Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 7
fyrir frumstæðustu lífsnauðsynjum og heilan frumskóg af skilningsleysi, fordóm- um og beinni andúö, átti eflaust mikinn þátt í aö stuöla aö hinum hörmulegu endalokum hans. Á þessum dögum örbirgöar og þrenginga voru Felix Mottl og tónskáldið Adalbert de Goldschmidt fyrstir til aö rétta honum hjálparhönd með því aö útvega honum nemendur sem hann kenndi heima hjá sér á fiðlu og píanó. Nemendurnir voru sjö og átta ára gömul börn. Hugo var lélegur kennari enda stóö hugur hans til annarrra afreka og vinnuálag hans var geysileg. En meö þessum hætti gat hann leyft sér þann munaö aö eta eina máltíö á dag þegar bezt lét. Þrældómurinn gekk svo nærri honum aö um skeið var hann kominn á fremsta hlunn meö aö flýja til Ameríku. Þa var áriö 1881. En þá útvegaði Gold- schmidt honum stööu sem aðstoðar- hljómsveitarstjóri viö söngleikahús í Salzburg. Þar fékkst Hugo við að æfa kóra úr óperettum eftir Strauss og jmkil%öcker. Hann vann vel og samvisku- samlega í nokkrar vikur en gafst þá upp úr leiðindum og kom aftur til Vínar. Hann var þegar byrjaöur aö fikra sig áfram meö tónsmíðar. Unglingur samdi hann drög aö óperu, König Albion, og skyssur aö sinfóníu og píanósónötu. Hugo var aöeins fimmtán ára er hann tók aö semja sönglög. Elztu tiiraunir hans frá árinu 1875 voru til í handriti í vörslu frænku hans en hurfu í stríðinu. En til eru nokkur lög viö kvæöi eftir Göethe sem Hugo hefur númeraö op. 3. Þaö er athyglisvert aö hann bindur þau í flokk en þaö átti eftir aö veröa eitt helzta sérkenni hans sem tónsmiös. Frá árinu 1876 eru varðveitt nokkur lög viö Ijóö Heine og þaö ár samdi Hugo Wolf Ein Grab viö Ijóö vinar síns og er elzta lagiö sem hann kæröi sig um aö gefa sjálfur út meðan hann lifði. Þaö kom ásamt ellefu öörum lögum í hefti sem nefndist Lieder aus der Jugendzeit og var prentað 1887. Flest lögin eru frá árunum 1877—78. Þá var Hugo Wolf ástfanginn í fyrsta sinn og hafði sú reynsla góö áhrif á sköpunargáfu hans. Hún hét Vally Franck og var af frönskum ættum og þótti vænt um Hugo. Sjálfur áleit hann 1878 tímamótaár í lagagerö sinni, „samdi ég þá gott lag daglega, stundum meira aö segja tvö“. Fyrir utan lög viö Ijóö eftir Heine og Lenau geröi hann músik viö kvæöi eftir Hebbel, von Fallersleben og Július Sturm. Háttur Wolfs aö nýta út í æsar einfalda tónhugsun er þegar orðin áberandi. í þessum æskuverkum t.d. Uber Nacht (Sturm 1878). Eftirspiliö í píanóinu er síöar varö eitt algengasta, áhrifaríkasta og frumlegasta listbragö hans er í kvæöinu Ja, Die Schönst! (Fallersleben 1878) í fyrsta sinn aöalatriöi allrar tónhugsunar- innar og lykillinn aö sálfræöilegri innsýn og tilfinningajegum skilningi tónskáldsins á Ijóöinu. Örstutt lag, Liebesfriihling (Fallersleben 1878), aöeins 27 taktar, dregur fram blæ Ijóösins meö nákvæmri skarpskyggni, án allra málalenginga. Hinn ungi Hugo Wolf stefndi markvisst að því sem er aðall allra góöa sönglagasmiöa: gagnyröingu, samþjöppun og meitlaðri smámynd. Snemma árs 1880 birtist nafn Eichen- dorfs í fyrsta sinn á handriti frá hendi Hugos Wolfs (Nachruf) og um svipaö leyti keypti hann eintak af Ijóðum Mörike. Þessi tvö skáld, sem