Vísir - 26.02.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 26.02.1977, Blaðsíða 10
 \rfcjno__ L'tgefandi: Keykjaprt-nt hf. F ramk væmdastjóri: Davfft Guftmundsson Kitstjórar: l»orsteinn Pálsson dbm. ólafur Ragnarsson Kitstjórnurfulltrúi: Bragi Gubmundsson.f Fréttastjóri erlendra frétta -.Guftmundur Pétursson. Umsjón meft helgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn:Edda Andrésdóttir,Einar Guöfinnsson, Elias Sneland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guðjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guftvinsson, tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. Utlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magntls Olafsson. Ljósmyndir: Jens Alex- andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. Auglýsingar: Slftumúla 8. Slmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands. Afgreiftsla: Hverfisgata 44. Slmi 86611 ’ Verft I lausasölu kr. 60 eintakift. Ritstjórn: Slftumúla 14. Sfmi 86611, 7 llnur Prentun: Blaftaprent hf. Akureyri. Simi 96-19806. Verðbólga og bœtt lífskjör Að undanförnu hefur verið hálfgerð ládeyða I stjórnmálalifinu. En ef að líkum lætur munu samningaviðræður þær, sem fyrir dyrum standa milli launþega og vinnuveitenda breyta logni I storm. Bæði launþegar og vinnuveitendur hafa nú birt í megin- atriðum þau sjónarmið, sem lögð verða til grundvall- ar í þessum viðræðum. Vissulega bendir margt til, að talsverð átök geti orð- ið um nýja kjarasamninga. Kemur þar margt til, m.a. sú staðreynd, að kjarasamningar eru oft öðrum þræði þáttur í hinu almenna pólitiska valdataf li i þjóðfélag- inu. Slíkra sjónarmiða gætir að sjálfsögðu í misjafn- lega ríkum mæli, en óneitanlega bendir ýmislegt til að þau muni ráða einhverju um framvimdu mála nú. Flestum er þó mæta vel Ijóst, hversu háskalegt það getur orðið að gera nýja kjarasamninga án nokkurs tillits til raunverulegs horfs efnahagsmálanna. Sá háttur getur ekki leitt til raunhæfra kjarabóta. Reynslan hefur ótvírætt sýnt mönnum það á undan- förnum árum, að krónutöluhækkun kaupgjalds hefur litla þýðingu, ef ekki stendur að baki raunveruleg verðmætasköpun. Hættan, sem við stöndum frammi fyrir er sú, að ný verðbólguholskeflaríði yfir. Kjarasamningar hafa ásamt ýmsum öðrum þáttum veruleg áhrif þar á. Þvi mælir enginn í mót. Enginn getur heldur neitað því, að nýtt óðaverðbólgutímabil kæmi með mestum þunga niður á þeim, sem minnst mega sin í þjóðfélaginu. óðaverðbólga undangenginna ára hefur komið harkalega niður á heimilum og atvinnufyrirtækjum. Hún viðheldur þar að auki efnahagslegri ringulreið og leiðir til siðferðilegrar upplausnar. Framhjá þess- um alvarlegu staðreyndum er ekki unnt að horfa. Víst er, að almenn launakjör hafa rýrnað talsvert á undanförnum árum. Að vísu er út í hött að taka mið í því sambandi af því ástandi sem var daginn, sem febrúarsamningarnir voru gerðir 1974. Allir aðilar hafa viðurkennt að þar var um óraunhæfa verðbólgu- samninga að ræða, sem reynslan hefur og fært sönn- ur á. Einnig er réttaðhafa íhuga, að þrátt fyrir batnandi viðskiptakjör undanfarna mánuði, er kaupmáttur út- flutningstekna þjóðarbúsins enn um það bil 17% rýr- ari en hann var fyrri hluta árs 1974. Þetta er stað- reynd, sem ekki er unnt að loka augunum fyrir. Vita- skuld