Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 5
Höfundurinn iózt í París á síöasta ári. Hann var heims- kunnur heimspekingur, rit- höfundur og einn af forvígis- mönnum Existentialismans. Söguefniö hár er úr borgara- styrjöldinni á Spáni á fjóröa áratugnum. Þeir sem koma viö sögu, hafa veriö hand- teknir, varpaö í dýflissu og eiga fyrir höndum aö veröa skotnir í morgunsáriö. Eyjólfur Kjalar Emilsson þýddi. Myndir: Pétur Behrens. — Láttu hann vera, sagöi ég lágt, þú sérö aö hann er aö fara aö skæla. Tom hlýddi nauöugur. Hann heföi gjarn- an viljaö hugga þann litla. Þá heföi hann fengið eitthvaö aö hugsa um og síöur freistast til aö horfast í augu viö sjálfan sig. En slíkar hugsanir örvuöu mig: ég haföi aldrei hugsaö um dauöann áöur, enda aldrei fyrr haft tilefni til þess. En núna var tækifærið komiö og ég haföi ekkert annaö aö gera. Tom tók til máls: — Hefur þú kálaö einhverjum? spuröi hann. Ég svaraöi ekki. Hann fór aö útskýra fyrir mér, aö hann heföi drepið fimm frá því í ágústbyrjun. Hann geröi sér ekki grein fyrir aöstæöunum, og ég merkti glöggt aö hann vildi ekki gera þaö. Ég skildi þetta ekki alveg sjálfur ennþá, ég velti því fyrir mér hvort maöur myndi þjást mikiö, hugsaði um byssukúlurnar, ímyndaði mér hitann af kúlnaregninu sem skarst í gegnum líkama minn. Ekkert af þessu snerti þó kjarna málsins. En ég var rólegur. Viö höföum alla nóttina til þess aö skilja. Eftir stundarkorn hætti Tom aö tala og ég gaf honum auga. Ég sá aö hann var líka oröinn fölur og vansæll á svip. „Þetta kemur,“ hugsaöi ég. Það var næstum orðiö dimmt. Dauf skíma barst í genum loftgötin og yfir kolahrúguna. í gegnum opiö sá ég eina stjörnu á himninum. Nóttin yröi tær og köld. Dyrnar opnuöust og tveir veröir komu inn. í fylgd með þeim var Ijóshæröur maöur í belgískum einkennisbúningi. Hann heils- aði okkur: „Ég er læknir. Mér hefur veriö faiiö aö veita ykkur stuöning í þessum raunum." Rödd hans var þægileg og skýr. Ég sagöi viö hann: — Hvaö ætlaröu aö gera? — Ég er ykkur tii reiöu. Ég mun gera allt sem ég get til aö létta ykkur þessar stundir. — Hvers vegna kemurðu til okkar? Hér eru margir aörir, spítalinn er fullur af fólki. — Ég var sendur hingaö, svaraöi hann lágt. „Ahl Viljið þið reykja? bætti hann viö í flýti. Ég er meö sígarettur, meira aö segja vindla." Hann bauö okkur enskar sígarettur og ósvikna vindla; en viö afþökkuöum. Ég horföi í augu hans. Hann virtist feiminn. Ég sagði: — Þú ert ekki kominn hingaö vegna þess aö þú hafir samúö meö okkur. Ég sá þig meö fasistunum í herbúöunum daginn sem ég var handtekinn. Ég ætlaöi aö halda áfram, en skyndilega varö ég gripinn einhverri undarlegri tilfinn- ingu. Návist þessa læknis hætti allt í einu aö skipta mig nokkru. Þegar ég hef náö taki á einhverjum, læt ég hann venjulega ekki sleppa. En eigi aö síöur hvarf mér nú öll löngun til aö tala. Ég yppti öxlum og leit undan. Dálitlu síöar leit ég upp. Hann virti mig forviöa fyrir sér. Verðirnir voru setztir á hálmdýnu. Pedro, sá hái og granni, neri saman þumalfingrunum. Hinn rykkti til höföinu