Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 10
 ■ sprengju Til vinstri: Það vakti athygli á sínum tíma, Oegar KK-sextettinn kynnti nýja dægurlagasöngvara á hljómleikum í Austurbæjarbíói. Ótrúlea margir urðu til aö spreyta sig; sumir aðeins einu sinni, en aðrir héldu áfram og urðu kunnir, par á meðal Adda Örnólfs og Ólafur Briem, sem sjást hér á mynd frá hljómleikunum. „Hlakkaröu til pessara stunda við ár og vötn?“ „Já, og er víst ekki einn um þaö. En maður byrjar kannski of snemma á vorin, því veturinn er búinn aö vera svo langur. Og maöur endar kannski líka of seint á haustin. En þaö styttir veturinn aö hugsa um veiðina; líka aö lesa bækur og tímarit um fluguveiði og svo hittast menn og ræða málin. Líkamsáreynslan er líka einskonar bónus, sem skiptir máli og kemur manni til góða. Allt sumariö eru veiöimenn aö byggja upp þrekiö og maður er oröinn óþreytandi undir vetur- inn. En þrekiö er fljótt að gefa sig, þegar æfingunni sleppir. Ég met líka mikils aö fá tækifæri til aö fylgjast með náttúrinni; að sjá til dæmis fuglalífið við Mývatn nú í vor. Ég hef aldrei séö annað eins. Og aldrei fyrr hef ég fundið stelkshreiður meö eggjum. En dagarnir eru fljótir aö líöa viö árnar. Alltof fljótir. Þaö er ævinlega eftir aö prófa svo margar flugur, sem búið er aö hnýta yfir veturinn." „Þú tekur Þetta fram yfír utanlands- ferðir?“ „Já, svo sannarlega. Aðeins höfum viö einu sinni farið í sólarlandaferö. Erla er ekki mikið fyrir þesskonar feröir heldur. En viö veröum oft aö fara utan vegna innkaupa. Erla gerir þaö oftast og ég fer kennski meö henni svo sem tvisvar á ári. Ég lít á það eins og hverja aöra vinnu.“ „Mér skílst pað pyki bæði vandasamt og áhættusamt að gera innkaup á tízkuvarningi?" „Já, yfirleitt er þessi grein eins og aö sitja á tímasprengju. Duttlungar tízkunnar eru svo ófyrirsjáanlegir og sama hver snillingur væri aö verki; hann gæti aldrei valiö svo vel, aö allt seldist upp. Rýrnunin er óhjákvæmilega mikil og alltaf eitthvaö sem alls ekki gengur út, — ekki einu sinni á útsölu. Sumir halda aö verzlun sé spennandi, en þaö er held ég liöin tíö. Svo mjög er þrengt aö þessu frá ölium hliðum. Einhvern veginn er þaö þó svo, aö auðveldara er í að komast en út aö ganga. Svona fyrirtæki er ekki hægt aö reka nema vera giftur því. Flest kvöld erum við bundin. Aö deginum til vinnst ekki tími tii ýmisskonar skriffinnsku; bókhalds þar á meöal. Helgarnar eru jafnvel aö einhverju leyti undirlagðar.“ „Ertu pá kominn úr öskunni í eldinn?“ „Nei, ég vil ekki oröa þaö svo, En mér finnst, aö menn ættu aö skipta um vinnu á svo sem 15 ára fresti." „Og eiginkonur líka?“ „Neinei, maður veröur að hafa einhverja fasta punkta. Ég vil helzt ekki skipta um íbúð heldur." „En nú ertu búinn að útenda pín 15 ár í fataverzluninni. Hvað tekur við næst?“ „Þaö liggur ekki alveg Ijóst fyrir á þessari stundu, en ég hef stundum haft á orði, að næst veröi ég kalkúnabóndi." Mynd, sem birtist með frétt norska blaðinu Verdens Gang í maímánuði 1954; Greinilegt er aö KK-sextettinn hefur komiö á óvart og var ausiö hrósi yfir pá félaga. Greinin byrjar svo: „Oslo har ná hatt besök av et islandsk orkester som fik de norske musikere til á föle seg litt skamfulle". Haukur Morthens söng með sextettin- um og fékk mikið lof í norsku blöðunum. „Yfirleitt er þessi greineins og aö sitja ö tíma-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.