Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 3
og þær, sem næstar voru dyrun- um, fengu allt vatnið, Loks að morgni fjórða dags stanzaði lestin og dyrnar opnuð- ust i fulla gátt. Við skriðum fram að dyrum eins og ungabörn og létum okkur síga fram af gólf- brúninni niður til jarðar. Við okk- ur blasti heiðblátt stöðuvatn. Handan vatnsins sá í hvítan krikjuturn upp úr lundi mór- berjatrjáa. Nokkrir fangar sem enn héldu einhverjum burðum fóru með fötur niður að vatninu og jusu því upp. Varif okkar voru orðnar sprungnar og þrútnar. Við sulgum vatnið stórum. Eftir nokkurn stenz stugguðu hermennirnir okkur saman í óreglulegar fylkingar og ráku okkur af stað. Leiðin lá svo sem mílu vegar meðfram vatninu, en síðan á brattann. Mér var til efs, að Betsie kæmist alla leið upp á hæðina, en útsýnið, himinninn, trén og vatnið, virtist hafa lífgað hana og reyndin varð sú, að hún studdi mig ekki síður en ég hana. Ofan af hæðinni sáum við ákvörðunarstaðinn. Hann var eins og griðarstórt ör í landslag- inu. Þetta var lágreist, grámusku- leg braggaborg umgirt steinmúr- um og varðturnar á reglulegum fresti. 1 bænum miðjum reis hyrndur reykháfur og lagði þunna reykjar- slæðu upp úr honum. Þetta var Ravensbruck. Ég heyrði nafnið berast í hvísl- ingum eftir röðunum. Þetta voru þá þær frægu útrýmingarbúðir, sérstaklega ætlaðar konum. Og steinhúsið þarna, þar sem rauk úr strompinum ... Ég leit strax af því aftur. Við Betsie gengum óstyrkum fótum niður hæðina. I hvert sinn sem ég steig til jarðar fann ég biblíuna mina slást við bakið. Ég hafði stungið henni þar innan klæða. Griðarstórt járnhlið opnaðist og við gengum inn fyrir. Rétt innan við hliðið var röð vatnshana í vegg. Fylkingar okkar riðluðust og við réðumst að krönunum. Við tróðumst undir þá og reyndum að þvo af okkur skítinn úr flutninga- vögnunum. Sveit varðkvenna í einkennisbúningum réðst að okk- ur. Þær voru búnar kylfum og börðu okkur frá vatnshönunum en drógu þær, sem ekki hrukku undan höggunum. Þær ráku okk- ur aftur í röð og siðan niður götu milli braggaraðanna. Loks var numið staðar fyrir framan gríðar- mikið tjaldþak; það hefur eflaust verið ekra að flatarmáli. Jörðin undir því var þakin hálmi. Við Betsie tylltum okkur í hálminn undir tjaldbrúninni og vorum fegnar hvíldinni. En við vorum snöggar á fætur aftur. Hálmurinn moraði af lús! Hann var hreinlega á iði! Við horfðum á þetta með hryllingi smástund. Svo breidd- um við teppin okkar á hálminn og settumst. Við áttum ekki um neitt að velja. Um kvöldið komu SS- menn og ráku okkur undan tjald- þakinu. Við sáum, að sumar kon- urnar voru farnar að breiða tepp- in sin á bera jörðina. Það rann upp fyrir okkur Betsie, að við áttum-að láta þar fyrirberast um nóttina. Við breiddum mitt teppi á jörðina, lögðumst á það og breiddum Betsiar teppi yfir okk- ur. Myrkur seig á. Betsie hóf upp þýða sópranrödd sína og fór að syngja sálm. Smám saman tóku aðrar undir ... Einhvern tima um miðja nótt vöknuðum við upp við þrumur og í sömu svifum fór að rigna eins og hellt væri úr fötu. Tvo daga héldum við þarna til Það rigndi ekki siðari nóttina, en jörðin var enn rök og teppin sömuleiðis. Þá nótt fór Betsie að hósta. Ég sótti ullarpeysu i pok- ann minn, vafði henni að Betsie og gaf henni nokkra vítamín- dropa úr flösku, sem ég hafði meðferðis. En inorguninn eftir var hún komin með magakvalir. Margsinnis þann dag varð hún að [ hinum illrœmdu fangabúöum kvenna í