Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 13
2. Kyn ímyndin (kona átti að vera kynæsandi) 3. Einfalda ímyndin (kona átti að vera grunnhyggin). KONA Á AÐ VERA VIÐKVÆM Séð hefur verið um, að viss tízkufyrir- brigöi sem gera konur óöruggar, „viö- kvæmar“ og þar af leiðandi væntanlega kvenlegar lifðu góðu lífi. Þar má t.d. nefna mjóu hælaháu skóna, sem valda því aö konur nota fætur sína eins og þær hefðu nýveriö lært að ganga og níðþröngu pilsin, sem gera hverri konu sem þau íklæöist ókleift aö verja sjálfa sig, hlaupa eöa sýna ein eða önnur eðlileg merki um viðbragðs- flýti. Þá kemur aö stóru spurningunni: Munu þessir klækir tízkunnar sem ala á viðkvæmnis- og vanmáttarkennd koma aftur? Eða eru þeir meö nútíma „frelsun" og jafnrétti fyrir fullt og allt úr sögunni? Út frá þessari spurningu gætu myndast umræður um hina einstaklingsbundnu eða þjóðfélagslegu „frelsun". MUN „GAMLA“ TÍZKAN AFTUR LÍTA DAGSINS LJÓS? Mörgum ungum konum sem eru virkilega nútímalegar og andlega frelsaðar virðist óhugsandi að „viðkvæmnistízkan“ komi aftur. En þrátt fyrir að staða konunnar hafi svo áberandi batnað og „viðkvæmnis“-ímyndin sé þegar orðin óraunveruleg í flestum tilfellum, munu háhæluðu skórnir, níðþröngu pilsin og fleiri aukahlutir, sem ýta undir umkomu- leysi, viðkvæmni og ósjálfstæði koma aftur. Hver sem fylgist með hjartslætti nýjustu tízkufyrirbæra veit, aö í mjög náinni framtíð mun þessi gamla tízka verða vinsæl. En sá er bara munur á, að núna er henni ekki samfara hið sjálfsagða viökvæmnishlutverk konunnar, heldur er hún meðvitað afturhvarf, sem um tíma mun veröa „top-tízka“. Það er vegna þess að tízkan er fyrir þá sem kunna með hana að fara ekki til aö taka alltof alvarlega, heldur líka sem „feluleikur og skemmtun“. Þá er gamla tízkan líka oröin raunveruleg tízka en ekki óbreytanlegur sannleikur. Þaö verður gaman að dulbúa sig af og til sem viðkvæma veru, ef maður er viss um að vera það í rauninni ekki. En þessi nýja „gamla" tízka verður aldrei eins almenn og hún var. Hún veröur sjálfsagt aðeins fyrir þær konur sem hafa ánægju af furðulegum tízkuatriðum og unun af því aö prófa persónuleika sinn í sífellt mismunandi umbúðum, tilbúnar að reyna og upplifa eitthvað nýtt. Talið er að þetta séu jafnvel ekki nema 8% allra kvenna. ER KONUR ÍKLÆÐAST BUXUM En „frelsun" konunnar hefur ekki aðeins í för með sér dauða ýmissa tízkubragða, heldur hvetur hún og þróar nýjar tízkuhugmyndir. Skoðum t.d. nánar buxurnar. Sögulega séö hafa konur a.m.k. í Evrópu aldrei klæðst buxum (nærbuxur urðu fyrst til í lok rokokotímans). Þróunarsaga fatnaðar eöa búningasaga sýnir meö réttu, aö buxur og pils voru tákn kynjanna. Þaö kyniö, sem íklæddist buxum var karlmaö- ur og hann hafði töglin og hagldirnar. Það er því ekki að undra þótt buxur séu í dag ríkjandi í klæöaburði kvenna. Orsökin er bæði þjóðfélagslegs og hagkvæms eðlis. Buxur eru nothæfar alla daga, hvenær sem er og þ.e. sífellt fleiri konur láta til sín taka í ýmsum störfum þjóðfélagsins, verða þær að haga klæðnaði sínum eftir því. Pilsið gerir konum t.d. illmögulegt að sitja eða standa í vissum stellingum og vinna ýmis verk og erfitt er að komast í pilsi inn í lítinn bíl (konubíl?), hlaupa á eftir strætisvagni eða leika sér og klifra meö börnum sínum. DAGLEGT LÍF HEFUR MEIRI ÁHRIF Á TÍZKUNA EN HÖNNUDIR En þetta nýja daglega lífsform konunnar er ekki oröið til af neinni tilviljun. Þvert á móti. Fyrst kom breyttur hugsunarháttur gagnvart sjálfum sér og ný heimsmynd og nýr skilningur gáfu henni sjálfsöryggi til nýrra lífsviðhorfa. Henni til hjálpar kom einnig sá straumur eöa alda aö ráöa bug á gömlum venjum, sleggjudómum eða reglum með því að beita skynsemi og greind. Allt þetta endurspeglast einmitt í þeirri viðurkenningu sem buxur hafa nú fengiö. Allar konur ganga í buxum. BUXUR NÝR EINKENNISBÚNINGUR? Núorðið mótmælir enginn þótt kona íklæðist buxum við opinber tækifæri. Núorðið undrast enginn þótt fullorðnar og feitlagnar konur klæðist