Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 15
Guðrún Einarsson hefur lýst húsaskipan í Túngötu 6 á þessa leið: „Á fyrstu hæð voru þrjár sam- liggjandi stofur, stór forstofa og stigi upp úr svokallaðri millistofu og þar undir stiganum var fatahengi barnanna. Frammi við innganginn voru tvær forstofur ytri og innri og þar var fatahengi bæði fyrir konur og karla. Dyr voru úr forstofu inn í kontór húsbóndans og inn af honum var svokallaður „gamli kontór“, þar sem dýralæknirinn geymdi bóluefni. Á þessari hæð var einnig barnastofa og búr inn af stóru eldhúsi, sem var í vestanverðu húsinu. Í búrinu var rekki fyrir leirtau og diska og skáp- ur, sem í var geymt kaffi og te. Rétt við eldhúsið var skúr í port- inu svokallaða, þar var sérstakur stóll fyrir karla og kerlingar sem komu til þess að fá í svanginn. Dysta minnist t.d. Dabba í Nesi, mjólkur- pósts, sem gjarnan kom utan af Sel- tjarnarnesi og settist í þennan stól og fékk mat. Væri hann allsgáður fékk hann líka snafs, en aldrei ef hann var drukkinn. Hann þræddi gjarnan heimili þeirra borgara, sem hann átti von á brjóstbirtu hjá og Túngata 6 var með seinustu húsun- um er hann lagði af stað út á Nes. Var hann þá oft orðinn æði puntaður og ragnaði yfir því að fá ekki snafs, áður en hann lagði af stað heim á leið. Dabbi þessi var fjósamaður hjá Kristínu í Nesi. Uppi á kvistinum var svefnher- bergi þeirra hjóna Ástu og Magn- úsar. Síðar var svokallað suðurher- bergi þar sem krakkarnir sváfu og norðurherbergið var fyrir stúlkurn- ar, sem jafnan voru þrjár, eldhús- stúlka, svokölluð innistúlka og síðan stúlka, sem gætti Lárusar yngra Sveinbjörnssonar, Lilla. Magnús lét og setja vatnssalerni á efri hæð hússins, en fyrir daga þess var no- tazt við kamra. Norðan við húsið var pakkhús. Lárus Sveinbjörnsson átti Akurey, sem er allstór eyja vestur af Selsvör. Þangað var á vorin jafnan farið til eggjatekju og þar fékk heimilið í Túngötu 6 einnig dún, en talsvert æðarvarp var í eynni. Einnig fékkst lundi úr Akurey, sem gjarnan var reittur og hengdur upp til þurrkunar í pakkhúsinu. Voru stúlkurnar látn- ar reita lundann eða hamfletta. Fyrst þegar Ásta og Magnús fluttust í Túngötu 6 var lóðin aðeins tún með rifsberjarunnum. Magnús lét síðan gera skrúðgarð framan og austan við húsið og var garðyrkju- maðurinn, sem það annaðist danskur og hét Kofoed-Hansen. Enn stendur stórt og mikið tré á lóðinni framan við húsið, sem er síðasta merkið um að þar hafi eitt sinn verið fallegur garður. Nú er lóðin bílastæði. Guðrún Einarsson hefur skrifað niður fyrir dótturdóttur sína, Ragn- heiði Ástu Sigurðardóttur, lýsingu á jólum á æskuheimili hennar í Tún- götu 6. Þar segir: „Eftir að við höfðum borðað rjúp- ur og möndlurís fórum við inn á pabbakontór eins og við kölluðum það, prúðbúin og biðum eftir Guð- mundi móðurbróður mínum, töntu Lóu og Stellu. Þau voru alltaf hjá okkur á aðfangadagskvöldi. Þegar þau voru komin, opnaði pabbi dyrn- ar inn í miðstofuna, þar sem mamma settist við flygilinn og spilaði „Heims um ból“ og við sungum. Jólatréð var í borðstofunni og við dönsuðum í kringum það og fengum svo gjafir og jólagott, sem hékk í pokum á jóla- trénu. Þetta var mikil hátíð. Á jóladaginn fórum við með pabba og mömmu í kirkju, Dómkirkjuna. Annan jóladag var svo tekið í spil og seinna um kvöldið fengum við súkk- ulaði og kökur.“ Magnúsi Einarsson dýralækni er þannig lýst af samtímamanni: „Magnús var gervilegur maður, fríður sýnum, óvenju hárprúður, ríf- legur meðalmaður að vexti, réttvax- inn, léttur í hreyfingum og vaskleg- ur á velli og hélst vaxtar- og göngulag óbreytt til æviloka.