er unnt að stilla upp viðmiðunartölum, en það breytir ekki því, að menn verða að horfa á raunveru- legar aðstæður í þjóðarbúskapnum. Augljóst er, að semja þarf um kaupgjaldshækkanir og kjarabætur Iöðru formi ekki síst með það I huga að styrkja stöðu þeirra, sem lakast eru settir í þjóðfélag- inu. Mjög háar almennar krónutöluhækkanir gætu á hinn bóginn augljóslega leitt til nýrrar verðbólguhol- skef lu og um leið rýrt almenn lífskjör I landinu i raun og veru. Mestu máli skiptir nú, að stjórnmála- og hagsmuna- öflin beiti áhrifum sinum til þess að draga úr verð- bólgunni. Það verður ekki gert nema með samvinnu þessara aðila. Þó að ýmislegt bendi til þess að ein- hverjir vilji hagnýta sér væntanlega samningagerð í venjubundnu pólitisku valdatafli, hafa þó allir aðilar sýnt nokkurn skilning á nauðsyn víðtækrar samstöðu. Borgararnir ætlast til þess bæði af stjórnmálamönn- um og hagsmunaleiðtogum vinnuveitenda og laun- þega að þeir láti baráttuna gegn verðbólgunni sitja í fyrirrúmi. Útlendingar hafa oft haft orö á þvi, aö ýmislegt sé bogiö viö vin- menningu tslendinga. Þeir drekki ltiöiö hversdagslega, en þeim mun meira þegar drukkiö er á annaö borö. Áberandi ölvun á al- mannafæri sé hér daglegt brauö Auk þess sé titt, aö fóik sé aö þjóra I heimahúsum eitt sins liös. Enn fremur biöskrar mönnum þaö verö, sem sett er upp. Enda þótt áfengisneysla islendinga sé meö þvf lægsta sem þekkist eyöir fjögurra manna fjölskylda aö jafnaöi meira en 100 þús. kr. á ári til áfengsskaupa. Brátt mun Alþingi islendinga taka afstööu til tillögu Jóns Sólness alþm. um aö landsmenn fái leyfi til þess aö brugga og selja áfengan bjór. Ef sterkari bjór gæti oröiö til þess aö bæta vin- menningu hér á landi væri þó nokkuö áunniö. En þaö eru fleiri hliöar á þessu máli. t þessum þætti veröur litillega rætt um nokkur atriöi, sem oft gleymast i almennum umræöum um þessi mál. Hvernig verður áfengi til? Oll framleiösla á áfengi byggist á þvi aö gersveppir eru aldir á kolvetnum viö réttar aöstæöur. Ýmiss konar kolvetnagjafar hafa verið notaöir, allt eftir þvi hvaöa hráefni eru fyrir hendi. Á norðurslóðum er aöallega um að ræða sptrað korn, epli eöa kartöflur auk sykurs. Lögurinn er látinn standa i nokkrar vikur viö hita. Árangurinn heitir öl eöa bjór (3—5% vinandi). í su^rænum löndum er mest ‘ Vamleitt af vinum, aöallega hvit- vinum og rauövinum. Þar sem ekki er unnt aö ná nema 12% vinanda meö gerjuninni eru þess- ir drykkir kallaðir létt vin. Til þess aöhækka alkóhólhlutfallið er ýmist bætt út i þau hreinum vínanda (styrkt vin) eöa þau eru eimuð (brennd vin). 1 fyrri flokknum eru m.a. portvin og sherry með um 20% alkóhól. Brenndu vinin eru mun fleiri, þám. vodka og viski með um 40% vianada. En gersveppirnir framleiða fleira en vinanda, m.a aðrar alkóhóltegundir, svonefndar fúsiloliur og ediksýru. Þessi og önnur aukaefni i áfenginu eiga mesta sök á timburmönnum, en þau setja einnig mark sitt á bragðgæðin. Næringargildi alkóhóls I bjór og léttum vinum er alltaf eitthvaö af járni og B-vitamínum. En að þessum efnum frátöldum verkar áfengi fyrst og fremst sem orkugjafi með hátt brennslu- c Dr. Bjarni Þjóðleifsson skrifar. y 0 Lokaorð Það hlýtur að vera stefna stjórnvalda að haga áfengislög- gjöf þannig, að reynt sé aö