Vísir - 26.02.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 26.02.1977, Blaðsíða 19
Bresku þœtt irnir til fyrirmyndar Ingi hringdi: Mig langar aö þakka sjónvarp- inu fyrir myndaflokkinn Colditz sem nú er hafinn. Ég hef séö þá þætti sem þegar hafa veriö sýndir og mér list vel á þá. Þarna held ég sé á feröinni efni sem fólki fell- ur yfirleitt, spennandi afþrey- ingarefni. Ég vona aö fleiri þættir sem þessir, eöa bara aörir góöir myndaflokkar sjáist i sjónvarp- inu sem fyrst. Fólk hefur gaman af myndaflokkum, sérstaklega þeim bresku, sem oftast eru til fyrirmyndar. Hverjir ráða eiginlega? Ein úr 9. bekk skrifar: Ég skrifa þetta vegna febrúar- prófanna sem nú standa yfir, og er viss um aö margir eru sam- mála mér. Ætlun mln er ekki aö bölva prófunum. Þaö er allt í lagi meö þau, en þaö aö ákveöa fyrir- fram hve margir fá A eöa B, C, D eöa E er ekki nógu gott. Ef árangurinn er lélegur á próf- inu fá sumir samt A. Mér finnst aö viö ættum bara aö fá okkar einkunnir hvert fyrir sig. Svo er talað um aö enginn falli. Þaö er vitleysa. Þeir sem fá E falla kannski ekki en þeir fá ekki inn- göngu i neina skóla. Og er þaö ekki aö falla? Hvers vegna megum viö svo ekki velja hvort viö tökum próf i ensku eöa dönsku? Nei, viö verö- um aö draga miöa, einn af tveim- ur. A öörum stendur enska og hin- um danska. Þetta kemur auövit- aö illa niöur á þeim sem betri eru i dönsku, og þurfa aö taka próf i ensku, og öfugt. Hverjir ráöa þessu eiginlega? Ég sting upp á þvi aö þeir komi, liklega úr Menntamálaráöuneyt- inu, og kynni sér starfsemi skól- anna. Ég er viss um aö þeir myndu læra mikiö af þvi. Þaö er allt i lagi meö próf yfir- leitt, en einkunnakerfiö er ekki nógu gott. Takk fyrir fimmtu- dagsleikritið A. hringdi: Mig langar aö þakka fyrir leik- ritiö sem flutt var i útvarpinu á fimmtudag „Biöstöö 13” eftir Orn Bjarnason. Leikrit þetta var á margan hátt ööru visi en þau sem maöur hefur átt aö venjast. Þarna var fjallaö á opinskáan og hreinskilnislegan hátt um vanda- málið sem ofdrykkjan er. Þó aö ekki hafi verið hægt aö gera öllu sem aö þessu vanda- máli snýr, skil i svo stuttu leikriti, þá var þaö timabært, og vonandi aö sem flestir hafi hlustaö á þaö. í' VISIR Simi 86611 Síöumúla 8 Reykjavik. Ég óska aö gerast áskrifandi Nafn Heimili Sveitafélag Sýsla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.