Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 2
TONHÖLL í Öskjuhlíð Rætt við Stefán íslandi um hug- mynd hans varðandi hús yfir tón- listina, sem ennþá á ekkert þak yfir höfuðið á því herrans ári 1981. Á miöjum Þorra vék ég að því í rabbgrein hér í Lesbók, að á þvíherrans ári 1981 er ennþá svo báglega búið að tónlistinni í landinu, að hún á ekkert þak yfir höfuðið. Sem sagt: ekkert hús hefur ennþá verið reist sérstaklega með hljómburð og tónleikahald í huga. Hálf öld er liðin síðan hafizt var handa um byggingu Þjóðleikhúss og á þeim fjölum hefur nú verið leikið í 30 ár. Þar var fullur skilningur fyrir hendi, þeirra er ráða fyrir ráðstöfun á almannafé — og slíkur skilningur ríkir á húsnæöisþörfum leiklistarinnar, og annaö 650 sæta leik- hús er á leiðinni upp úr jöröinni. Það mættiþvíhalda, að tónlistaráhugi á íslandi hefði byrjað með Bítlunum og tónlistarlíf væri ekki til, — eða hefði kannski byrjað í fyrra. En svo er nú ekki og um það er alþjóð vel kunnugt. Slnfóníuhljómsveitin, sem telst kórónan á íslenzku tónlistarlífi, hélt nýlega uppá 30 ára afmæli sitt. Athvarf hennar er Háskólabíó, hús sem bæði er heldur óhrjálegt, en umfram allt hannað fyrir aðrar þarfir og meö slæman hljómburö. Þar fyrir utan starfa hér tveir stórir samkórar: Pólyfónkórinn og Söngsveitin Fílharmonía, — tveir karlakórar: Karla- kór Reykjavíkur og Fóstbræöur, íslenzk ópera hefur veriö stofnuö, Tónlistar- félagið er gamalgróiö, Kammersveit starfar — og þar fyrir utan er fjöldi einsöngvara og einleikara á hljóðfæri. Hér þó einungis um tónlistarlíf höfuð- borgarsvæðisins að ræða. Að vísu er Stefán Islandi: Tónhöllin yrði æfingastaður og hljómleikasalur Sinfóniunnar, en þar að auki yrði Operan þar, ballettinn og önnur tónlistarstarfsemi. Á,t „Framtið islenzkar óperu — ég mundi ekki einu sinni nefna hana á nafn ef ég tryði ekki á hana.“ „Ég ætti að þekkja Gamla Bió einum mánuði." söng þar þrettán sinnum á það langsamlega gróskumest, en mikið og merkilegt tónlistarlíf á sér stað í öðrum kaupstööum; nægir að minna á Akureyri og ísafjörö. Um svipað leyti og fyrrnefnd rabb- grein birtist í Lesbók, hafði ég spurnir af því, að Stefán íslandi hefði fengið ágæta hugmynd um hús til handa tónlistinni, en ekki komið þeirri hugmynd á framfæri. Stefán var atvinnumaður í söng alla sína starfsævi, en hvorki hafði hann né aðrir íslenzkir óperusöngvarar, tækifæri til að starfa á íslandi. En hann hefur kynnst af eigin raun þeirri aðstööu sem tónlistar- fólk annarra þjóða hefur búiö við um langan aldur og hann hefur hugleitt þessa vanþróun okkar og ber fyrir brjósti að hægt verði aö leysa vandann á mannsæmandi hátt. Mér þótti forvitni- legt að grennslast fyrir um hugmynd Stefáns og af því tilefni hitti ég hann að máli, sneri mér beint að efninu og spuröi hann, hvort honum sem starfandi óperu- söngvara um marga áratugi, þætti ekki aöstaða til tólistarflutnings á íslandi heldur aftariega á merinni. Stefán: „Jú, ég er eindregið á þeirri skoöun. í raun er ekkert hús til hér á landi, sem byggt er einvörðungu með tónlistarflutning í huga. Meira að segja teiknaöi Guðjón Samúelsson Þjóðleik- húsiö án þess að gera ráö fyrir þeim möguleika, að þar yröu fluttar óperettur, söngleikir eöa ballet. Viö sjáum þaö af því, aö hann gerði upphaflega ekki ráö fyrir neinni hljómsveitargryfju, — henni var bætt viö seinna með breytingu á húsinu og þessvegna kemur hún langt innundir sviðið. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.