Tíminn - 03.06.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.06.1967, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 3. júní 1967 TÍMINN InÉni Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánssón, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Þrotabú íslenzkir atvinnuvegir minna orðið einna helzt á eitt allsherjar þrotabú. Hver atvinnugreinin af annari til- kynnir, að hún muni stöðvast að óbreyttu ástandi. Frystihúsaeigendur hafa ny’ega lýst yfir því á fundi sínum, að frystihúsin muni stöovast, ef ekki gerist annað tveggja, að uppbætur verði stórauknar eða krónan felld. Útgerðarmenn hafa byrjað síldveiöarnar í trausti þess, að þeir fái meiriháttar uppbætur á síldarverðið eftir kosningar. Sjómenn hafa sett fram þá kröfu, að þeir fái fulla hlutdeild í slíkum uppbótum. Iðnaðurinn er að stöðvast. Dagle'ga fréttist um meiri eða minni uppsagnir hjá iðnaðarfyrirtækjum. Önnur loka alveg. Hvernig má það vera, að íslenzkir atvinnuvegir skuli þannig minna á þrotabú eftir lengsta og mesta góðæri, / sem hér hefur verið? Svarið er einfallt. Þeta er afleiðing þess, að ríkis- stjórnin hefur ýmist ekki ráðið við vandamálin eða tekið þau röngum tökum. Hún hefur ekkert hamlað gegn verð- bólgunni, þótt það væri höfuðloforð hennar fyrir seinustu kosningar að stöðva hana. Hún hefur aukið á vandræðin með stórfelldum lánsfjárhöftum, nýjum sköttum og hömlulausum innflutningi iðnaðarvara. Þess vegna er svo komið, sem komið er. Þess vegna blasir við þrotabú at- vinnuveganna eftir allt góðærið. En hvernig bregzt ríkisstjórnin við þessum vanda? Hvað býður hún upp á? Svar hennar er það eitt, að hún ætli að fylgja óbreyttri stefnu áfram, þótt öll reynslan sýni, að það væri aðeins að halda lengra út í ófæruna. Það, sem hér þarf, er sannarlega allt annað. Það þarf sterka forustu og ný úrræði. Slíict getur því aðeins orðið, að menn felli þá ríkisstjórn, sern býður skki upp á annað en stefnuna, sem þegar hefur misheppnast. Fall hennar er frumskilyrði þess, að reynt verði að sameinast um nýtt átak og breytt árræði til lausnar vandanum. Þögn um stærsta málið Allar líkur benda til, að örhgaríkasta stórmálið, sem Alþingi fjalli um á næsta kprtímabili, verði afstaðan til Efnahagsbandalags Evrópu. Samt hefur það gerzt í kcsningabaráttunni, að öll stjórnmálablöðin hafa næstum forðazt að minnast á þetta mál, nema Tíminn. Það liggur glöggt fyrir, að stjórnarflokkarnir stefna að því, að láta ísland ganga í EFTA, sem fyrsta áfanga inn í Efnahagsbandalagið. Næsta skrefið er að láta ísland gerast aukaaðila að Efnahagsbandalaginu. Þessu ætla stjórnarflokkarnir að koma fram. án þess að ræða það nokkuð fyrir kosningar. Eftir fjögur ár, þegar gengið verður til kosninga aftur, eigb kjósendur að standa frammi fyrir gerðum hlut. Alþýðubandalagið hjálpar-emnig til að hafa þögn um málið. Þjóðviljinn hefur varla minnzt á það en Magnús Kjartansson hins vegar sagt við ýms tækifæri að ísland sé að slitna frá Evrópu. Hvað þyðir þetta? Eru Magnúsar- menn i Alþýðubandalaginu ef úl vill búmr að fallast á það sjónarmið ríkisstjórnarinnar, að ísland eigi að ganga í EFTA sem fyrsta skref: Frá Hannibalistum heyr- ist bókstaflega ekki neitt um þetta mál. Kjósendur eiga ekki að þoia þessa þögn. Þeir eiga að heimta skýr svör af flokkunum fyrir 11. júní, því að það getur orðið seinasti dagunnn, sem þeir geta haft eitthvað um þessi mál að seg.ja. Sjálfstæðisflokkurinn OG ATVINNUVEGIRNIR Það hefur löngum verið eiít hclzta áróðursmál Sjálf stæðisflokksins, að hann væri sá flokkur, sem