Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 12
bjóða upp í dans á lufii alcHrinnar, sem ntust síöar fyrir hiö Wm, sem þá haföi piaaö. ímynd hins iokka er ennþá mjög o KONUR TIZKA IKLÆÐAST ériV&í'C Kvenlegur yndisÞokki frá fyrrihluta aldarinnar. Eftir Fríði ' Ölafsdöttur fatahönnuð Haust- og vetrartízkan 1978—79 eins og tízkuhús Parísar boöa að hún verði. Eins og þjóölífið lítur á konuna, þannig lítur konan á sjálfa sig (Anneliese Michels, Þjóðfélagsfræöingur). Heimsmyndin skapar tízkuna. Þar sem almenningsálitiö á stíl, formi og tízku er í beinu sambandi við þá heimsmynd, sem ríkjandi er í hugum manna, þ.e. meðvitund sem þjóöfélagið áskapar okkur, getum við áætlað, aö hin „andlega frelsun" (emanzipation") sein- ustu ára leiði til þess, aö ýmis tízkuform verði dæmd úrelt. Ef við leyfum okkur að draga þá ályktun aö kvenþjóöin sé í þann mund að vinna bug á eða gera afturræka ákveöna hlutverkaskipan og fyrirfram ákveðnar og uppaldar hugmyndir um kvaðir þær sem fylgja því aö fæöast sem kvenvera, þá verðum við um leið að reikna með að konan vinni bug á ýmsum kreddum, einkennum og duttlungum tízkunnar. Sú sem losar sig úr fjötrum kvenímyndarinn- ar klæðir sig öðru vísi. KONUR BERJAST, TÍZKAN BREYTIST Það fer ekki fram hjá neinum að konuímyndin breytist. Hið veikara kyn eins og það hefur veriö kallaö er að taka breytingum í ýmsum grundvallaratriðum. Jafnrétti og „andleg frelsun" (emanzipati- on) eru orð sem æ oftar’ heyrast í umræðum um tízkufatnað, því að einnig þar virðist, þrátt fyrir allan tímabils- og árstímabundinn breytileika grundvallar- breyting eiga sér stað. Enginn vafi leikur því á að bæöi konan og tízkan kringum hana eru aö breytast. GAMLA KVENÍMYNDIN Jæja, hvað breytist? Fyrst skulum við hafa hugfast, að fyrir þessa svokölluöu frelsunaröldu eöa frelsunarhreyfingu voru konur metnar að verðleikum eftir því hversu „elskulegar" þær voru. Stúlkum var þegar í bernsku bent á að þeirra takmark ætti að vera að bæta við þessi „elskulegheit" í kvenlegu eðli. Þau byggðust aðallega á tveimur atriðum: 1. Konur áttu að vera fallegar. 2. Konur áttu að vera reiðubúnar aö ganga í hjónaband og áttu að undirbúa sig undir það. Skoðum nánar hlið fegurðinnar í þessari staöhæfingu. KONUR EIGA AÐ „LÍTA VEL ÚT“. Skýrt hugsandi aöila ætti að vera Ijóst, að furðu gegnir hversu þjóðfélaginu hefur tekist að skapa svo luralega, kven-fyrir- mynd að erfitt reyndist meira að segja flestum konum aö falla inn í hana. En hvað þýðir í raun og veru: konur eiga að „líta vel út“? Að baki þeirri kröfu er ósk karlmanna að þurfa ekki að viðurkenna konu sem jafningja sinn heldur m.a. sem leikfang, sýningar- eöa auglýsingagrip, kynveru o.þ.h., sem væri auk þess þeirra einkaeign. Hvað karlmenn snerti giltu þessi boðorð ekki. Þvert á móti. Karlmenn hafa verið svo skynsamir, að koma þeirri hugmynd inn í huga almennings, að fallegir karlmenn væru alls engir karl- menn. MINNIMÁTTARKENND AF VÖLDUM KARLMANNA Þannig verður það aö margar Ijótar konur þjást vegna þess að náttúran hefur aöeins gefiö þeim lítinn hluta af þessari tilskildu fegurð í vöggugjöf. Það segir sig sjálft, að þessar konur burðast með minnimáttar- og vanmetakennd sína og verða því miklu gjarnari á að lúta alls konar hlutum en þær eiginlega ættu aö gera. HIN EILÍFLEGA SKYLDA: „GERDU ÞIG FALLEGA“ Á þessu slagorði byggja snyrtivöru- framleiðendur velgengni sína og óeðlileg- ur og óseöjandi áhugi margra kvenna fyrir tízkufatnaði stýrist af þessarri viðleitni. KARLMENN BJUGGU TIL SÍNA KVEN- ÍMYND Hvað er fullkomin kona? Hvernig lítur hún út? Þrjú atriði skyldi hún uppfylla: 1. „Brothætta" eöa „viðkvæma" ímynd- in (kona átti aö vera viðkvæm.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.