Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 4
(SWMYND MOP A T> TT TYTT'Q a t iVX Vy JtVxxXA/cJ 1 U-LJOÍxl forsætisráðherra Indlands mátti bíða síns tíma framyfir áttrætt Forsætisráðherra ind- lands, Morarji Desai er orö- inn 82 ára að aldri en pó eru engin ellimörk á honum aö sjá. í júní fór hann til fundar viö Callaghan í London. Þaðan hélt hann til New York og flutti ræöu á af- vopnunarráðstefnu Samein- uðu pjóðanna og átti síðan viðræður við Carter Banda- ríkjaforseta í Washington. í nóvember síðastliðnum lenti hann í flugslysi í Indlandi. Fimm farpeganna, sem í flugvélinni voru með honum biöu bana. Sjálfur slapp hann lítið meiddur og aö- stoðaði viö aö kalla til fólk til hjálpar hinum sem lifðu slysiö af. Vinnudagur hans er lang- ur. Lengri en menn mundu almennt láta bjóða sér. Dagurinn hefst klukkan 4 að morgni. Þá leggst Desai á bæn í 3 klukkutíma. Frá klukkan 7—10 tekur hann á móti fólki í viðtöl eöa spjall- ar við mannfjöldann sem stöðugt safnast saman fyrir utan heimili hans. Eftir morgunverð fer hann í ping- húsið sitji pingið aö störfum eða á skrifstofu sína og vinnur par til klukkan hálf sjö. Klukkan sjö snæðir hann máltíð dagsins og hverfur til herbergja sinna klukkan hálf tíu. Af pessu sést að maður- inn er siðavandur mjög ef ekki beinlínis meinlætamað- ur. Sumir landa hans pykj- ast eiga til fleiri lýsingarorö yfir skapgerð hans. Þeir segja hann sneyddan umburðarlyndi, einráöan, ósamvinnupýðan, prjóskan, hrokafullan, heittrúaðan og haröan í horn aö taka. Sjálfur segir hann menn af sinni ætt orðlagða fyrir skaphita, hreinskilni og sjálfstæði í skoðun. Og Desai er vissulega hreinskilinn í allri afstööu sinni til þjóömála. Hann varö ráöherra í Bombay þegar Indland hlaut sjálfstæöi. Þar var hann orðlagður fyrir hve ríkt hann gekk eftir því aö öllum lögum væri framfylgt til hins ýtrasta, svo mönnum fannst nóg um. Skopmyndir af honum í blööum frá þeim tíma sýna ekki annaö en prik meö Gandhi-húfu og allir vissu hver átti aö vera. Hann er hár vexti og grannur svo þrikið átti vel viö hæð hans og vaxtarlag, en prikið átti líka við lögregluprikið „lathi“ sem notaö var gegn óróaseggjum. Englendingur nokkur, sem minntist þess hve Desai sjálfum gekk illa aö semja sig aö lögum og reglum stjórnvalda fyrr á árum, spurði hann eitt sinn hvernig þessi nýja afstaða samræmdist hinni fyrri. Hann svaraði því til aö á stjórnartímum Breta í Indlandi heföi ekki aðeins veriö leyfilegt heldur nauösynlegt aö brjóta lög. Þau hafi veriö sett yfir Indverja af óvinveittum ráöamönnum. Morarji Desai fæddist árið 1896. Faðir hans var skólastjóri í smáþorpi. Hann framdi sjálfsmorð þegar Desaji var fimmtán ára. Desaji varö þá að sjá fyrir ömmu sinni, móður, þremur systrum og © tveim bræðrum auk eiginkonu sem hann hafi gpngiö aö eiga þrem dögumfyrir andlát fööurins. Hann stundaði nám við Wilson-College í Bombay og varð nú að senda fjölskyld- unni námsstyrkinn, 10 rúpíur á mánuöi, en lifði sjálfur á því sem hann vann sér inn með kennslu í einkatímum. Áriö 1918 gekk hann í herinn. Brezkar skýrslur sýna að þar hafi hann þjónað við lítinn oröstír en vera má að vitnisburöur- inn sé ekki sem traustastur. Áriö 1930 gerðist hann meölimur í andspyrnuhreyf- ingu Gandhis. Eftir þaö fór hann að láta til sín taka á stjórnmálasviðinu en þaö var ekki fyrr en löngu síðar sem nokkuð fór aö kveða að honum þar aö ráöi. Hann var oröinn sextugur þegar hann var gerður aö fjármálaráöherra í stjórn Nehrus árið 1958. Desaji þótti líklegur eftirmaður Nehrus þótt ekki væri nema vegna aldurs síns. Stjörnuspámaður haföi aö vísu sagt svo fyrir að hann ætti eftir að verða forsætisráðherra Indlands, en Nehru var á annarri skoöun og fleiri af ráöherrum hans. Desaji var hægrisinnaöur og í mörgu á öndverðum meiði við skoöanir Nehrus. Aö lokum fót svo, að hann var sviptur ráðherraembætti og settur í óæðra flokksstarf. Mörgum fannst að Nehru væri meö þessu aö greiða götu dóttur sinnar, Indiru Gandhi, í ráöherra- stólinn. Þegar Nehru andaðist 1964 uröu hvorki Desai losnar