Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.07.2001, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2001 C 5 Mosfellsbær fræðslu- og menningarsvið Varmárskóli Kennarar Er erfitt að samræma vinnuna og einkalífið? Ef þú ert kennari og átt barn á leikskólaaldri ættir þú að skoða hvort Varmárskóli í Mos- fellsbæ er ekki vinnustaður fyrir þig. Í athugun er að koma á fót vistunarúrræði við skólann fyrir börn kennara sem þurfa á leikskólaplássi að halda á meðan þeir sinna kennslustörfum. Þú tekur barnið með þér í vinnuna og sparar tíma og fyrirhöfn og jafnvel útgjöld. Hvað er þægilegra? Vegna einsetningar skólans og mikils inn- flutnings í bæinn þurfum við nú fleiri kenn- ara en áður. Okkur vantar ennþá 2—3 almenna bekkjar- kennara á yngsta- og miðstigi, raungreina- kennara og íslenskukennara á unglinga- stigi. Við viljum líka ráða deildarstjóra sérkennslu á yngsta- og miðstig og kennara í sérdeild á unglingastigi. Við getum boðið upp á sveigjanlegt starfs- hlutfall og mikla yfirvinnu sé hennar óskað. Nánari upplýsingar um störfin veitir Viktor A. Guðlaugsson skólastjóri í símum 895 0701 og hs. 566 8648 og Helga Richter aðstoðarskólastjóri í síma 566 6718. Laun grunnskólakennara eru skv. kjara- samningum Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Mosfellsbær er um 6.100 íbúa sveitarfélag. Mikil uppbygging hef- ur átt sér stað í skólum bæjarins á síðustu árum og ríkjandi er já- kvætt og metnaðarfullt viðhorf til skólamála. Í bænum er rekið öflugt tómstunda- og íþróttastarf við góðar aðstæður. Skólaskrif- stofa Mosfellsbæjar veitir skólunum faglega þjónustu og ráðgjöf jafnframt því sem hún aðstoðar við nýbreytni- og þróunarstarf og stendur fyrir símenntun fyrir kennara. Fræðslu- og menningarsvið. Leikskólakennara og leið- beinendur athugið Námskeið í kennsluaðferðum og hugmyndafræði Montessori og Global Education verður haldið 13.-14. ágúst, 2001. Öll Montessori náms- og kennslugögn tiltæk á staðnum. Verð 6000 kr. með morgunverði, hádegisverði og kaffi. Kennari: Gale Keppler frá Bandaríkjunum. Tak- markaður fjöldi þátttakenda – hafið samband strax! Lausar stöður við leikskólann í Áslandi. Enn eru nokkrar lausar stöður við leikskólann. Áhugasamir hafið samband sem fyrst. Starfsfólk leikskólans getur án endurgjalds fengið bandaríska vottun eftir tveggja ára reynslu af ofangreindum aðferðum. Íslensku menntasamtökin ses Tilkynnið skráningu eða leitið frekari upplýsinga í síma 565 9711 eða 891 9088 Upplýsingar einnig veittar á heimasíðu okkar: www.ims.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.