Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Umdæmisstjóri í Snæfellsbæ Siglingastofnun auglýsir laust til umsóknar starf umdæmisstjóra í Snæfellsbæ. Umdæm- isstjóri annast rekstur skrifstofunnar í Ólafsvík. Önnur verkefni eru úttektir á nýsmíði og breyt- ingum á skipum og skipaskoðanir. Æskileg menntun er skipstjórnarmenntun sem heimilar umsækjanda að stjórna skipi sem er 1.600 brúttórúmlestir að stærð eða meira (sbr. STCW, regla II/2), eða vélfræðingsmenntun sem veitir réttindi til starfs um borð í skipi þar sem afl aðalvélabúnaðar er 3000 kW eða meira (sbr. STCW, regla III/2). Gerð er krafa um starfsreynslu og kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og stéttarfélags viðkomandi starfsmanns. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Um sérstök umsóknareyðublöð er ekki að ræða, en umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Siglinga- stofnunar Íslands, Vesturvör 2, 200 Kópavogi. Nánari upplýsingar veitir Geir Þór Geirsson í síma 560 0000. Að sjálfsögðu verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráð- ningu liggur fyrir. Siglingastofnun er framsækin þjónustustofnun sem vinnur að öryggi sjófarenda og aukinni hagkvæmni í sjósókn. Með sérfræðiþekkingu og skilvirkni miðlun upplýsinga um málefni hafna og siglinga þjónar Siglingastofnun stjórnvöldum, sjófarendum og útgerðarmönnum. Lausar stöður Leikskólakennarar Óskum eftir leikskólakennurum í leikskólana Álfheima og Glaðheima Selfossi. Fáist ekki leikskólakennarar verða ráðnir starfs- menn með aðra uppeldismenntun og/eða starfsmenn sem hafa reynslu og áhuga á að vinna með börnum í leikskólum. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2 Selfossi og er umsókn- arfrestur til 10. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefur Ásthildur Bjarnadóttir í síma 480 1900 netfang heiddis@arborg.is . Starfsfólk í félagsstarf unglinga. Okkur vantar gott fólk sem er tilbúið að vinna með ungu fólki í félagsstarfi á Selfossi og við ströndina. Mikið uppbyggingarstarf á sér stað í sveitarfélaginu og er stefnt að því að félags- miðstöð á Selfossi flytji í nýtt húsnæði í skóla- byrjun. Við leitum að fólki með frístundanám eða aðra uppeldismenntun að baki. Leitið upp- lýsinga hjá fræðslustjóra í síma 480 1900. Grunnskólakennara vantar í forfallakennslu í Árborg. Um tímabundna vinnu getur verið að ræða. Umsjónarmaður með skóladagvist á Selfossi Að Bifröst á Selfossi, þar sem forstöðumaður hefur fengið ársleyfi. Um er að ræða 80% starf og verður ráðið í stöðuna til eins árs. Metnað- arfullt uppbyggingarstarf er á Bifröst og leitum við að hæfileikaríkum starfsmanni sem hefur frístundanám eða aðra uppeldismenntun að baki. Starfið er fjölbreytilegt og krefjandi og reynir ekki síst á góð samskipti. Leitið nánari upplýsinga hjá fræðslustjóra í síma 480 1900 eða á netfangi thorlakur@arborg.is . Umsóknarfrestur um aðrar stöður en leikskóla- kennara er til 5. ágúst og ber að skila umsókn- um til fræðslustjóra Árborgar, Ráðhúsi Árborg- ar Austuvegi 2, Selfossi. Fræðslustjóri Árborgar. X Y Z E T A / S ÍA Leikskólakennarar, þroskaþjálfar eða starfsmenn með aðra menntun og/eða reynslu óskast til starfa í leikskólann Rauðuborg við Viðarás. Rauðaborg er þriggja deilda leikskóli þar sem dvelja 60 börn samtímis. Upplýsingar um störfin veitir Ásta B. Stefánsdóttir leikskólastjóri í síma 567 2185. Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskóla, á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur og á vefsvæði, www.leikskolar.is. Spennandi störf í leikskólanum Rauðuborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.