Ravensbruck, ríkti vonleysiö og mannleg niöurlœging eins og hún getur verst oröiö. En þeir voru til, sem stööu þaö allt af sér fyrir mött, sem ekki var af mannlegum toga. biðjast leyfis að mega skreppa út að skurðinum, sem við höfðum fyrir salerni. Varðkonan var stygglynd og hún tók þessu kvabbi ekki vel. Fyrsta kraftaverkið... Undir kvöld þriðja daginn vor- um við í þann veginn að búast um, þegar skipun barst um að koma til móttökustöðvarinnar. Við skipuð- um okkur í raðir. Ein i einu gekk fram hjá borði; við það sat liðsfor- ingi. Konan fleygði teppinu sínu og öðrum föggum í hrúgu þar hjá. Svo gekk hún að öðru borði og þar varð hún að afklæpast hverri spjör og fleygja þeim i aðra hrúgu. Þá gekk hún kviknakin framhjá röð SS-manna, sem skoð- uðu hana í krók og kring. Loks fór hún inn í baðklefann. Þar þó hún sér, klæddist þunnun kjólgopa og skóm og kom út hinum megin. Þegar ég sá þetta varð mér strax hugsað, að Betsie mætti ekki missa lopapeysuna. Ekki heldur vítamínið. Eða biblíuna! Við mundum ekki lifa hér stund- inni lengur án hennar. Eg fálmaði í pokann eftir vítaminflöskunni og fól hana í lófa mínum. í fátinu fór ég að biðja: „Góði Guð — þú hefur gefið okkur þessa dýrmætu bók. Þú hefur haldið henni leyndri fyrir vörðum, séð til þess að hún fannst ekki í húsrannsókn- um. Þú hefur...“. Allt i einu fann ég, að Betsie hallaðist þung- Iega að mér og leit á hana. Mér brá. Hún var náföl, varirnar herptar. Vörður gekk hjá okkur. Ég bað hann á þýzku að visa mér á salernin. Hann virti okkur ekki viðlits en hnykkti til höfðinu í átt að baðklefunum. Við Betsie tók- um okkur óttaslegnar út úr röð- inni og gengum óstyrkum fótum upp að dyrum baðhússins. Það var tómt i svipinn; ekki komið að næsta fimmtíu kvenna hópi. Ég bar vörðinn við dyrnar að vísa mér á salernin. Hann virti mig ekki viðlits fremur en hinn. „Þið getið notað niðurföllin", sagði hann hryssingslega. Um leið og við vorum komnar inn fyrir staf- ínn skellti hann hurðinni á eftir okkur. Við vorum einar í klefan- um. Þarna voru sturturnar, og þarna fangakjólarnir og skórnir, sem við áttum að fara í á eftir. „Corrie!" sagði hún allt í einu. „Drottinn er búinn að svara okk- ur! Og hann var búinn að svara áður en við spurðum, eins og hann er vanur. Svarið er í biblí- unni. Þú varst að lesa það í morg- un. Lestu það aftur!" Ég skimaði upp og niður ganginn eftir vörð- um, en sá enga. Svo tók ég upp bibliuna. „Það var í fyrra bréfi Páls til Þessalónikumanna", sagði Betsie. Þá mundi ég það: „ ... bæði hver við annan og við alla. Verið ætíð glaðir. Biðjið án afláts. Gjörið þakkir í öllum hlutum, þvi að það hefir Guð kunngjört yður sem vilja sinn fyrir Krist Jesúm“. „Þetta er svar hans, Corrie!“ sagði Betsie. „Gjörið þakkir í öll- um hlutum. Og við skulum byrja undir eins. Við getum byrjað á þvi að þakka drottni fyrir þennan bragga og allt, sem í honum er!“ Ég starði fyrst á Betsie en síðan i kring um mig i ógeðslegum skál- anum. „Hvað í ósköpunum sérðu eiginlega þakkarvert hérna?" varð mér á að spyrja. „Nú, það er til dæmis þakkarvert, að við Níutíu og sex þúsund konur dóu í Ravens- bruck-fangabúðunum. Það var vegna smá slysni hjá skrifara, aö Corrie ten Boom slapp lifandi, en allar konur á hennar aldri voru reknar í gasklefana. Löngu síðar hitti hún einn af fangavörðunum og tók í hendina á honum eins og sannkristin manneskja. Á myndinni til vinstri er Corrie ten Boom eins og hún lítur nú út, liölega