Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1978, Blaðsíða 9
1 meö immur. I Eyþór Meöal frægra skemmtikrafta sem komu fram með KK-sextettinum, voru Tanner-systur, Stella óg Francis. Þó lítið sé nú eftir af frægð Þeirra, Þóttu Þær góðir gestir á sínum tíma og sjást hér ásamt Kristjáni. í seinni tíð hefur Kristján snúið sér að laxveiði á sumrum og hnýtir flugurnar sjálfur. I I INUM HLJOMI og heyra aö allt er pottþétt- þaö er andleg fullnœging fyrir litla sör' segir KRISTJÁN KRISTJÁNSSON fyrrum hljöm- sveitarstjöri I slðari hluta samtals viö GTsla Sigurðsson maður lika mikiö út úr því aö spila. Enginn veit nema sá sem reynt hefur, hvað það er góð tilfinning að standa inni í fullum, hreinum hljómi og heyra að allt er pottþétt. Það er andleg fullnæging fyrir litla sál. En ókostirnir eru þarna líka og blasa við: Leiöinlegur vinnutími og næturdroll, sem hlýtur að koma niður á heimilislífi. Flestir fjölskyldumenn verða leiðir á því til lengdar, enda Ijóst að hljóöfæraleikarinn veröur að fórna ýmsu, sem öðrum þykir sjálfsagt aö geta notið. Sem sagt: þetta starf er fyrir unga menn og helzt einhleypa. Frumskilyrði er að temja sér reglusemi, — það skal verða mín einasta ráðlegging til þeirra." „Nú er popptónlist orðin mikill iönaöur.“ „Iðnaöur já. Það er víst ekki fjarri lagi. Þegar menn þurfa 17 tonn af rafmagns- dóti til þess að geta haldið hljómleika, þá sýnist mér, aö það sé ekki lengur músíkin, sem skiptir öllu máli. Þá eru menn einfaldlega ráðþrota og gríþa til þess að nota allt þetta dót sem einskonar hækjur. Sjáðu alla auglýslnguna og umtaliö, sem skapast af því að vera með 17 tonn af rafmagnsdóti með sér í farangrinum. En burtséð frá þessu þykir mér gaman aö ýmsu, sem gert hefur verið í popptónlist hér. Ég hef yndi af allskonar ólíkri músík og það er margt í poþpinu, sem fer vel í mig. Reyndar hef ég alltaf ánægju af því sem ber meö sér eindregnin merki pottþéttrar atvinnumennsku." „Nú er veríð að rifja upp og endurlífga gamlar lummur eins og pað er kallað, — sumt af því lög sem þú hefur flutt hér fyrrmeir.“ „Já, mér finnst þaö í lagi, en því aðeins að betur sé gert en áður var. Yfirleitt er þetta nokkuö gott hjá þeim. Þarna er búið aö strjúka rykiö af Önnu í Hlíð, sem við spiluöum fyrst 1948 og ég fékk Kalla fóstra minn til aö gera texta viö. Það er út af fyrir sig merkilegt að svona lag skuli lifa meðal fólksins í öll þessi ár og ekki til á plötu fyrr en 14 Fóstbræður sungu það ekki alls fyrir löngu." „Sagan er alltaf að endurtaka sig og nú er Pétur sonur ykkar að nokkru leyti í sömu sporum og þú varst. Virðist þér ekki að vandamálin séu þau sömu þó músíkin sé öðruvísi?“ „Þrasiö er eins og það var, — líka vonbrigðin, sem óhjákvæmilega fylgja þessu starfi. Krókurinn beygðist snemma hjá Pétri, en mér líkaöi það ekki og var alltaf aö vara hann við. Óhætt er að segja, að ég latti hann fremur en hvatti. Svo var það eitt sinn þegar við Erla komum heim úr ferðalagi utan af landi, að Pétur er heima með nýstofnaða hljómsveit: Pops. Svona var nú þaö. En það er eins og ég nefndi áöan, að nú má enginn ráða og mér sýnist að alltof mikill losarabragur sé ríkjandi hjá hljómsveitum núna. Sífellt verið að stokka allt upp, skipta um nafn, skipta um menn.“ „En þú segist hafa yndi af allri músík?“ „Já, ef vel er spilaö, — nema ég er ekki búinn að ná þeirri elektrónísku ennþá.“ „Hefurðu von með það?