Vísir - 23.12.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 23.12.1978, Blaðsíða 17
vtsnt Laugardagur 23. desember 1978 Halldór E. Sigurðsson: „Förum ávallt í kirkju á aðfanga* dagskvöld" ,,Þaö er fastur siöur á mlnu heimili aö viö förum i kirkju á aö- fangadagskvöld”, sagöl Halldór E. Sigurösson, þegar viö inntum hann eftir jólahaldinu á hans heimili. „Þegar viö bjuggum vestur á Staöarfelli var ekki langt aö fara þvi þar er kirkjustaöur, en viö höfum haldiö þessum siö siöan viö fluttum til Reykjavikur og förum nú i Bústaöakirkju til séra Ólafs Skúlasonar á aöfangadags- kvöld.” „1 gegn um allan okkar búskap höfum viö haft jólagraut á aö- fangadagskvöldiö”, sagöi Halldór þegar viö inntum hann eftir hátiöarmatnum. „Þaö er hris- grjónagrautur meö rúsinum og út á hann höfum viö krækiberjasaft. t honum er mandla en sá sem hana hreppir fær „jólapakka”. „Þegar viö bjuggum vestur I Döíum þá höföum viö ávallt lambahygg eöa læri á aöfanga- dagskvöld. En hin slöari ár höfum viö haft meiri tilbreytingu 1 þessu t.d. svlnakjöt eöa holdanautakjöt og jafnvel fuglakjöt”. „Kjúpur höfum viö ekki haft á jólum, þvl ég er afskaplega lltiö fyrir þær”, sagöi Halldór. „1 eftirrétt höfum viö heimatil- búinn is, sem konan á heiöurinn af og ég hef miklar mætur á, og út á hann höfum viö karamellusósu. A jóladaginn höfum viö hangikjöt og laufabrauö en konan hefur haldiö þeim siö frá slnu heimili, þar var gert laufabrauö fyrir jól- in”. Halldór sagöi aö þetta væri fyrsta áriö sem þau hjón byggju ein á sinu heimili. En um jólin veröur samt sem áöur fjölmennt á heimilinu þar sem börn og barnabörn koma i heimsókn. „Á gamiárskvöld er ég alltaf heima og hér áöur fyrr hlustaöi ég alltaf á áramótaávarp Vil- hjálms Þ. Gislasonar, ég haföi sérstakar mætur á aö hlýöa á þaö”. —KP Jóhanna Sigurðordóftir: Ætlo að hvíla mig mikið „Þaö hefur oröiö heldur lltiö úr bakstrinum fyrir þessi jól, og jólaundirbúningur veriö ailur fremur lltill af minni hálfu miöað viö undanfarin jól”, sagöi Jóhanna Siguröardóttir, er Visir ræddi viö hana um jólahald. „Einu er ég þó ákveöin i aö koma I verk á jólunum, en þaö er aö hvila mig, og þaö mikiö. Þetta er búinn aö vera erfiöur timi nú aö undanförnu, og maöur er orö- inn hvildarþurfi. Maöurinn minn hefur lika staöiö I ströngu, þar sem allur jólaundirbúningur hef- ur mætt á honum. Aö visu hefur hann ekki tekiö aö sér bakstur, en flest annaö. Mér finnst jólin hefjast meö þvl aö klukkum er hringt klukkan sex á aöfangadagskvöld. Þá setj- umst viö og hlýðum á messu i út- varpinu, en boröum svo. Ég hef undanfarin jól haft svinabóg á boröum á aöfangadagskvöld, og llkaö mjög vel, þannig aö ég geri ráö fyrir þvl aö svo veröi einnig um þessi jól. Annars finnst mér tilheyra á jólum aö boröa hangi- kjöt einhvern jóladaganna, og væntanlega höldum viö þeim siö. Viö erum fjögur I heimili, viö hjónin og tveir synir okkar. A aöfangadagskvöld erum viö heimaviö, en á jóladag förum viö til skyldfólks okkar i þessi hefö- bundnu jólaboð”. — Hver vaskar upp á aöfanga- dagskvöld? Ég á ákaflega hjálpsaman eig- inmann, sem oft tekur til hendi viö heimilisstörfin meö mér, þ.