ööru hverju til aö detta ekki út af. — Viljiöi Ijós? sagöi Pedro allt í einu viö lækninn. Hann kinkaöi kolli til samþykkis. Ég hugsaði meö mér, aö hann stigi ekki sérstaklega í vitið, en bersýnilega væri hann ekki illa innrættur. Eftir hinum stóru, köldu, bláu augum hans aö dæma virtist mér helzti galli hans vera skortur á ímyndunarafli. Pedro fór og kom aftur meö olíulampa, sem hann setti f horniö á bekknum. Hann lýsti illa en var þó skárri en ekkert. Nóttina áöur höföu þeir skiliö okkur eftir í myrkri. Ég horföi góöa stund á hringinn sem Ijósiö myndaöi á loftinu. Ég var agndofa. Svo rankaöi ég allt í einu viö mér. Ljóshringurinn þurrkaöist burt og mér fannst sem heljarþungi legöist yfir mig. Þetta var hvorki hugsunin um dauöann né hræösla, heldur einhver nafnlaus tilfinning. Mér var heitt í kinnum og var meö höfuöverk. Ég reyndi aö hrista þetta af mér og leit á félaga mína tvo. Tom hafði faliö andlitiö í höndum sér, ég sá ekki nema feitan hvítan hálsinn. Juan litli var aö sumu leyti verr á sig kominn, munnur hans var opinn og nasavængirnir titruöu. Læknirinn færöi sig til hans og lagöi höndina á öxl hans eins og til aö hugga hann. En augu hans voru jafn köld. Síðan sá ég hönd Belgans síga laumulega niður eftir handlegg Juans fram á úlnliöinn. Juan lét sem sér kæmi þetta ekki viö. Belginn tók um úlnliö hans meö þremur fingrum eins og hann vissi ekki hvað hann ætti aö gera, um leiö færöi hann sig lítið eitt til svo aö hann snéri baki viö mér. En ég hallaði mér aftur á bak og sá hann trekkja upp úriö sitt og horfa á þaö stundarkorn án þess aö sleppa takinu á úlnliö þess litla. Stuttu seinna lét hann hönd Juans falla máttlausa eins og hann heföi skyndilega tekið eftir einhverju sem hann yröi aö skrifa hjá sér án tafar. Hann dró minnisbók upp úr vasa stnum og skrifaöi í hana nokkrar línur. „Skepna," hugsaöi ég og reiöin sauö í mér, „bara hann fari nú ekki aö þreifa á púlsinum á mér, ég skyldi gefa honum einn á smettiö." Hann kom ekki, en ég fann aö hann horföi á mig. Ég leit upp og éndurgalt honum augnatillitiö. Hann ávarpaöi mig, rödd hans var ópersónuleg. — Finnuröu ekki, aö þaö er hrollkalt hér inni? Honum vlrtist vera kalt. Hann var blár í framan. — Mér er ekki kalt, svaraði ég. Hann hætti ekki aö horfa á mig þessum steinrunnu augum. Skyndiiega áttaöi ég mig og þreifaði á líkama mínum: Ég var kófsveittur. Ég svitnaöi í þessari kjallara- kompu, sem vetrarvindurinn næddi um. Ég renndi fingrunum gegnum háriö, sem var klesst saman af svitanum. Um leiö veitti ég því athygli, aö skyrtan mín var blaut og límdist viö hörundiö. Ég hlaut aö vera búinn aö vera lööursveittur í aö minnsta kosti klukkutíma án þess aö finna fyrir þvt. En þetta haföi ekki fariö framhjá helvítis Belganum. Hann haföi séö dropana renna niöur kinnar mínar og hugsaö: „Þetta er líkamlegt merki skelfingarinnar. Honum finnst hann vera eölilegur vegna þess aö áöur var honum kalt og þá er hann hreykinn af sjálfum sér.