stemma stigu við misnotkun áfengis. Ýmislegt bendir til þess að hérlendis sé þessi misnotkun fyrst og fremst tengd ofneyslu brenndra drykkja. Til þess aö vinna gegn þessari misnotkun kemur tvennt til greina. Ein leiöin er að banna áfengi með öllu. önnur leið, mun vænlegri til árangurs, er að bæta drykkjusiöina. Til þess að þetta gen teKist pyrfti að beina neysl- unni frá brenndu vinunum yfir á létt vln og bjór, þó þannig aö heildarneyslan á vinanda Er hœgt að bœta vínmenningu íslendinga? gildi eöa um 7 hitaeiningar I hverju grammi af hreinum vinanda. Þrátt fyrir þetta er áfengiö fremur óhentugur orku- gjafi þar sem alkóhólið nýtist aöeins i lifur en ekki öðrum vefj- um likamans og afkastageta hennar er aðeins 200 ml á sólarhring. Það þvi ekki unnt að segja að alkóhól hafi hollustu- gildi. Er alkóhól heppilegur vímugjafi Svo virðist sem vimugjafar af einhverju tagi hafi fylgt mannin- um á öllum tlmum. Vimugjafar i einhverri mynd eru notaðir meðal allra þjóða heims. Asiubúar nota mest marijuana og opium. i Miö- og Suður-Ameriku er aðallega um að ræða meskalin og kókain. A seinni árum hafa ný nöfn bæst i hópinn: valium, librium, barbitúrsýra, amfetamin og morfin. En langútbreiddasti vlmugjafinn er samt áfengið. Sennilega hafa aldrei jafn- margir leitað á náöir vimugjafa eins og nú á timum. Mörg- um finnst stofnanaþjóöfélagiö til breytingalaust og þvingandi. Nýjar hömlur og meiri firring setja i sivaxandi mæli svip sinn á samfélagið. I framtiðarþjóðfélagi Aldous Huxley (The Brave New World) var búið aö finna full- komna vimugjafa — Soma — lyfið, sem geröi kleyft að halda samfélagsvélinni gangandi. Notkun þess fylgdi hvorki ávana- hætta, eftirköst né árásarhneigð. Langvarandi notkun skaðaði ekki heilsuna. í samanburði við Soma eru þeir vimugjafar, sem okkur standa til boða ýmist varasamir eða lifs- hættulegir. Sennilega-. eru marijuana og meskalin skaðminnst þessara efna, en kókain, morfin og heroin lang- hættulegaust. Afengið lendir þarna á milli. En áfengið hefur þá sérstöðu að geta verið ljúffeng fæða I litlu magni. Auk þess er þaö eini vimugjafinn, sem fólk á vesturlöndum getur neytt án þess aö eiga á hættu að komast i kast viö lögin. Áhrif áfengisins á taugakerfiö veru venjulega augljósust. Verk- unin er fyrst og fremst slævandi. Þetta kemur þó sennilega ekki 1 heim og saman viö reynslu þorra fólks, þar sem flestir verða hýrir og fjörugir við drykkjuna amk. framan af. Astæðan er sú aö hömlur og bæling eru stór þáttur i sálarlifi flestra okkar. t litlum skömmtum losar áfengið um þessar hömlur án þess að slæva dómgreindina. Þannig koma kostjr áfengisins best I ljós, þegar þess er neytt 1 hófi sem hluta af veislumáltið eöa þegar drukkið er glas af góðu vini eftir strangan dag. I stærri skömmtum kemur fram truflun i tali, hreyfingum og dómgreind. Ekki að ástæðulausu varðar viö lög að aka bil, o! vinandinn I blóðinu fer yfir 0,5 promill (sjá töflu). Þaö er enn eitt dæmi um hnignandi vinmenn- ingu okkar að ölvun viö akstur gerist æ tiðari. A árinu 1975 einu saman týndust fimm mannslif og nærri 50 manns slösuöust I um- ferðaróhöppum, sem drukknir menn ollu. Algengt er að áfengi veki upp árásarhneigð og er það ekki undarlegt þar sem þaö losar um hömlur. Ofbeldisglæpir eru yfir- leitt