Vísir - 23.12.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 23.12.1978, Blaðsíða 8
8 Jólaljósin (ást hjá okkur Vió eigum úrval af hinum vinsælu dropaperum og öórum perum í jólatrésseríuna. Vió eigum líka fallegar seríur á jólatréió. HEKLA hf. LAUGAVEG1170-172 -SÍMAR 21240-11687 Laugardagur 23. desember 1978 VISIR Sergei Kauzov var algerlega óþekktur Sovét- Christina Onassis virbist loks hafa höndlaö friö maður þar til hann kvæntist Christinu. °8 hamingju og á nú von á barni. „Ást okkar Christinu er ffyrir mestu" segir Sovétmaðurinn Sergei Kuzov i viðtali við franskan blaðamann „Ég elska konu mina. Ég dáist aO Christinu og ber mikla virö- ingu fyrir henni. Hún er viökvæm og þarfnast öryggis,” segir Sergei Kauzov, eiginmaöur Christinu Onassis i sinu fyrsta blaöaviötali eftir aö þau gengu I hjónaband. Þaö var franski blaöamaöurinn Frédérique Dumazel sem fékk viötaliö eftir aö Christina haföi hvatt mann sinn til þess aö svara spurningum hans. Blaðamaöurinn segir viömæl- anda sinn hafa veriö ákaflega lát- lausan i klæöaburöi en yfir honum hafi hvilt ákveöin reisn. Hann tekur þaö fram aö Sergei tali lýtalausa ensku. „Þegar viö Christina giftum okkur vorum viö bæöi viöbúin þvi aö einhverjar óánægjuraddir myndu heyrast. Ég átti hins vegar ekki von á þvi aö persóna min yröi tekin og tætt sundur. Ég lét þetta hins vegar ekki á mig fá vegna þess aö ég er giftur stúlku sem ég elska. Allar þær lygar sem sagöar voru um mig I blöðunum gátu auövitaö ekki fariö framhjá okk- ur. Þaö voru einkum vestræn blöö sem létu sig máliö miklu varöa. 1 Sovétrikjunum eru fjölmiölar ekki jafnáhrifamiklir og I Bandarikjunum og Evrópu. Vinir minir og ættingjar þurftu því ekki aö llöa svo mjög fyrir þessi skrif. Þaö er auðvitaö mjög erfitt aö veröa fyrir slikum árásum, en Christina var mér sannkölluö stoö og stytta á þessum erfiöa tima.” Eðlilegt að giftingin vekti athygli Blaöamaöurinn reyndi aö sveigja tal þeirra að þvi hvort þaö heföi nokkuö veriö óeölilegt aö þetta hjónaband vakti heims- athygli. „Ég skil aö vissu leyti þennan mikla áhuga á þvl aö Christina skyldi giftast sovéskum rlkisborg- ara. En hvers vegna ættum viö, sem komum úr svo óllku um- hverfi ekki aö geta elskað hvort annaö. Christina sagöi eitt sinn viö mig, aö sér þætti hún eiga meira sameiginlegt mér en nokkrum af þeim vestrænum mönnum sem hún heföi kynnst. Ég veit, aö þrátt fyrir minn fábrotna lifsmáta hef ég gefið henni mikiö og Christina hefur einnig kennt mér margt.” Lífið er enginn leikur Sergei segir aö Christina hafi átt viö mikla andlega öröugleika aö etja, er þau kynntust. „Ég haföi sjálfur veriö I hjónabands- örðugleikum um nokkurra mán- aöa skeið. Christina gaf mér sjálfstraustiö aftur. Ég hef aftur á móti getaö gefiö henni þaö sem hún þráöi, heimili og barn. Dvöl okkar I Moskvu hefur ekki veriöalgjör dans á rósum. Christ- ina á erfitt meö aö aölaga sig þeim lifnaöarháttum sem hér tiökast. Þaö er ekkert sameigin- legt aö búa i nokkrar vikur á hóteli, og aö taka sér varanlega búsetu. Ég veit aö hún fær oft heimþrá, en þaö er ekki löngun eftir fyrra lifi á næturklúbbum og veit- ingahúsum. Llf Christinu er gjöróllkt þvl sem áöur var. Hún á I erfiöleikum meö aö venjast sovéskum mat og jafnvel I þeim veitingahúsum sem eru ætluð útlendingum, er úrvaliö iðulega fátæklegt. Hún á lika erfitt meö tungumáliö, en fleygir þó fram I þvií' Flutningur til Sviss Franski blaöamaðurinn gekk mjög á Sergei um þaö hvers vegna þau flyttu ekki til Sviss þar sem llfiö yröi mun auöveldara. „Ég er mjög stoltur og hamingjusamur af minu heimalandi. Ég vildi helst hafa tækifæri til þess aö ferðast inn og út úr landinu eins og mig lystir. Christina er hlynnt þvl aö ég fari meira inn I Onassisfyrirtæk- in. Ég hef veriö andvígur hug- myndinni meöal annars vegna allra aödróttananna um aö ég sæktist eftir peningum Christinu. Fari ég til starfa hjá Onassis- samsteypunni væri búseta I Sviss tvimælalaust æskilegt. Ég vil vera þar sem Christina er og þaö barn sem viö eigum I vændum. Þar sem Christina er hamingju- söm vil ég vera. Þýtt og endursagt —BA Gjafavörur í miklu úrvali ■ nýkomnar ALAFOSS BÚÐIN Vesturgötu Sími 13404 !’VWt -TSfJ ' ) L éIIl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.