Vísir - 23.12.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 23.12.1978, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 23. desember miVISlR Otgefandi: Reykjaprent h/f " Framkvæmdastjóri: Davfö GuÖmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. . ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Glsli Baldur Garðarsson, Jónlna AAichaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrín Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns- son, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, AAagnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dréifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Sföumúla 8. Slmar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Slöumúla 14 slmi 86611 7 llnur Askrift er kr. 2500 á mánubi innanlands.Verö I lausasölu kr. 125 eintakib. Prentun Blaöaprent h/f. Að setja hann sín megin Jólahald Islendinga er orðið með hefðbundnum hætti og aðdragandi þess keimlíkur frá ári til árs, jólagjafa- kaup, jólabakstur, hreingerningar og annars konar undirbúningur. Umræður um boðskap jólanna eða þann, sem þessi fæðingarhátíð er helguð hafa yfirleitt verið heldur fyrirferðarlitlar á jólaföstunni. Nú ber nýrra við. Mikil og hörð deila hef ur f arið f ram í fjölmiðlum um Jesúm Krist í tilefni af útkomu barna- bókar eftir sænskan höfund, en henni var snúið á ís- lensku með styrk úr opinberum sjóði. Svíinn hefur þar kosið að gera Jesúm að róttækum ' skæruliðaforingja og miðar efnismeðferð hans að því að þurrka út þann helgiblæ, sem Jesús er sveipaður í hugum kristinna manna. Það var því eðlilegt að þessi afskræming ofbyði guð- hræddum og grandvörum Islendingum og íslensk útgáf a þessa verks yrði til þess að leiðtogar kristinna saf naða í landinu gæfu út sameiginlega yf irlýsingu, þar sem þeir vöruðu við efni bókarinnar. Ýmsir þeir sem f ram til þessa hafa ekki látið almenna niðurrifsstarfsemi róttækustu afla þjóðfélagsins setja sig úr jafnvægi, töldu að nú væri mælirinn fullur. Þeir vildu fá að hafa trúarskoðanir sínar í friði og töldu frá- leitt að almannafé væri notað til þess að eyðileggja þau trúarsannindi, sem felast í helgum boðskap jólanna. Það er lika undarleg ónáttúra, sem felst í því að vilja brjóta niður það sem fólki er heilagt og læða inn í saklaus barnshjörtu slíkri vantrú á Jesúm Krist, sem gert er í þessu bókarkveri. En þetta er í sjálf u sér ekkert nýtt. Á þeim tæplega tvö þúsund árum, sem liðin eru frá því að Jesús lifði og starfaði hér á jörð hafa ýmis öf I reynt að gera hann að allt öðru en hann í rauninni var og er. Það þjóðfélag, sem hann ólst upp í var gjörólíkt nú- tíma þjóðfélagi og því er ekki hægt að líkja aðstæðum hans og okkar saman. Það hef ur því enginn leyf i til að gera Jesúm aðfulltrúa einhverra ákveðinna stjórnmála- skoðana. Yfir það er hann hafinn. Einn presta landsins vakti sérstaka athygli á þessu atriði í guðsþjónustu á jólaföstunni og komst svo að orði, að Jesús hefði hvorki verið sósíalisti eða sjálfstæðismað- ur, hvorki framsóknarmaður eða alþýðuflokksmaður. Hann hefði ekki óskað eftir því að vera dreginn í neinn pólitískan dilk, því að ríki hans væri ekki af þessum heimi. Þetta er rétt. Menn verða að gera sér grein f yrip því,að Jesús er svo stór og svo áhrifamikill, að þeir komast ekki hjá því að taka afstöðu til hans. Hann er of stór til þess að hægt sé að laga hann að einhverjum ákveðnum stjórn- málaskoðunum. Hann getur hvorki orðið sjálfstæðis- maður eða sósíalisti, eins og presturinn benti á. Hann getur heldur hvorki orðið talsmaður Samtaka um vest- ræna samvinnu eða Samtaka herstöðvaandstæðinga þótt útgefendur sænska bókarkornsins vilji gera hann að hernámsandstæðingi. Menn verða einfaldlega að gera sér grein fyrir því meginatriði þessa máls, að þeir geta með engu móti sett Jesúm sín megin og lagað ímynd hans að sínum skoðun- um. Þeir verða sjálfir að tileinka sér grundvallarkenn- ingar hans og laga sig að ríki hans. Þannig geta þeir orð- ið hans megin. Vísir óskar landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíð- Þessi yfirskrift er úr ljóði, jólaljóði, sem birtist i Kirkjurit- inu áriö 1941. Höfundur þess er Jóna H. Jónsdóttir. Hún