“ Páll Agnar Pálsson yfirdýralækn- ir hefur skrifað ritgerð um Magnús Einarsson. Þar segir m.a.: „Magnús Einarsson var fæddur 16. apríl 1870, sonur hjónanna Guð- rúnar Helgu Jónsdóttur (1840–1918) og manns hennar Einars Gíslasonar (1838–1887), bónda á Höskuldsstöð- um í Breiðdal, hreppstjóra og al- þingismanns. Magnús fór í Lærða skólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1891. Magnús var ágætur námsmaður og mjög vinsæll af skólafélögum sínum eins og fram kemur m.a. í sjálfsævisögu séra Friðriks Friðrikssonar. Hann var jafnvígur á allar námsgreinar, en sérstaklega var hann latínulærður og mæltur á latneska tungu fram á efri ár, sem var orðið á fárra færi. Að loknu stúdentsprófi hélt Magnús til Kaupmannahafnar, hóf að nema lögfræði og tók heimspeki- próf við háskólann þar, en sneri síð- an að dýralæknisnámi við Dýra- lækna– og landbúnaðarskólann og lauk þar prófi með góðri einkunn vorið 1896. Varðveist hafa prófúrlausnir Magnúsar við lokapróf og bera þær merki vandvirkni, skipulegrar og glöggrar lýsingar á sjúklingi og meðferð þeirri sem hann hlaut. Um haustið 1896 var Magnús skipaður dýralæknir í Suður- og Vesturamtinu og gegndi því starfi til æviloka. Það var fyrir atbeina Magnúsar, að C.O. Jensen hóf rannsóknir á hentugu bóluefni gegn bráðapest- inni. Í þrettán ár er Magnús sístarf- andi að leiðbeiningum og gagnasöfn- un um árangur af þessu tilraunabóluefni, og sleppti raunar aldrei hendi af þessu þýðingarmikla máli alla starfsævi sína, enda naut hann almennrar viðurkenningar fyr- ir þau störf svo sem maklegt var.“ Magnús stóð ávallt gegn innflutn- ingi lifandi húsdýra. Um þann þátt hans segir Páll Agnar í áður tilvitn- aðri ritgerð: „Þegar Magnús Einarsson hóf störf hér á landi voru í gildi lög frá 17. mars 1882 sem bönnuðu að flytja til Íslands útlent kvikfé, en sérstaka undanþágu mátti þó gera með stjórnarleyfi. Strax og Magnús tók til starfa fór hann að vinna að því að herða laga- ákvæði um bann við innflutningi dýra til landsins. Að hans frumkvæði fengust samþykkt lög 10. nóvember 1905 og síðar 9. júlí 1909. Með lögum þessum var fjölgað þeim tegundum alidýra, sem mátti ekki flytja til landsins. Þannig mátti ekki flytja inn nautgripi, sauðfénað, hesta, svín, geitur eða hunda og stóð svo alla embættistíð Magnúsar. Þrátt fyrir að stjórnvöld gætu veitt undanþágu til innflutnings léði Magnús aldrei máls á slíkum inn- flutningi, þó að hart væri eftir leitað. Það mun hafa verið haustið 1909, sem Magnús sendir stjórn Búnaðar- félags Íslands ítarlega greinargerð fyrir afstöðu sinni varðandi innflutn- ing sauðfjár til Íslands, en þá hafði Hallgrímur Þorbergsson og fleiri sótt fast að flytja fé af ensku kyni til landsins. Er þessa glöggu greinar- gerð að finna í tímaritinu Frey, 3. hefti, 6. árgangi, bls. 33–34. En við mörg tækifæri síðar þurfti Magnús að gera grein fyrir afstöðu sinni varðandi þetta mál og hvikaði aldrei frá meginstefnu sinni, eða eins og Sigurður búnaðarmálastjóri orð- aði það „Magnús Einarsson stóð allt- af bjargfastur gegn innflutningi hús- dýra til landsins“. Magnús Einarsson dýralæknir datt á hjóli sínu á Hverfisgötu í sept- embermánuði 1927 og lenti með höð- ið á rennusteini. Hann hlaut slæmt höfuðhögg og lézt 2. október í kvist- herberginu í Túngötu 6. „Látið mig vera,“ voru síðustu orð hans, er hann var borinn upp í rúm sitt stórslas- aður. Ásta Einarsson bjó síðan í hús- inu fram til ársins 1936 er hún seldi það. Hún fluttist þá í Suðurgötu 16 í hús Katrínar og Guðmundar Magn- ússonar, prófessors og læknis við Landakotsspítala. Þar bjó hún unz hún fluttist í Tjarnargötu 39, hús Ragnheiðar Jónsdóttur skólastýru Kvennaskólans. Hún brá búi er hún fluttist úr Tjarnargötunni og fluttist þá á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, Guðrúnar og Finns M. Ein- arssonar á Hávallagötu 41. Eftir að Ásta fluttist til Guðrúnar dóttur sinnar og Finns Einarssonar eiginmanns hennar, hélt hún áfram kennslu, enn um sinn. Örn Clausen man vel píanótíma þeirra bræðra. Einkum er honum minnisstæður Vals Chopins No. 64. Örn segist hafa verið slakur í nótna- lestri og kaus fremur að spila eftir eyranu. Rak hann þá oft í vörðurnar og fataðist í valsinum. Varð þá jafn- an að byrja á nýjan leik. Örn hélt að frú Ásta vissi ekki um ástæðuna fyr- ir „kúnstpásunni“. Síðar frétti hann að kennarinn hafði sagt frá hljóm- listartíðindum þessum í kaffiboði heldri kvenna. Morgunblaðið/Golli Álmur sem stendur við Túngötu 6 var valinn tré ársins 1999 af Skógræktarfélagi Íslands. Ingibjörg Sólrún lofaði að verja hann hnjaski. