Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 15
4)r hugsketi <Woodg /tlm FOLKIP HEFUI? TE"KIP EFTlR MÉR, , PAÐ BROSlK TIL MlN ! pAO HORFlR A AUÖA WOODY ALLEN Krafta- verkin í bragga nr.28 Framhald af bls. 3. minnilegt að heyra þennan söfn- uð biðjast fyrir upphátt. Við byrj- uðum með bæn. Siðan opnaði ég eða Betsie biblíuna og las úr henni. Nú skildu hollenzku kon- urnar einar textann. Við þýddum hann því upphátt á þýzku. Aðrar konur sneru honum svo á frönsku, pólsku, rússnesku og tékknesku. Stundum, þegar ég heyrði kliðinn af guðsorðinu á þessum óliku tungum komu mér til hugar kirkjurnar heima í Haarlem, krikjur hinna ýmsu trú- arsöfnuða, rammlega girtar járn- grindum og læstum hliðum og lokaðar öllum, sem ekki voru af réttum söfnuði. Og mér varð enn einu sinni ljóst, að sannleikur guðs lýsir skærast í myrkri. Fyrst framan af vorum við Betsie hálfhræddar við að efna til guðsþjónustu í skálanum. En við urðum smám saman frakkari, þegar kvöldin liðu og verðirnir létu okkur alveg í friði. Brátt var orðið svo fjölmennt við þessar guðsþjónustur okkar, að við urð- um að skipta liðinu og halda tvær samkomur, aðra eftir nafnakall á kvöldin. Við vorum alltaf undir ströngu eftirliti úti við. Sömuleið- is í miðskálanum I bragganum. En í svefnskálana kom aldrei vörður. Það var okkur alveg óskiljanlegt. Kraftaverkin gerast enn Annað var það sem ég skildi alls ekki. Alltaf dropaði enn úr víta- mínflöskunni minni, þótt ótrúlegt væri. Þetta var ofurlítið glas og ég lét marga skammta á degi hverj- um. Það var ekki Betsie ein, sem fékk úr glasinu; margar aðrar fengu dropa að staðaldri. Ég hafði viljað geyma Betsie vítamínið. Hún varð æ veiklulegri. En það voru fleiri veikar, og ég gat ekki synjað þeim. Og þeim fjölgaði sífellt. Þær urðu fimmtán, tuttugu, tuttugu og fimm ... En samt kom alltaf dropi úr glasinu í hvert sinn, sem ég hallaði því. Ég reyndi oft að bera það upp í ljósið og rýna i gegnum glerið til að sjá hvort ekki væri að verða búið úr því. En glerið var dökkt og þykkt og það sást ekkert. „Manstu ekki eftir konunni, sem sagt er frá í biblíunni?", sagði Betsie, þegar ég minntist á þetta við hana. „Oliuna i krúsinni hennar þraut aldrei". Hún fletti upp í Konungabókinni fyrri. Þar er sagan af fátæku ekkjunni i Zarpat, sem drottinn bauð að fæða Elía. Þar stendur þetta: „Mjölskjólan varð ekki tóm og oliuna í krúsinni þraut ekki, sam- kvæmt orði drottins, þvf er hann hafði talað fyrir munn Elía“. En biblíán var full af krafta- verkum. Það var út af fyrir sig hægt, að trúa þvi, að slíkt hefði getað gerzt fyrir þúsundum ára. Örðugra var að trúa því, að það gæti gerzt enn á okkar dögum. Og samt var það að gerast daglega. A hverjum degi söfnuðust konurnar saman er við útdeildum vítamin- inu og horfðu agndofa á dropana detta úr glasinu. Þetta gat ekki átt sér stað! Ég braut heilann um þetta öllum stundum. Ég reyndi að skýra það með efnafræðilegum hætti. Betsie hló að mér. „Ofreyndu þig ekki við skýring- arnar, Corrie", sagði hún. „Taktu þessu bara eins og hverri annarri gjöf frá föðurnum. Minnztu þess, að hann elskar þig“. Svo var það einn daginn, að Mien birtist í dyrunum og sagði: „Komið hérna og litið á þetta!