Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 10
Vínarfrú í skreytingahjúpi (1912) og myndar þríhyrning, en skrautlega búnir Japanir í bakgrunni. Á tímabili var þessi stíll eftirlæti Klimts. Hér brast hann á: Menntamálaráðu- neytið neitaði að taka við þessari mynd Klimts, sm hafði verið pöntuð í Háskól- ann í Vínarborg. einnig í landslagsmyndum, sem liggja eftir Klimt frá þessum tíma. Eftir fyrsta áratug aldarinnar koma ný áhrif til sögunnar: í þetta sinn frá Japan og öörum austurlöndum. Skrautiö heldur áfram á Klimtvísu, en Vínarfrúrnar, sem hann heldur áfram aö mála, eru nú meö herskara af Japönum í bakgrunni. Mynd- rænt séö viröist þarna um afturför aö rasöa, en þetta varö ákaflega eftirsótt lausn meöal þeirra kvenna, sem sátu fyrir hjá Klimt. Jafnframt er þess aö geta, aö Klimt málaöi án þess aö nokkur bæöi hann um þaö, ýmis verk, sem veröa aö teljast öllu forvitnilegri en heföarkonuportrettin. Hann viröist hafa skynjað, aö bak viö glæst yfirborö Vínarlífsins var ekki allt sem sýndist. Hann skynjar úrkynjunina, — þessa viöhafnarmiklu og litskrúöugu úrkynjun, sem ævinlega stendur í sínum fegursta blóma, rétt áöur en allt hrynur. Hann teflir fram sem andStæöu útlifuöum nautnaseggjum og ungri stúlku, sem stendur nakin framan viö þá — komin langt á leiö. En kunnasta framlag Klimts af þessu tagi er sú mynd, sem stendur mörgum fyrir hugskotssjónum sem frábært dæmi um hina fögru og úrkynjuðu Vínarkonu, hlaöna kynþokka þótt komin sé af léttasta skeiöi: Judith I, máluö 1901. Þegar betur er aö gáö, heldur konan um mannshöfuð, sem gæti veriö dautt og á rammanum ofanveröum stendur: Judit og Holofernes. Hvort sem Klimt hefur fundiö sér svo tilhlýöilega fyrirsætu í Vínarborg eöur ei, er hann hér aö gera sögulegu mótífi skil. Hér er ein af apókryfu sögunum; þeim hluta Biblíunnar, sem kirkjufeöur ritskoö- uöu og felldu niöur. Þar segir frá konu — hún heitir raunar Salome þar — og kom hún sínu fólki til hjálpar meö því aö ganga til rekkju með Holofernes, konungi Ass- yríumanna, sem fóru um ránshendi. Er ekki að orölengja þaö, aö eftir þennan ástafund haföi konan afhausaö kónginn. Líkt og Edward Munch, var Klimt hugstætt aö spyröa saman ástina og dauðann. Hann kýs aö sýna konuna sem „femme fatale", skaðræðiskvendiö, sem drepur af losta. Af sama toga er myndröö, sem Klimt geröi viö níundu sinfóníu Beethovens. Þar flytur hann Óöinn til gleðinnar á sinn hátt, þótt ekki sé þaö innihald allt glaölegt — en eins og löngum fyrr, eru naktir konulíkamar uppistaöan. Hann var enda gagnrýndur hressilega fyrir þetta verk og enn var sú gagnrýni reist á siöfræöilegum ástæöum. Nú gat Klimt látiö sér slíkt í léttu rúmi liggja og þegar hann haföi efni á, keypti hann af ríkinu myndirnar þrjár, sem áttu aö fara í Háskólann, en var hafnaö. Síöustu fjögur árin í lífi Gustavs Klimt geysar fyrri heimsstyrjöldin, en ekki sér þess staö í myndheimi hans. Eins og löngum áöur heldur hann áfram aö gera sér konulíkamann aö yrkisefni umfram flest annaö. En stundum er dauðinn nærstæöur í þessum myndum. Og dauö- inn kom aö finna Klimt án þess aö þaö væri tímabært. Þaö var í janúarmánuöi 1918. Inn- brotsþjófar brutust inn í vinnustofu mál- arans í Vínarborg og létu greipar sópa. Þar sáu þeir fyrstir manna undarlega mynd á trönum: Vinstra megin kös af nöktu og hálfnöktu fólki, líkt og væri þaö í einhverskonar vímu, — en sér og liggjandi á fleti: nakin kona. Gagnsætt pils hálfskýlir nekt hennar, en allt fyrir ofan brjóst er óklárað. Þjófarnir sjá, aö þessi undarlega mynd heitir Brúöurin, en þeir láta hana eiga sig; greinilegt aö þarna hefur einhver klámhundur veriö aö skemmta sér viö að mála klúra mynd. En málarinn kom ekki til aö veröa vitni aö innbrotinu, ellegar til aö Ijúka viö myndina. Gustav Klimt haföi tveimur dögum áður fengiö sér venjulegan göngutúr í Tivoligöröunum. Hann fékk þá blóðtappa í heila, lamaöist hægra megin og var fluttur á spítala. Skömmu síöar var hann látinn. Schubert við hljóðfærið. öll Vínarborg stóð á öndinni af hrifningu yfir þessu málverki Klimts frá 1899. Sjá nánar í greininni. Endurnýjun og úrkynjun. Hér birtast undarlegar andstæður: Annarsvegar þunguð ung stúlka, sem þó er ímynd sakleysis og að baki: Hinir útlifuðu. Ein- hverloppa teygist inn í myndina frá vinstri; kannski er það skrattinn sjálfur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.