Vísir - 26.02.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 26.02.1977, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 26. febrúar 1977 VISIB ISIR spyr í MOSFELLSSVEIT Heldur þú að landsliðið i handknattleik komist áfram i B-keppninni i Austurriki? Andrés Bjarnason verkama&ur: Alveg örugglega, af því aö þeir eru svo góöir. Sigvaldi Torfason bifreiöa- stjóri: Já, ég vona aö þeir kom- istáfram vegna þess aö þeir eru miklu betri núna en slöast. Guöbjörg Vilhjálmsdóttir hiis- móöir: Vonandi vegna þess aö þaö er hagur fyrir okkur Is- lendinga. Sessilia Guömundsdóttir, húsmóöir: Vona þaö, árangurinn hefur veriö svo góöur hjá þeim. ldls Axelsdóttir afgreiöslu- ier: Já, og ég er mjög ánægö eö árangurinn hjá þeim. Sjálfboðaliðar komu skíðalyftunni upp — Mikill og vaxandi áhugi á skíðaíþróttinni í Bolungarvík Mikili hópur sjálfboöaliöa hefur nú aö baki mikiö verk, sem er ný skiöalyfta er fyrir skömmu varvlgöf Bolungarvlk. öll uppsetning lyftunnar var framkvæmd af sjálfboöaliöum, iönaöarmönnum og öörum, sem fórnuöu frlstundum slnum I aö koma lyftunni upp. Sklöalyftan I Bolungarvlk er , 450 metra löng stólalyfta. Hún samanstendur af sex möstrum. I lyftunni er 32 stólar og á hún aö geta flutt 400 manns á klukku- stund. Byrjaö var aö setja lyftuna upp á slöasta hausti og lögöu fjölmargir hönd á plóginn. Meöal annars var fengin þyrla frá Landhelgisgæslunni, viö aö koma hinum miklu stöplum upp I hliöina. Sklöalyftan nýja er I svoköll- uöum Traöarhvammi rétt utan viö bæinn. Þar eru ágætis skiöa- brekkur, sem upplýstar eru á kvöldin. Undanfarin ár hefur einnig veriö þar togbraut sem notuö veröur fram. Mikill áhugi og tvær lyftur Nýja sklöalyftan stendur ofar I fjallshlíöinni en sú eldri og er nú hægt aö fara 800 metra meö skiöalyftunni þarna. Sólberg Jónsson sparisjóös- stjóri sem mikiö hefur unniö viö undirbúninginn og gaf VIsi upplýsingar um lyftuna, sagöi aö mikill áhugi væri nú ríkjandi á skíöaíþróttinni og færi greini- iega vaxandi. Undanfarin ár hafa sklbakennarar komiö og kennt. Nú I ár mun Kristján Möller Iþróttakennari I Bolung- arvik annast skiöakennslu, sem hefst fljótlega. Sklöalyftan I Bolungarvlk er I eigu Ungmennafélags Bol- ungarvlkur, en bæjarfélagiö og hiö opinbera hafa greitt fyrir fjárhagshliöinni. Þeir sem voru I undirbúnings- nefndinni voru, Guömundur Agnarsson, Guömundur Halldórsson, Óskar Hálfdáns- son, Hreinn ólafsson og Kristján Sævarsson. Formaöur Ungmennafélags Bolungar- vlkur er Benedikt Kristjáns- oson. i—EKG Nefndin sem vann aö undirbúningi, taliö frá vinstri: Hreinn ólafs- son, Guömundur Agnarsson, óskar Hálfdánsson og Guömundur Halldórsson. Mikill áhugi rfkir nú á skiöalþróttinni, ekki sist meöai þeirra yngri. Og slöan aö lyftan nýja var opnuö hefur alltaf veriö fjöldi fólks á sklöum enda veöriö eins og best veröur á kosiö. Myndina tók ljósmyndari VIsis i Bolungarvik, Kristján Möller. Hvað hefur komið fyrir veðrið? Þaö fer ekki á milli mála, aö veöur, a.m.k. hér sunnanlands, hefur veriö meö eindæmum gott i vetur. Menn hafa lengi veriö aö búast viö hinni venjulegu ill- viörahrotu, sem yfirieitt kemur alltaf I janúar og febrúar, en hún hefur fariö framhjá okkur. Jafnvel óverulegar veöurspár I þá