segja má aö hafi ákvarðaö örlög hans sem ligtamanns, virðast því hafa vakiö athygli hans á sama tíma þegar hann var tvítugur. í upphafi skírskotaði Mörike þó ekki mikiö til hans. Á þessum hörðu dögum baráttunnar fyrir brauöinu er skiljanlegt aö hiö innhverfa, djúpsæja og sálskyggna skáld, hafi ekki gripið huga hans jafn skjótt fanginn sem hinn hárómantíski Eichendorf. Arið 1881 samdi hann sex kórsöngva viö Ijóð hins síðarnefnda. Þaö voru andleg kvæöi og fornleg aö stíl og hugsun. En næstu árin Hugo woif ðsakaði Brahms ffyrir ófrumleika, skort á Þrótti og sannri lífsfyllingu. En fyrst og fremst leit hann á Brahms sem höfuðpaur afturhalds- samrar tónlistarklíku er fyrirleit Wagner, Bruckner og Mahler og ofsótti alla brauðryðjendur nýrra hug- mynda og ferskrar tjáningar í lífi sem líst. samdi Hugo Wolf allmörg lög viö hin lýrískari Ijóð Eichendorfs. í þeim lýsir hann þjáningum, vonbrigðum, baráttu og auðmýkingu unglingsára sinna blátt áfram og eðlilega á sama tíma og nær öll tónskáld hins rómantíska skóla bókstaf- lega vældu og veinuöu í Hollywood-stíl. Þó er eina tónaljóð hans fyrir hljómsveit, Bentheselia, sem hann samdi 1883 dálítiö litaö gráti og gnístran tanna í bland viö sjálfsdekurslegt algleymi. En þaö er þó miklu hófsamara en t.d. skrúömælgi Richards Strauss. Strengjakvartett Wolfs í d-moll frá 1883 er aftur á móti stórfrumlegt og merkilegt tónverk. Robert Reinick, sem Schumann mat mikils, kom einnig talsvert viö sögu Hugo Wolfs á þessum árum. Þau lög birta hina íhugulu, angurværu og elskulegu hliöar hans, en skapgerð Hugo Wolfs var kynleg blanda af ofurnæmri viökvæmni og heiftúölegri árásargirni og óstýrlæti. Reinick-ljóöin er hægt aö líta á sem lokaáfanga í þroskasögu Hugo Wolfs því þegar hann kemur fram fyrir alvöru meö Mörike-ljóö- unum 1888, má hann kallast fullkominn meistari með vald á öllum þáttum tónrænnar Ijóösköpunar. En hann bjó einnig yfir andlegu næmi og innsæi til aö sjá inn í aöra heima. Og hann lýsti því sem hann sá og heyröi meö þvílíkum guðamóði aö þaö var sem aðrar raddir yröu hjáróma og utangátta. Áriö 1884 varö Hugo Wolf tónlistar- gagnrýnandi viö ómerkilegt æsi- og tízkufréttablaö í Vín, Salonblatt. Greinar hans frá 1884—87 ólga af lífskrafti, skörpum árásum og beittu háöi. Hann sagöi skoðanir sínar af miklu hugrekki og hreinskilni. Fyrst og fremst barðist hann með oddi og egg fyrir Wagner og tónlist hans, iofsöng gömlu meistarana Gluck, Mozart og Beethoven, hélt uppi vörnum fyrir Bruckner og hyllti Berlioz, en gerði gys aö ítölskum óperutónskáldum sam- tímans og réöist harkalega og tæpitungu- laust á Brahms sem var mesta átrúnaðar- goö Vínarbúa. Varla er hægt aö neita því aö Hugo Wolf var haldinn fordómum og ósanngirni í garö Brahms. En þeir sem hafa hugrekki til að leita nýrra leiða í listsköpun og áræöi til að berjast fyrir hugsjónum sínum er líka frjálst aö skjátlast. Og oft er þaö svo aö þeir sem mest og bezt vinna í þágu sannleikans henda jafnframt stærri hrasanir og mistök en menn lítilla sanda og lítilla sæva. Mér finnst meira til um djörfung Hugo Wolfs og réttsýni á menningarstrauma samtíðar sinnar í heild en einstaka hvatvísa dóma er hann kvaö upp yfir Brahms