“ Mien var ung, hollenzk stúlka, sem, við höfðum kynnzt i Vught. Hún hafði verið sett til starfa i sjúkrahúsinu og kom endrum og eins með eitthvað matarkyns, sem henni hafði lánazt að hnupla úr birgðunum. t þetta sinn kom hún með vítamín. Við urðum svo glaðar, að við kunnum okkur varla læti. Þegar við Betsie komum aftur inn að fletunum okkar mundi ég eftir vítamín- glasinu, gróf það upp og sagði: „Nú erum við búnar að fá nóg vitamín — en við skulum nú ljúka úr glasinu sarnt". En i þetta sinn kom enginn dropi úr glasinu. Ég hélt því langalengi á hvolfi, hristi það og bankaði í botninn. En það kom fyrir ekki: glasið var galtómt Andi Betsíar Um miðjan nóvember fór að rigna svo, að um munaði. Það rigndi i sifellu dögum saman og þar kom, að skálaveggirnir voru jafnvel orðnir rakir að innan. Göturnar milli skálanna urðu tor- færar; þar varð pyttur við pytt. Við gengum í röðum og okkur leyfðist ekki að stíga út úr röðinni til þess að krækja fyrir pollana. Langtimum saman urðum við að standa í ökladjúpu vatni. A kvöld- in var varla líft i skálunum fyrir fnyknum af úldnu skóleðri. Loks kom þar, að Betsie fór að hósta upp blóði. Og eitt kvöldið var hún komin með 40 stiga hita. Eftir langa bið kom hjúkrunar- kona og sótti hana og nokkrar aðrar, sem áttu að leggjast inn i sjúkrahúsið. Ég fylgdi Betsie á leið. Svo reikaði ég aftur heim í skála. Konurnar þyrptust um mig og spurðu eftir Betsie — hvernig henni liði, og hversu lengi hún mundi verða í sjúkrahúsinu. Svo slokknuðu ljósin og við skriðum upp i fletin á pöllunum. Ég vóg mig upp á miðpallinn og klöngraðist yfir þær, sem þegar voru lagztar fyrir. Mér varð hugs- að, að mikil breyting hefði orðið í þessum skála frá því, að við kom- um þangað. Og sú breyting var Betsie að þakka. Aður hafði ævin- lega byrjað hávært rifrildi með hrindingum og barsmíðum um þetta leyti, þegar við vorum að koma okkur fyrir á svefnpöllun- um. Nú lagði engin kona illt til annarrar. Aftur á móti var i skálanum kliður af afsökunar- orðum! Færi einhver ógætilega sagði hún undir eins „afsakaðu“ eða „fyrirgefðu!" og sú, sem hafði orðið fyrir barðinu á henni svar- aði „allt í lagi“ eða „o, það var ekkert!" Mér þótti þetta með ólík- indum. Þremur dögum siðar kom Betsie aftur í skálann. Hún hafði ekki verið skoðuð og hafði alls enga læknishjálp fengið. Ég fann, að hún var ennþá funheit. En gleðin yfir endurkomu hennar slævði áhyggjur mínar um sinn. Það voru flærnar! Kvöld nokkurt var ég að koma frá þvi að tína sprek fyrir utan skálann. Það var snjór á og illt að finna þessi litlu sprek, sem við höfðum til að halda á okkur hita i svefnskálunum. Betsie beið eftir mér, eins og endranær, svo að við gætum orðið samferða að sækja matarskammtinn okkar. Ég tók eftir því, að augu hennar lýstu fremur venju. „Þú virðist sérlega ánægð í kvöld“, sagði ég. „Hvað veldur?“ „Þú manst liklega, að við vorum alltaf að brjóta heilann um það, hvers vegna við værum látnar alveg f friði í svefnskálanum á kvöldin hvers vegna verðirnir trufluðu aldrei guðsþjónusturn- ar?“ sagði hún. „Ég er búin að komast að ástæðunni". Þá um daginn hafði komið upp álitamál i hópi hennar og fleiri kvenna, er sátu saman að prjón- um. Þær urðu ekki sammála um sokkastærðina. Þær kölluðu þess vegna á yfirumsjónarkonuna og báðu hana að koma. „En hún þverrieitaði. Hún fékkst ekki með neinu móti til þess að koma inn i skálann — og ekki heldur verðirnir. Og hver heldurðu , að ástæðan hafi verið?“ Það var sig- urhljómur f rödd hennar. „Flærn- ar! Það voru flærnar! Umsjónar- konan sagði: Það er allt morandi i flóm. Ég stig ekki fæti minum þar inn fyrir dyr!“ Mér varð hugsað til þess, þegar við komum fyrst í braggann. Ég minntist þess, er Betsie vildi, að við þökkuðum guði fyrir þessi litlu kvikindi, flærnar, en ég hafði kallað það fáránlegt. Og ég laut höfði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.