átt, aö annað tveggja hvessti eöa rigndi nema hvort tveggja væri, hafa runniö meö öliu út i sandinn, eöa öllu heldur fariö fyrir sunnan okkur. A sama tima snjóar á Miami og frostiö ætlar yfirleitt aö drepa amerikumenn. Alltaf, þegar afbrigöilegt veö- ur veröur á tslandi, grunar menn aö einhverjir hafi veriö aö fikta viö tlöarfariö. Hins vegar hefur lengi veriö vitaö, aö veöurfræöin er flókin, og enn litla grein hægt aö gera sér fyrir sveifium i tiöarfarinu. Jafnvel veöurspár veröa næsta ónákvæmar, nái þær lengra en þrjá daga fram I timann. Menn eiga af þessum sökum erfitt meö aö átta sig á þvi hvar þeir eigi aö fikta, þótt þeir viröist hafa fullan hug á þvi aö ráöa veöurfari aö nokkru. Bæöi bandarikjamenn og rússar standa framarlega I veöur- rannsóknum, sem sæmir mikl- um hernaöarþjóöum. En hern- aöur, ekki slöur en landbúnaöur og sjósókn, byggist töluvert á veöurviti. Bandalkjamenn telja sig hafa bæbiyfir tækjum og vit- neskju aö ráöa, sem breytt geti veöurfari um stundarsakir, einkum hægt á fellibyljum og framkallaö regn. Regnfram- leiöslan getur komiö sér vel á þurrkasvæöum I stórum landbúnaöarhéruöum og hún getur einnig komiö sér vel I hernaöi. Regniö var reynt I Vlet- nam striöinu ósællar minning- ar, en þá létu bandarikjamenn Fari aö veröa mikiö um staö- viöri hér á iandi, eins og á þessum vetri, getur jafnvel orö- iö snautt um neyzluvatn á ein- stöku stööum, þótt alla jafna vanti okkur ýmislegt annaö en vatn i þessu landi. Þó mundi enginn.trúa þvi aö óreyndu aö hér yröi vatnsskortur sllkur, aö viö þyrftum á regni af manna- völdum aö halda. Enda er sann- rigna mikiö og stanzlaust á aöalflutningaleiöina milli norö- ur og suöur hluta landsins. Ekki varö árangurinn mikill af þvi regni, en eflaust hefur eitthvaö biotnaö, bæöi púöur og mold. ast mála, aö þótt tæknin og þekkingin sé fyrir hendi hvaö regnframleiöslu snertir, gætir þess nú I stööugt rlkara mæli, aö vlsindamenn hafi áhyggjur af öilu fikti viö veöurfariö. Ct af fyrir sig þarf regnframleiöslan ekki aö vera hættuleg, en þeir benda á þá staöreynd aö meöan ekki er vitaö meira um veöur en raun ber vitni um, sé hættulegt aö heimila einstaklingum og stofnunum aö framleiöa ákveönar tegundir af veöri, m.a. vegna þess aö enginn viti hvaöa verkanir slik afskipti kunni aö hafa á ýmiss konar ókenndar hringrásir og strauma I loftinu. Landrekskenningin hefur á skömmum tima gjörbreytt hug- myndum manna um jöröina og tilurö jaröskjálfta og eldgosa. Engin sambærileg þekking er fyrir hendi hvaö veöurfariö snertir. Þó hefur meö miklum rannsóknum i fjölmörgum lönd- um veriö nokkuö ráöiö I tiivist isaida og hlýviöraskeiöa, sem geta komiö meö næsta snöggum hætti. Viö sem búum á mörkum tveggja gráöa tilvika á meöal- hita Iátum okkur veöur og veöurrannsóknir eölilega mikiö skipta. Veöurfræöingar okkar, sem þjóna tiltölulega nýrri fræöigrein, eru bæöi ágætlega ritfærir og læröir. En þeir vita ekki frekar en aörir um frum- ástæöur þess, aö hér hefur veriö óvenjulega mildur vetur á sama tima og þá, sem betur eru settir landfræöiiega, hefur fennt I kaf. Hvaö um þaö. Svona vetur er þakkarveröur, og hann hefur kætt okkur meira en orö fá lýst. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.