mest bæri hag atvinnurekenda fyrir brjósti, þ.e. að hann vildi skapa þeim aðstöðu til að láta fyrirtæki þeirra blómgast. Á þann hátt efld- ist líka þjóðarhagurinn bczt Sjálfstæðisflokkurinn hef ur nú haft tækifæri í átta ár til að sýna þessa stefnu sina í verki. Að vísu hefur hann ekki formlega haft -vóidin einsamall, en sam- starfsflokkur hans, Alþýðu flokkurinn, hefur verið hon um svo þægur og eftirlátur, að í reyndinni hefur það verið Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur ráðið öllu. Til viðbótar því að hafa pannig ráðið öllu um stefnu og störf ríkisstjórnarinnar, aelur Sjálfstæðisflokkurinn notið þeirrar einstæðu að- stöðu að árferði hefúr verið hagstæðara en nokkru sinni fyrr. Aflabrögð hafa verið oetri og verðlag á útflutn- ingsvörum hagstæðara en dæmi eru til um'áður. Sjálfstæðisflokkurinn hef ur því sannarlega haft tæki tæri til að sanna það í verki, að atvinnurekstrin- um séu sköpuð betri skil- yi'ði undir handleiðslu hans en annarra flokka. Hver er svo sjálf reynsl- an í þessum efnum? Hún er í stuttu máli sú, að sjaldan hefur hag fjöl- margra atvinnufyrirtækja á íslandi verið öllu verr kom- ið en nú eftir hið langvinna góðæri. Stór hluti útgerðarinnar, eða allir minni bátarnir og togararnir, ber sig ekki, heldur þarfnast stórfelldra styrkjá, ef rekstur þeirra á ekki að stöðvast. Frystihús- m eru að stöðvast af sömu ástæðu. Mikill hluti iðnaðar ins er einnig að stöðvast. Verkalýðssamtökum og launþegum verður ekki kennt um hvernig komið er. Málgögn Sjálfstæðis- flokksins viðurkenna þvert á móti, að þessir aðilar hafi verið mjög hófsamir í kröf- um sínum seinustu þrjú árin og ríkisstjórnin náð hagkvæmum samningum við þá. Staðreyndin er líka su, að kaupmáttur dag- launa er nú minni eða svip aður og á árinu 1959, þótt hann hafi aukizt stórlega í nagrannalöndum okkar á sama tíma. Ekki verður bændum Glöggt dæmi um lánsfjárhöftin, sem Sjálfstæðisflokkurlnn hefur komið á, er það, að inniánsfé i iðnaðarbankanum jókst um 124 millj. kr. á síðastl. ári, en útlánin um 67,7 millj. kr. Mismuninn lét ríkis- stjórnin „frysta" með ýmsum hætti. Vegna efnahagsmálastefnu þeirrar, sem hefur verlð fylgt undir forustu Sjálfstæðisflokksins, hefur orðið stórfelldur samdráttur f starfsemi margra fyrirtækja, sem eiga þó góðan vélakost. Má þar ekki sízt nefna vélsmiðjuna Héðin. heldur kennt um, að þeir hafi „sprengt upp“ afurða verðið, því að það hefur á þessum tíma verið ákveð- íð i fullu samráði við ríkis- sijórnina og með samþykki hennar. Það sem veldur hinni hörmulegu afkomu atvinnu veganna, er fyrst og fremst röng stjórnarstefna. Ekkert eftirlit hefur verið með fjár festingunni og það leitt til stórfelldrar verðbólgu. Sí- fellt hefur verið þrengt að atvinnuvegunum með láns- fjárhöftum og hærri vöxt- um en annars staðar hafa pekkzt. Lagðir hafa verið á nýir og nýir skattar í ólík- asta formi. Fluttar hafa vtírið inn erlendar vörur án þess að innlend fyrirtæki væru undir það búin að mæta samkeppninni af völd um þess. Á þennan og ann- an hátt hefur stjórnarstefn- an orsakað þá erfiðleika, sem atvinnureksturinn býr nú við. ' Þannig hefur Sjálfstæðis fkkkurinn efnt fyrirheit sín um að skapa atvinnu- rekstrinum hagstæð kjör. En meðan undirstöðuat- vinnuvegirnir, sjávarútveg- ur. iðnaður og landbúnað- ur, búa við slíka erfiðleika, standa verðbólgubrask og varasöm viðskipti með meiri bióma á íslandi en nokkru sinni fyrr. Það talar sínu máli um þau öfl, er raest mega sín í Sjálfstæðis flokknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.