Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 14
AKSTUR OG GÁLEYSI Fyrir mörgum árum skrifaöi séra Ragnar Kvaran eitthvað á Þá leið, að bíllinn varð ekki að bíl fyrr en hann hætti að vera hestvagn. Fjöldi manna, sem aka bílum daglega virðast ekki hafa gert sér grein fyrir pví, að bílar eru ekki hestvagnar. Af Þessu hljótast slys, mannslát, örkuml, margvísleg tjón og raunir. Þessi ógæfa stafar nær einvörðungu af gáleysi, hugsunarleysi og á stundum af frekju. Fyrir tveim árum bárust mér upp í hendur tölur um dauðaslys í Danmörku af völdum bílaaksturs. Við samanburð á peim og samskonar slysum á íslandi reiknaöist mér til að dauðaslys væru tiltölulega miklu fleiri hér. Við íslendingar höfum löngum haft lítinn skilning á verðmæti mannslífa. Hér áður fyrr voru sjóslysin svo geigvænleg að mannfallið var líkast pví sem pjóðin ætti í sífelldu stórstríði. Mannskaðarnir skiptu tugum og jafnvel hundruðum á hverju ári. Almenningur tók Þessu eins og sjálfsögðum hlut og hávaðinn af fólki lét petta afskiptalaust. Þetta voru fórnir, sem færa varð, til að draga björg í bú. Mér virðist Það liggja nærri, að menn líti á bifreiðaslysin nú svipuðum augum og sjóslysin forðum. Þó kom að Því, að Slysavarnafélag íslands var stofnaö árið 1929, en störf Þess hafa forðaö Þúsundum manna frá bráðum bana. Að vonum beindist starfsemi félagsins fyrst að sjóslysum og vörnum gegn Þeim, en frá 1937 starfaði deild að slysavörnum á landi undir forustu Jóns Oddgeirs Jónssonar um 20 ára skeið. Sú deild gerði mikiö gagn meðan Jón stóö fyrir henni, og enn eimir eftir af störfum hans, t.d. með umferðafræðslu í skólum, en eftir að hann hvarf frá félaginu hafa afskipti félagsins verið upp og ofan af Þessum málum. Því var Það gleðifrétt er síðasti aðalfundur Slysavarna- félags islands samÞykkti að beina athyglinni meira að slysavörnum á landi en verið hefur um skeið.Hljótt hefur verið um Þessa samÞykkt að Því er sá ágæti og röski slysavarnamaður Þorður Jónsson á Látrum segir í stuttri blaðagrein ffyrir nokkrum dögum. Væntanlega veröur nú skjótt að Þessum málum vikið. Öllum má vera Ijóst, að flest slys af bílaakstri stafa af ógætilegum akstri. Af Þeim sökum ætti að vera tiltölulega auðvelt að komast hjá Þeim, ef vit og vilji væri til staðar ekki skorti á fræöslu og leiðbeiningar. Ég hef ekki neina allsherjarlausn á Þessu vandamáli fremur en aðrir, en benda má á nokkur atriði, sem gætu komið aö nokkru haldi ásamt fleirum. Fyrir nokkrum árum var farin herferð gegn Því að fólk kastaði frá sér rusli út um allar jarðir, ekki hvað síst úr bílum á ferð. Þessu var fylgt eftir meö ýmsu móti og ekki verður annað sagt en að árangur af Þessu starfi hafi verið frábær í alla staði. Áður voru flöskur, flöskubrot, umbúðír, plastdrasl meðfram flestum vegum, en skömmu eftir að fólk var kurteislega beðið um að skílja ekki eftir drasl á víðavangí, sást Það varla lengur. Vel skipulögð herferð gegn umferðaslysum bæri efalaust góðan árangur. í sambandi viö ökukennslu mætti geta Þess, að hér vantar alveg æfingasvæði, Þar sem unnt er að kenna viðbrögð viö ýmiskonar torfærum svo sem hálku, kröppum beygjum o.fl. og er ekki vandalaust að sleppa unglingum út á Þjóðvegina, sem aldrei hafa komist í kast við lausa vegkanta, hvörf eða hálku. Hin árlega skoðun bifreiöa er löngu úrelt fyrirkomulag, Þunglamalegt og dýrt. Fela mætti vel útbúnum verkstæöum að gefa hverri bifreið öryggisvottorð eins oft og Þörf er talin á og á hvaða tíma árs sem er. Eigandi bifreiðar yrði að skila slíkum vottorðum til lögreglu eða eftirlitsmanna hvenær sem krafist væri. Þá væri og unnt að koma upp eftirliti hingað og Þangað út um vegi landsins. Það ætti líka aö vera hagur vátryggingafélag- anna að fylgjast með Því að bílar væru ávallt í ökufæru standi. Mætti gefa peim heimild til að skoða Þá bíla, sem hjá Þeim eru tryggðir, Þegar ástæða Þætti til. Ekki má gleyma