Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Smáralind ehf. Útboð á ræstingum Smáralind ehf. óskar eftir tilboðum í ræstingar verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar sem opnar í október 2001. Um er að ræða daglegar ræstingar á sameign verslunarmiðstöðvarinnar ásamt þrifum utan- dyra o.fl. Heildarflatarmál þess rýmis sem ræsta á er rúmlega 20.000 fm. Ræstingarverktakar eru hvattir til þátttöku enda er útboðinu skipt upp í nokkrar einingar sem m.a. hæfa minni verktökum. Útboðsgögn verða afhent gegn 5.000 kr. trygg- ingu frá 1. ágúst kl. 10.00 á skrifstofu Smára- lindar í Hæðarsmára 6, Kópavogi, 2. hæð. Til- boðsfrestur er til 21. ágúst kl. 11.00. Útboð Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd Bæjarsjóðs Akureyrar, óskar eftir tilboðum í byggingu undirstaða fyrir stólalyftu í Hlíðar- fjalli við Akureyri. Verkið nær til uppsteypu og frágangs á undir- stöðum vegna 2 endastöðva og 11 stálmastra og jöfnun lands við endastöðvar o.fl. Helstu magntölur eru: 500 m² í mótaflötum, 12 t bendistál og um 275 m³ í steypu. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2001. Útboðsgögnin verða afhent í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá og með miðvikudeginum 1. ágúst og kosta kr. 4.000. Fulltrúar Akureyrarbæjar verða á framkvæmdastað (Hlíðarfjalli) til að svara fyrir- spurnum 1. og 2. ágúst. Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Framkvæmda- deildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, eigi síðar en fimmtudaginn 9. ágúst 2001 kl. 11.00 f.h., og verða þau þá opnuð þar í viður- vist þeirra bjóðenda sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. Útboð — Gatnagerð Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir til- boðum í endurgerð götu og lagna í Digranesheiði. Í verkinu felst að jarðvegsskipta í götustæði, endurnýja holræsalagnir, lagnir veitustofnana og ganga endanlega frá yfirborði götunnar. Helstu magntölur eru: Gröftur 12.000 m³ Fylling 10.500 m³ Malbik 7.000 m² Holræsalagnir 1.100 m Vatnslagnir 600 m Strenglagnir OR 500 m Verkið er áfangaskipt, en skal skila full- búnu fyrir 1. júlí 2002. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Kópa- vogs, frá og með 31. júlí nk. gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. ágúst 2001 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Framkvæmdadeild Kópavogs. ÚU T B O Ð Útboð nr. 12858 Snjóflóðavarnir í Neskaupstað Lokafrágangur Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fjarða- byggðar, óskar eftir tilboðum í lokafrágang við gerð varnarvirkja í Neskaupstað. Verkefnið felst í lokafrágangi vegna byggingar varnargarðs og varnarkeila undir Drangagili í Neskaupstað. Varn- argarðurinn sjálfur og keilurnar hafa verið gerðar en eftir er að leggja lokahönd á ýmsan frágang kringum mannvirkin sjálf og svæði sem raskað var vegna byggingu þeirra. Einnig eru eftir verkþættir eða hlutar þeirra sem tengjast varnar- virkjunum. Eingöngu er átt við frágang ofan varn- argarðs en frágangur á honum sjálfum og neðan hans er á höndum annars verktaka. Vettvangsskoðun verður haldin 7. ágúst kl. 11.00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Mæting við austurenda garðsins. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2001. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 frá og með mánudeginum 30. júlí kl. 13.00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. ágúst 2001 kl. 10.00. Útboð Akureyri — Dýpkun í Fiskihöfn Stjórn Hafnasamlags Norðurlands óskar eftir tilboðum í dýpkun Fiskihafnar á Akureyri. Heildardýpkun 55.000 m³. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. desember 2001. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hafnar- samlags Norðurlands, Fiskitanga, Akureyri, og á skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá miðvikudeginum 1. ágúst, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudaginn 21. ágúst 2001 kl. 11.00. ÚU T B O Ð Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrif- stofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík: * Nýtt í auglýsingu 12851 Vegheflar fyrir Vegagerðina. Opnun 30. ágúst 2001 kl. 11.00. Verð útboðs- gagna kr. 3.500. * 12429 Sorpeyðingarstöð í Helguvík fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum. Opnun 25. október 2001 kl. 11.00. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6.000 frá og með miðvikudeginum 1. ágúst kl. 15.00. TILKYNNINGAR ÝMISLEGT Hvatnings-og hlátursnámskeið Við óskum eftir fólki sem hefur áhuga á að verða leiðbeinendur í hvatnings-og hlátursmeð- ferð. Við bjóðum uppá fulla kennslu í gefandi starfi með góðum framtíðar-og tekjumögu- leikum. Nánari upplýsingar er að finna á net- fanginu lifleikur@hotmail.com eða í síma 0047 6934 4476. Einnig á heimasíðu okkar www.mamut.com/lifleikur.       Kvikmyndagerðin Hugsjón leitar að hæfi- leikaríku fólki til þátttöku í hæfileika- keppni fyrir tónlistarmyndband Stuðm- anna. Skemmtilegt lífrænt fólk á öllum aldri er það sem við erum að leita að. Skráðu þig til þáttöku í síma 562 6660 mánudaginn 30. júlí milli 9 og 17. stofnuð 1902 Höfum á lager: ● Þakrennur, niðurföll ásamt fylgihlutum. Hentar líka á sumarhúsin. Verksmiðjuverð. ● Munið zetuleiguna. Breiðfjörðs blikksmiðja ehf., Köllunarklettsvegi 4, 104 Reykjavík, sími 553 9025, fax 553 9035, gsm 860 1299. Fótaaðgerðastofa Til leigu er húsnæði fyrir fótaaðgerðastofu í Félags- og þjónustumiðstöðinni Hraunbæ 105, Reykjavík. Húsnæðið er laust til afnota frá 1. september nk. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. og skal um- sóknum skilað til Félags- og þjónustumiðstöðv- arinnar, Hraunbæ 105, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Andrea Þórðar- dóttir, forstöðumaður, í síma 587 2888. Til leigu 113 fm, húsnæði á Vagnhöfða. Steypt sérhús - jarðhæð - skrifstofu- húsnæði, góð aðkeyrsla, snyrtilegt, gæti einnig hentað fyrir heildsölu og fleira. Laus strax. Upplýsingar í síma 893 9678 eða 553 2280.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.