Tíminn - 03.06.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.06.1967, Blaðsíða 5
5 LAUG'ARD'AGTJR 3. juní 1967 TIMINN Gísli Kristjánsson; Hafnarfirði „Ellin Grein hr. Gísla Sigurbjörnssonar forstj. með yfirskriftinni, „Það er svo margt sem er aðkallandi", snertir vandamál hinna öldruðu, en þau hafa hann og faðir hans borið fyTÍr brjósti í áratugi, til verðugs lofs þeim báðum. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund mun hafa tekið til starfa 1922 Gísli Sigurbjörnsson segir i þessari grein í Tímanum 1. des- s, ,, stliðinn. „Ef einhver sem les þ’ssa grein, hefði áhuga á, að fá F'imilispóstinn þá er sjálfsagt að senda hann. Líklega verða þeir i ekki margir. Að minnsta kosti varð ■ sú reyndin á um daginn er ég ! skrifaði eina blaðagrein að ég ; væri ávailt til reiðu, ef einhver vildi tala við mig um þessi mál, ■ að enginn kom.“ Og ennfremur segir G. S. „Áhug inn er nefnilega lítill nema þegar í óefni er komið. En væri nú ekki rétt að fara að huga um úrræði ■ áður en allt lendir í vandræðum" Þetta skrifar G. S. og margt fleira varðandi málefni hinna ald- urhningnu. Allir geta víst tekið undið orð Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra. Vá er fyrir dyrum. Elli- og hjúkrunarhekníli vantar endalaust ef svo hekhir fram sem horfir. Ég leyfi mér að benda á það, að meðan svona standa sakir má auðveldlega draga úr aðsókn i eða aSstreymi aldraðra til elli- lllieinrila. Fjarri er mér þó að gera flSBEPiSr lofsverðri baráttu forsvars Imanna í málum hinna aldurhnignu, e®a. dS®a m'arkið sem þeir stefna að. Lofevert er Dvalarheimili aWra&a sjómanna er veitir mörg ®m ákjóígóða höfn. BFú eldast menn betur en fyrr á- tómnm- ASbúnaður og vinnuskil- yxði ólíkt betri. Það ber að stuðla að því að aldurhnigið fólk fái starf við sitt hæfi. Það á ekki endilega að hreppa helzt það sem aðrir sízt vilja starfa, götuhreins un og annað því líkt, hvernig sem viðrar. Það bætir ekki gigtina sem býr ekki sízt í eldri kynslóðinni, sem í ungdæmi átti þess ekki kost að njóta skjólklæðnaðar sem þó nú er tiltækur. Var því í upp- hafi auvelt herfang gigtarinnar sem hefur verið henni trygg fylgi kona, en síður aðlaðandi. Lög- bjóða mætti, að aldrað fólk ætti kost á störfum við sitt hæfi. Störf in eru mörg. Þetta, ásamt freiru varðandi aldr að fólk hrópar til löggjafar til verndar. Illa sæmir að beita ein- staklinga og hjón vægðarlausum opinberum gjöldum að grafar- bakka á naumar vinnutekjur, sem með nýtni~og sparsemi vart hrökkva til daglegra þarfa. Ég endurtek, vinnutekjur, þurft- artekjur. Tekjur umræddra eru oft í meðferð skattiþjónustu fengnar verulega upp með því að bæta við naumar vinnutekjur, tekjur af dvöl í eigin íbúð, árlega 10—12 þús. krónur, ellilífeyri o. fl. ef finnst. Og það er lítið sem hunds tungan finnur ekki. Ef um hjón er að ræða, á sjötugs og áttræðis aldri með lágar vinnutekjur hvort hallar er þetta lagt saman og á eign- manninum lagt sem einn skatt- greiðanda. Hefndargjöf á hjón. Fara þó starfsmenn skattþjónustu eftir skráðum reglum eða lögum. Hér sýnast ekki brotin lög, en aug um í mörgum tilfellum lokað fyrir staðreyndum. Ástæður skattiþegns ekki metnar sem má og á að gera, af hinum ýmsu er að þessu vinna og þeim virðist nokkuð í sjálfs- vald sett. Að leita leiðréttinga er oft torsótt, t. d. til ríkisskattanefnd ar sem virðist mjög störfum hlað in og má þakka fyrir ef kærur ekki hljóta hjá henni hinztu hvíld. Skýr kæruatriði eru óskyld flókn- um, margslungnum framtölum hinna ýmsu stærri fyrirtækja. Ein- föld framtöl, er þó leiða til kæru af hendi framteljanda sem finnst hann órétti beittur, lenda í langri bið. Það mætti þó aðskilja sauði frá höfrum. Afgreiða, smáar, skýr ar kærur, þótt flóknari lendi í