Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 14
Gamanyrði Magnúsar Kennir æ yls innan brjóst-þils líti létt pils lítill Þorgils. Boröi fer frá, fljóði vill ná, gólfið út á, eins og sjá má. Meðal þeirra bóka, sem út hafa komið og ekki mikið fariö fyrir, eru Gamanyrði Magnúsar Guð- brandssonar, og inniheldur kveðskap af léttara taginu, enda er höfundur á léttasta skeiði, nýlega oröinn 85 ára. Halldór Pétursson var búinn að teikna myndir í bókina áöur en hann féll frá og koma þar við sögu ýmsir þekktir borgarar. Meðal margra gamansamra Ijóöa er það, sem hér fer á eftir: Brosir mær blítt, býður faðm hlýtt, fætur ber frítt, flaksast pils vítt. Gerist létt lurid, líður ört stund, opn'ast öll sund eftir þann fund. Burt frá Borg fer, brúði með sér. — Sæti autt er eftir, hjá mér. Uti var stórviðri, ekki skein sólin Svo haldið sé áfram með kveðskap af léttara taginu, má geta þess, aö Gunnar Bjarnason kom út meiriháttar hrossa- bók, sem heitir því virðulega nafni Ættbók og saga íslenzka hestsins á 20. öld. Ugglaust hefur sá fróðleikur yljað hestamönnum um hjartarætur og eftir- farandi „ritdóm“ fékk höfundur sendan frá kunningja sínum, sem er þekktur og snjall hagyröingur. Og vegna þess að vikið er að Siguröi frá Brún og birt Ijóð um hann og teikning uppúr Lesbók, þá látum við hana fljóta með hér. Uti var stórviðri, ekki skein sólin, allt litað grámyglu skammdegisdaga. Þaö birti í stofu og brostu mér jólin því bjargaði stílverkið, „Ættbók og Saga“. Og andvaka varð óg og undi við lestur, unz allt hafði bergt upp í myndum og rún. En þaö vil ég segja, mér þótti þú beztur, er þreyttirðu málbrögö viö Sigurð frá Brún. Svo bíö ég og vona þú birtir aö ári af bókinni framhald og kvíði þá eigi. Svo næstu jól veröi, þótt nísti af fári, aö nautn og aö gleöi og nóttin að degi. Múrinn missa tvo tíma úr lífi mínu. Þeir kæmu að vekja mig í dögun, ég myndi fara með þeim hálfsofandi og dræpist síðan án þess að frá mér heyröist hósti eöa stuna. Ég vildi ekki að þetta yröi þannig, ég vildi ekki deyja eins og skepna, mig langaði til aö skilja. Og svo var ég hræddur við að fá martröð. Ég reis upp og gekk um, og til þess að leiöa hugann aö ööru, fór ég aö hugsa um fortíðina. Minningarnar hópuöust aö mér í hrönnum, óskipulegar. Það voru bæði góðar og slæmar minningar — eða að minnsta kosti flokkaði ég þær þannig fyrirfram. Þaö voru bæði andlit og atburðir. Eg sá andlit ungs nautabana, sem haföi látið stanga sig í Valencia, andlit eins fööurbróður míns, andlit Ramons Gris. Ég minntist liðinna atburöa: hvernig ég hafði verið atvinnulaus í þrjá mánuði 1926, hvernig við lá aö ég dræpist úr hungri. Ég minntist nætur sem ég haföi eytt á almenningsbekk í Granada: ég hafði ekkert boröaö í þrjá daga, var bálreiöur og vildi ekki deyja. Þetta vakti með mér hlátur. Hafði ég ekki hlaupið á eftir hamingjunni, á eftir kvenfólki, á eftir frelsinu af miklum ákafa? Til hvers? Mig langaði til aö frelsa Spán, gekk í hreyfingu stjórnleysingja, talaði á fjöldafundum: ég tók allt alvarlega, eins og líf mitt myndi vara að eilífu. Á þessu augnabliki fannst mér sem öllu lífi mínu væri stillt upp fyrir framan mig, og ég hugsaöi: „Þetta er ein djöfuls lygi.