Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 11
Sigurður Skúlason magister Nokkur aðskota- orð í íslensku BALLÓN, loftbelgur. Orðiö er komiö af ballon í frönsku og merkir þar: Hulstur meö gasi er sakir léttleika getur svifiö upp í loftiö. Þ. Ballon, d. ballon, e. balloon. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1895 (OH). BALSAM, ilmkvoöa, ilmsmyrsl (OM); harmabót, líkn (sbr. lífsins balsam). Oröiö er komiö af balsamum í latínu og merkir þar: trjákvoða úr balsamtrénu. Þaö heitir balsamon á grísku, basam á hebresku, basham á arabisku og merkir: krydd og ilmefni. Þ. balsam, d. balsam, e. balsam. Orömyndin bals- amur finnst í ísl. fornmáli (Fr.), en balsam í ísl. ritmáli frá árinu 1584 (OH). BAMBÍNÓ, lítið barn, einkum Jesú- barniö í myndlist. Oröiö er komiö af bambino í ítölsku. D. bambino, e. bambino. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1950. (OH). BAMBUS, stórvaxin hitabeltisplanta meö holum stönglum: bambusstöng, bambusreyr (OM). Jurtaætt þessi heitir bambusa á latínu. Oröiö mun vera ættaö úr malajisku, aöalmálinu í Indó- nesíu. Á hollensku heitir þaö bamboes, þ. Bambus, d. bambus, e. bamboo. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1661 (OH). BANJÓ, strengjahljóöfæri, líkt gítar (OM). Þaö heitir bandurria á spænsku, en er um blökkumannamál oröiö banjo á ensku. D. banjo. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1901 (OH). BANKÓ, sænskt púns. Þetta drykkjar- heiti er komiö af ítalska orðinu banco, banki. Aö það virðulega heiti skyldi festast við sænska púnsiö mun stafa af því að upphaflega kostaði þaö eitt banka-mark. D. Banko. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1893 (OH). BANTAMVIGT, þungaflokkur hnefa- leikara, 51—54 kg (OM). Oröiö var upphaflega haft um dverghænsni frá Bantam á eyjunni Java, en hefur heldur en ekki breytt um merkingu þar sem það merkir nú: Næstléttasti þyngdar- flokkur hnefaleikara sem má ekki fara fram úr 60 kg. Þ. Bantamgewicht, d. bantamvægt, e. bantamweight. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1948 (OH). BAR, hátt afgreiðsluborð fyrir veit- ingar: ísbar; herbergi þar sem selt er áfengi við afgreiösluborð, vínbar (OM). Oröið er ættaö úr miðaldalatínu þar sem þaö heitir barra og merkir m.a.: stöng, grindur og slagbrandur. Þaöan hefur þaö borist inn í mörg tungumál. Þ. Bar, d. bar, e. bar. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1948 (OH). BARDÚS, dútl, dund (OM). Hvort mun hér kominn hljóögervingur eöa hljóö- líkingarorö sem svo er nefnt? Spyr sá sem ekki veit. í þýsku er til upphrópun- in bardaus, hlunk! (pardues í miölág- þýsku). í dönsku finnst orö sem heitir bardus og merkir: allt í einu. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1948 og so. bardúsa, dútla, sýsla: bardúsa viö eitthvað (^M) frá árinu 1951 (OH). BARKARÓLA, róörarvísa, gondóla- söngur. Orðiö er komiö af barcarola í ítölsku, samstofna barcarolo sem merkir: gondólræöari. Ræöarar síkja- bátanna í Feneyjum hafa þann siö aö syngja í takt viö áratogin, aö minnsta kosti þegar þeir eru aö ferja aökomu- fólk um síkin. Heimsfræg hefur oröiö hin fagra barkaróla í söngleiknum Ævintýri Hoffmanns eftir Jaques Offen- bach. Þ. Barkarole, d. barkarole, e. barcarole. Heyrist stundum í ísl. tal- máli. BARÓN, BARÚN, aöalsmaður (af lægri gráöu en greifi) (OM). Oröiö heitir baro í miöaldalatínu og fornháþýsku og merkir þar: frjáls (herskár) maöur. Þ. Baron, d. og e. baron. í ísl. fornmáli finnst orðmyndin barún, komin af baro í miöaldalat. (Fr.). Barón finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1913 (OH). BASALT, dökkleit, eðlisþung tegund storkubergs, algengasta bergtegund á íslandi (OM). Oröiö er komið af basalt- es í lat., en mun vera spunniö af gríska toganum basanites (lithos), reynslu- steinn. Þ. Basalt, d. og e. basalt. