Vísir - 23.12.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 23.12.1978, Blaðsíða 11
VISIR Laugardagur 23. desember 1978 „Jólaundirbúningur á prestsheimilum er ekkert frábrugðinn þvi sem er á öðrum heimil- um. Við hugum að jólamatnum, skreytingunum og gjöfunum eins og aðrir. Ég held að prestar hafi hins vegar almennt minni tima til að undirbúa jólin á heimilum sinum en aðrir”, sagði séra Ámi Pálsson er Visir ræddi við hann um jólaundirbún- ing, boðskap jólanna og fleira. „Viö prestar höfum yfirleitt mjög mikið aö gera allan desembermánuB. ÞaB eru aB- ventukvöld og mjög algengt er að hin ýmsu klúbbar og félög biöji prestinn aB koma og flytja hugvekju. Þá má ekki gleyma öllum þeim mörgu blöBum sem gefin eru út I desember og sjálf- sagt þykir aB hafi aB geyma jólahugvekju prestsins. Ég vil reyndar taka þaB fram, aB mér þætti eBlilegra aB leikmenn kæmu meira inn i þetta. Ég held til dæmis að þaB væri mjög æskilegt aB leikmenn flyttu slfk- ar jólahugvekjur. Slikt myndi styrkja safnaBarstarfiB mjög mikiB'.' Þýðing aðventunnar „Ýmislegt jákvætt hefur veriB tekiB upp á sIBustu árum I sambandi viB undirbúning jóla- haldsins. Eitt af þvl besta tel ég vera aBventukransinn sem hefur tlðkast hér á landi I nokkra áratugi. ÞaB aB tendra eitt kerti á hverjum sunnudegi fram til jóla flytur jólin nær og vekur fólk til umhugsunar. Ég tel hins vegar aB nota mætti þetta tæki- færi betur. ÞaB yrBi óllkt hátiB- legra ef lesinn væri texti viBkomandi sunnudags I hvert skipti. Þar er sagt frá spádómn- um um komu Krists og Jóhann- esi skirara. Ég held aB sllkur lestur meBan kertiB væri tendr- aB byggi fólk betur undir komu jólanna'.’ Kaupæðið eins og verðbólgan «JólaguBspjalliB er bæBi ver- aldlegt og andlegt. 1 upphafi þess er fjallað um skrásetningu allrar heimsbyggðarinnar og meBan ég var prestur I Mikla- holtsþingum þótti mér sem ég kæmist i dýpri snertingu viB heilagleika jólanna. Ég fór iBu- lega út á göngu á jólanóttina til aö skoBa stjörnuhimininn. Þar var ró og friður og I dreifbýlinu er minni truflun og þvl hægara aB ná snertingu viö helgi jól- anna. Jólin bægja burt skammdeg- inu og lýsa okkur og ég á þvl alltaf erfitt með aB skilja þaB fólk sem dvelst erlendis I skemmtiferðum um jólin. Ég held reyndar aB þaö séu ekki margir sem kjósa aB dveljast á sólarströndum um jólin. Ég hef alltaf litið svo á aö jólin og nærvera þeirra geröu þennan dimma og dapra tlma áhuga- verBari.” Jólin eru þakkarhátið „Munurinn á andlegum og veraldlegum jólum kemur glöggt fram I jólasveinunum. Þeir snlkja og gefa til skiptis. Þeir eru þó eitt af þvl fáa sem kallast getur hefð hér á landi. Islendingar eru öllum þjóBum fátækari I sambandi viö heföir. Ég tel aö viö ættum aö taka þær heföir upp sem marka andlegt mikilvægi hátlöarinnar. Viö þurfum aö útskýra fyrir börn- unum hvers vegna viö til dæmis gefum gjafir um jólin. Þær gef- um viB vegna þess aö Guö gaf okkurFrelsarann. Gjöf getum viö aldrei þegiö án þess aö þakka, þvi ella erum viö farin aö sýna heimtufrekju. Jólin eru þakkarhátiö til Guös, þvl viö getum ekkert gefiö honum fyrir Frelsarann. Ég er hlynntur þvi aB gefnar séu jólagjafir. Manninum er hins vegar gefiö þaö aö hann á aB geta stjórnaö gjöröum sln- um. Viö veröum aö hafa hemil á // Fólk á aö geta ha ft stjórn á gerðum sínum' Jól á prestsheimilum ekkert frábrugðin öðrum' segir séra Árni Pálsson prestur í Kársnesprestakalli þvi lýkur á fagnaöarboöskapn- um. ÞaB má segja aB mennirnir haldi ennþá bæBi veraldleg og andleg jól. Sumir kunna aö hafá algjörlega veraldleg jól, en ég held og vona aö þeir séu I algjör- um minnihluta. Þaö er oft talaB um aö jólin styrki fjölskyldu- samböndin og þaö geta þau ekki gert ef eingöngu er um verald- lega hátfB aö ræöa. A hverju ári er fárast yfir þvl mikla kaupæBi og gegndarlausa neyslukapphlaupi sem gripur landsmenn fyrir jólin. Allir viröast sammála um aB viB göngum of langt i þeim efnum. Þetta viröist hins vegar vera eins og meö veröbólguna. Menn álíta hana vera mesta böl þjóBarinnár og aö ráöast veröi gegn henni, en ekkert gerist. Þannig er það einnig meö kaup- skapinn fyrir jólin. Menn tala um aö þetta gangi út I öfgar. Þaö virðist hins vegar hvorki vera fyrir hendi löngun né kraftur til aö takast sameigin- lega á viö þetta’.’ Ljós i myrkrinu „011 hin ytri umgjörö jólanna á islandi býöur upp á aö þau séu ljós I myrkrinu. Þau voru þaö I eiginlegri merkingu, hér áBur en rafljós komu til sögunnar. Nú eru þau hiB andlega ljós. Jólin hjá okkur eru þegar svarta skammdegiB grúfir yfir. Mér er þaö minnistætt aB þvi sem viö tökum okkur fyrir hendur. ÞaB ætti þvl aö vera ástæöulaust aB láta gjafir fara út I öfgar”. Sköpum hefðir „Allt sem aö foreldrarnir gera grlpnr börnin sterkt og kemnr til meö að fylgja þeim á lifsleiöinni. Þaö er þvl mjög mikilvægt aB foreldrar leggi sig fram viö þaB aB skapa heföir á heimilum sem börnin tengja viB hátíBarnar. Þaö má hugsa sér aB Nýja testamentiö sé lagt á boröiö áBur en menn snæBa á aöfangadagskvöld. Einhver vel læs myndi siöan lesa jólaboB- skapinn (2. kapituli Lúkasarguöspjalls). Þettá minnir ekki aBeins börnin heldur og fulloröna fólkiö á tilefni jólanna. Þaö má minnast á áramótin I þessu sambandi. A gamlárs- kvöld er mikiB um sprell en þaö sakaBi ekki þótt sköpuð væri helgi viö þessi tlmaíhót, tii dæmis meB borBbæn. Siöasta máltiöin á árinu yrBi þá öllum rÞaö er meökaupæöiö fyrir jólin eins og veröbólguna' Mýndir: GVA. minnistæðari ef Guöi væri þakkaö lif og lán á viökomandi ári. I bæninni væri GuBi og þakkaö aö enginn skortur rlki. Börnin fengju þá skilning á þvi, aö þaö er ekkert sjálfsagt aö allir hafi nóg af öllu hér á landi, svo mikill skortur sem rlkir vlöa um heim. Þaö er reyndar athyglisvert að boröbænir þekkjast vart I íslenskri kristni. Hér áBur fyrr snæddi hver maöur I sinu horni og þaö kann aB vera skýringin. Fólki til upplýsingar má benda á þaö aö boröbænir er aö finna 1 bænabók sálmabókarinnar”. Jólahald á prestsheimilinu „Ég hef oröiö var viB þaö aB ýmsir halda aB jól á prests- heimilum séu eitthvaö frá- brugBin jólum hjá öBrum. Þar riki meiri guösdýrkun og allt sé óskaplega formlegt. Ég held hins vegar aö þar sem viö mennirnir eru allir llkir þá séu þau ekki svo frábrugBin þvl sem gerist hjá öörum. Viö eigum sem betur fer flest okkar fjölskyldur og ég vil llta á jól sem fjölskylduhátiö. A heimili minu erum viö allt- af fleiri á aöfangadagskvöld en aðra daga. Þau barna minna sem flutt eru aö heiman eru hjá okkur um kvöldiö og eins koma afar og ömmur. 1 Kópavogi er bæöi aftansöng- ur og miönæturmessa. I þetta sinn verö ég meö sIBari mess- una og þá byrjum viö hér heima á þvi aö lesa jólaguöspjalliö og hlýBa á aftansöng. Viö snæöum svo og aö þvl búnu er útdeilt jólagjöfum, en viö erum hætt aö ganga I kringum jólatréB eins og var meöan börnin voru ung. Jólin eru afskaplega þýöingar- mikil fyrir fjölskylduböndin. Ég veit aB margir prestar hvetja hjón sem eru flutt I sundur til þess aö reyna aB sættast um þessa hátiö”. Ekki aðeins hátið barnanna „Þaö hefur sjálfsagt vakiö eftirtekt fleiri en min hversu algengt er aB tala um jólin ein- göngu sem hátiB barnanna. Ég vil túlka þetta þannig, aö hinir fullorönu telji sig hafa öölast eitthvaö á jólum meöan þeir voru börn, en finni ekki lengur innra meö sér. ÞaB er eins og ævintýri jólaguöspjallsins sé ekki lengur raunveruleiki fyrir þeim. ÞaB er rétt aö taka fram aö ég tel mikinn mun á þvi aö vera barnslegur og barnalegur. Börn taka á móti meö barns- legri gleBl. Hinir fullorBnu þyrftu e.t.v. aö læra sllkt hiö sama. Sá sem ekki skynjar orö sálmsins: „í myrkrum ljómar lifsins sól..” hann hlýtur aö fara mikils á mis I jólahaldinu.” —BA—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.