“ Lífiö var einskis virði, fyrst því var lokið. Ég velti því fyrir mér hvernig ég hefði getað notið þess að ganga um göturnar og brosa við stelpum sem ég mætti. Ef ég bara hefði vitað að ég myndi deyja á þennan hátt, þá hefði ég ekki boriö svona lagaö við. Líf mitt var þarna fyrir framan mig, og það var búið, lokaö og læst. Það var eins og dót sem búið er að setja í poka og binda fyrir, þótt allt innihaldið sé enn ófullgert. Eitt andartak reyndi ég að mynda mér skoðun á því. Ég hefði viljað geta sagt: þetta er gott líf. En þaö var ekki hægt að fella dóm yfir því, þetta voru ekki annað en drög að lífi. Ég hafði varið tíma mínum í að teikna útlínur handa eilífðinni aö vinna úr, og ég haföi ekkert skiliö. Ég saknaði einskis. Ég hefði þó getað saknaö margs: bragösins af manzanilla eöa sumarbúöanna í lítilli vík náiægt Cadiz. En feigðin haföi svipt alla hluti aödráttarafli sínu. Skyndilega kom Belginn með gamal- kunna hugmynd. — Vinir mínir, sagði hann, — aö því tilskildu aö herstjórnin veiti samþykki sitt — þá er ég reiöubúinn aö flytja skilaboð frá ykkur, kveðjur til fólks sem ykkur þykir vænt um... Tom muldraði: — Þaö er enginn. Ég svaraði engu. Tom hikaði andartak, sföan leit hann á mig forviða: — Ætlarðu ekki að láta skila neinu til Concha? — Nei. Mér fannst ógeöfellt aö vita að Tom gæti talað svona um einkamál mín. En þetta var yfirsjón mín. Ég hafði talað um Concha nóttina áður. Ég heföi átt að stilla mig. Viö vorum búin að vera saman í eitt ár. í gærkvöldi hefði ég höggviö af mér hand- legginn til aö geta hitt hana í fimm mínútur. Þess vegna hafði ég talað um þetta, þetta var tilfinning sem ég réði ekki viö. Núna langaði mig ekki lengur til aö sjá hana aftur, ég hafði ekki lengur neitt aö segja henni. Eg hefi jafnvel ekki viljaö þrýsta henni aö mér. Mér bauö við líkama mínum, því að hann var oröinn náhvítur og svitinn draup af honum — og ég var ekki viss um nema mér fyndist eins um líkama hennar. Concha myndi gráta þegar hún frétti um dauöa minn. Mánuöum saman yröi hún svipt allri lífslöngun. En þó var það ég sem átti aö deyja. Ég hugsaöi um fallegu, blíöu augun hennar. Aöur þegar hún horfði á mig streymdi eitthvað frá henni sjálfri yfir til mín. En ég fann innra meö mér að það væri búiö. Ef hún myndi horfa á mig núna stæöi tillit hennar kyrrt í augunum á henni, þaö næði ekki til mín. Ég var einn. Tom var líka einn en ekki á sama hátt. Hann haföi sest klofvega og staröi niður á bekkinn. Það lék eins konar undrunarbros um andlit hans. Hann teygði fram höndina og snerti varlega á viðnum, eins og hann væri hræddur um að brjóta eitthvað. Síöan dró hann höndina aftur að sér í flýti og nötraði. Ég hefði ekki getað skemmt mér við að snerta á viðnum, það var einhvers konar írsk kímnigáfa, en líka mér fundust hlutirnir eitthvað einkennilegir útlits: þeir voru ógreinilegir, ekki eins þéttir í sér og venjulega. Það var nóg fyrir mig að líta á bekkinn, lampann og kolahrúguna til aö ég fyndi að