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1798 (OH). BASTARÐUR, kynbiendingur; lausa- leiksbarn, frillusonur (OM). Oröiö er komiö af bastart í fornfrönsku og merkir þar: Sá sem er getinn á söðlinum er einnig var koddi. Þ. Bastard, d. og e. bastard. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). BÁSÚNA, lúöur, gjallarhorn (OM). Orö- iö er einnig so. og merkir; bera út, segja frá (OM). No. básúna er komið úr miðlágþýsku, en stafar frá latneska orðinu buchina, horn. (Þ. Posaune). D. basun, e. bassoon. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1584 (OH). Kk. orðmyndin basún finnst í ísl. fornmáli (Fr.). BATÍK, mynsturlitun á baömullarefni þegar þeir hlutar efnisins, sem ekki á aö lita, eru einangraöir (smurðir) meö vaxi áöur en efninu er dýft niöur í litinn. Oröiö er ættað úr malajamáli. Þ. Batik, d. batik, e. batiik og battik. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1955. BATTERÍ, m.a. vígi þar sem fallbyss- um er komið fyrir; rafhlaöa eöa rafgeymir. Oröiö er komiö af batterie í frönsku er merkir upphaflega: áflog, af so. battre, slá, sem er komið af latn- eska so. batuere, berjast, skylmast. Söguleg rök eru fyrir því aö fólki í Reykjavík og umhverfi hennar a.m.k. hlýtur aö hafa oröiö þetta aöskotaórö tungutamt í byrjun 19. aldar. Þ. Batterie, d. batteri, e. battery. Finnst í ísl. ritmáli um aldamótin 1900, en orömyndin battarí frá árinu 1916 (OH). BAVÍAN, ættkvísl austurapa; skammaryröi um menn (OM). Orðið er komiö af baviaan í hollensku sem rekja má til babouin í frönsku af baboue sem merkir: trýni, trjóna. D. bavian, e. baboon. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1861 (OH). BÍTILL, maöur sem aö ytra útliti líkist fjórum tónlistarmönnum í Liver- pool á Englandi er hlutu heitiö The Beatles og uröu feiknarlega vinsælir eftir 1960. Þeir klæddust sérkenni- legum fötum og voru síöhæröir. Uröu þeir, hvað útlit og háværan tónlistar- flutning snerti heimsfrægir á skömm- um tíma og átrúnaöargoö táninga víöa um lönd. E. beatle, d. beatle. Oröiö bítill náöi festu í ísl. tal- og ritmáli skömmu eftir aö hljómlistarmenn þess- ir gátu sér frægð. BEDÚÍNI, (arabiskur) hiröingi. Orðið er komiö af badawin í arabisku. Þaö varö bédouin í frönsku og Bedouin í ensku. Þ. Beduine, d. beduin, Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1883 (OH). Timman fetaði einstigið án þess að hrasa Fyrir u.þ.b. mánuöi síðan lauk al- þjóölega skókmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi. Mótiö hefur aö vísu oft verið betur skipað en í þetta sinn en engu að síöur var þar saman kominn fríöur hópur stórmeistara í efsta flokknum. Fyrirfram var heimamaöurinn Jan Timman álitinn sigurstranglegastur, en þaö var hins vegar annar Hollendingur sem tók forystuna, Gennadi Sosonko. Hann lagöi Timman aö velli snemma móts og var síðan einn í efsta sæti alveg þar til eftir síðustu umferöina. Þótt Timman hafi á tímabili verið einum og hálfum vinningi fyrir neöan Sosonko tók hann á sig rögg í síðustu umferöunum og á endanum deildu þeir tveir Hollendingarnir meö sér efsta sætinu, hlutu hvor um sig átta vinninga af tólf mögulegum. Sigurskák Timmans yfir Filipsey- ingnum Torre, í einni af lokaumferðun- um, er sérlega athyglisverð og skemmti- leg. í henni hætti Timman sér inn í eitt af uppáhaldsafbrigðum Filipseyingsins og lenti í mjög krappri vörn sem honum tókst þó um síðir að snúa í sókn. Hvítt; Jan Timman Svart: Eugenio Torre Slavnesk vörn 1. d4 — d5, 2. c4 — c6, 3. Rc3 — Rf6, 4. Rf3 — e6, 5. Bg5 — dxc4 Svartur ákveður aö þiggja peðsfórnina. Rólegra afbrigöi er 5. — h6, 6. Bxf6 — Dxf6, 7. e3 — Rd7, 8. Bd3 — Dd8, en þannig tefldist skák þeirra Ree og Sveschnikovs á Wijk aan Zee-mótinu. 