buxum, þó aö stutt sé síðan það var talið ómögulegt eða óviðeigandi. Núorðið tilheyra buxur almennu lýðræði ef svo má orða það. Enginn spyr lengur hvort kona klæðist buxum eöa pilsi. Hún klæöist hvoru tveggja og hefur þar með losaö sig undan álögum fyrri tízkukvaða. Eftir er aöeins aö athuga: við hvaöa tækifæri klæðist kona pilsi við hvaöa tækifæri buxum? í hvaða skapi er kona er hún fer í þetta eða hitt pilsiö? þessar eða hinar buxurnar? Þannig veröa brátt hin vissu áhrif einkennisbúnings sem einkenndu buxur í upphafi úr sögunni. í dag íklæöast allir buxum. Á morgun íklæðast allir mismunandi buxum, því aö buxurnar eru „uppgötvaöar" sem heljar stórt tízkufyrirbæri. Tízkulínur síðustu ára hafa þegar sannað það og brátt munu buxur birtast í jafnmörgum útgáfum og pilsið gerði á blómaskeiði sínu. Morarji Desai Framhald af bls. 4 hverjum degi. Síöan nuddaði hann sig frá hvirfli til ilja með kókosolíu. Og hvernig skyldi honum vegna í framtíðinni á stjórnmálasviðinu? Efnahagsástandið í Indlandi er enn allt í molum þótt nokkuð hafi það færst í betra horf. Uppskeran hefur verið góð síðustu ár og útflutningur hefur aukist. Desaji nýtur virðingar með þjóðinni en ekki 'astríkis. Vinsældir hans þverra t.d. þegar honum verða á skyssur eins og þegar honum láðist að mæta viö útför flugstjórans í flugslysinu í nóvember í fyrra. Indira Gandhi er enn í fullu fjöri og allt óvíst enn hvernig henni muni vegna. Stjórnmálaástandið í Indlandi veröur þó aö teljast furöu traust samanborið við mörg önnur lönd. Þar er Desaji fjóröi forsætisráðherra sem sest að völdum eftir 1940. Sjálfur lætur hann ekkert uppi um framtíðaráform sín. Sagt er þó aö hann telji sig eiga eftir 10 ár í forsetaembætti. „Allt hvílir í hendi guðs," segir hann. Hugo Wolf Framhald af bls. 7 Hugo Wolf var örvæntingu næst er sköpunarmáttur hans virtist hafa þorrið allt í einu og fyrirvaralaust. Hann skrifaði vini sínum Oskar Grohe 2. maí 1891: „Ég hef alveg gefizt upp við tónsmíðar. Hamingjan má vita hvernig þetta endar. Biddu fyrir minni aumu sál“. Úr öðru bréfi 13. ágúst sama ár: „Síöustu fjóra mánuðina hef ég þjáöst af einhvers konar andlegri tæringu, sem hefur komið mér til að íhuga í fullri alvöru, að kveðja þennan heim í eitt skipti fyrir öll. Aðeins þeir sem lifa í raun og sannleika eiga að lifa. Eg hef verið sem liöið lík um skeið. Ég óska þess eins aö það væri sýnilegur dauödagi, því ég er í rauninni dauöur og grafinn þó starfsemi líkamans veiti mér sýnilegt líf. Það er innsta og eina þrá mín að holdfð megi brátt að engu veröa líkt og andinn sem þegar er slokknaður. Síöastliöinn hálfan mánuð hef ég dvalið í Traunkirch- en. Umhverfið er þrungið lífi og fyllingu, allt andar friði og hamingju. Ég einn hjari sem skynlaus skepna. Hvað tónsköpun snertir er öllu lokið. Ég get ekki lengur áttað mig á hljómum og laglínu og efast næstum um að þær tónsmíðar sem mér eru eignaðar séu í rauninni eftir mig. Hvaða gildi hefur öll þessi frægð? Hvaöa ávinningur er að hafa unnið öll þessi stórvirki þegar botnlaus vesaldómur er eina uppskeran?" „Himnaríki gefur mönnum fullkomna snilli eða alls enga. Helvíti hefur fært mér helftina af hvoru tveggja”... í blóma lífsins er þér varpað í helvíti forlaganna er tortýma og brenna upp til agna líf þitt og tilveru“. Smám saman rofaði ofurlítiö til í þessu andlega svartnætti. En hægt og sígandi. Þegar í september 1890 hafði Hugo Wolf skrifað vini sínum: „Ég finn skringilegar sköpunarhríðir innra með mér og býst við sprengingu á hverri stundu“. Nokkrum dögum síðar samdi hann fyrsta lagið viö ítölsku Ijóðabókina. í október bættust við þrjú lög og eftir mikið ferðalag um Þýzkaland fæddust önnur þrjú í nóvember í húsi vina hans, Köchertsfjöl- skyldunnar, í Döbling, úthverfi Vínar. Hann vonaðist til aö Ijúka verkinu ( desember. En raunin varð önnur. í árslok skrifaði hann Oskar Grohe: „Jafnvel ítalska Ijóðabókin gengur hvorki né rekur. Niöurlag í næsta blaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.