lengri bið. Þetta á einkum við framtöl heilsuveilla og gamalla, sem sífellt er verið að skattpína. Stofna þarf enn eitt félagið; félag til verndar öldruðu fólki. Eins og á sínum tíma var stofnað félag til verndar búfénaði o. fl. eftir hróplega illa meðferð þessara málleysingja, sem settir voru á guð og gaddinn. Hjó þar sá er hlífa skyldi. Er svo enn hvað við- kemur öldruðu fólki. Þjóðfélagið heggur en hlífir ekki. Samt geta allir orðið gamlir ef lifa lengi. Ég sem skrifa þetta, er gamall. Nú er ellin góð, en mér ofbýður það handahóf sem ríkir af hálfu lög- gjafans varðandi velferð og líðan og öryggiskennd aldurhniginnar alþýðu landsins. Margt af þessu fólki á ekki eins góða elli og æski legt væri. En ekki eru allar syndir guði að kenna. Á það, að hver sé sinnar gæfu smiður, trúi ég var- lega. Og mikið yrði þá smíðað í hverji horni. Eitthvað er þó ef- laust til í þessu með gæfusmiðina. Löggjafinn er ekki eini synda- selurinn, er sljór í mörgu, sem al- þýðu varðar. Hið aldraða fólk kýs ef auðið er að búa að sínu. í íbúð sinni ,við muni sína er minna á liðna daga. Máske marga hamingju daga einnig. Árlega er flutt inn fólk til starfa við atvinnuvegi þjóðarinnar og er þar misjafn sauður í mörgu fé. Hér er ekki átt við frændur okkar og nágranna Færeyinga, hina ágæt- lega vinnuhæfu menn. Atvinna hefur verið hér nóg og verður vonandi. Hvers vegna ekki að finna sem flest verkefni handa öldruðu fólki, sem margt er lengi vinnu- fært og vill flest vinna meðan kostur er, sé starfið við þess hæfi. Sé alveg hætt að vinna, er ellinni í mörgum tilfellum og skilningi blátt áfram boðið heim. Það er staðreynd að svo illa hefur til tek izt að sparifé þess fólks sem nú er gamalt orðið, hefur að mestu glatazt því í varðveizlu peninga stofnana og skyldra. Sá sem átti andvirði íbúðar; á í jafnhærri upp- hæð tölulega, fyrir einni útihurð. Húsið er týnt. Gufað upp. Engu var þó stolið beinlinis af þessu sparifé ekki viljandi minnsta kosti, en glataðist samt. Ríkisstjórnir fs- lands hafa hingað til verið sein- heppnar í því að varðveita fé þjóð arinnar. Helsta þjóðráð þeirra er að fella gengi krónunnar. Hafa fetað í fótspor blóðtökumannanna gömlu, sem vildu það þá einnig til í öllu fúskinu, að láta sjúklingnum blæða út. Þau verða eflaust örlög ísl. krónunnar í höndum ráða- manna ef þessu heldur áfram. Vel mætti sjá það við gamla fólkið sem svipt var meginhluta spari fjár síns. Varð fyrir tjóni. Bæta því að nokkru. Þegar ýmsar séttir verða fyrir tjóni svo sem útgm., bændur og fl. er leitazt við að bæta það eftir föngum. Lasta ég það ekki. Éinnig mætti sjá þetta við gamla grnnlausa fólkið er missti sparifé sitt. Hvers á það að gjalda, sem margt lifir síðustu æfi- stundir. Er þó skattpínt þar til dánarvottorði er veifað og verður vart haft að féþúfu lengur. Velferð þjóðarinnar er slík, að alheimsatihygli vekur um langt árabil. Tekjur eru þannig að ís- land er þriðj,a land tekjuhæst í heimi, miðað við einstakling. ístöku byggðarlagi hér á landi örlar á meiri mannúð í garð ald- urhniginna, en yfirleitt. Hví er ekki álagning á aldrað fólk studd skýrum lagaboðum, heldur mis- vitrir og misjafnlega velviljaðir og sannsýnir menn á hverjum stað, látnir þjóna lúnd sinni um við- horf til háaldraðs fólks. Hafa menn hugleitt hvað gam- all maður sparar bæ og ríki eða byggðarlagi sínu, meðan hann get ur, vill og fær að vinna fyrir sér, í stað þess að byggðarlagið taki hann á sínar arma og kosti alla framfærslu, troði honum á yfir- full elliheimili, til þeirra sker hið opinbera hjálpina við nögl. Á elliheimili gefst oft ekki kostur á vinnu fyrir vistmenn, þótt leit- ast sé við af forráðamönnum að bæta úr því eftir fönggm. Á elli- heimili er vistgjald vart undir 75 