Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 6
I Það er mikill siður nú á tímum aö býsnast yfir því hvað ýmsir þættir þjóðlífsins séu orðnir flatneskjulegir og sviplausir, og eru þeir menn, sem standa í pólitísku baráttunni, alveg sérstaklega nefndir því til sönnunar. Munurinn sé mikill, segja menn, á stjórnmáiamönnum nú á dögum og skörungunum, sem sátu á alþingi fyrir nokkrum áratugum, aö ekki sé talað um þjóöhetjurnar á öldinni sem leiö, og fyrstu áratugum okkar aldar. Hvaö erþað sem veldur þvíaö þessi skoðun er alveg áreiöanlega mjög almenn, og að hún jafnframt, við nánari athugun, er óhjákvæmileg, eins og ípottinn er búið? Sjálfsagt veldur þaö einhverju hér um hve löng skólaganga er orðin margfalt algengari en áður var, og sá munur sem oft var á embættis- og fyrirmönnum og öllum almenningi, að þessu leyti, er að mestu horfinn. En meira þarf til. Ég held, að fyrir utan þaö, aö flest viðfangsefni þings og ríkisstjórna hafa AÖ halda gylling- unni gjörbreytzt, muni orsakanna fyrst og fremst aö leita í breyttum starfsháttum fjölmiðla, og tilkomu nýrra fjölmiöla. Fyrir rúmum 10 árum, áður en sjónvarpið kom til, var Útvarpið t.d. fyrst og fremst einskonar þjónustu- stofnun, sem m.a. miölaði fréttum og skemmtiefni, og þar sem ráðherrar og aðrir fyrirmenn fluttu, viö hátíðleg tækifæri, vel undirbúnar ræöur, um landsins gagn og nauösynjar, óáreittir aföllum. Útvarpið sem stofnun lagði þá nánast ekkert til slíkra mála umfram tæknibúnaö sinn. Nú er öldin önnur. Blaðamennska, kennd við „rannsóknir", kom til sög- unnar. Við það breyttu fjölmiðlar um ham. Nú er Útvarpið ekki lengur hin meinleysislega þjónustustofnun, sem áöur var, heldur hefur það breytzt í einhverskonar sjálfskipaða þumal- skrúfu, sem stöðugt knýr á um upplýs- ingar, og er aðgangsharkan oft með þeim eindæmum aö svo viröist að þeir, sem þar segja fyrir verkum, telji sig hafna yfir stjórnvöld og stundum jafn- vel yfir umgengnishætti vel siðaöra manna. Þingmenn, sem eitthvað láta til sín taka, og einkum ráöherrar, eru stöðugt undir smásjá hjá Útvarpinu og verða að standa fyrir máli sínu hvenær sem kallað er og þeir hafast eitthvað aö. Ég held að þaö sé ekki aö ráði ofmælt, aö umfjöllun þingmála fari nú orðið eins mikiö fram í Utvarpinu eins og í þingsölum, og eru það að sjálfsögðu fyrst og fremst forustu- mennirnir, sem kallaðir eru á vettvang. En þá blasir óhjákvæmilega við sú hætta, aö sá sem ár og síö stendur á sviðinu frammi fyrir alþjóð, oftast í gervi einskonar sökudólgs, verði áður en varir orðinn í meira lagi hversdags- legur og gagnsær, og því ekki traust- vekjandi um skör fram, gott ef hann er ekki í lokin orðinn aö einhverskonar trúði, sem enginn tekur mark á. Þessi staöreynd helgar þá fullvissu mína, að sá geislabaugur sem t.d. umlykur minninguna um ýmsa fyrri forustumenn Sjálfstæöisflokksins, og skyggir á þingliö flokksins nú, mundi vera snöggt um daufari ef þessir forustumenn hefðu þurft að heyja alla sína pólitísku baráttu á „opnu leik- sviði“, eins og t.d. núverandi formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, hefur þurft aö gera. Stjórnmálamenn hafa ekki lengur aðstöðu leikarans, sem kemur með allt sitt vel æft og undirbúið inn á sviðið. Þvert á móti verða þeir aö gera hvort tveggja í senn, eftir að þeir eru komnir fram fyrir alþjóð, aö semja textann, eftir því sem spurningum fréttamanns rignir yfir þá, og búa honum áhrifaríkan og helst skemmtilegan búning, auk þess að ekki sakar aö rökfestan sé í sæmilegu lagi. Og allt þetta verða þeir aö gera undir stöðugum þrýstingi fréttamanna, sem of oft eru þeim engan veginn velviljaðir. Auöljóst ætti að vera, að til þess að standast þessa raun, án þess að verð^ með tímanum dálítið upplitaðir og hversdagslegir, duga aöeins ein- hverskonar „supermenn“. En þesshátt- ar fyrirbæri finnast bara ekki, því miöur, eða kannski sem betur fer, og hafa reyndar aldrei gert. Aðeins eru misjafnlega vel greindir menn, misjafn- lega góöviljaöir, misjafnlega starfsam- ir. Þaö hendir jafnvel fáa að eiga alla þessa kosti vel útilátna. Jón Sigurðs- son kann að hafa veriö einn þessara fáu. Á hans tíma, og langt fram á okkar öld, var aðstaða þingmanna og leið- toga þeirra öll önnur en nú er, og verkefnin raunar líka önnur. Þá höfðu þessir menn næði til að semja ritgerðir um þjóðmálin, sem birtust í tímaritum og blöðum, svo og að undirbúa rækilega ræður, sem þeir hugðust flytja á Alþingi. Þing stóðu aðeins í fáar vikur og voru lengi vel aðeins haldin annaðhvert ár. Þingmenn voru þannig lengstum utan skotmáls fjöldans, enda flestir búsettir úti á landsbyggðinni. Sérstöðu hafði sá, sem mests álits naut allra þingmanna á öldinni sem leið, Jón Sigurðsson, en hann var alla sína þingmannstíð búsettur í Kaup- mannahöfn. Honum voru Ijós þau forréttindi sem þetta veitti honum. Haft er eftir honum, þegar til mála kom að hann flytti heim og tæki viö embætti í Reykjavík: „aö þá færi líklega af sér mesta „gyiiingin"." Nokkrum áratugum síöar oröaði annar íslendingur, sem einnig var búsettur í Kaupmannahöfn, þetta sama meö því aö smíða spak- mæli, sem var á hvers manns vörum þegar ég var unglingur: „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla"(Jóh. Sigurjónsson í „ Fjalla-Eyvindi"). Þessi aðstaða þingmanna og ann- arra forustumanna fyrri tíma hefur svo veriö að breytast smám saman með nýjum atvinnuháttum, mönnum og tíöaranda, og eins og áður segir, ekki síst með nýjum fjölmiölum, og loks nú síðustu árin, meö gjörbreyttum starfs- háttum fjölmiöla. Þegar „rannsóknar- blaðamennskan" kom til sögunnar keyrðu fyrst um þverbak breyttir starfshættir, því síðan viröist takmark- iö ekki lengur eingöngu aö vera aö afla frétta og segja fréttir, heldur engu síöur að stuðla að fréttum og skapa fréttir. Þessi róttæka stefnubreyting i fréttamennsku er að sjálfsögðu ekki innlent fyrirbæri, heldur eru hér á ferðinni erlend áhrif, fyrst og fremst amerísk, og er Watergate-málið þekkt- asta dæmið um þaö, hvernig málin geta gengiö þar fyrir sig. í þessu máli geröist það, svo sem frægt er orðiö, aö maðurinn, sem sat i virðulegasta embætti á jarðkringlunni,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.