“ Mig langaöi að standa upp og lumbra á honum. En varla hafði ég lyft litla fingri, þegar skömmin og reiöin hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ég lét aftur fallast á bekkinn og var sama um allt. Ég lét mér nægja aö þurrka mér um hálsinn meö vasaklútnum mínum því aö nú fann ég svitann sem draup úr hárinu niöur á hálsinn og þaö var óþægilegt. Aö vísu hætti ég brátt aö þurrka mér því þaö var tilgangslaust. Vasaklúturinn var strax orö- inn svo blautur aö þaö var hægt aö vinda hann og ég svitnaöi stööugt. Eg svitnaöi líka í klofinu og þvalar buxurnar límdust viö bekkinn. Juan litli tók allt í einu til máls. — Ert þú læknir? — Já, svaraði Belginn. — Er þaö sárt... lengi? — Ha? Hvenær?... Nei, þaö gengur fljótt yfir, sagöi Belginn fööurlega. Hann var á svipinn eins og harin væri aö telja kjark í einhvern sjúklinga sinna. — En ég... mér var sagt ... aö þaö þyrfti oft að skjóta tvisvar. — Þaö kemur fyrir, sagöi Belginn og kinkaöi kolli. Hugsanlegt er, aö fyrsta skothríöin hæfi ekkert af höfuölíffærunum. — Þurfa þeir þá aö hlaöa aftur og miöa upp á nýtt? Hann hugsaöi stundarkorn og bætti síðan viö hásri röddu: — Þetta tekur tíma! Hann var skelfingu lostinn yfir sársauk- anum og hugsaöi ekki um annaö. Hann var á þeim aldri. Ég hugsaöi ekki mikiö um sársaukann lengur og þaö var ekki óttinn viö hann sem olli svitanum. Ég stóö á fætur og gekk aö kolahrúgunni: Tom stökk upp og leit á mig hatursaugum. Marriö í skónum mínum æsti hann upp. Ég velti því fyrir mér hvort ég væri eins gulgrár í framan og hann. Eg sá aö hann svitnaði líka. Himinninn var stórkostlegur. Engin birta komst inn í þetta dimma skot, en ég þurfti ekki nema rétt aö teygja mig og þá gat ég séö Karlsvagninn. En þetta var öðruvísi en kvöldiö áöur. Þegar ég var í klefanum mínum á erkibiskupssetrinu, gat ég séö stóran hluta himinsins og hver stund dagsins vakti meö mér ólíkar minningar. Á morgnana, þegar blámi himinsins var léttur og haröur hugsaöi ég um sandana viö Atlantshafsströndina. A hádegi þegar ég sá sólina minntist ég bars í Sevilla þar sem ég var vanur aö drekka manzanilla og boröa ansjósur og ólívur. Síödegis var ég í skugga, og þá hugsaöi ég um hinn djúpa skugga, sem teygir sig yfir annan helming sandsléttanna meðan hinn er baöaöur í sól. Þaö er sárt aö sjá jöröina endurspeglast á þennan hátt í himninum. En núna skipti engu hvaö ég staröi á himininn, hann hafði engin áhrif á mig. Því var lokið fyrir fullt og allt. Ég fór aftur og settist hjá Tom. Löng stund leið. Tom fór aö tala lágri röddu. Hann þurfti alltaf aö vera aö tala, án þess gat hann ekki almennilega gert sér grein fyrir hugsunum sínum. Ég býst viö aö hann hafi beint máli sínu til mín, en hann horfði ekki á mig. Ugglaust var hann hræddur viö aö líta á mig eins og ég var á mig kominn, fölur og sveittur. Viö vorum eins — fyrir hvor annan vorum viö verri en spegill. Hann horfði á Belgann. — Skilur þú? spuröi hann. Ég skil þetta ekki. Ég fór líka aö tala lágum rómi. Ég horföi á Belgann. — Hvaöþá? — Þetta sem á aö gerast er eitthvað alveg óskiljanlegt fyrir mér. Framhald á bls. 13 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.