dauði minn var í nánd. Auðvitað gat ég ekki hugsað dauöa minn greinilega, en ég sá hann alls staðar, á yfirborði hlutanna, á því hvernig hlutirnir höfðu hörfaö til baka og stóöu álengdar, laumu- lega, eins og fólk sem talar í lágum hljóðum viö höfðalag dauðvona manns. Tom var aö snerta sinn eiginn dauöa þarna á bekkn- um. Ef einhver heföi komiö til mín í þessu ástandi sem ég var í og tilkynnt mér aö ég gæti fariö rólegur heim til mín, að mér væri gefiö líf, þá hefði það látið mig ósnortinn: nokkrar klukkustundir eða nokkurra ára bið, það kemur út á eitt þegar maður hefur veriö sviptur þeirri blekkingu að maður lifi að eilífu. Ég haföi ekki lengur neitt til að styðja mig við, í vissum skilningi var ég rólegur. En þetta var hryllileg ró, vegna líkama míns: líkami minn, ég sá meö augum hans, heyrði með eyrum hans, en þetta var ekki lengur ég. Hann svitnaði og skalf aleinn, og ég þekkti hann ekki lengur. Ég varö að þreifa á honum til að vita hvernig hann væri eins og þetta væri líkami annars manns. Eitt andartak fann ég hann enn, eitthvaö rann til, steyptist niöur, líkt og í flugvél, og ég fann hjarta mitt slá. En þetta sannfærði mig ekki. Það var eitthvaö tvírætt og óhreint við allt sem kom frá líkama mínum. Lengst af var hann þögull og kyrr, og ég fann ekki fyrir neinu öðru en einhverju djöfullegu fargi, sem hafði lagst yfir mig. Mér fannst ég vera hlekkjaður við risastóran orm. Eitt andartak þreifaöi ég á buxunum og fann aö þær voru rakar. Ég vissi ekki hvort þær höfðu blotnað af svita eða þvagi, en til öryggis fór ég og pissaði á kolahrúguna. Belginn dró upp úriö sitt og leit á þaö. Hann sagöi: — Klukkan er hálffjögur. Skepnan! Hann hlaut að hafa gert þetta af ásettu ráöi. Tom spratt upp: við höfðum enn ekki veitt því eftirtekt að tíminn leið. Nóttin hvefldist yfir okkur eins og dökkur massi, sem hafði enga ákveðna lögun. Ég mundi ekki einu sinni lengur aö hún heföi nokkurn tíma byrjað. Juan litli fór að gráta. Hann nagaöi handarbök sín og kjökraöi: — Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja. Hann hljóp þvert yfir klefann og fórnaði höndum, • síðan kastaöi hann sér á eina hálmdýnuna og snökti. Tom horfði á hann þungbrýnn og hafði ekki lengur nelna löngun til að hugga hann. Raunar tók því ekki: það heyröist meira í þeim litia en okkur, en hann var ekki eins þungt haldinn. Hann var eins og sjúklingur sem berzt gegn sjúkdómi sínum með sótthita. Þegar það er ekki einu sinni hiti lengur þá er þaö orðiö alvarlegra. Hann grét: ég sá greinilega aö hann vorkenndi sjálfum sér. Hann hugsaöi ekki um dauöann. Eitt andartak, eitt einasta andartak langaði mig líka til aö gráta. Aö gráta af sjálfsmeöaumkvun. En það varð ekki úr því: ég leit á þann litla og sá grannar skjálfandi axlir hans. Mér fannst ég vera ómennskur. Ég gat hvorki vorkennt öðrum né heldur mér sjálfum. Ég sagði viö sjálfan mig: „Ég vil deyja eins og rnaður." Tom haföi staöið upp. Hann tók sér stööu beint fyrir neðan opið og fór að gæta aö deginum. Ég var einbeittur, ég vildi 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.