Því, sem vel er gert. Umferðafræðsla í skólum hefur gefist mjög vel og er vinsæl meðal skólabarna, en Þyrfti ekki að auka hana og láta ekki staöar numið við yngstu börnin? Ætti ekki að halda henni áfram í unglingaskólum landsins, t.d. nokkru áður en unglingar ná tilskyldum aldri til aksturs? Löggæslumenn vinna gott starf með Því aö koma í veg fyrir of hraöan akstur. En eru viðurlög Þau, sem menn verða að greiða fyrir „afbrotin“ í nokkru samræmi við Þá hættu, sem af hraðaakstri getur leitt? Menn verða að greiða sektir, en Þeir, sem á annað borð hafa nokkur auraráð láta sér fátt um finnast. Væri ekki miklu nær að sleppa sektunum en taka af mönnum ökuleyfið umsvifalaust í nokkra daga eða nokkrar vikur, allt eftir Því hve ógætilega var ekið. Slíkt fyrirkomulag myndi verka betur en bein fjárútlát og draga mjög úr hraðaakstri. En umfram allt parf að kenna öllum bílstjórum kurteisi í akstri og tilhliðrunarsemi viö náungann. Þótt hávaðinn af öllu fólki sé kurteist í daglegri umgengni, Þá vill Það brenna við aö kurteisin gleymist Þegar menn setjast undir stýri. Ég býst við að mörgum íslendingi furði mjög á Þeirri kurteisi, sem t.d. Englendingar sýna hver öðrum á vegum úti, enda virðist öll umferð í Englandi ganga mjög snuörulaust og tiltölulega slysalítið Þrátt fyrir mikla mergð bíla. En úr Því að minnst er á kurteisi og tilhlíðrunarsemi, Þá er ekki nóg að menn sýni hvorttveggja gagnvart hverjum öðrum, heldur Þarf og „hið „opinbera“ að gera slíkt hið sama. Öll afgreiösla í sambandi við umferðamál veröur að vera á kurteisan og skjótan hátt. Það er t.d. næstum niðrandi fyrir menn að Þurfa að koma með sakavottorð í hvert skipti, sem ökuskírteini er endurnýj- að. Svo og aö koma með vottorð frá augnlækni í hvert sinn, Þar sem unnt er aö prófa sjón manna nægilega meö að láta viðkomandi lesa stórt letur í nokkurri fjarlægð. ÓÞarfa smámunasemi í viðskiptum „hins opinbera“ við almenning er aldrei til bóta en oft til ergelsis og leiöinda, að ekki sé talað um tímatöfina. En Það sem aðalatriðið er í sambandi við umferðamálin er tvímælalaust aö koma í veg fyrir stór og smá slys sem allra fyrst. Væntanlega tekur stjórn slysavarnarfélags islands upp forustuna í samræmi við ályktun síðasta aðalfundar. Margir munu efalaust leggja félaginu lið og ekki skal örvænt um góöan árangur. Hákon Bjarnason. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu m 3 í?IU ! : ■ i ÚT'L fluVft n L' Kten- HAfti A J T fí ’-:Vt >r<? í>m s K A p L G. afr. tý L7- S K 1 N n vKrláj K 'A P A tfAA T Á ii í rjiliri ái iw Fl KI/-I KW 'u-lWO U N M A R U’tJ / N N u R ■jz T 'o L F Æ f? 1 £ A u ft 'tUfUtJ N £ / ruC,ú- rfA!« E L T A F SMkki mu f? A M c. 1 inS A K ÍFb- 'Jo'í- FtLkU Mii) K A 'o T A L S l c. F / N N ~U R 4wfi )ul!> m K U R £> A »'ti m 'A F T R fí t KK' MUL- 5 i\LLÍ*t 1 £> fí AJ £u» u 1 N M a 1 icT, gí t»» - N '■o T u R Húí- LÉ'f- AR. K t* E jÐ Á ■fAnL' KR<T N E 0A l> F u a 5 ‘FÍAfiit R A AfX.P V 1 R 1 Gl W l M (L A R £ K Ka ie > E M T A fULL L A ÍN- A R L A H/U) £HP- A £ (A' \L A L A Kne i -futlf, £ K piirn- 'I M A sfnru? flj? T t > Á -5» 'D r I K D N m" N N / T ■H £ E 1 M' T L£J fí 'j**' £ R jví**5' £ R I uu- KC>M Ft M Fálm- ar i ! L L- FA.a 1 bfin (>V'K \ R. > ÍW- H lT. ARMIR TtÍÍMh x : 1 1 o Ar Ffí- TN- At) /nn RF PP" oTANinPN PINKm 0* rVTS > , 0 y’ fóró / i/ 7 Li- KK NFMfl 5KIP ■fbTU 'fUWO- VÍSAd j-? UB- | RK- V UR K'írr X > m- WN- Nrt- FfJ MFWN tíoKK- uR \ X i x V l Ð - 3ÓT \ \ / M U- uau U-L FL'l’ft hmv. \JfT' ýoNúiLA ni sic- UF 1 2£/y$ t=»R- £ KJ í. - ÖAM L- A N kaRl FAtA- rtLj. lyr- L 1 M -Ti/GlýL e- ims vm- AMDl L£\& VELT- ItS Ck. Ves- ÆL- UST f>RÁlR AF- Rflue- AR Uæti HF Tud FoRN\- AR- $F\ UM v FUCjlLÍ - TW A pK fvm UTAt> þrio- Mó £ & * /NCX l > icyRRf? FUUL A? TuUUfí UR. HLTáí) ■ •. / ■ 1 \> i D |c?v£' HlT- W Or- nl 4f> K° LvX' þRtiur- S»AfM- HLT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.