framdir i ölæði. En þó er enn ótalinn versti ókostur áfengra drykkja, en það er ávanahættan, sem leiðir til alkóhólisma eða áfengissýki. Skaðar áfengi heilsuna? Sá sem neytir meira en 80 ml af hreinum vinanda daglega fær fljótlega fitulifur. Ef drykkju er hætt jafnar lifrin sig á nokkrum vikum. Ef neyslan fer yfir 120 ml á dag koma fram varanlegar lifr- arskemmdir (skorpulifur). Þessi sjúkdómur er enn sem komiö er sjaldgæfur hér á landi. Tiðni skorpulifrar hefur aukist mjög að undanförnu I ýmsum stórborgum á vesturlöndum. I Vestur-Berlin og New York er hún orðin þriöja algengasta dánarorsökin. Heildarafengisneysla Islend- inga er með þvi lægsta sem þekk- ist (sjá töflu) eða um 8 ml á mann á dag að meðaltali. Ef þessi neysla dreifðist jafnt á alla daga vikunnar væri hún án efa skaöllt- il. Þessu er þó alls ekki þannig varið. Jóhannes Bergsveinsson, læknir hefur gert könnun á áfengisnotkun meða Islendinga á aldrinum 25—50 ára. Niðurstöð- urnar gefa til kynna, að tiunda hver kona og fimmti hver karlmaður misnota áfengi. Algengasta misnotkunin er „fylleri” um helgar og þegar verst lætur drykkjutúrar i nokkra daga. Aftur á móti reyndist stöðug notkun áfengis sjaldgæf nema meðal áfengissjúklinga. 1 vinyrkjulöndum þiar sem létt vin eru yfirleitt notuö með mat og oft til þess að svala þorsta eru neysluvenjurnar mjög frá- brugönar þvi sem hér tiðkast. Frakkar drekka t.d. að jafnaö 46 ml af áfengi á dag (um það bil hálf flaska af léttu vini), en samt heyrir það til undantekninga ef ölvaður maður sést þar á götu. Arið 1960 var dánartiðni Frakka af völdum skorpulifrar um 60 á hverjum 100.000 Ibúa, en aðeins um 2,5 hérlendis. Helmingi af öllum útgjöldum til heilbrigðis- mála I Frakklandi er varið til þess að berjast við vandamál, sem eiga rætur að rekja til alkóhólneyslu. Enda þótt íslendingar hafi hingað til sloppið aö mestu leyti við lifrarsjúkdóma bendir ýmis- legt til þess aö skemmdir á taug- um og heila vegna áfengisneyslu séu talsvert algengar hér á landi. Astæðan kann að vera sú, að hlut- deild sterkra drykkja i heildar- neyslunni er með þvi hæsta sem þekkist. Auk þess drekka Islend- ingar venjulega stóra skanimta á skömmum tima. Betri ransókna er þörf áþessu sviði. Alkóhólismi Misnotkun áfengis getur verið með ýmsum hætti. En það, sem greinir alkóhólistann frá hinum er að hann ræður ekki viö löngun- ina, og hann getur ekki hætt þótt hann feginn vildi. Samkvæmt rannsóknum Tómasar Helgasonar, prófessors eru likurnar til þess að Islending- ur, sem nær 65 ára aldri verði alkóhólisti hér um bil 1% meöal kvenna, en um 10% meðal karla. Þessi háa tiöni alkóhólisma hér á landi stingur óneitanlega I stúf við lága heildarneyslu. Orsökin kann að vera sú, aö misnotkun áfengra drykkja er hér tiltölulega algeng. Að minnsta kosti tvennt gerir það að verkum, að auðvelt er að ánetjast áfenginu. Við lang- varandi neyslu kemur fram þol- myndun. Þvi þarf aö drekka meira til þess að ná sömu áhrif- um. En auk þess hefur nýlega komið I ljós, aö þær efnabreyt- ingar, sem koma fram i heila til- raunadýra eftir áfengisneyslu eru mjög svipaðar þeim sem eiga sér stað eftir morfingjöf. Það er vel þekkt, að morfin er sérstaklega vanabindandi. Þessar niöur- stöður benda til þess að alkóhólismi sé raunverulegur