þús. krónum árl. fyrir einstakl ing. Ellilífeyrir var um 32 þús- kr. á s. 1. ári. Mismuninn verður þá í flestum tilfellum bær eða ríki að greiða. Eg leyfi mér að vekja athygli á því, að þótt allra mannúðarleg ustu ráða verði leitað undir for ustu Alþingis og ríkisstjórnar er með málefni þjóðarinnar fer hverju sinni, til þess að veita öldr uðu fólki alla sjálfsagðs, hugsan lega hjálp til þess að sjá sér sem lengst farborða með eigin vinnu — þá verður aðsóknin til vistheim ila, nægilégt viðfangsefni þeim mönnum sem helga starfskrafta sína mannúðarmálum og því, að létta mönnum elliárin. Það á að fría aldurhnigið fólk öilum gjöldum af þurftartekjum ef það þá yrði fært um að sjá sér sem lengst farborða. Þannig, losa samfélagið við allan veg og vanda af því. Nóg er nú samt, skilst manni. Það á að varast að hæna fólk, sem annars getur séð fyrir sér, á spena hins opinbera. Lofa öldruðu fólki og vinnufúsu að sjá fyrir sér, en torvelda því ekki róðurinn. Ég ætla að segja hér efnisþráð úr sögu sem ég las á barnsaldri. Sagan er gömul, samt alltaf ný og heitir „Á hann ekki einnig móður“ „Á ströndinni stóð fólkið og horfði á stormbarið hafið og sjóana sem brotnuðu þar, eftir að hafa risið hátt og ógnandi. í brimgarðinum sást skip óljóst, það hrakti nær og fólkið kom auga á mann i reiða þess. Hraustir sjómenn þustu að björgunarbátnum, vildu freista þess að koma til liðs við manninn í reiðanum. Meðal hinna fórnfúsu sjómanna var ungur mað ur einn. Móðir þessa unga manns grátbað son sinn að hætta sér ekki út í opinn dauðann, hún ætti hann einan eftir. Annar sonur hennar hafði farið í siglingar fyrir mörg um árum og ekkert hafði til hans spurzt: Ungi maðurinn var í mikl um vanda, hverju svara skyldi bæn móðurinnar sem hann unni. Hvort heldur fara, eða ekki fara. Augna- blikin liðu, og timinn var dýrmæt ur ef lánast mætti að bjarga manns lífi í stað þess að sjá það tortím ast fyrir augum fólksins. Og ungi maðurin ávarpaði móður sína svo- felldum orðum „Á hann ekki einnig móður.“ Hann hvarf frá henni til félaga sinna, og ham- ingjan var með þeim. Eftir tvísýna baráttu við storm og haf, auðnað ist þeim að ná skipbrotsmanninum og björgunarbáturinn lenti heill. Fólkið þusti að og gladdist yfir, þótt sárt væri jafnframt að hugsa til afdrifa allra hinna sem hafið tók. Móðir unga mannsins kom nær, hún vildi fagna syninum sem hætt hafði lífinu ásamt félögunum. Hann stóð við hlið skipbrotsmanns ins og studdi hann, sem var mátt farinn eftir fangbrögðin við — að þessu sinni — hið grimma haf. En hvað bar henni fyrir sjónir? Synir hennar stóðu þarna, báðir. Hún hafði endurheimt þá. Og þau féllust í faðma, og gleðitár og þakklætis runnu niður sævotar kinnar“ Hirrn aldurhnigni sem berst á flaki iífsfleys, á síðustu bárum, á oft lítilli samúð að fagna, jafn- vel i velferðar og allsnægtalandi. Vondir valdsmenn og embættis- men;i eru til, oft handbendi sér verri manna. Ekki munu slákir hætt.a sér langt til þess að bjarga, máske bróður. Sjálfir kunna þeir þó að lenda í skipreka ellinnar. Til eru einnig góðir valásmenn og embættismenn. Af—þeim- væntir hið sidurhnigna fólk sér góðs. Eg sem þetta skrifa orka litlu, til þess að mannsæmandi lausn fáist á misræmi og misrétti sem aldur hnigið fólk verður að búa við, en ég skora á alla góða menn að koma og veita liðsinni velferðar- málum hinna öldruðu. Margar starfsstéttir þjóðarinmar hafa auk hins riaumu ellilífeyris, sín elli- laun Alþýða manna enga hlið- stæða stoð eftir 50—60 ára starfs ævi. Óliuíkt er hér að búið. Yfir tekur þó að á hinu háöldruðu fólki með naumar þurftartekjur eru lögð opinber gjöld vægðar- laust og af handaihófi. Það dreeið í sama dilk og ungir, með vaxandi þrótt og hreysti, hún með þverr- andi hreysti og þrótt. Hið opimbera má ekki taka með amnarri hendi það. sem xað veitir með hinni, hinum aldraða til hjálp ar. Vel ætti við að efna til sam- keppn. milli stjórnmálaflokkanna um farsæla, drengilega lausn í ein hver.