Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 7
Landið okkar Ljósmynd og texti: Björn Ruriksson Hlöðufell Lottmynd þessi af svssðinu sunnan Langjökuls er tekin suðvestan viö Hlöðufell ( um þriggja kflómetra haað. Horft er ( norðaustur til Hagafellsjökuls, Hagavatns og Jarlhettna. Bláfell er viö sjóndeildarhring og handan þess, vinstra megin, glittir (Kerlingarfjöll, sem eru nær 80 km (burtu. Myndin er tekin í byrjun nóvember 1976, (fyrstu snjóum. Fölið hefur tekið upp að nokkru, en snjór er (dældum. bannig búið er úfið hrauniö eins og hvítfextur sjór yfir að l(ta. Hlöðufell, sem er 1188 m hár stapi, er eitt dæmigerðra sKkra fjalla, en þau hafa myndast viö gos undir jökii. Giöggt má sjá skilin þar sem gosið hefur náð upp úr jöklinum á sfnum t(ma, en það eru hamrabeltin ( hlíðum fjallsins. Þegar gosið hafði náð upp úr jöklinum, hlóðst upp hraundyngja undir beru lofti. Nú prýðir hún koll fjallains, og efst trónir toppgígur. Jökullinn sem þama var er bráðnaður og síðar varð Hlöðufell umlukið hraunum á báða vegu. forseti Bandaríkjanna, var hrakinn úr þessari stöðu af amerísku „pressunni", í harkalegustu áróðursherferð sem um getur. Ekki fyrir það að hafa staðið í að drepa menn eða fangelsa, og ekki fyrir aö hafa dregið sér fé almennings, eða notað stöðu sína á annan hátt sér og sínum nánustu til framdráttar, nei, sökin var að hann reyndi að halda hlífiskildi yfir flokksbræðrum sínum, sem höfðu róðaö sér út í einhver heimskupör gagnvart andstöðuflokki forseta. Var þetta í raun nauðaómerki- legt mál, sem flokka hefði átt undir asnastrik, en ekki „glæp“ þvíað margt er víða brallað í kosningabaráttu. Nú er Nixon ekki einn þeirra forseta Bandaríkjanna sem taldir hafa veriö ekki stórir í sniðum og því lítil eftirsjá að. Þvert á móti var hann, að dómi flestra raunsærra manna, einn farsæl- asti forseti þjóöarinnar á þessari öld, maðurinn sem m.a. hafði kjark til að kalla heim her lands síns frá Víetnam, þó aö þar með væri viöurkenndur mesti hernaöarlegur og pólitískur ósig- ur Bandaríkjanna fyrr og síðar; maður- inn sem heimsótti Breznev og kom á „þíðunni“ ískiptum Vesturveldanna við Austurblokkina, enda þótt sú „þíöa“ hafi orðið dáiítiö endaslepp í höndum annarra leiðtoga, sem minni eru fyrir sér; maðurinn sem fór að finna Maó formann og kom á skiptum Vesturveld- anna við Kína, og batt þannig endi á áratuga óraunhæfa pólitík Bandaríkj- anna gagnvart þessu fjölmennasta ríki veraldar. Sagt er að gömlu mönnunum í Kreml hafi gengið illa að skilja Water- gate, fannst „glæpurinn" víst eitthvað tllþrifalítill. En Nixon sjálfur skildi því betur sitt heimafólk. Hann skildi að „pressan“, þessi sívaxandi ófreskja, hafði læst í hann klónum og að hann átti að vera aöalfóöur hennar á næstu mánuöum, uns yfir lyki. „Rannsóknar- blaðamennskan" átti að sýna hversu hún væri megnug. Hitt virtist engu máli skipta, sem þó blasti við hverjum heilvita manni, að „glæpurinn" var í engu samræmi við hegninguna, sem óefaö var sárari en dauðadómur. Svo háskalega áhrifarík getur „pressan“ verið, aö enn vitnar fjöldi fólks til Watergate, sem einhvers óskaplegs glæpamáls. Þegar ég er aö skrifa þetta greinar- korn, snemma í janúar, er piltur í Útvarpinu aö yfirheyra Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, um efna- hagsráðstafanir stjórnar hans. Frétta- maöurinn starfar samkvæmt „nýjum stíl“, þ.e. hann er „rannsóknarmaður“ og er áreiöanlega ekki kominn til að upplýsa þjóðina um efnahagsmál, það- an af síður til að styðja við bakið á ráðherra í viðleitni hans til að vinna efnahagsráðstöfunum stjórnar sinnar traust hjá þjóðinni. Hann viröist þvert á móti kominn til að freista þess að koma ráðherra í klípu, gera hann tortryggilegan, kannski helst hlægi- legan. Hann spyr ekki um það sem skiptir máli og helst er fréttmætt, heldur um aukaatriöi, sem honum þykja líkleg til aö koma ráöherra í vanda, svo sem um þaö hvernig viss kvenpersóna, sem ævinlega þjónar einhverjum annarlegum sjónarmiöum, muni taka málinu. Ég dáöist aö langlundargeöi ráð- herra, aö láta sér hvergi bregöa meöan fréttamaöurinn þrástagaöist á þeim vandræöum, sem hann virtist vona að nefnd kona ætti eftir aö valda ráö- herra. Ef „gyllingin“ hefði enga þýðingu, ef það skipti engu máli hvort þingmenn og ráöherrar njóta trausts og viröingar, þá gætu svona „skemmtiþættir“ veriö meinlausir. Það ergir mig ævinlega þegar ég finn að stofnunin, sem eitt sinn var fyrirhugað að verða einskonar háskóli þjóðarinnar og þannig fyrirmynd um hlutdrægnislausa fræðslu og virðu- legan málflutning, skuli hafa tekið upp merki þeirrar fréttamennsku, sem öllu frekar mætti stundum kenna við „árás“ en „rannsókn“, þar sem kappkostað viröist að skafa „gyllinguna“ af hverjum þeim pólitíkusi, sem eitthvað slíkt kann enn að loöa við. Já, manni kemur jafnvel í hug ásökunin Ijóta aö „íslendingar einskis meta alla, sem þeir geta“ Sjálfsögð afleiðing þessarar nýju fréttamennsku er svo, aö reyndir og ráösettir borgarar hætta aö hafa hug á þingsetu. Jafnframt er áberandi hve margt manna úr frétta- og blaöa- mannastétt, ásamt öörum málglööum ungum mönnum hafa í staöinn tekið sæti á Alþingi hin síðustu ár. Hvort það eru svo einmitt þessir menn, sem líklegastir eru til að bjarga fósturjörðinni, það er önnur saga. Björn Steffensen 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.