Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 12
Sveinbjörn I. Baldvinsson: Annar dagur í janúar I Þaö er hádegi Hálfar ásjónur húsmæöra gægjast yfir eldhúsgardínurnar roj roggers hlýöir kalli móöur sinnar og hættir aö skjóta kvefaöa og úlpuklædda indíána Hann hámar í sig kjötbollur og hlustar á nýjasta stríöiö í útvarpinu Vinur hans djeims bond er svo rassblautur eftir aö fela sig í snjónum aö hann situr berrassaður í lopapeysunni og bíöur eftir mjólkinni Rassinn á djeims bond iímist viö stólinn. Annar dagur í janúar II Sólin skín bak viö hús Snjóugir bílar skríöa heim og hnipra sig saman undir eldhúsgluggunum Köflóttar skyrtur Jakkaföt Samfestingar sparka af sér snjóinn á þröskuidinum setjast þegjandi viö eldhúsborðið og horfa út um gluggann Ljósblá blússa dregur ýsur upp úr pottinum og rennir fatinu á ská inn á rauököflóttan dúkinn Einhvers staöar er flugvél aö fljúga til útlanda eöa Akureyrar í fréttunum er þetta helst. Þeir ganga út aö bílunum sjúgandi úr tönnunum og heyra skröltiö í leirtaujinu í vaskinum þangaö til þeir skeila bílhuröunum og geispa. Pjetur Hafstein Lárusson: Tíðinda- laust á heimavíg- stöðvunum Hæfilega lifandi, hóflega dauöur, lýk ég uppvaski liöins dags, meöan konan brystir barninu. Kettirnir kanna mannlífiö gegnum sjáöldur stofugluggans. Utvarpiö flytur nýjustu fréttir af gálgahúmor drottins allsherjar. aldrei aö vita nema eigin dánarfregn berist mér símleiöis. Raunsæi Hrapaði ur skýjaborgum lenti á rústum loftkastala og læt mig dreyma aö dagdraumar rætist í svefni. Orð Dýr orö einskis verö, í tíma töluö út í hött. Þögnin er kjarni málsins. Eru fangar pyntaðir hér Síöastliöinn áratugur mun örugglega vera hinn svartasti í réttarsögu okkar fámenna lands. Svo mikil hefur örtröö glæpamálanna verið, aö dómstólar landsins hafa ekki haft viö aö rannsaka og dæma þá, sem berastir viröast vera aö sök. Allt þjóöfélagið hefur misserum saman veriö undirlagt vegna hinna óhugnanlegu morömála, sem kennd eru við mannhvörf í Hafnarfirði og Keflavík, nefni ég þá aöeins tvö mál af mörgum. Þessi hroöamál hafa og fléttast inn í stjórnmálasögu landsins, I eins og mönnum er í fersku minni. Meðal bóka, sem komu út á síöast- liönu ári, er ein sem ber heitiö Stattu þig drengur og er eftir Stefán Unn- j steinsson. Hún er um einn þeirra ógæfusömu pilta, sem dóm hlutu vegna þessara voöalegu mála. Sá maöur heldur því nú fram, aö hann hafi | í undirrétti og hæstarétti veriö dæmdur sekur á röngum forsendum, játningar sínar hafi löggæslumenn þvingað fram meö andlegum og líkamlegum harö- Íræöum. Hann viöurkennir afbrotaferil, en ekki þaö sem hann hefur hlotiö dóm fyrir. Þar kveöst hann vera dæmdur án saka. Nú eru öll þessi óhugnanlegu mál svo flókin aö öröugt er fyrir leikmenn aó átta sig á þelm. Hér blandast í þjóðfélagslegar meinsemdir og geö- sýki af öllum hugsanlegum gráöum, ekki aöeins hjá sakborningum heldur greinilega á öllum sviöum málsins, kannski ekki síst múgsefjun allrar 1 þjóöarinnar. Þegar lokadómar voru uppkveðnir í Hæstarétti komst aöal- valdamaður dómsmála svo aö orði, að mara heföi legið á þjóðinni og nú væri henni aflétt. En var þessi fullyrðing rétt? Var hér ekki um sjálfsblekkingu að ræöa? Eitt | er víst: Þeirri spurningu hefur ekki verið svaraö, hversvegna ríöur þessi mikla glæpaöld yfir þjóöina, — okkar friðsömu þjóö, sem fram aö þessu hefur fremur veriö kennd viö menningu og mannhelgi en glæpi? Ég verö aö viöurkenna, aö ég var haldinn meir en litlum fordómum vegna þessarar bókar, sem ég hef nú nefnt. Ég ætla ekki aö fara mörgum orðum um hversvegna. Ég fékk hana aö vísu að láni í bókasafni, las um hana dóma, en hummaði alltaf fram af mér aö lesa hana. Nú hef ég loksins gert þaö. Og satt að segja skammast ég mín fyrir afstöðu mína. Sú mara, sem stjórnmálamaöurinn þreytti talaöi um, er því miöur ekki af þjóöinni fallin. Þó aö þaö sé dýrt og erfitt, held ég aö nauðsyn beri til aö hreyfa enn viö þessum hörmulegu málum. Sífellt berast okkur fréttir utan úr heimi um pyntingar á föngum. Getur hugsast aö þaö sé eitthvaö í fari allra manna, sem kallar á níöingsverk, ÚR MÍNU HORNI eitthvað tengt duldustu kenndum mannsins, af líkum toga og trúin, ástin og kynlífið? Þessum spurningum hafa vitrustu menn okkar aldar og fyrr velt fyrir sér. Um Marxismann hafa menn alla tíð deilt. En í hugum margra