Vísir - 26.02.1977, Blaðsíða 20

Vísir - 26.02.1977, Blaðsíða 20
„Hraðsuöubókin" um einvígi Horts og Spasskýs: Verður ekki til sölu á ný ,,Úr því sem komiö er kemur ekki til greina af minni hálfu aö gefa þessa bók út i breyttu formi næstu daga”, sagöi Þorsteinn Thorarensen i viötali viö Visi í gær. Eins og skýrt var frá i blaðinu i gær, var bók Fjölva- útgáfunnar um skákeinvígi Horts og Spasskys innkölluö þá um daginn aö beiðni Skák- sambands Islands, sem var andvígt ýmsum ummælum, sem þar birtust í grein eftir Þorstein um Spasský og skák- einvigið við Fisher 1972. Forseti Skáksambandsins sagöi þá I viötali við Visi, aö það væri von þeirra, að samkomulag gæti náðst um útgáfu bókarinnar i breyttu formi, en nú er ljóst, að þessi bók veröur ekki til sölu á ný. Eins og fram kom i blaöinu i gær, var þessi bók unnin á aöeins þremur vikum, sem vafalaust er Islandsmet. ESJ Áhrif íslenslcrar iðnkynningar: Markoðshlutdeild íslenskra iðnaðarvara er 6% meiri Starfsemi islenskrar iönkynningar viröist hafa haft góö áhrif á almenning, þar sem markaöshlutdeild islenskra iön- aöarvara jókst um 6% á fimm mánuöum eftir aö iönkynningin tók tii starfa. Frá þessu var skýrt á fundi með blaðamönnum, sem Islensk iðnkynning hélt f tilefni þess, að iönkynningarárið er nú hálfnaö.Þar voru forsvarsmenn iðnkynningarinnar mættir, þeir Hjalti Geir Kristjánsson, formaður verkefnisráös, Pétur Sveinbjarnarson, fram- kvæmdastjóri Félags isl. iðn- rekenda, og Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands iönaðarmanna. Þeir skýrðu frá þvi, aö frá upphafi lsl. iðnkynningar hafi Hagvangur h.f. fylgst með áhrifUm kynningaraögeröanna, og hafi veriö geröar þrjár kannanir, sú fyrsta i mai 1976 áður en iönkynningin hófst til að hafa samanburðargrundvöll, önnur mánuði siöar, eftir fyrstu auglýsingaherferð I sjónvarpi, og sú þriðja i byrjun febrúar s.l., þegar iðnkynningin hafði starfað i fimm mánuöi. 89% töldu áhritin hafa verið jákvæð 1 síöustu könnuninni var m.a. spurt, hvaöa áhrif Islensk iðnkynning hefði haft. 89% töldu að hún heföi haft góð og jákvæð áhrif, en aöeins 2% töldu hana hafa verið áhrifalausa. Aberandi var, hve mikil aukning var á þeim svörum, sem nefna „þjóöhollustu, atvinnu og gjaldeyrissparnaö” sem ástæðu fyrir þvi, að fólk kaupi islenskar iðnaöarvörur. I fyrstu könnuninni töldu 16% það ástæöuna fyrir kaupum sinum, I annarri 27% og i þriöju 41%. I fyrstu könnuninni sáu 12% ekkert jákvætt viö islenskar iðnaðarvörur, en I þeirri siðustu voru þeir, sem þannig hugsuðu, með öllu horfnir úr svörunum. Meirl áhrif en við var búist I upphafi var ekki búist við þvi, að iðnkynningin myndi auka markaöshlutdeild Islenskrar iðnvöru fyrsta hálfa árið, en siðasta könnunin sýnir annað, þvi þá kom i ljós, að i þeim vöruflokkum, sem könn- unin tók til, haföi markaðshlut- deild islenskra iðnaðarvara aukist um 6%. Forráðamenn iðnkynningar- innar telja, að þetta sýni, að boöskapur kynningarinnar hafi að miklu leyti komist til skila. —ESJ Magnús Magnússon, skrifstofu- stjóri Félags isienskra iðnrek- enda og Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri iðnkynn- ingar skoða „módel” af sýningarsvæði fatakaupstefnu Félags islenskra iönrekenda, sem fram fer 1 marsmánuöi n.k.. — Ljosm. Jens. Einvígið hefst á moraun Fyrsta einvigisskák þeirra Horts og Spasskýs hefst kl. 14 á morgun á Hótel Loftleiðum, og geta áhorfendur fylgst þar með gangi skákar þeirra, og eins þeim einvigisskákum, sem fram fara á öðrum stöðum I heiminum á sama tima. Eins og kunnugt er, er einvig- iö hér eitt af fjórum einvigum, sem fara fram um svipaö leyti. 