Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Veitingahús í Hafnarfirði auglýsir eftir matráði sem vinnur aðra vikuna frá kl. 10 til 14 en hina frá kl. 18 til 22 og aðra hvora helgi. Ennfremur vantar tvo starfskrafta til aðstoðar í eldhúsi og afgreiðslu í sal. Upplýsingar í síma 691 7854. Hjúkrunarfræðingar óskast á barnadeild Fossvogi. Á deildinni fer fram fjölbreytt hjúkrun barna og unglinga og er sérsvið m.a. hjúkrun barna með sykursýki, eftir bæklunaraðgerðir, slys, heila- og tauga- áverka, háls-, nef- og eyrnaaðgerðir o.fl. Boðið er upp á skipulagða fræðslu fyrir nýja hjúkrunarfræðinga. Unnið er á átta tíma vöktum þriðju hverja helgi. Möguleiki á tvískiptum vöktum. Tveggja launaflokka hækkun er fyrir 50% NV. Upplýsingar veita Auður Ragnarsdóttir deildarstjóri í síma 525 1566, netfang audurr@landspitali.is og Helga Bragadóttir sviðsstjóri í síma 560 1033, netfang helgabra@landspitali.is Lagermaður óskast frá 1. sept. n.k. í eldhús Fossvogi. Reynsla af lagerstörfum og birgðavörslu æskileg, auk snyrtimennsku og stundvísi. Starfshlutfall 100%. Upplýsingar veitir María Sigurðardóttir framleiðslustjóri í síma 525 1130, netfang masig@landspitali.is Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til 13. ágúst n.k. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi Nýjar áskoranir í starfi! Eitthvað fyrir þig? Fólk með fötlun vantar starfsfólk sér til aðstoðar í athöfnum daglegs lífs og til þátttöku í sam- félaginu. Um er að ræða 50-100% stöður fyrir þroskaþjálfa og almennt starfsfólk af báðum kynjum. Störf í Garðabæ: Á sambýli við Markarflöt. Störf í Grindavík: Á nýju sambýli við Túngötu. Staðfesta þarf fyrri umsóknir. Störf í Hafnarfirði: Á skammtímavistheimili við Hnotuberg. Störf í Kópavogi: Á sambýlum við Borgarholtsbraut, Hrauntungu og heimili fyrir einhverfa við Dimmuhvarf. Störf í Mosfellsbæ: Á heimili fyrir börn og vistheimili í Tjaldanesi. Boðið er upp á öflugan, faglegan stuðning, þjálfun og námskeið fyrir nýtt starfsfólk. Nýtt starfsfólk tekur þátt í framsæknu þróunar- starfi við mótun þjónustunnar. Við bjóðum laun samkvæmt gildandi kjara- samningum Þ.Í. og S.F.R., sem meðal annars tryggja rétt til sumarorlofs og veikinda. Athugið launahækkun í nýjum samning- um. Kaffitímar eru greiddir í yfirvinnu, frítt fæði og fleira. Reyklausir vinnustaðir. Upplýsingar um ofangreind störf eru veittar í síma 564 1822 á skrifstofutíma. Umsóknar- frestur er til og með 13. ágúst nk. Umsóknar- eyðublöð má nálgast á skrifstofunni á Digra- nesvegi 5 í Kópavogi, útibúi Svæðisskrifstofu, Hafnargötu 90, Keflavík, og á vef Svæðisskrif- stofu á netinu http://www.smfr . Mötuneyti — veitingastofa Starfsmann vantar í mötuneyti, 100% starf. Einnig vantar starfsmann í veitingastofu, hluta- starf. Upplýsingar um aldur og fyrri störf send- ist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 15. ágúst merktar: „Möt — veit“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.