Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 6
200 MEISTARA- VERK öhölfu þriöja öri Siguröur Guöjönsson skrifar um tönsköldiö HUGO WOLF Hann var einhver frumlegasti tónsnill- ingur sem sungið hefur á þessari jörð. En ævi hans var jafnframt svo átakanleg að hún á varla sinn líka í píslarsögum hinna miklu meistara. Ég veit ekki til aö um Hugo Wolf hafi verið skrifað stakt orð á íslenzku. Þess vegna langar mig til aö geta hans aö nokkru þó mér dyljist ekki aö margir væru mér hæfari til slíkrar kynningar. Hugo Wolf fæddist 13. marz 1860 í Windischergátz í Steiermark í Austurríki. Eftir friöarsamningana 1919 var fæðingar- borg hans innlimuð í Júgóslavíu og heitir hún Slovenski Gradec. Móðir Hugo hét Katharina Nussbaumer (f. 1824) en faðir hans Philip Wolf (f. 1828). Hann var sútari og rak fjölskyldan einhverskonar heimilis- iðnað. En hún hafði líka yndi af músik og iökuðu synirnir þann siö að leika kvintett með föður sínum og vinum hans. Hugo lék aöra fiðlu. Philip mun hafa ætlast til að sonur hans leggöi sitt af mörkum viö heimilisfyrirtækið.En hugur hans dróst allur að skáldskap og tónlist. Auk þess var hann einrænn í lund og fálátur, sinnti lítt skólalærdómi og bakaöi sér skömm kennara og vcnbrigði foreldra með „slæmri hegöan.“ Þegar drengurinn var fimmtán ára gamall hófst hið gamla stríð að marka honum lífsbraut. Hugo var þrjózkur og harður í horn aö taka og loks samþykkti faðir hans meö tregðu að hann freistaði gæfunnar við Tónlistarskólann í Vínarborg. Þar var Hugo samtíða og félagi jafnaldra síns er síðar varö frægur vítt og breitt. Sá hét Gustav Mahler. Kennari hans í tónsmíöum var serenöðutónskáldið Robert Fuchs. En sá mæti maður talaði daufum eyrum yfir nemenda sínum sem hirti lítið um „gamlar og góðar reglur.“ Þar kom að Hugo Wolf varö ósáttur við skólastjórann og tilkynnti upp í opiö geðiö á honum að skóli hans hefði ekkert að kenna sér. Var honum þá vísaö frá námi eftir tveggja ára dvöl. Fyrsta árið sem Hugo var í Tónlistarskólanum, 1875, gerðist atburður er hafði djúp og róttæk áhrif á líf hans og starf. Richard Wagner heimsótti Vínarborg til að stjórna upp- færslu á Tannhauser og Lohrengrin. Strák tókst að fá áheyrn þessa fræga manns nokkra stund og hefur lýst því atviki nákvæmlega í bréfi til foreldra sinna. Og þó hann fengi lítið upp úr krafsinu annað en meira og minn góölátlegt gys spá- mannsins varð hann frá þessari stundu einlægur aödáandi og lærisveinn meistar- ans. Eftir brottreksturinn úr Tónlistarskól- anum var skólaganga Hugo Wolfs á enda. En hann var haldinn brennandi fróðleiks- fýsn og varð er fram liðu tímar einhver fjölmenntaðasti tónlistarmaöur. Þó líf hans rambaöi oft á hungurbarmi var hann mjög iðjusamur, óeigingjarn og framsæk- inn við aö tileinka sér skáldskap og tónlist auk ýmissa fræða er virðast þessum efnum óskyld. Hann öðlaðist mikla þekkingu, fágaðan smekk, hárfínt næmi og ótrúlegt innsæi og skilning á samvíxlan tóna og Ijóölistar er síðar bar ríkulegan ávöxt í tónsköpun hans. Hugo Wolf dáðist að Göethe og Heine, hreifst að Eichen- dorf, Gottfried Keller og Lenau, dýrkaði Kleist (en persónuleiki þeirra virðisí hafa verið nokkuð líkir og örlög þeirra ekki óáþekk), heillaðist af Grillparzer og Hebbel, löngu áður en þeir ööluðust þá frægð og viðurkenningu er þeim bar — en síðast en ekki sízt varð hann einn fyrstur manna til að uppgötva Ijóðperlur Mörike sem hann víðfrægði með söngvum sínum. En áhugi Hugo Wolfs var ekki eingöngu bundinn við þýzkumælandi skáld. Hann dróst einnig að enskum og frönskum bókmenntum og í allri sinni fátækt, andstreymi og erfiðleikum vann hann þaö afrek aö nema þessar erlendu tungur til að geta lesiö ritsnillinga þeirra á frumnálinu. Tónlist læröi Hugo at vini sínum Josef Schalk, sem var prófessor við Tónlistar- skólann í Vínarborg. En aðallega nam hann af eigin rammleik. Með áhuga, elju og þrautseigju rannsakaöi hann tónlist á bókasöfnum og sagan segir að hann hafi stundum lesið gömlu meistarana, Bach, Mozart, Gluck og Beethoven, sitjandi á bekk í Prater Park í Vín en Hugo átti ekki píanó. Hugo Wolf var líka vel að sér í franskri músik og dáði sérstæða snilli Berlioz sem sumir eiga enn erfitt aö átta sig á. En fyrst og fremst var Wagner átrúnaðargoð hans og lærifaðir. jþá var hann persónulegur vinur gamla Antons Bruckners sem haföi hjartalag og heiðar- leika til að greiða götu ungra hæfileika- manna, sem rétttrúnaður þeirra tíma hafði á fyrirlitningu og skömm, alveg eins og á hans eigin stórbrotnu tónsmíðum. Auðvit- aö þarf varla aö geta þess aö Hugo Wolf sökkti sér niður í meistara hins þýzka lieders: Schubert og Schumann. Hugo Wolf er fagurt dæmi um mikinn listamann sem eyðir mörgum árum í að afla sér alhliða menntunar viö erfið skilyrði til að geta virkjaö hæfileika sína, sem hann er sannfæröur um aö búa yfir, löngu áður en þeir koma fram í sköpun. Hann hafði enga beina fyrrmynd að því sem hann sjálfur óskaði að láta í Ijós og átti ekki annars úrkosti en byggja sín eigin lögmál. Þaö tók hann nokkur ár og sú mikla vinna er hann lagöi í þessa hugsjón sína og erfiðleikarnir sem hvarvetna biöu úrlausnar, ekki aöeins listræn vandamál, heldur einnig barátta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.