en Peugeot 604 er miklu hljóðari og akstur- inn verður par af leiðandi afslappaöri. Þegar á heildina er litið, er Peugeot 604 með skemmtilegrí bílum, sem fengið hafa krítiska meðferð í Þessum Þáttum, — og tvímælalaust tekur honum enginn peirra fram á malarvegi. Ökuhæfni af Þessu tagi er Því miður langt í frá aö vera fyrir hendi í Þeim miðlungstegund- um amerískra bíla, sem mest eru fluttir hingaö og sumir halda að séu hin eina og sanna tólg eins og Kjarval sagði. Þótt verðlagningin bendi fremur til efri milliflokks eins og áður sagði, eru Þægindí, orka og ökuhæfni af Því tagi, sem búast má við í lúxusbíla- flokki. Aðeins smámuni vantar uppá, að hægt sé að hefja Peugeot uppá stall hinna vönduðustu bíla. Þar koma til smágallar, sem eru dálítið arfgengir hjá Fransmönnum. í akstri vill verða smátíst og draugagangur í mælaborðinu sem orsakast af Því, að hlutar úr plasti eru ekki festir nægi- lega traustlega ogtaka aö núast saman.Kúplingsgormurinn er með hljóöum í hvert sinn, sem stigið er á fetann og í pessum bíl að minnsta kosti, féllu hurðir ekki nægilega hljóðlega að stöfum. Það er alltaf leiðin- legt að hlusta á tíst og ískur og Þeim mun meira ber á Því sem sjálf vélin er hljóögengari. Aungvu að síður hefur Frans- mönnum tekist aö setja saman bíl, sem getur vel talizt gæðingur, — og hann vel taminn. Útlitið höfðar kannski ekki til Þeirra, sem vilja auglýsa velgengni sína með einhverju, sem mikið ber á, en Þeim mun meira til hinna, sem kunna aö meta ökuhæfni í hæsta gæða- flokki. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.