sjúkdómur, sem þó aðeins kemur fram fari áfengisnotkun úr hófi. standi nokkurn veginn i stað. Ef sterkur bjór verður leyföur til þess eins aö láta undan kröfum um auöfengrara og handhægara form af áfengi væri illa fariö. Reynsla nágrannaþjóða okkar sýnir, að slikt gæti orðiö til þess að auka heildarneysluna veru- lega og þá um leið fylgikvilla alkóhólsins. Það gegnir öðru máli ef bjórinn yrði leyfður gagngert til þess að bæta vinmenningu i landinu. En þá verður aö gera til- hlýöilegar ráöstafanir til þess að þetta sé liklegt til þess aö takast. Ein leið, sem i fljótu bragði virðist koma til greina er aö leyfa sterkari bjór með ströngum skil- yröum, þ.e. aö hann yröi fyrst og fremst seldur til neyslu á sérstök- um ölstofum eftir almennan vinnutima þar sem aörir áfengir drykkir væru ekki hafðir á boö- stólunum. Ekki sakaði að jafn- framt stæðu til boða einhverjir hollir smáréttir. Enn fremur kæmi mjög til álita að hækka enn verðið á sterku vinunum i þeim tilgangi að draga úr neyslu þeirra. Við og viö heyrast raddir um aö leyfa ætti aðra vimugjafa til þess að leysa áfengið af hólmi, t.d. meskalin eða marljuana. Vand- inn er sá, aö reynsla annarra þjóöa sýnir, aö nýir vimugjafar útrýma venjulega ekki þeim, sem fyrir eru. Niðurstaðan er venju- lega sú, að beggja er neytt samhliöa. Hvenœr ertu orðin óökufœr? Áfengistegund Brennd vin Styrkt vln Léttvln 5% bjór Hámarksneysla 2 sjússar (60 ml) 1/6 flaska (120 ml.) 1/4 flaska (200 ml) 2 pelaflöskur (480 ml) Áfengisneyslo ó hvern ibúa órið 1973 Land Frakkland V estur-Þýskaland Danmörk Noregur island Tyrkland Dagsneysla af hreinum vinanda á mann (ml) 46 34 23 11 7,9 1,4 Hlutdeild brenndra •vina (%) 14 24 18 43 86 80 Umsjón dr. Jón Óttar Ragncrsson FORSVARSMENN BILARYÐVARNAR H.F. GERA ATHUGASEMDIR VIÐ FRETTIR FRA EIMSKIP: Segjo Eimskipafélagið œtla að kasta eitt til tvö hundruð milljónum króna ó glœ Visi hefur borist greinargerð frá Bílaryðvörn h.f. Skeifunni 17 í Reykjavílo þar sem forráðamenn fyrirtækisins greina frá ástandinu í ryðvarnarmál- um bíla hérlendis og gera athugasemdir við ýmis- legt, sem fram hefur komið í fréttum fjölmiðla undanfarið varðandi sjónarmið og frásagnir tals- manna Eimskips. Greinargerðin fer hér á eftir. Að undanförnu hefur Eim- skipafélag íslands sent dagblöð- unum „fréttatilkynningar” um byggingu fyrirhugaðrar ryð- varnarstöðvar félagsins, þar sem fram koma ýmsar villandi og i sumum tilfellum beinlinis rangar fullyrðingar, og er það ef til vill skiljanlegt, þvi að erfitt mun að finna rök fyrir eitt til tvö hundruö milljón króna fjárfest- ingu Eimskipafélagsins á þessu sviöi, þvi að fyrir eru I landinu mjög góðar ryðvarnarstöðvar, örugglega þær bestu á norður- löndum. Þessi ummæli eru ein af mörgum, sem erlendir sérfræð- ingar hafa látið falla, þegar rætt hefur verið um ryðvarnar- stöðvar á þingum erlendra bila- sérfræðinga. SérfræÖingar, bæði frá norð- unondum og Bretlandi, sem hingað hafa komiö og kynnt sér bilaryðvörn hér, og lokiö upp einum munni um, að lengra sé ekki hægt aö komast I viöleitni til þess að ryðverja vel og veita þá bestu þjónustu, semhugsan- leg sé. Skýtur þetta skökku við fullyrðingar Eimskipafélagsins um „stórbætta þjónustu við bif- reiðaeigandur” og „eina full- komnustu ryðvarnarstöö á norðurlondum”, en