eldheitustu mannúöarstefnumanna er þar aö finna margar göfugustu hugsjónir og jafn- réttiskenningar okkar tíma. En meö breyttum tímum og unnum sigrum þarf líka aö taka ný mið. Engu að síöur er það óskiljanlegt, aö í nafni þessarar stefnu skuli ráðamenn þjóöa geta hafa gerst níðingar og böölar, sinna eigin fylgjenda jafnt sem andstæðinga sinna. Hvað er það sem hefur gerst í sálarlífi þessarra manna, jafnvel heilla þjóöa í valdaaöstööu? í okkar meinlausa þjóðfélagi virðast menn hvorki þola aö hafa völd, missa þau eöa fá þau ekki. Hér komast ólíklegustu menn í þá aöstööu aö geta setiö á alþingi, í bæjarstjórn, ráða voldugustu peninga- og framkvæmda- stofnunum landsins og hafa loks heila stjórnmálaflokka og málgögn þeirra í hendi sinni. Stjórnmálaforingjar tala um þaö brosandi, aö andstæöingar þeirra skuli neyddir til að kyngja því sem allir vita aö þeim býöur mest viö, ef þeir ekki vilji hverfa úr valdastólum. Einn ráöamaöurinn sagöi nýiega í sjónvarpi, að „nú þurfi aö leysa ofan um menn“, sem hann tiltók og kallaði seka um afglöp. Hætturnar í okkar þjóölífi eru víöar en í dómsmálunum. Valdahrokinn veö- ur allsstaöar uppi. Hér eru pólitískir minnihlutahópar auömýktir miskunn- arlaust. En hverfum aö upphaflegu tilefni þessara skrifa. Ég ætla aö leyfa mér aö vitna í bók Stefáns Unnsteins- sonar. Á blaösíöu 143 stendur: „Einar Bollason skýrði frá því í sjónvarpsviðtali rúmu ári eftir að hon- um var sleppt, aö hann hafi í lok þriggja mánaöa einangrunar verið far- Inn aö efast um sakleysi sitt. Hvað hefði gerst, ef hann hefði setið inni einn, tvo eöa þrjá mánuöi í viöbót? Heföi hann þá setiö á sakamannabekk í Geirfinnsmálinu, kannski dregið fram- burö sinn til baka, en fáir eða engir trúað honum? Ungverski kardinálinn József Mindszenty var tekinn til fanga áriö 1948 eftir valdatöku kommúnista. Lýs- ing hans er víöa tekin sem dæmi um svokallaöar þvingunarfortölur. Eftir fimm vikna einangrunarvist og yfir- heyrslur án beinna líkamlegra pyntinga játaöi hann á sig ýmsa glæpi, meöal annars aö hafa veriö amerískur njósn- ari. Hann segir svo frá: „Líkamsstyrkur minn fór greinilega minnkandi. Eg tók að óttast um heilsu mína og líf . . . var gagntekinn þeirri tilfinningu aö ég væri algerlega yfirgef- inn og varnarlaus. Mótstöðukraftur minn fór smám- saman þverrandi. En sinnuleysi mitt óx. Mörkin milli sannleika og lygi, raunveruleika og óraunveruleika, uröu æ óljósari... Ég hætti að treysta eigin dómgreind. Sólarhringum saman á landi? Ihöföu ákæru-„syndir“ mínar verið baröar inn í hausinn á mér, og nú tók ég sjálfur að trúa því, aö á einhvern hátt hlyti ég aö vera sekur. Aftur og aftur voru sömu hlutirnir endurteknir í ýmsum myndum ... Ég gat aöeins verið viss um eitt, aö það var engrar undankomu auöið ... Skekið tauga- kerfiö veikti mótstööuafl hugans, brenglaöi minni mitt, gróf undan j sjálfstrausti mínu og viljastyrk, — geröi í stuttu máli aö engu þá hæfni sem gerir mann aö manni... Eftir aöra viku mína í gæsluvarðhaldi I ... gat ég fundið hvernig mótstöðu- Ikraftur minn var aö fjara út. Ég var ekki lengur fær um aö rökstyöja mál mitt, né gat ég varist lygum og útúrsnúningi. Viö og viö gafst ég upp og sagöi eitthvað á þá leið, að það væri ástæöulaust aö hafa um þetta fleiri orö, því kannski hefði þetta alltsaman gerst á þann hátt sem aörir sögöu ... An þess aö vita hvaö gerst haföi meö mig, var ég orðinn annar en ég haföi veriö. Því miður er þess ekki getiö í bók St.U. hvaöan þessi tilvitnun er tekin. Betra hefði þaö veriö. Ég læt ógert að geta þess hér, hversvegna hún er framborin í bókinni. Hér er ekki stund né staöur til þess aö ræöa aö gagni efni og rökfærslu þessarar bókar. En hún gefur tilefni til þeirrar fyrirsagnar, sem ég set á þennan pistil — og margra spurninga, sem hér eru ekki j fram bornar. Ein er þó þessi: IHafa eftirtaldir menn lesiö þessa bók: Fyrrverandi dómsmálaráöherrar Ólafur Jóhannesson og Vilmundur Gylfason? Núverandi dómsmálaráö- herra Friöjón Þórðarson? Hvernig væri nú aö einhver alþingismaöurinn varp- aöi fram á þingi spurningu um þaö, hvort öll kurl séu komin til grafar í umræddum afbrotamálum? Hve lengi getur þögnin sem um þau ríkir nú, talist forsvaranleg? — Og loks: Hefur fangapresturinn, Jón Bjarman, sagt sitt síöasta orð í þessu máli? jón úr Vör

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.