-i mynd, velferðarmála aldur hniginnar alþýðu. Skattpíning sem beitt er við aldrað fólk er árás á heimili þess, öryggi , þess og líðan alla. Aldurhnignum einstakl ingum og hjón óska þess að mega sem iengst dvelja í íbúð sinni, sem kostaði sveita, erfiði og harða kosti fjárhagslega, og ldfið endist stundum ekki til þess að fullgreiða. Opinber óhófleg gjöld, sem beitt er cillitslaust, ásamt þunga ellinn ar, hrekur hinn aldraða á eins konar vergang, líkt því sem æstar höfuðskeppnur væru að verki. Á móti norrænna lögfræðinga, sem haldið var hér á landi fyrir fáum árum, var einn dagskrárlið- ur nefndur: „Ofsköttun“. Fer þessi andskoti um löndin vægðarlaust? (Eg á ekki við lögfræðingana). Minni gát mun oft höfð á með- ferð hins innheimta fjár. 23.12. ’66. Gísli Kristjánsson. | Á VÍÐAVANGI Hættuástand nna-ððr Dagur á Akureyri segir , for ystugrein fyrir nokkrum dög- um: „Talsmenn ríkisstjórnarinmr hafa valið sér verri kostinn 1 þeirri kosningabaráttu, sem nú stendur yfir. Þeir bera það blá kalt fram, að atvínnuvegir landsmanna séu í blóma, enda hafi „viðreisnin“ skapað þeim bjargtraustan grundvöll til langrar frambúðar. Betra hefði það verið fyrir stjórnina og fyrir þjóðina, ef að ríkisstjórn in hefði viðurkennt ástandið eins og það nú er, undanbragða laust, en jafnframt lofað bót og betrun í því, sem mest hef- ur verið áfátt. En það sem stjórnarflokkunum hefur mis- tekizt í átta ár, er vonlítið að þeir geri hér eftir, þ. e. að treysta svo aðstöðu atvinnuveg anna, að þeir standi föstum fót um og séu þeir hyrningar- steinar í efnahagslífi lands- manna, sem þeir eiga að vera. Ekkert væri ánægjulegra, en að fullyrðingar stjórnaflokk- anna um efnahagsmálin væru á rökum reistar. Én forystu- menn allra helztu atvinnuvega landsins hafa hvað eftir annáð hvatt sér hljóðs á opinberum vettvangi, og varað við þyí hættuástandi, seg* þegar ógn- ar atvinnuvegum landsmanna.“ Veiðibannið er táknrænt Dagur segir ennfremur:' „Á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var glögg- lega lýst ástandinu í fiskiðnað inum. Floti minni fiskibáta hef ur dregizt saman, enda ekki lengur talið gerlegt að gcra slíka báta út án enn aukinna uppbóta. Sfldarbátarnir eru stolt ríkisstjórnarinnar. En einnig þeirra rekstrargrundvöll ur virðist brostinn og setti stjórnin þá í einskonar veiði- bann í maímánuði. Aðeins fáir togarar eru eftir af 48 togur um landsmanna og eru þeir gerðir út með harmkvælum. Það er von að stjórnarflokk- arnir séu hreyknir af frammi- stöðu sinni. Iðnaðurinn hefur vorið lam aður með gegndarlausum inn flutningi, til að þóknast inn- fiytjendum. Þótt Jóhann Haf- stein flytji langar ræður um öra og markvissa iðnþróun hafa ið.irekendur allt aðra sögu að segja, enda vita þeir hvar skór inn keppir, svo og fólkið sem verið er að segja upp hjá iðn- fyrirtækjum.“ Hugsjónabræður Þegar frambjóðendur Alþýðu bandalacsins úti uir. land eru spurðir að því á kosningafund. um þessa dagana verða þeir harla kindarlegir á svip, vefst tunga um tönn og hafa uppi hin sundurleitustu svör, sem stundum eru harla skrítin og langsótt. Táknrænt er svar Jónasar Árnasonar á fundi á Akranesi í fyrrakvöld. Hann harmaði að vísu sundurlyndið í Reykjavik en lýsti því fjálg legar einingunni um framboð sitt. Að lokum kvaðst hann viss um, að sameiginlegar hug- sjónir mundu sameina Hanni bai og Magnús eftir kosningar í einingu andans og bandi frið arins. — Mennirnir sem nú for mæla hverjir öðrum með Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.