6. e4 — b5, 7. e5 — h6, 8. Bh4 — g5, 9. Rxg5 — hxg5 Hiö svonefnda Alatortsev-afbrigði, 9. — Rd5! leiðir til mjög tvísýnnar stööu eftir 10. Rxf7 (10. Rf3 er öruggari leikur) — Dxh4,11. Rxh8 — Bb4 10. Bxg5 — Rbd7, 11. g3 — Da5, 12. exf6 — b4,13. Re4 — Ba6,14. Be2 14. Bg2 er slæmur leikur vegna 14. — c3 og hvítur getur ekki hrókaö. Á hinn bóginn er hér oft leikiö 14. b3. Fram- haldið eftir þaö í skák þeirra Spassovs og Torre í Sochi í haust varð: 14. — Rb6, 15. Be2 — 0-0-0, 16. 0-0 — Df5, 17. f3 — c5, 18. Dc2 — Bb7l, 19. h4 — Hxd4, 20. bxc4 — Dh3 og svartur stóö miklum mun betur. — 0-0-0, 15. 0-0 — Df5,16. Dc2 — Rb6, 17. Had1 Betra en 17. f3? — c5l, 18. b3 — Bb7l, 19. h4 — Hxd4, 20. bxc4 — Bh6 og svartur náði vinningssókn í skák pólska stórmeistarans Schimdts og Ungverjans Pinters á móti í Róm 1979. — Dh3l? Meö þessum leik tekur Torre þá ákvörö- un aö fórna skiptamun, því nú eru bæöi 18. Bh4 og Hxh4 (hvítur hótaöi 19. Rg5) þvingaðir. í skák þeirra Shashins og Kochievs, sem tefld var í Rússlandi 1972 reyndi svartur aftur á móti 17. — c5, 18. dxc5 — Bxc5, 19. Hxd8+ — Hxd8, 20. g4 — Dg6, 21. Hd1 — Bd4 og í þessari stööu telur Korchnoi aö hvítur geti náö öllu betra tafli meö því aö leika 22. h4. Torre hefur vafalaust undirbúiö skiptamunsfórnina fyrirfram, enda lítur staöa svarts óneitanlega mjög vel út eftir hana. Drottning hans er í návígi viö hvíta kónginn og biskupar hans og hrókur geta komist á mjög öflugar línur. 18. Bh4 — Hxh4, 19. gxh4 — Bh6 Svartur leggur áherzlu á aö koma liði sínu sem fyrst í sóknina en til greina koma einnig 19. — Dxh4! Bezta úrræði hvíts er þá aö öllum líkindum 20. Kh1 — — SKAK eftir Margeir Pétursson Bh6, 21. Hg1 — Bf4, 22. Hg2 — Hh8, 23. Rg3 og ef 23. — Dxf6 þá 24. De4 20.h5! Á bak viö þennan leik liggja ekki sjónarmið efnishyggju, heldur skiptir miklu máli fyrir hvít aö loka h-línunni. Eftir 20. b3? — Bf4, 21. Rg3 — Dxh4 á hann t.d. enga haldgóöa vörn viö hótuninni 22. — Hh8. — Bb7, 21. Rg3 — c5, 22. d5! Eina leiðin til aö stinga upp í hinn ógnvekjandi biskup á b7 22. f3? var afar slæmt vegna 22. — Hg8 og síðan 23. — Be3+. — Bxd5? Nú fær svartur aö vísu skiptamuninn til baka, en hann hefur vanmetið 24. leik hvíts. 22. — Rxd5 og 22. — Hxd5 mátti að vísu báöum svara meö 23. Bf3 meö yfirburðastöðu, en 22. — exd5 kom aftur á móti sterklega til álita. Hvítur yröi þá aö leika 23. Bf3 og eftir 23. — Bg5 bætir peöamassi svarts honum svo til alveg upp liösmuninn. 23. Hxd5! — exd5, 24. Dh7! Nú nær hvítur í f7-peöiö og eftir þaö eru peö hans á kóngsvæng mun hættulegri en svarti massinn. — Bf4, 25. Dxf7 — Kb8 Svartur gat ekki látiö kóng sinn og drottningu standa á sömu skálínunni til lengdar. 26. Dg7 — De6, 27. Bg4 — De5, 28. h6 Veörabrigöin hafa veriö fádæma snögg. Þó skákin sé enn í miðtafli veröa hvítu frípeðin á kóngsvæng ekki bæöi stööv- uö. — De8, 29. h7 — Df8, 30. He1 — Bh6, 31. Dxf8 — Hxf8, 32. f7 og Torre gafst upp. Næst er hann teflir þetta afbrigöi þykir mér líklegt aö hann leyfi ekki hvíta h-peðinu aö lifa og leiki 19- — Dxh4, eöa þá hann gefi skipta- munsfórnina, sem í fljótu bragði lítur svo vel út, alveg upp á bátinn. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.