Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 8
Um austurríska málarann Gustav Klimt sem hefur komiö til skila betur en flestir aörir glæstu yfirborði Vínarborgar uppúr aldamótunum. Hann er málari lystisemda og fagurra kvenna og innleiöir óhlutlæga skreyt- ingu samanvið raunsæismynd- ir. Gísli Sigurðsson tók saman Ugglaust má gera því skóna, aö fáir aðrir en myndlistarmenn hér á landi þekki austurríska málarann Gustav Klimt, sem tókst þó aö marka sér dálítiö sérstakan bás og haföi náö frægö og frama meöal landa sinna þegar hann lézt í Vínarborg á þeim miklu aldaskilum 1918. Þá var lokið því upþgjöri, sem fyrri heimsstyrjöldin var og heimurinn var ekki sá sami á eftir. Tveimur árum áöur dó einnig í Vínarborg Franz Jósef keisari, sem ríkt haföi í 80 ár og aö sjálfsögöu þegiö vald sitt beint af almættinu. Þar meö lauk veldi Habsborgara og Austur- ríki varö smáríki eins og þaö hefur veriö síöan. En Vínarborg stóö eftir; þessi mikla menningar- og listaborg — og hún hefur haldiö áfram aö vera þaö. Staöa tónlistar í borginni viö Dóná var og er alþekkt. En myndlistin stóö einnig meö blóma, þótt töluverö íhaldssemi væri ríkjandi, bæði fyrir og eftir aldamótin. íburöur og glæsileiki Vínarborgar var rómaöur; þar dönsuöu menn valsa eftir þá Strauss-feöga og sveifluöu í kringum sig heföarkonum í geypilega víöáttumikl- um kjólum. Þessi mynd átti aö sjálfsögöu viö líf yfirstéttarinnar, en hennar sér engu aö síöur staö í myndlist Gustavs Klimt. Hann var töluvert uppá kvenhöndina og hver glæsikonan af annarri viröist hafa setiö fyrir hjá honum. Fílabeinslitt hold þeirra rennur saman viö chiffoniö og Gustav Klimt. Mynd- in er tekin i vinnu- stofu hans við Jos- efsstfiderstrasse 1912-14. silkiö í kjólunum, en allt um kring er sú sérstæöa skreyting, sem alltaf stóö Gustav Klimt hjarta nærri. Lengi hafa menn veriö ósáttir um hlutverk þess dekoratífa, skrautlega, í alvarlegri myndlist. /Eöi margir hafa bannfært þaö aiveg sem yfirborðskennda og ómerkilega viöleitni til aö ná athygli. Þess ber þó aö gæta, aö á býzantíska skeiðinu, fyrir daga Endurreisnar, var skrautiö allt aö því sjálfsagöur hlutur. Þaö kemur af sjálfu sér löngu seinna, þegar málarar barok-tímans iýsa klæðnaöi, en í raunsæi 19. aldarinnar ber lítið á því. Seint á öldinni upphefst hinn klingjandi litur á nýjan leik í verkum impressjónist- anna og jafnvel ennþá meir hjá þýzku expressjónistunum. Þeir voru samt ekki komnir til skjal- anna, þegar Gustav Klimt fæddist í Baumgarten viö Vínarborg 1862, elztur sjö barna, sem fæddust inní andrúm listiönaöar, því faöir þeirra var gull- og silfursmiöur. Tveir bræðranna, Gustav og Ernst, þóttu hafa hæfileika til teikningar og var komiö til náms í nýstofnuöum handíöaskóla, þar sem þeir fengu hald- góöa undirstööu í tæknilegum efnum. Þetta var í árdaga Ijósmyndatækninnar og þeir Klimt-bræöur fóru snemma aö afla sér tekna meö því aö teikna portret eftir Ijósmyndum. En þeir voru einnig og ekki síður í skreytingum og tóku aö sér þesskonar verk í hefðarhúsum og leik- húsum. Þar var blandaö saman hreinu skrauti og myndefni úr grískri goöafræði, sem þá haföi um langt skeiö veriö vinsælt. Meöal þeirra verka Gustavs Klimt, sem lifað hafa og eru af þessu tagi, er Stúlkan frá Tanagra, sem átti aö vera grísk, en var í rauninni hans fyrsta „femme fatale", sem kannski má kalla skaöræöiskvendi. Þaö voru þessar glæsi- konur Vínarborgar, sem líklega hafa veriö eitthvað vafasamar, sumar hverjar, og kveiktu snemma í Klimt. Þessvegna var þaö, aö áriö 1908 reis upp menningarviti aö nafni Adolf Loos og ásakaöi málarann Gustav Klimt um „kynferöismengun“ og ekki nóg meö það; hann kvartaöi sáran yfir þeirri „skreyt- ingaplágu" sem tröllriöi austurrískri list. Til eru allmargar Ijósmyndir af Gustav Klimt og þær gefa hugmynd um mann, sem hefur trúlega litiö út eins og tötramaöur í sölum heföarkvennanna. Hann varö snemma sköllóttur aö kalla, og leit aö sögn fremur út sem bóndi, trésmiöur eöa hver annar erfiöismaöur en sá fágaöi málari, sem hann vissulega var. Eftir því sem hann sagöi sjálfur föru oröræöur frekar í taugarnar á honum. En hann var sífellt á eftir fögrum konum; elti Ölmu Schindler til ítalíu, en hún gaf honum ekkert færi á sér, en lýsti öllum þeim eltingaleik eftir aö hún var oröin eigjnkona tónskáldsins Gustavs Mahler. Óhætt er aö segja, aö vegur Klimts sem málara fór mjög vaxandi fram til aldamóta. Öll Vínarborg stundi af hrifn- ingu yfir mynd hans af Schubert viö 8 píanóiö 1899 og einn gagnrýnandi taldi, aö hér væri hvorki meira nó minna en „fegursta mynd, sem Austurríkismaöur heföi málaö“, þrungin óútskýranlegu þunglyndi sem væri svo gersamlega „austurrískt”. (Sjó mynd bla. 10) Svo þaö var ekki nema eðlilegt, aö menntamálaráöuneytiö falaöi verk af slíkum málara, þegar myndskreyta þurfti mikiö loft í Háskólanum í Vín. Klimt málaöi þrjú meiriháttar skilirí vegna þess arna og þau voru kunngerö í maímánuöi áriö 1900. En þá brast hann á. Áttatíu og sjö virðulegir prófessorar rituöu undir skjal, þar sem lýst er yfir þvf, aö verkin séu „óframbærileg". Þannig málaði Klimt yfirstétt- arkonur Vínarborgar í kipp- um. Hér er það Emilie Flöge, sem rak kjólaverzlun og var náin vinkona málarans í 27 ár. Goöumlíkar kvenverur hneyksluöu engan, jafnvel þótt fáklæddar væru, enda var sú hefö löng. En Klimt fór yfir slögæðismörkin, vegna þess aö konur hans voru greinilega af holdi og blóöi og þar aö auki ekki í nokkurri spjör. Prófessorarnir hafa líklega taliö, aö menn færu sér aö voöa aö stara á hina

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.