Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 1
Sunnudagur 29. júlí 2001 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð Forstaða Nausts auglýst til umsóknar Hjúkrunar-og dvalarheimilið Naust á Þórshöfn auglýsir stöðu forstöðumanns lausa til um- sóknar f.o.m. 15. ágúst nk.. Í starfslýsingu segir m.a. að forstöðumaður skuli sinna allri daglegri umsjón í starfsemi heimilisins, þ.m.t. starfsmannastjórnun í sam- ráði við sveitarstjóra, skipulagi vakta, gerð og skil vinnuskýrslna. Umsjón með innkaupum öllum auk viðhalds húsnæðis og búnaðar. Skráning nauðsynlegra upplýsinga um rekstur- inn, umsjón með heimilishjálp sem rekin er á vegum sveitarfélagsins og aðstoð við félags- starf aldraðra sem fram fer á heimilinu. For- stöðumaður er tengiliður heimilisins við heilsu- gæsluna, Tryggingastofnun og aðra þá aðila sem eiga þarf samskipti við vegna rekstrarins. Starfið krefst frumkvæðis og er starfsmaður ábyrgur fyrir þeim þáttum sem verksvið hans lúta að. Reglulegur vinnutími er frá kl. 08.00— 12.00 og 13.00—17.00 og starfsheitið er grunnað í launaflokk 127 skv. samningi Launa- nefndar sveitarfélaga. Frekari upplýsingar um starfið veitir sveitar- stjóri Þórshafnarhrepps og núverandi forstöðu- maður heimilisins, umsóknir sendist Þórshafn- arhreppi, Langanesvegur 2, 680 Þórshöfn. Þórshöfn, 27. júlí 2001, sveitarstjóri. Starf með námi Okkur í Skammtímavistun barna, að Álfalandi 6, Reykjavík, vantar gott fólk sem hefur áhuga á matargerð, vill vinna með skemmtilegu fólki og umgangast yndisleg börn. Um er að ræða, 50% næturstarf, 40% næturstarf og 40% eld- hússtarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og Eflingar. Nánari upplýsingar veitir Margrét L.Steingrímsdóttir,forstöðumaður, Álfa- landi 6, í síma 553 2766. Netfang margrets@fel.rvk.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.