nefnir ljóö sitt „Nóttin helga”. Ekki þurfum viö aö spyrja hver sá er sem dreifir ljósi um allan kristinn heim út til veraldarinnar yztu marka, hvarvetna þar sem nokkurt hjarta slær, þar sem nokkra manns sál er aö finna. Þaö er vitanlega hann sem á jólum fæddistihann sem borinn var barn I Betlehem á helgri nótt. Hvernig má slikt veröa? Þaö er vegna þess, aö hér er ekki um hiö ytra ljós aö ræöa sem séö veröur meö berum aug- um. Heldur hitt aö þaö er vegna þess, aö orö hans, boðskapur hans, fagnaöarerindið, hvar sem þaðer boöaö, lýsir þaö inn i hvers manns hjarta,allra, sem taka á móti oröi hans, gera þaö ljóst og lifandi. Þar lýsir þaö upp hugskotiö , veröur andleg næring, afl og orka.sem styrkir manninn i áföllum lifsins, fagnar meö honum á gleöi- stundum, lýsir honum i dimmu sorgarinnar. Aö þetta megi veröa er allt undir þvi komiö aö maöur opni huga sinn og hjarta fyrir boöskapnum, lesi ritningarnai; hlusti á erindiö,biöji um náö til aö ganga Kristi á hönd i raun og sannleika. En þaö er alls ekki vist, já þaö er m.a.s. næsta ótrúlegt, þvi miöur, aö kristnum mönnum sé þetta ljóst. Jólasiðir þeirra, raunar allt jólahald, benda til þess aö svo sé ekki,— Einn merkasti kennimaöur okkar á þessari öld — sr. Þor- steinn Briem — sagöi frá þvl I stólræöu á aöfangadagskvöld, aö fyrstu jólin, sem hann var aö heiman, hafi hann hafnaö heim- boöi góöra frænda og setið einn i litlu herbergi — aleinn á aö- fangadagskvöld. Voru þetta ekki döpur jól fyrir hinn unga námsmann? Hversu oft heyrum viö ekki sagt frá umkomuleysi, sem felst i þvi aö vera einn — aleinn á sjálft aöfangadagskvöldiö. Er þaö ekki alltaf taliö hámark ein- manaleikans? " .▼ -------------------\ S é r a G í s I i Brynjólfsson skrifar jólahugvekju. Hvaö sem um þaö er þá full- yröir Þorsteinn Briem aö þessi einverujól hafi verið andlegustu jólin.sem hann hafi lifað. Hann las jólaguöspjalliö f huganum, las þaö i bæn, sem lauk upp himninum. Og hann heldur áfram: „Einveran opnar augun. Hún opnar lika eyrun fyrir hverju óvæntu smáhljóöi og hún opnar umfram allt hjartaö. Já hjartaö. Og þangaö,einmitt þangaö, á fagnaöarboöskapur- inn aö komast, beint og af- dráttarlaust, án þess aö hann sé hindraöur meö öllu þvi hávaöa- sama og innihaldslausa prjáli hins veraldlega jólahalds. Eitt af skáldum vorum hefur einhvers staöar sagt aö jólin séu sú hátiö ársins, sem sé hjartanu skyldust, aö þau eigi erindi viö hjartaö umfram allt, viö barniö I sálum okkar — hiö saklausa* einfalda, óspillta. Þetta kemur vel fram I hinu kunna kvæöi Matthiasar þegar hann — lifs- reyndur maður — minnist sinna bernskujóla fyrir hálfri öld: Lát mig horfa á litlu kertin þín, ljósin gömlu sé ég þarna mín. Ég er aftur jólaboröiö viö ég á enn minn gamla sálar- friö. Þaö er vlst og satt, aö þetta mundi margur maöurinn — þreyttur af lifsins amstri og áhyggjum heimsvolksins, viljaö hafa getaö sagt, hafa eignast þessa reynslu, upplffa þetta á sinum fulloröins árum. Eflaust er þetta hægara sagt en gert. Aldarandinn og umhverfiö býöur ekki upp á hinar hljóöu, kyrru stundir, hvorki á jólum né endranær.— En þó er þetta okkur öllum mikil nauösyn, ég vil segja and- leg lifsnauösyn, aö eignast tóm tíl aö lifa sig inn i himneskan fögnuö jólanna meö þviað biöja meö einlægni barnshugans, endurvakinni barnatrú sinni á Guö og góöa engla sem hann sendi til að boöa hin miklu fagnaðartiöindi á hinum fyrstu jólum. En minningin um bernskujól- in heima,máske i lágum bæ viö fátækleg föng,og sá ylur sem hún veitir inn i hjartaö og verm- ir hugann meö, hún er okkur trygging fyrir þvl aö jólanna innsti kjarni og sanna tilefni,þaö er allt annaö heldur en þær um- búöir sem viö vefjum þær meö á okkar nægtariku öld. Og ef viö leggjum rækt viö þær minningar, þá má vera aö þaö rætist á okkur, sem segir I ljóöinu sem vitnaö var til i upp- hafi: Ég undur lit, Guös einkason sem ungbarn reifum vafiö. Minn hugur fyllist helgri von I hjarta er undriö grafiö. ö, hvilik ást á hrjáöum heim sinn helga son aö gefa og heita* blessun börnum þeim er boö hans viljaei efa. Gleöileg jól 3fí#oíw Djé§o wm DiKi^tooíníin)'7 ar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.