þetta eru fyrirsagnirnar á „fréttatilkynn- ingum Eimskipafélagsins um hina nýju ryövarnarstöð félags- ins. Þaö er nefnilega ekki nóg aö stilla upp dýrum færiböndum og segja: „Sjá svona er þetta nú fullkomið”. Færibönd geta aldrei leyst af hendi þá itarlegu ryðvörn, sem er fólgin i þvi að allar klæöning- ar eru fjarlægðar úr bifreiöun- um til þess að sem best megi að komast að öllum lokuðum rúm- um i þeim. Það er einmitt þessi nákvæmni, sem vakið hefur at- hygli erlendra sérfræöinga, sem skoöaö hafa Bilaryðvörn, enda eru svona itarleg vinnubrögð hvergi viðhöfð i nágrannalönd- unum. Látum þetta nægja um þá fjarstæðu aö ryövarnarstöö Eimskipafélagsins muni stór- bæta þjónustuna viö bifreiða- eigendur, en vikjum að fullyrö- ingum félagsins um umhyggju þess fyrir bilaeigendum og við- leitni til þess að bæta þessa þjónustu. Eimskipafélagið tiltekur tvö atriði, máli sinu til stuðnings annars vegar, að samtök bif- reiðainnflytjenda hafi óskað eft- ir þvi, að félagið reisti ryðvarn- arstöð, og hins vegar, aö án slikrar stöðvar sé ekki hægt að ryðverja bila, strax, þegar þeir koma til landsins. Fyrra atriöinu er fljótsvarað: Samtök bilainnflytjenda hafa aldrei óskaö eftir þvi, aö sett yröi upp slik stöð, og getur formaður Bilgreinasambands- ins staöfest það, ef þess er ósk- að. Um siðara atriðið er hins veg- ar það að segja, að fyrir um það bil þremur árum tlðkaðist það, að bilainnflytjendur fengu svo- nefnd ryðvarnarleyfi, þ.e.a.s. leyfi til þess að fá bilana lánaða úr vörugeymslu til þess aö færa þá til ryðvarnar i ryðvarnar- stöðvunum, og var þeim siðan skilað aftur eða innleystar. Þessi sjálfsagöa þjónusta var hins vegar afnumin, og bar Eimskipafélagiö það fyrir sig „að þeir treystu sér ekki til að afhenda bifreiðarnar úr sinni vörslu til ryðvarnar”, eins og það er orðaö i fréttatilkynningu þess. Lengra náöi umhyggja fé- lagsins og viðleitni til að bæta þjónustu nú ekki, þrátt fyrir boö ryðvarnarstööva og einstakra innflytjenda um að taka á sig alla ábyrgð og útvega þær tryggingar, sem til þurfti. Viljinn var ekki fyrir hendi, þótt hér væri eingöngu um skipulagsatriði að ræða. 1 fréttatilkynningu Eimskipa- félagsins segir m.a.: „Félagið er almenningseign og trútt sin- um upphaflegu markmiöum.” Það er fé almennings og eign- ir hans, sem ráöamenn Eim- skipafélagsins eru að ráöstafa, þegar þeir kasta eitt til tvö hundruð milljónum i algerlega óþarfa fjárfestingu. Hér i borg eru nú starfandi fimm ryðvarnarstöövar, og má þar nefna Bilaryðvörn h.f. Skeifunni 17 og Ryðvörn s.f. Grensásvegi 18, auk þess sem þrjú hundruð bilaumboð annast ryðvörn á sinum bilum. Þessir aðilar hafa hingað til annað allri eftirspurn á ryövörn á nýjum og notuðum bilum, og heilbrigð samkeppni milli þeirra hefur skapað islenskum bilaeigendum völ á beztu þjón- ustu, sem þekkist. 1 skjóli fjármagns og opin- berrar fyrirgreiðslu er Eim- skipafélagið komiö langt áleiöis með að ná einokunaraðstööu á flutningi bila til landsins, og nú virðist eiga að nota þessa aö- stöðu til þess að ná einnig einok- unaraðstöðu i atvinnurekstri, sem er algerlega utan verksviðs skipafélags. Er erfitt að sjá, hvernig slikt samræmist upphaflegum mark- miöum „óskabarns þjóöarinn- ar”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.