á.m. uppvaskiö. Þaö getur allt eins oröiö hann sem sér um upp- vaskið eins og ég. Nei, viö erum ekki búin aö fá okkur uppþvotta- vél, en ef annriki veröur I fram- tiöinni svo mikiö sem hingaö til, þá er ekki ólíklegt aö viö látum af þvi veröa. — Ætii maöurinn komi þá ekki til meö aö eiga frumkvæö- iö”. —GBG Jón G. Sólnes: 43. jólin með fjðlskyldunni „Þetta veröa 43. jólin sem ég held meö fjölskyldu minni. Mikill hluti hennar er nú búsettur fyrir noröan, þannig aö þetta ættu aö veröa lifleg jól”, sagöi Jón G. Sól- nes alþingismaöur, er Visir ræddi viö hann um jólahald. irHérna áöur fyrr má segja aö hátlöin hafi byrjað á Þorláks- messu. Hún hefur alltaf veriö meö einhverjum ævintýrablæ, — einkum þó þegar maöur var yngri. Þá var rápaö I búöir fram eftir kvöldi og dreypt á dýrum veigum svona til háttöabrigöa. Nú hefur a.m.k. þetta samband viö Bakkus afiagst aö miklu leyti. Undirbúningur jólanna hefur alla tíö verið skemmtilegur heima á Akureyri. Viö höfum t.a.m. alltaf bakað laufabrauö og þaö hefur veriö sérstök stemning yfir þeim siö og oft skemmtileg kvöld þegar skoriö var út i brauöin. Konan mln haföi alltaf meö höndum yfirumsjón meö laufabrauöabakstrinum þar til fjölsyldan fékk I sinn hóp hús- mæöraskólastjóra, tengadóttur mina sem nú sér um þessa hluti. A jólunum boröum viö ýmiss konar göögæti, sem ég kann vart aö nefna, — þaö væri nær aö spyrja konuna út I þaö. Rjúpur boröum viö annaö hvort á aö- fangadagskvöld eöa á gamlárs- kvöld. Nei, ég skýt þær ekki sjálfur, ég hef aldrei skotiö úr byssu og ætla aldrei aö gera. Ég fer aldrei i kirkju á jólunum. Þaö kann aö flokkast undir sér- visku en mér leiöist þessi hefö aö menn hópist allir I kirkju þessa hátlðisdaga. Mér finnst betra aö sækja kirkju aöra daga og þaö geri ég alltaf af og til. Annars þykir mér best aö hafa þaö náöugt um jólin. Boröa góöan mat, hitta fjölskylduna og lesa einhverjar góöar bækur. Mér finnst skemmtilegast aö lesa bækur sem hafa aö geyma sagn- fræöilegan fróöleik en ýmislegt annaö kann aö fljóta meö”. —GBG # Olafur Ragnar Grimsson: Jólahald markast af hrifningu dœtranna „Jóiahald hjá okkur markast nú mjög af hrifningu dætra okkar yfir jólunum, en þetta veröa fyrstu jólin, sem þær tviburasyst- urnar vita hvaö er aö gerast, og finnst mikiö til koma”, sagöi ólafur Ragnar Grlmsson, er Vlsir ræddi viö hann um væntanlegt jólahald. „Þær systurnar eru búnar aö færa okkur margar sögur af furöuverum og jólasveinum slö- ustu dagana og vikurnar. Þótt mikiö annriki hafi veriö hér á þinginu fyrir jólin, þá hef ég getaö skroppiö meö þær I bæinn til þess aö sjá jólasveina og ýmsar kynja- verur. Um daginn stoppuöum viö fyrir framan verslunarglugga þar sem gaf aö lita Grýlu gömlu. Eftir aö hafa enn einu sinni full- vissaö sig á þvi aö Grýla væri nú ekki til nema bara 1 sögum i brúöuleikhúsinu og kannski i búö- argluggum, hófu þær upp raust slna og sungu stundarhátt fyrir viöstadda „Grýla á sér litinn bát”. „A aöfangadagskvöld erum viö á okkar heimili og sinnum þess- um heföbundnu jólasiöum. A jóla- dag sækjum viö heim mágkonu mina á Alftanesi og erum þar ásamt ööru fjöidskyldufólki. A annan dag jóla tökum viö lifinu meö ró, og skreppum jafnvel i göngutúr ef vel