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 C 15 Þeir sem hafa borið hag hjóna-bandsins fyrir brjósti hafa ítrekað bent á kosti þess, einkum hvað snertir laga- leg réttindi, að það tryggði hjón- um ótvíræðan rétt í sambandi við eignir, lífeyrismál og erfðamál og skapaði börnum meira öryggi. Þetta er rétt og satt en mér finnst hins vegar að það hafi farið lægra að hjónaband er í raun löghelgað kynferðissam- band, í það minnsta hefur sú stað- reynd mun sjaldnar verið í um- ræðunni. Það hefur heldur ekki tíðkast að búa fólk sérstaklega undir hjónaband hvað það snertir. Menn hafa treyst því að náttúran sæi bara um slíkt. En þannig er þetta ekki í sumum öðrum sam- félögum, þar er tilvonandi hjónum kennt ýmislegt um ástalíf sem tal- ið er að komið gæti að gagni. Mér finnst stundum að fólki sé hér fátt eitt kennt í sambandi við það sem sárast brennur á því í einkalífinu. Það útskrifast úr skólum án þess að kunna að gagni með peninga að fara, né heldur hefur það fengið markvissa þjálfun í hinum flóknu samskiptum sem náið samlíf gerir kröfu til – þetta tvennt er þó grundvöllur fyrir farsæld fólks. Teikn eru þó um að þetta gæti farið að breytast hvað ástamálin snertir. Sem dæmi get ég nefnt, að ég talaði um daginn við unga konu sem sagði mér að hún væri að fara að „gæsa“ vinkonu sína daginn eft- ir. Ég hváði – hafði ekki heyrt tek- ið svo til orða áður. Í ljós koma að hún var að fara í „gæsapartý“ sem hún, ásamt vinkonum sínum, hélt einni þeirra sem átti að fara að gifta sig daginn þar á eftir. „Og hvað ætlið þið að gera fyrir hana?“ spurði ég. „Við höfum leigt magadansmær til að kenna henni magadans,“ svaraði hún nokkuð hróðug. Mig setti hljóða skamma stund meðan ég hugsaði mig um, en sá fljótlega að þarna gæti verið um þjóðráð að ræða. Þar með þyrfti eiginmaður vinkonunar ekki að heimsækja vafasama staði til að fá eftirsótta kynferðislega örvun, heldur gæti eiginkonan nú bara svipt af sér svuntunni eftir upp- vaskið og streðið við að koma börnunum í bólið og dansað fyrir hann listilega magadans á eldhús- gólfinu. Einfalt en áhrifaríkt og til þess fallið að varðveita ástina og Visareikninginn. „Það er bara verst að hún er með svo lítinn maga, það er víst best að hafa frekar stóran maga í magadansi,“ sagði viðmælandi minn og beit hugsandi í epli. „Hafðu ekki áhyggjur, maginn á henni stækkar eftir því sem árin líða, þannig verður hún æ betri magadansmær,“ svaraði ég til í huggunarrómi. Þetta er í það minnsta er nota- drýgra veganesti í hjónabandið en að svínfylla hina tilvonandi brúði og láta hana síðan ganga í gegnum margháttaðar blekkingar þar til hún er gráti nær eins og ég hef heyrt dæmi um. Hið eina góða við slíka meðferð er að brúðurinn þakkar sínum sæla að vera laus við vinkonurnar og vandræðin af þeim og hoppar harla fegin upp í öryggi hjónasængurinnar hjá manninum, sem lofað hefur fyrir augliti Guðs, að standa með henni í blíðu og stríðu. Í framhaldi af umræðunni um magadansinn velti ég nú fyrir mér, hvort ekki væri ráð að kenna brúðgumum eitthvað líka sem að gagni mætti koma á ástalífsnóttum hjónabandsins. Þjóðlífsþankar/Er þetta kannski ráðið? Magadans fyrir brúðkaupið eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur HJÓNABANDIÐ, sú ágæta „stofn- un“ hefur á stundum átt undir högg að sækja. Einkum átti það í vök að verjast í rótleysi því sem spratt upp í vestrænum heimi í kjölfar stúd- entauppreisnanna 1968. Blómabörn- um hippatímabilsins þótti hjóna- bandið staðnað form sambands, betra væri að maður og kona flyttu bara saman og yndu svo hvort hjá öðru meðan hugur þeirra stæði til – síðan ekki meir. Sími 555 0455 Sími 564 6440 20% afsláttur af barnamyndatökum í júlí Höfðabakka 1, sími: 567 2190 Nýjar myndir 300 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.