1 Rotterdam er haldið einvfgi þeirra Larsens og Portisch, en Kortsnoj og Petrosjan tefla á Italiu og Mecking og Pol- ugajevski I Sviss. Undirbúningur vegna skák- einvigisins hér er á lokastigi, en búist var viö, að nóg væri að gera viö undirbúningsvinnu fram á siöustu stundu. — ESJ. Þeir voru að vinna að breytingum á Hótel Loftleiöum i gær vegna einvlgisins. F.v. Kristinn Magnússon og Hreinn Jóhannsson. Ljós- mynd Jens Jötunn byrjar boranir að nýju um helgina: y „ENGINN VAFI A AÐ ÞETTA BORGAÐI SIG" sagði ísleifur Jónsson í viðtali við Vísi í morgun „Það fer ekki á milli mála, að þessi fiskun borgaði sig”, sagði isleifur Jónsson hjá Jarð- borunum rikisins i viðtali við VIsi i morgun. Taliö er, að það hafi kostað 15- 20 milljónir króna að ná upp borstöngunum og borkrónunni i holunni á Laugalandi við Eyja- fjörð, en þaö verk tókst loks i fyrradag. „Það er margt, sem taka verður með i reikninginn þegar þetta er metið”, sagöi Isleifur. „Þarna er t.d. um aö ræða bor- stengur, sem kosta nokkrar milljónir, og svo er holan sjálf ogflutningurá bornum. Þaö eitt aö flytja borinn og bora niöur á þá dýpt, sem búið var að bora þegar borinn festist, kostar meira en 20 milljónir króna. Það er þess vegna ekkert vafamál, að þetta borgaði sig, fyrst okkur tókst aö bjarga holunni”. Isleifur sagði, aö bifreiö með mælitæki væri nú á leiö norður og væri ætlunin að kanna holuna vel og gera allt, sem hægt væri, til að koma i veg fyrir, að þetta endurtæki sig. „En við ættum siöan að geta hafiö boranir að nýju eftir helgina”, sagði hann. —ESJ Strókarnir eru hvergi smeykir — íslenska liðið leikur gegn Portúgul í B-keppni Heimsmeistarakeppninnar í dag Frá Birni Blöndal, fréttamanni Vísis á B- keppni Heimsmeistara- keppninnar i handknatt- leik í Austurríki. — Þaö er alveg á hreinu, aö portugalir verða engin hindrun fyrir liö okkar þegar þau mæt- ast hér I dag. Portugal lék gegn A-Þýskalandi i gær, og þótt þeir þýsku léku ekki á nærri fuliri ferð þá voru þeir ekki I vand- ræðum með afar slaka portugali Björn Blöndal skrifar fró HM í handknattleik í Austurríkí og sigruðu með 36 mörkum gegn 18. — Portugalina ætti þvi að vera óhætt að afskrifa varðandi keppni i riðlinum, og ailir hér biða nú spenntir eftir leik is- lands og a-þjóðverja á sunnu- dag. Sá leikur gæti oröiö erfiöur fyrir okkar menn, þvi þjóð- verjarnir eru greinilega með geysigott sóknarlið, miklar skyttur, og þar fremstan i flokk ungan ieikmann Driebrodt að nafni en hann skoraöi 8 mörk með langskotum I gær og er geysilega skotviss. Portúgalir eiga hinsvegar enga sllka, og sumir leikmanna þeirra eru i þungavigtarflokki og mættu al- veg missa slatta af kllóum. Strákarnir taugaspenntir Þvi er ekki að neita, að þótt strákarnir I islenska liðinu séu friskir og ákveðnir I að gera sitt besta I leikjunum hér, þá er mikil taugaspenna rikjandi meðal þeirra. Þeir vita að heima biða allir með eftirvænt- ingu eftir úrslitunum i leikjum þeirra, og það setur á þá mikla pressu. Siguröur Jónsson formaður HSI er þó hvergi imeykur, og hann hefur iofað piltunum þvi aðbjóða þeim i Vinaróperuna ef þeir vinna B-keppnina. ólafur meö tilboð. Njósnarar frá austurriskum félagsliðum eru hér mjög fjöl- mennir, og eitt félag hér hefur gert Ólafi Einarssyni atvinnu- tilboð. Það kæmi ekki á óvart þótt fleiri fengju svipuö tilboð, þvi þessir njósnarar eru hér á hverju strái. ólafur Einarsson er hinsvegar meiddur og verður ekki með gegn Portúgal I dag, en Ólafur Jónsson er ákveðinn i að leika með þótt hann eigi við meiðsli að striða. Svíar mættu drukknir Austurriskur blaðamaður sem ég ræddi viö sagði að það væri greinilegt að sviar hefðu ekki miklar áhyggjur af þvi að komast ekki áfram I keppninni. Þeir mættu til Austurrikis vei undir áhrifum áfengis flestir hverjir, en sigruðu þó austur- riska liðið I gær með 28 mörkum gegn 15. Norðmenn fengu skell Það er greinilegt að spán- verjarnir eru meö mjög gott lið hérna og þeir verða öruglega erfiöir fyrir okkur i milliriöiin- um. Þeir léku við norðmenn I gær og unnu þá ótrúlega auð- veldlega, skoruöu 25 mörk gegn 16.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.