viörar, gluggum i bækur og þar fram eftir götunum'.1 — Eru matarsiöir ykkar aö einhverju leyti sérstæöir? „Já, þeir eru aö þvi leyti sér- stæöir, aö viö reynum á aöfanga- dagskvöld aö elda einhvern góöan rétt I þaö miklu magni, aö hann endist okkur eitthvaö næstu daga, svo aö viö þurfum ekki sifellt aö standa I eldamennsku. Aö þessu sinni veröur liklega hreindýra- steik fyrir valinu”. —GBG Páll Pétursson: Betra bragð af minu fé en annarra „Já, mikil ósköp, ég er farinn aö hlakka til jólanna. Ég hlakka allt- af tii jólanna enda fæ ég þá tækl- færi til þess aö dvelja helma á minum bæ meö minu fólki, roll- um, beljum og hrossum”, sagöi Páil Pétursson alþingismaöur er Vfsir tók hann tali og forvitnaölst um jólahald. „Mér finnst ósköp gaman aö vera hér á Alþingi a.m.k. stund- um,- Hins vegar finnst mér nú alltaf best aö vera heima á Höllu- stöðum, — ég tala nú ekki um á svona stórhátiöum. Ég er þó ekki meö þessu aö segja aö ég sé ókunnugur heima hjá mér. Ég fer noröur eins oft og þéss frekast er kostur og tek þá til hendinni viö búskapinn. Þaö er mér mikiö sáluhjálparatriöi aö hafa búskap meö höndum, þótt þaö útheimti mikla vinnu”. — Hvernig haldiö þiö jól á Höllustööum? "Jólin hjá okkur eru vafalaust nokkru fábreyttari en þau gerast i þéttbýlinu. Dagamunur I kaupstööunum er meiri en hann getur oröiö á sveitaheimilum. Viö blótum ekki Þorlák þannig aö hátlöahöld hefjast hjá okkur á aöfangadagskvöld. Viö reynum aö vera búin meö mjaltir fyrir klukkan sex, og aöfangadags- kvöld er síöan meö heföbundnum hætti. A boðstólum er hangikjöt og annaö góögæti gjafir gefnar o.s.frv.” — Reykiröu kjötiö sjálfur? „Ég stend nú aö vfsu I þeirri meiningu aö þaö sé betra bragö af minu fé en annarra. En þaö borg- ar sig engan veginn aö slátra heima núna og ég legg þaö ekki á' mig sérstaklega fyrir hátlöarnar. Viö látum okkur bara nægja aö boröa kjöt af annarra manna skjátum.” — Hvaö meö rjúpur? „Já, rjúpur eru ómissandi á jólaboröiö. Ég skýt þær þó ekki sjálfur en kaupi þær af frænda minum þarna úr sveitinni. Ég man nú satt aö segja ekki hvenær viö erum vön aö hafa rjúpurnar, — konan ræöur þeim málum ein.” — Er mannmargt hjá þér um jólin? ,,Viö hjónin eigum þrjú börn, 18 ára gamla dótturog tvo stráka, 16 og 11 ára gamla. Þá koma tengdaforeldrar mfnir sem búa á Siglufiröi til okkar um jólin. Aftur ætlar mamma aö dvelja hér fyrir sunnan hjá systkinum mlnum.” — Veröur fariö til kirkju á jól- unum? „Ég býst nú viö aö viö sækjum kirkju einhvern jóladaganna. Þaö eru fimm kirkjur I prestkallinu þannig aö ég er ekki viss um hvaöa dagur kemur I okkar hlut. Annars er ég nú ekkert sérlega kristinn og llt jöfnum höndum á þetta sem hátiö hækkandi sólar. Þetta er vissuiega mikil hátlb en viö veröum aö sinna vinnunni viö búskapinn jafnt hátiöisdaga sem aöra daga. Vakna snemma á jóla- dagsmorgun til aö mjólka og sinna siöan nauðsynlegum verk- um. Aö vÍ8u slepp ég vel hvaö kynferöismál sauöfjárins varöar, þar sem ég skipti fjárhópnum niöur I hópa sem ég stia af og læt svo hrútinn sem ég ætla hverjum hóp, ganga meö honum i nokkurn tlma. Þá gerist þetta allt á eöli- legan hátt.” —GBG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.