ekki við þá meinloku, að menn skuli leggja sér til munns sitt eigið þvag til að hreinsa óholla vessa úr líkamanum. Hann lifir að sumu leyti meinlætalifnaði og telur það veg sinn til guðs. Indira Gandhi né Desaji arftakar hans. Þingmenn úr smærri héruðum Indlands bundust samtökum og völdu Lal Bahadur Shastri til forystu. Hann dó tveimur árum síðar á feröalagi í Rússlandi. Þá tók Indira Gandhi viö völdum með aðstoð sömu samtaka en Desaji haföi einnig gefið kost á sér í þaö framboð. Eftir kosningarnar 1967 varð hann aftur fjármálaráðherra og vara-forsætisráö- herra þangaö til Indira setti hann af áriö 1969. Áriö 1971 vann hún stórsigur í kosningunum. Desaji var hvergi í náðinni þá. Þá var líklegast að stjörnu- spámanninum heföi skjátlast spáin. Áriö 1975 voru sett herlög í landinu og Desaji mátti dúsa í fangelsi í 20 mánuði. Hann bar fangavistina meö þögn og þolinmæði og stóöst allar sáttaumleitanir Indiru Gandhi. Sú afstaöa aflaöi honum fylgis meöal vinstrisinna og þegar veldf Indiru Gandhi hrundi á síöasta ári, komst hann og Janata-flokkur hans til valda.. Stjörnuspámaöurinn var þá sannspár eftir allt saman. Desaji var þá oröinn 81 árs. Til samanburðar mætti geta þess aö Churchill var 65 ára þegar hann varö forsætisráöherra og fannst mörgum hann fullgamall. Á síöasta ári var ritskoðun aflétt í Indlandi, borgaralegt frelsi aukiö og dómstólar hlutu aftur sinn viröingar og valdasess. En kosningaloforðið um að afnema ákvæöi sem Indira Gandhi setti um aö heimilt væri aö hneppa menn í fangelsi án dóms og laga væri öryggi landsins taliö í hættu, hefur enn ekki veriö afnumið. Sonur Desaji, Knatilal, er 52 ára og meö framkomu sinni er hann talinn fööur sínum óþægur Ijár í þúfu og honum skeinuhættur í stjórnmálabaráttunni, alveg eins og sonur Indiru, Sanjai, var henni. En Desaji þráast við og lætur hann fara sínu fram. Þrákelkni Desaji, eða á að segja þrautseigja, kemur víðar fram en gagnvart syninum. M.a. í ötulli baráttu hans fyrir algeru áfengisbanni í landinu. Hann reyndi aö koma því á í ráðherratíö sinni í Bombay. Aö sögn Krishna Menons varð árangurinn ekki annar en sá aö menn tóku að brugga áfengi heima fyrir í stórum stíl og eru þaö alþekkt viöbrögö gegn slíku banni víöar. Sögö er saga af handtöku sem fór fram á veitingahúsi á þessum banntíma í Indlandi. Þar var setið viö ólöglega drykkju. Fimmtán manns voru teknir fastir. Ellefu þeirra reyndust vera í lögregluliöinu. Héraösdómarinn lét málið niöur falla. Áfengisbanniö mun kosta Indland, ef það kemst á, 200 milljónir punda í framkvæmd og ríkissjóöurinn verður 500 milljónum punda fátækari við að missa hagnaö af sölunni. í Delhi er því hent á lofti aö ófrjósemisaðgerðirnar (nasbandi) hafi fellt Indiru Gandhi en að áfengisbann- iö (nashabandhi) muni felia Desaji. Þá mætti nefna aöra meinloku sem Desaji losnar ekki við en þaö er staöföst trú hans aö menn skuli leggja sér til munns sitt eigiö þvag til aö hreinsa óholla vessa úr líkamanum. Sjálfur nærist hann aðallega á rjómamjólk einum lítra á dag, blönduöu rótardufti og ávöxtum. Helst kýs hann sérstök vínber, ræktuö í Afganistan. Ein máltíð hans getur kostað allt að 30 rúpíur, sem er tíu sinnum hærri upphæö en þorpsbúi fær í dagvinnukaup. Sjálfur hælir hann sér af því aö hafa sagt skilið viö allt kynlíf þegar hann var 32 ára. Öfgar og meinlætalifnaöinn má rekja til trúarafstööu hans — þetta segir hann aö sé vegur sinn til guös. Mahatma Gandhi ástundaöi svipaö meinlæti en hann lagði ekki síður áherzlu á mannkærleika og allsráðandi góövild. Viö persónuleg kynni viröist hæglæti eða jafnvel kyrrstaöa — einkenna fram- komu Desaji. Áöur en honum þóknast að svara spurningu getur hann allt eins einblínt á viömælanda sinn í nokkrar mínútur. Þetta verkar heldur óþægilega á suma. Desaji er mikið snyrtimenni í klæða- buröi, háriö stuttklippt, hörundið ótrúlega slétt. Þegar hann var í fangelsi fyrr á árum hélt hann sér í hæfilegri þjálfun með því aö ganga klukkustundum saman á Framhald á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.