áttræð. skyldum lenda hérna saman“, sagði Betsie. Mér brá. „Það er auðvitað rétt“, sagði ég. „Og guði sé lof og þökk fyrir það. „Svo getum við þakkað fyrir þetta, sem þú heldur á“, sagði Betsie. Eg leit niður. Ég hélt á biblíunni. Og við þökkuðum fyrir hana, þökkuðum guði fyrir það, að ekki hefði verið leitað á okkur, er við komum í braggann, og fyrir allar konurnar, sem áttu eftir að kynnast Kristi af blöðum biblíunnar. „Já“, sagði Betsie, „þakka þér, herra, fyrir það að hér er svo þröngt á þingi. Þá heyra fleiri til, þegar við les- um úr ritningunni". Svo leit hún á mig: „Corrie!" sagði hún. „Jæja þá“, sagði ég, „þakka þér, herra, fyrir þessa yfirþrymandi kæfandi mannþröng!" „Og þakka þér“, hélt Betsie áfram eins og ekkert hefði í skorizt, „fyrir flærnar og fyrir ...“ Ég trúði varla minum eigin eyrum. Nú var mér nóg boð- ió. „Betsie", sagði ég ákveðnum rómi. „Ég mun aldrei nokkrun tima geta orðið neinum þakklát fyrir flær! Ekki einu sinni guði sjálfum! Og hananú.“ En Betsie lét sig ekki. „Gjörið þakkir i öll- um hlutum“ sagði hún. „Það stóð ekki, að maður ætti bara að þakka það, sem honum þætti þægilegt og ánægjulegt. Guð sendi okkur hingað, flærnar eru húsdýr hér og við eigum líka að þakka fyrir þær“. Og ég komst ekki hjá þvi að þakka fyrir flærnar. En það var mín fjallgrimm vissa, að í þetta sinn hefði Betsie gengið of langt. Guð gat ekki ætiazt til, að maður þakkaði honum flær . .. Máttur bænarinnar í skála nr. 8 vorum við hollenzk- ar flestar hverjar. En þarna í nr. 28 voru saman komnar konur af ýmsu þjóðerni. Maður heyrði framandi tungur talaðar. Og við vorum illa haldnar. Það gat ekki hjá því farið, að oft risi ósætti. Það gat orðið af margvíslegu til- efni. Til dæmis lokaði einhver konan glugganum; hún svaf undir honum og varð kalt, þegar á leið. En þá risu upp aðrar, er sváfu innar i skálanum. Þegar glugginn var lokaður varð of heitt á þeim. A skammri var komið upp heiftar- legu rifrildi í svefnskálanum og brátt heyrðust pústrar og hrind- ingar. Einhver fór að snökta. Þá fann ég, að Betsie tók um hönd mína. Hún fór að biðja upphátt. „Drottinn", sagði hún. „Gefðu okkur frið hér í þessum skála. Við höfum verið latar að biðja, við höfum beðið allt of lítið. En þar, sem þú ert, drottinn, þar þrífst ekki ófriður. Þess vegna biðjum við þig nú...“ Smám saman breyttist andinn í skálanum. Það var hægfara breyting en alveg greinileg. Reiðilegar raddirnar hjöðnuðu ein af annarri. Allt í einu var kallað innan úr skálan- um: „Heyrðu, við skulum semja! Þú sefur hérna inni í hlýjunni, en ég í þínu bæli undir glugganum!" „Og ég fæ lýsnar af þér i viðbót við þær, sem fyrir eru? „Nei, þakka þér kærlega!" svaraði hin. En það var greinilegt á hreimn- um, að hún var glottandi i myrkr- inu. „Heyrið þið nú!“ sagði sú þriðja þá. „Þetta er auðleyst mál. Við opnum gluggann í hálfa gátt. Þá verður önnur ykkar bara hálf- frosin, og hin ekki nema hálf- kæfð.“ Og það varð almennur hlátur í skálanum. Ég hallaði mér aftur á fletið og hugsaði með mér, að eitt væri örugglega þakkarvert á þessum auma stað: sem sé það, að Betsie var hér. Guðsþjónusturnar þarna í skála nr. 28 voru einstakar að þvi leyti, að konurnar, sem hlýddu á þær voru af ýinsum kirkjum. Þarna voru rómversk-kaþólikkar, grísk- kaþólikkar og mótmælendur. Og söfnuðurinn mælti á nokkrar ólík- ar þjóðtungur. Það var eftir- I i ainhald á bls I ~.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.