og fleirum. Sú staöreynd gleymist líka oft aö Brahms var allt annaö en hliöhollur þeim ungu tónskáldum er lögöu grundvöll aö tón- hugsunum tuttugustu aldar. Hann var til dæmis Gustav Mahler æöi þungur í skauti. Og hann notfæröi sér aöstööu sína blygöunarlaust sjálfum sér til framdráttar í krafti frægöar sinnar. Hann komst þaö sem hann vildi með þögulli og haröri íhaldsemi. Ég held aö Hugo Wolf hafi unnaö Brahms meira sannmælis en gamli meistarinn hinum ungu nýjungamönnum. Hann haföi dálæti á sumum verka hans, einkum kammertónlistinni, en haföi illan bifur á sinfóníunum og blöskraöi hirðu- leysi Brahms í sönglagagerö: Hroðvirkni lagraddarinnar og þykkt útflúr píanósins. Þessi afstaöa er skiljanleg þegar höfö er í huga hin gífurlega áherzla sem Hugo sjálfur lagöi á algjöran samruna Ijóös og lags, söngraddar og hljóðfæris í smáatriö- um. Hugo Wolf ásakaöi Brahms fyrir ófrumleika, skort á þrótti og sannri lífsfyllingu. En fyrst og fremst leit hann á Brahms sem höfuðpaur afturhaldssmrar tónlistarklíku er fyrileit Wagner, Bruckner og Mahler og ofsótti alla brautryöjendur nýrra hugmynda og freskrar tjáningar í lífi sem list. Enginn vafi er á aö þetta sjónarmið var aö mestu leyti rétt. Og þó Brahms hafi í raun verið hátt yfir aödáendur sína hafinn, bæöi sem maöur og listamaöur, hafi hann ekki hugrekki til aö slíta sig frá þeim og vera þaö sem hann var: Síöasti fulltrúi lífsstefnu er runnið haföi skeiö sitt á enda. Brahms las greinar Wolfs en árásir hans röskuöu ekki ró og spekt þessa fáláta einfara. En áhangendur hans, minni spámennirnir, gátu aldrei fyrirgefið Hugo Wolf. Einn forhertasti hatursmaður hans, hljómsveitarstjórinn Hans von Bulow — einns konar Karajan þeirra tíma — lét þessi ódauölegu orö falla er gætu veriö einkunarorö aftur- haldssemi í listum á öllum öldum: Aö andúö á tónlist Brahms væri „guölast gegn heilögum anda sem ekki veröur fyrirgefið." Tónlistarfélag eitt í Vínarborg tók Pentheselia til athugunar. Og þaö var æft og flutt, góöborgurum er viöstaddir voru til mikillar skelfingar og hneysklunar. Þegar verkinu lauk snéri hljómsveitar- stjórinn sér aö áheyrendum og sagöi: „Herrar mínir! Ég biöst forláts aö hafa leyft aö leika þetta verk til enda. En mig langaði aö kynna ykkur háttvísi þessa náunga er dirfist aö skrifa aörar eins svívirðingar um meistara Brahms“. Og gagnrýnandi skrifaði: „Hugo Wolf hefur upp á síðkastið vakiö ómótstæöiiegan hiátur meöal tónlistarunnenda meö blaöa- Hugo Wolf var örvæntingu næst er sköpunarmáttur hans virtist hafa porrið allt í einu og fyrirvaralaust. Hann skrifaði vini sínum Oskar Grohe 2. maí 1891: „Ég hef alveg gefizt upp við tón- smíðar. Hamingjan má vita hvernig petta endar. Biddu ffyrir minni aumu sál“. mennsku sinni. Einhver stakk því upp á því aö hann ætti fremur að freista gæfunar sem tónskáld. En þaö hefur nú sannast aö þessi velmeinta ráölegging var út í hött. Hann ætti aftur aö snúa sér að blaðamennsku”. Er aö furöa þó ungur snillingur sem þessar og aðrar auömýk- ingar varð aö þola hafi undan sviöið og höggiö hart aö þeim mönnum er notaðir voru sem refsivöndur á sjálfan hann? Árin 1887 og 1888 uröu þáttaskil í ævi Hugo Wolfs. Fyrra áriö dó faðir