“ „Ég held ekki á þessu stigi hennar. En þar fyrir utan get ég sagt, aö ég hef jafn mikla ánægju af ýmsu í klassík, jassi og dansmúsík almennt. Meöal þess sem ég hlusta helzt á er Stan Kenton, Count Basie, Cleo Lane og Charlie gamli Parker var alveg sérstakur. En líka Cannonball Adderley og Miles Davies, — aö ógleymd- um Ellington." „Þú hlustar sem sagt mest á jass?“ „Já, ég verð að viöurkenna þaö.“ „Nú hafa sumir sem áður voru í dansmúsík, snúið sér að alvarlegri viðfangsefnum og komizt að hjá Sin- fóníuhljómsveitinní.“ „Já rétt er það, aö sumir hafa farið þessa leið. Þaö kom til greina, aö ég léki á klarinet með Sinfóníunni. Við vorum þá komin meö farandverzlun og stödd austur á Fjörðum, þegar Gunnar Egilsson hringdi og leitaöi eftir þessu. En mér fannst ég ekki vera maður til þess, — auk þess var ég þá þúinn aö láta klarinettiö". „Farandverzlun?" „Já, viö fórum að reka pöntunarverzlun samkvæmt verðlista; þaöan er komiö nafniö á búðina. Svo rákum viö farand- verzlun um árabil; fórum út á land með heilan lager meðferðis. En þesskonar þjónusta var litin illum augum í kaupfélög- unum og þeir komu því í kring, aö 1969 voru sett lög, sem lögöu blátt bann á umferöarverzlun. Þar með var sá draumur búinn og varð aö stokka upp spilin að nýju. Síöan höfum við rekið Verðlistann hér í Reykjavík." „Og er það eins og að veiða lax?“ „Nei, fátt jafnast á viö að veiða. Ég var nokkuð lengi búinn aö ganga með veiðibakteríu og var alltaf með stöngina meðferöis í bílnum á meðan við rákum umferðarverzlunina. En prógrammið var svo strangt, að það var aldrei tími til að veiða. Ekki fyrr en eftir 1969. Síðastliðin 7 —8 ár hef ég ræktað þetta sport og öllu meira silungsveiði þó en laxveiði. Þú veist ugglaust, aö partur af þessu sporti er að hnýta sínar eigin flugur og veiða með eigin flugum. Maður er allt áriö að hnýte flugur. Þaö geri ég í kompu hérna niiSri í kiallarp og þar er allt undirlagt. En það ergott að dunda sér viö hnýtingar. Ekki gemi puö talizt mjög vandasamt; þó er 'engan veginn sama hvernig það er gert. Menn ná misjöfnum árangri í því eins og ööru.“ „Þú ert kannski eins og Hvítárbakka- bóndinn, að þér finnst fallegt þegar vel veiðist?“ „Nei, ekki beinlínis. Það er ekki verið að þessu til að moka upp veiði. Ég er nýkominn af efsta veiðisvæði Laxár í Þingeyjarsýslu og þar var þess vandlega gætt aö sleppa hverjum fiski, sem ekki náöi máli, — nema þeim sem hafa kokgleypt; þá skaðast tálknin og þýðir víst ekki að sleppa þeim. Laxá er alveg dýrleg þarna uppfrá. En ég er ekki alveg viss um aö menn viti alveg hvaö þeir eru aö gera meö þessum laxastiga við virkjunina, sem nú er veriö að byggja. Þarna eru hyljir og fallegir strengir í ánni, — og hólmarnir þar eru hreint augnayndi. En hvað verður um silunginn, þegar laxinn kemur vaðandi? Ég veiði oft í Hlíðarvatni. Það er nærtækt og fallegt og þar er bleikja. Veiðivötn eru annar eftirlætis veiöistaður. Ánægjan af veiðinni er samofin úr nokkrum þáttum. í fyrsta lagi er það veiðivonin, í annan stað þessi sérstaka tilfinning, þegar hann tekur og í þriöja lagi mætti nefna góöan félagsskap, fegurð árinnar eða vatnsins aö viðbættu landslaginu. Mér finnst veiðin hafa í för meö sér skemmtilega tilbreytingu og afslöppun. En ekki aöeins það; hún er andleg og líkamleg heilsubót." Sjá einnig næstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.