hans, aöeins nokkrum vikum áöur en fyrsta sönglagahefti sonarins kom á prent, en mjög kært var meö þeim feögum þó ólíkir væru. Þaö var líkt og söknuðurinn yfir fööurmissinum og fögnuöurinn yfir því aö hafa loks tekizt aö koma hugsunum sínum á framfæri hafi eflt Hugo til dáöa. í ársbyrjun 1888 flutti hann í sumarhús vinar síns, Dr. Heinrich Werners, í litlu þorpi, Perchtoldsdorf, skammt fyrir sunnan Vín. í húsi því sem nú er Wolf-minjasafn (opnaö 1973) nr. 26 viö Brunnargasse, samdi Hugo Wolf á þremur mánuðum fjörutíu og fjögur Mörike- Lieder. Þar með hófst straumur hinna miklu meistaraverka. Síöar á árum lét Hugo þess getið að þessi tími heföi verið mesta hamingjuskeiö ævi sinnar, því þá uppgötvaði hann til fulls snilligáfu sína eftir langa og örvæntingarfulla leit aö sínum innsta manni. Þaö var sem flóögáttir himinsins heföu opnast. í fullkomnu sjálfgleymi og upphafningu samdi Hugo hvert lagið á eftir ööru. Hann var sjálfur undrandi og jafnvel hræddur viö yfirþyrmandi sköpunarmátt sinn. Hann skrifaði vini sínum: „Nú er klukkan sjö að kvöldi og ég er sælli en hinn lukkulegasti kóngur. Annaö nýtt lag. Ef þú vissir hvaö mér bærist í brjósti ... myndir þú glaður ofurselja þig fjandanum". Seinna. „Enn tvö ný lög annað hljómar svo skrýtiö og óttalega aö ég er skelfingu lostinn. Þaö á enga hliöstæöu. Hamingjan hjálpi því vesalings fólki sem mun heyra það einhvern tíma“. í þessu lagi, Zur warnung, er Hugo Wolf að fást viö áþekkar aöferöir og Alban Berg mörgum áratugum seinna. Og enn skrifar Wolf: „Ef þú gætir heyrt síöasta lagiö mitt, ættir þú aðeins eina ósk — aö deyja.“ Hugo Wolf haföi varla lokiö Mörike-ljóö- unum en hann tók til viö Göethe. Á þrem mánuðum (des. 1888 — febr. 1889) lauk hann viö Göethe-Lieberbuch. Hún hefur aö geyma fimmtíu og eitt lag, þar á meöal nokkrar stærstu og stórkostlegustu smíöar er Hugo Wolf samdi. Sumarið 1888 haföi hann einnig gefiö sér tíma til aö semja lög við allmörg Ijóö eftir Eichendorf (Eichendorf-Lieder) sem hann gaf út ásamt nokkrum eldri lögum viö kvæöi sama skálds 1889. Sumariö 1889 uröu til sex lög, Alte Wisen, viö Ijóö svissneska skáldsins Gottfried Keller. Um haustið hófst Hugo Wolf handa við að tónsetja Spönsku Ijóöabókina í þýöingu Gibel og Heyse er út kom 1854. í apríl 1890 haföi hann samið 44 lög. Hann var haldinn svipuöum eldmóöi og er hann var aö skapa Mörike-ljóðin: „Þaö sem ég er nú að semja er samið fyrir framtíöina. Frá dögum Schuberts og Schumanns hefur ekkert þessu líkt veriö skrifaö“. Haustiö 1890 byrjaði Hugo á frumlegasta meistaraverki sínu ítölsku Ijóöabókinni í þýöingu Heyse. En þá var sem andi hans heföi brunniö út. Hann gat ekki meira. Á hálfu þriöja ári hafði fhann skapaö um tvö huneruö Mörike-Lieder, Eichendorf-Lieder, Göethe-Liederbuch, Alte Wiesen, Spanisches Liederbuch og fyrri hluta Italinanischer Liederbuch, eöa nær allt sem frægð hans tíma hvílir á sem eitt mesta — ef ekki allra stærsta — sönglagatónskálda allra tíma. Ferill Hugo Wolfs er einhver sá sérstæöasti og ótrúlegasti í listasögunni. Og hann segir okkur eitt og annað um leyndardóma sköpunargáfu stórra snillinga. Framhald á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.